11. mars
Útlit
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
11. mars er 70. dagur ársins (71. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 295 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 222 - Keisarinn Elagabalus var myrtur ásamt móður sinni Juliu Soaemias af pretóríska verðinum. Lík þeirra voru dregin um götur Rómar og síðan kastað í ána Tíber. Alexander Severus var hylltur sem keisari.
- 1431 - Evgeníus 4. varð páfi.
- 1513 - Leó 10. var kjörinn páfi.
- 1609 - Sigmundur 3. Vasa lýsti Rússlandi stríð á hendur.
- 1616 - Galileo Galilei hitti Pál 5. páfa í eigin persónu og ræddi við hann um afstöðu hans til sólkerfisins.
- 1649 - Franska borgarastyrjöldin: Uppreisnarmenn og konungdæmið gerðu með sér friðarsamning í Rueil.
- 1669 - Etna gaus og eyðilagði bæinn Nicolosi þar sem 20.000 manns létust.
- 1702 - Fyrsta enska dagblaðið, The Daily Courant, hóf útkomu í London.
- 1708 - Anna Bretadrottning beitti neitunarvaldi gegn lögum um skoskan her. Breskir þjóðhöfðingjar hafa ekki beitt neitunarvaldi síðan þótt þeir hafi það enn formlega.
- 1810 - Napóleon Bonaparte gekk að eiga Maríu Lovísu, dóttur Frans 2. Austurríkiskeisara.
- 1894 - Fyrsta kókflaskan var seld í sælgætisbúð í bænum Vicksburg í Mississippi.
- 1907 - Íþróttafélag Reykjavíkur er stofnað.
- 1922 - Mahatma Gandhi var fangelsaður fyrir borgaralega óhlýðni.
- 1935 - Franska skonnortan Lieutenant Boyan strandaði á Slýjafjöru í Vestur-Skaftafellssýslu kl. 11 að kvöldi.
- 1938 - Innlimun Austurríkis (Anschluss): Þýskaland tók við stjórn í Austurríki.
- 1941 - Línuveiðarinn Fróði varð fyrir árás þýsks kafbáts suður af Vestmannaeyjum. Fimm sjómenn fórust í árásinni.
- 1950 - Kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, var frumsýnd.
- 1971 - Lög voru sett um happdrættislán ríkissjóðs til fjáröflunar fyrir vega- og brúargerð um Skeiðarársand. Þremur árum síðar var vegurinn opnaður.
- 1972 - Hafnarfjarðarganga, fyrsta mótmælaaðgerð Samtaka herstöðvaandstæðinga, var haldin.
- 1976 - Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var stofnað.
- 1977 - Bandaríska teiknimyndin Ævintýri Bangsímons var frumsýnd.
- 1978 - Palestínskir hryðjuverkamenn réðust á rútu á þjóðvegi 2 í Ísrael og myrtu 38 manns, þar af 13 börn.
- 1981 - Augusto Pinochet hóf nýtt átta ára kjörtímabil sem forseti Chile.
- 1983 - Donald D. Maclean, einn þeirra sem njósnuðu í Bretlandi fyrir Rússa, var jarðsettur í Moskvu.
- 1984 - Vélbáturinn Hellisey frá Vestmannaeyjum sökk og fórust allir nema einn maður, Guðlaugur Friðþórsson, sem náði að synda alla leið í land, um fimm kílómetra langa leið.
- 1985 - Mikhail Gorbatsjov varð leiðtogi Sovétríkjanna.
- 1985 - Mohamed Al-Fayed keypti bresku verslunina Harrods.
- 1990 - Litháen varð sjálfstætt ríki með Vytautas Landsbergis sem forseta.
- 1992 - Fyrrum ritstjóri spænska dagblaðsins El Diario La Prensa, Manuel de Dios Unanue, var myrtur á veitingastað í New York. Hann hafði fengið hótanir frá kólumbískum eiturlyfjahringjum.
- 1993 - KR-klúbburinn var stofnaður í Reykjavík.
- 1995 - Sænski íshokkíleikmaðurinn Peter Karlsson var myrtur af nýnasista í Västerås.
- 1996 - John Howard varð forsætisráðherra Ástralíu.
- 1998 - Þingkosningar voru haldnar í Danmörku: Ríkisstjórn Poul Nyrup Rasmussen hélt velli.
- 2004 - Hugveitan CEPOS var stofnuð í Kaupmannahöfn.
- 2004 - Sprengjutilræði var framið í farþegalest í Madrid. 190 manns fórust.
- 2005 - Nintendo DS-leikjatölvan var gefin út í Evrópu.
- 2006 - Íslandsbanki breytti nafni sínu í Glitnir banki hf.
