Hótel Holt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hótel Holt er hótel á Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Það var byggt af athafnamanninum Þorvaldi Guðmundssyni sem var kenndur við fyrirtækið Síld og fisk. Það opnaði 12. febrúar 1965. Upphaflega var hótelið með 36 herbergi en 1973 var fjöldinn aukinn í 53 herbergi. Um 1993 voru nokkur herbergi stækkuð í svítur og herbergjafjöldanum fækkaði þá niður í 40. Hótelið hýsir stærsta listasafn Íslands í einkaeigu.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.