Smáralind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Smáralind er verslunarmiðstöð í Kópavogi og jafnframt sú stærsta á Íslandi, með yfir 70 verslanir og veitingastaði, auk annarrar þjónustu. Smáralind var formlega opnuð tíu mínútur yfir tíu þann 10. október, 2001 sem er stundum skrifað 10:10, 10. 10. '01.

Smáralind er verslunarmiðstöð staðsett í Hæðasmára í Kópavogi og er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Byggingin er 63.000 m2 sem gerir hana að stærstu byggingu sem opin er almenningi á landinu. Í Smáralind má finna um 100 verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila, meðal annars kvikmyndahús, barnaskemmtistað og fleira. Í Smáralind er einnig að finna Vetrargarðinn sem er afþreyingarmiðstöð Smáralindar. Vetrargarðurinn er samtals 9.000 m2 að stærð og inn í því er 1750 m2 sýningarsvæði þar sem meðal annars hafa verið haldnir ýmsir tónleikar, sýningar, keppnir og ráðstefnur.

Hönnun Smáralindar var samstarfsverkefni breska arkitekta- og verkfræðifyrirtækisins BDP og ASK arkitekta. Byrjað var að byggja Smáralind í mars árið 2000 og tók 19 mánuði að byggja hana. ÍSTAK var verktaki við bygginguna. Smáralindin var formlega opnuð þann 10. október árið 2001 klukkan tíu mínútur yfir tíu eða 10:10, 10.10.01. Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. hefur með eignarhald og rekstur Smáralindar að gera og er öll eiginin í eigu félagsins. Verslanna- og þjónusturými er leigt út af félaginu. Fjöldi gesta sem leggja leið sína í Smáralind á hverju ári eru yfir 4 milljónir.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.

Hnit: 64°06.065′N 21°53.005′V / 64.101083°N 21.883417°V / 64.101083; -21.883417