Fara í innihald

Háskólinn í Durham

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Háskólinn hefur notað kastalann í Durham síðan 1840.

Háskólinn í Durham (enska University of Durham eða Durham University) er háskóli staddur í Durham, Englandi. Hann var stofnaður árið 1832 með þinglögum og honum var gefið Royal Charter árið 1837. Hann var einn fyrsti háskóli sem opnaði á Englandi í rúmlega fimm hundruð ár og talið er að hann gæti verið þriðji elsti háskóli á Englandi. Háskólinn samanstendur af nokkrum deildum og 16 skólum (e. colleges), eins og í Oxford og Cambridge. Deildarnir sjá um kennslu og rannsóknir og skólarnir sjá um heimili og velferð grunnnemenda, framháldsnemenda, PhD-nemenda og nokkurra starfsmanna.

Háskólinn er talinn vera mjög virtur og er einn besti háskóli á Bretlandi. Heiðursrektor háskólans er Bill Bryson. Þeir sem útskrifast úr háskólanum má setja stafina Dunelm (latnesk skammstöfun á Durham). Eftirfarandi er listi yfir skólana innan háskólans:

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.