12. febrúar
Útlit
Jan – Febrúar – Mar | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | ||
2024 Allir dagar |
12. febrúar er 43. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 322 dagar (323 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1049 - Bruno varð Leó 9. páfi.
- 1354 - Stralsund-sáttmálinn festi landamærin milli hertogadæmanna Mecklenburg og Pommern.
- 1554 - Lafði Jane Grey og eiginmaður hennar, Guildford Dudley lávarður, voru tekin af lífi í London.
- 1736 - María Teresa, ríkiserfingi Habsborgarveldisins, giftist Frans 1., keisara hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1832 - Ekvador innlimaði Galápagoseyjar.
- 1870 - Konur fengu kosningarétt í Utah.
- 1879 - Fyrsta manngerða skautasvellið var opnað í Madison Square Garden í New York-borg.
- 1892 - Afmælisdagur Abrahams Lincoln var valinn sem þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.
- 1912 - Kínverska keisaraekkjan Longyu sagði af sér fyrir hönd síðasta keisarans Puyi sem markaði endalok Tjingveldisins.
- 1919 - Skjaldarmerki Íslands var staðfest með konungsúrskurði. Merkinu var síðan breytt 17. júní 1944.
- 1924 - Calvin Coolidge varð fyrsti forseti Bandaríkjanna til að flytja ræðu í útvarpi.
- 1940 - Eldey var friðuð með lögum. Bannað var að ganga á eyjuna án leyfis ríkisstjórnarinnar og bannað að granda þar fuglum.
- 1950 - Íslenska íþróttafélagið Breiðablik UBK var stofnað.
- 1950 - Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var stofnað.
- 1965 - Hótel Holt í Reykjavík opnaði. Í öllum herbergjum, 36 að tölu, voru málverk eftir íslenska listamenn.
- 1980 - Ítalski lögfræðingurinn Vittorio Bachelet var myrtur af meðlimum Brigate Rosse í Róm.
- 1983 - Hundrað konur mótmæltu vitnalögum Zia-ul-Haq í Pakistan þar sem vitnisburður kvenna skyldi metinn til hálfs á við vitnisburð karla.
- 1988 - Sovéska herskipið Bessavetníj sigldi á bandarísku freigátuna USS Yorktown á Svartahafi þrátt fyrir að Yorktown hefði krafist réttar til friðsamlegrar ferðar.
- 1989 - Í illviðri settist selta á einangrara í spennistöð á Geithálsi við Reykjavík sem olli rafmagnsleysi á öllu Íslandi.
- 1990 - Fulltrúar NATO og Varsjárbandalagsins hittust á ráðstefnu um opna lofthelgi í Kanada. Þeir náðu meðal annars samkomulagi um herafla í Evrópu og endursameiningu Þýskalands.
- 1990 - Óeirðirnar í Dúsjanbe gegn aðfluttum Armenum brutust út í Tadjikistan.
- 1993 - Tveggja ára dreng, James Bulger, var rænt úr verslunarmiðstöð af tveimur 10 ára drengjum sem síðar pyntuðu hann og myrtu.
- 1994 - Vetrarólympíuleikarnir 1994 hófust í Lillehammer í Noregi.
- 1994 - Málverki Edvard Munch, „Ópinu“, var stolið af safni í Osló (það var endurheimt 7. maí).
- 1999 - Vantraust gegn Bill Clinton var fellt í Bandaríkjaþingi.
- 2001 - Geimkönnunarfarið NEAR Shoemaker lenti á loftsteini.
- 2001 - Bandarískur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að tónlistardeiliforritinu Napster bæri að loka.
- 2002 - Réttarhöldin yfir Slobodan Milošević hófust við Alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu í Hag.
- 2004 - Mattel-fyrirtækið tilkynnti að Barbie og Ken væru hætt saman eftir að hafa verið par í 43 ár.
- 2006 - Íbúar Tókelá höfnuðu sjálfstæði frá Nýja Sjálandi í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2008 - Einn leiðtoga Hezbollah, Imad Mugniyah, var myrtur með bílsprengju í Damaskus.
