Uppreist æru

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Uppreist æru getur forseti veitt þeim sem ekki hefur óflekkað mannorð og nýtur hann þá sömu réttinda og þeir sem hafa óflekkað mannorð. Þeir sem hlotið hafa í fyrsta sinn refsidóm þar sem refsingin fer ekki fram úr 1 árs fangelsi, hljóta fimm árum eftir að refsingin er að fullu úttekin sjálfkrafa réttindi á við þá sem hafa óflekkað mannorð að því gefnu að þeir hafi á þeim tíma ekki verið ákærðir fyrir brot sem þyngri refsing en sektir liggur við.

Um uppreist æru er fjallað í 84. og 85. greinum almennra hegningarlaga:

Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs fangelsi, þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.“
Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur forseti, ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru.
Forseti getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma.
Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.“

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Almenn hegningarlög“. Sótt 14. nóvember 2006.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.