Myntkörfulán

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Myntkörfulán er bankalán í íslenskum krónum, þar sem höfuðstóll og afborganir eru miðað við gengi ýmissa gjaldmiðla, mismikið eftir því hvernig samið er um við lánasamning. Á árunum fyrir bankahrunið voru myntkörfulán mjög vinsæl á Íslandi, en eftir hrunið létu margir frysta lánin. Í kjölfar hrunsins leituðu menn til dómsstóla. Dómar hafa fallið á báða vegu, þar sem dæmt hefur verið um ólögmæti þess að gengisbinda lánið við myntkörfu þar sem lög um vexti og verðtryggingu mæli fyrir um að einungis sé heimilt að verðtryggja lánsfé með hliðsjón af vísitölu neysluverðs.[1]

Myntkörfulán komust fyrst í umræðuna á Íslandi árið 1998, en þau urðu fyrst vinsæl á veltiárunum, eftir sölu bankanna um aldamótin. En ekki voru allir sem mæltu með þeim án þess að nefna fyrirvarana. Í viðtali við Fréttablaðið árið 2004 sagði Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, „að þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum þá væri vert að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima“.[2]

Þann 3. desember 2009 féll dómur um lögmæti myntkörfuláns[3] en þann 12. febrúar 2010 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur myntkörfulán í bilalánssamningum ólögmætt og varð til þess að óskað var eftir fundi í viðskiptanefnd Alþingis sem og að málið verði rætt í utandagskrárumræðu á þingi.[4]

Gjaldeyrislán eru lán veitt af banka í öðrum gjaldeyri en þeim, sem notaður er í landinu, sem bankinn starfar í.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fréttaskýring: Tveir ólíkir dómar um myntkörfulán; af Vb.is 2. mars 2010[óvirkur tengill]
  2. Lykilatriði að leita ráðgjafar um lán; grein í Fréttablaðinu 7. sept. 2004
  3. Héraðsdómur: Myntkörfulánið var löglegt; af Dv.is 3. desember 2009[óvirkur tengill]
  4. „Myntkörfubílalánin ólögleg: Óheimilt að binda krónu við gengi erlendra gjaldmiðla; af Pressunni.is 13. feb. 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2016. Sótt 2. mars 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.