- 2009 - Tveir gervihnettir, Iridium 33 og Kosmos 2251, rákust á. Þetta var fyrsti árekstur gervihnatta í geimnum.
- 2010 - Vetrarólympíuleikarnir 2010 voru settir í Vancouver í Kanada.
- 2010 - Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi myntkörfulán í bílaviðskiptum ólögleg.
- 2013 - Norður-Kórea gerði tilraun með kjarnorkusprengingu neðanjarðar sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana alþjóðasamfélagsins.
- 2015 - Al Thani-málið: Fjórir fyrrum stjórnendur Kaupþings banka voru sakfelldir í Hæstarétti.
- 2015 - Minsksamkomulagið: Rússar, Úkraínumenn, Þjóðverjar og Frakkar komust að samkomulagi um vopnahlé í Austur-Úkraínu.
- 2016 - Frans páfi og Kírill patríarki hittust í Havana á Kúbu. Þetta var fyrsti fundur æðstu manna kaþólsku kirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar frá Kirkjusundrungunni árið 1054.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 712 - Du Fu, kínverskt skáld (d. 770).
- 1074 - Konráð 2. keisari (d. 1101).
- 1618 - Olof Verelius, sænskur rúnafræðingur (d. 1682).
- 1636 - Hermann Witsius, hollenskur guðfræðingur (d. 1708).
- 1665 - Rudolf Jakob Camerarius, þýskur grasafræðingur (d. 1721).
- 1768 - Frans 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1835).
- 1775 - Louisa Adams, forsetafrú Bandaríkjanna (d. 1852).
- 1809 - Charles Darwin, enskur náttúrufræðingur (d. 1882).
- 1809 - Abraham Lincoln, 16. Forseti Bandaríkjanna (d. 1865).
- 1828 - George Meredith, enskur rithöfundur (d. 1909).
- 1873 - Guðmundur Magnússon (Jón Trausti), íslenskur rithöfundur (d. 1918).
- 1884 - Max Beckmann, þýskur myndlistarmaður (d. 1950).
- 1893 - Steingrímur Steinþórsson, forsætisráðherra Íslands (d. 1966).
- 1914 - Lárus Pálsson, íslenskur leikari (d. 1968).
- 1939 - Ray Manzarek, bandarískur hljómborðsleikari (The Doors).
- 1942 - Ehud Barak, ísraelskur stjórnmálamaður og fyrrum forsætisráðherra Ísraels.
- 1943 - Jean Eyeghe Ndong, forsætisráðherra Gabon.
- 1949 - Ashraf Ghani, forseti Afganistans.
- 1955 - Arsenio Hall, bandarískur leikari og spjallþáttarstjórnandi.
- 1964 - Ragnhildur Rúriksdóttir, íslensk leikkona.
- 1968 - Josh Brolin, bandariskur leikari.
- 1969 - Meja, sænsk söngkona.
- 1973 - Marques Batista de Abreu, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Juan Carlos Ferrero, spænskur tennisleikari.
- 1980 - Christina Ricci, bandarísk leikkona.
- 1980 - Sarah Lancaster, bandarísk leikkona.
- 1984 - Peter Utaka, nígerískur knattspyrnumaður.
- 1993 - Ingólfur Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1554 - Lafði Jane Grey, Englandsdrottning (f. 1537).
- 1612 - Christopher Clavius, þýskur stjörnufræðingur (f. 1538).
- 1771 - Adolf Friðrik, sænskur konungur (f. 1751).
- 1804 - Immanuel Kant, þýskur heimspekingur (f. 1724).
- 1925 - Cyril Genik, umboðsmaður úkraínskra innflytjenda til Kanada undir lok 19. aldar (f. 1857).
- 1966 - Wilhelm Röpke, þýskur hagfræðingur (f. 1899).
- 1972 - Jón Engilberts, íslenskur listmálari (f. 1908).
- 2012 - Jón Þórarinsson, íslenskt tónskáld (f. 1917).