- 2006 - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fannst látinn í fangaklefa sínum hjá stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi.
- 2007 - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Máritaníu frá því landið fékk sjálfstæði árið 1960 fóru fram.
- 2009 - 17 ára unglingur skaut 16 til bana í skóla í Winnenden í Þýskalandi.
- 2011 - Hamfarirnar í Japan 2011: Jarðskjálfti upp á 9,1 stig skók norðausturströnd Japans og olli gífurlegri flóðbylgju í kjölfarið. Að minnsta kosti 15.641 manns fórust. Kjarnorkuverið í Fukushima eyðilagðist og olli nokkurri geislamengun.
- 2016 - Mikil flóð gengu yfir Serbíu.
- 2018 - Ríkisstjórn Kína samþykkti stjórnarskrárbreytingu sem afnam hámarkstíma leiðtoga í embætti og gerði Xi Jinping að „æviráðnum forseta“.
- 2020 – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti yfir heimsfaraldri vegna COVID-19.
- 2020 – Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir nauðgun.
- 2020 – Gullbrúin kom til Stokkhólms frá Kína.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1444 - Donato Bramante, ítalskur arkitekt (d. 1514).
- 1544 - Torquato Tasso, ítalskt skáld (d. 1495).
- 1811 - Urbain Le Verrier, franskur stærðfræðingur (d. 1877).
- 1847 - Sidney Sonnino, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1922).
- 1886 - Edward Rydz-Śmigły, pólskur herforingi (d. 1941).
- 1899 - Friðrik 9. Danakonungur (d. 1972).
- 1903 - Ronald Syme, nýsjálenskur sagnfræðingur (d. 1989).
- 1904 - Harold F. Cherniss, bandarískur fornfræðingur (d. 1987).
- 1908 - Matti Sippala, finnskur spjótkastari (d. 1997).
- 1920 - Kenneth Dover, breskur fornfræðingur (d. 2010).
- 1931 - Rupert Murdoch, ástralsk-bandarískur fjölmiðlajöfur.
- 1934 - P.E. Easterling, breskur fornfræðingur.
- 1946 - Kristín Steinsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1952 - Douglas Adams, enskur rithöfundur (d. 2001).
- 1952 - Sólveig Pétursdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Qasem Soleimani, íranskur hershöfðingi (d. 2020).
- 1962 - Þorsteinn Einarsson, íslenskur lögmaður.
- 1964 - Vinnie Paul, gítarleikari Pantera.
- 1965 - Wallace Langham, bandarískur leikari.
- 1967 - John Barrowman, skosk-bandarískur leikari.
- 1969 - Terrence Howard, bandarískur leikari.
- 1971 - Johnny Knoxville, bandarískur leikari og uppistandari.
- 1973 - Martin Hiden, austurrískur knattspyrnumaður.
- 1976 - Thomas Gravesen, danskur knattspyrnumaður.
- 1976 - Bjarnólfur Lárusson, knattspyrnumaður.
- 1978 - Didier Drogba, knattspyrnumaður frá Fílabeinsströndinni.
- 1978 - Albert Luque, spænskur knattspyrnumaður.
- 1979 - Elton Brand, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1979 - Benji Madden, gítarleikari Good Charlotte.
- 1979 - Joel Madden, söngvari hljómsveitarinnar Good Charlotte.
- 1980 - Úlfar Linnet, íslenskur skemmtikraftur.
- 1980 - Paul Scharner, austurrískur knattspyrnumaður.
- 1980 - Georg Alexander Valgeirsson, íslenskur söngvari og Idolkeppandi.
- 1981 - Russell Lissack, gítarleikari Bloc Party.
- 1981 - LeToya Luckett, fyrrum meðlimur Destiny´s Child.
- 1982 - Lindsey McKeon, bandarísk leikkona.
- 1987 - Bruno Cortez, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1988 - Helena Sverrisdóttir, íslensk körfuknattleikskona.
- 1988 - Fábio Coentrão, portúgalskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 222 - Elagabalus, Rómarkeisari (f. 203).
- 1198 - María, greifynja af Champagne, dóttir Loðvíks 7. og Elinóru af Akvitaníu (f. 1145).
- 1514 - Donato Bramante, ítalskur arkitekt (f. 1444).
- 1607 - Giovanni Maria Nanino, ítalskt tónskáld (f. 1543 eða 1544).
- 1689 - Sambhaji, lávarður Marattaveldisins (f. 1657).
- 1894 - Eggert Briem, íslenskur sýslumaður (f. 1811).
- 1907 - Jean Casimir-Perier, franskur stjórnmálamaður (f. 1847).
- 1955 - Alexander Fleming, skoskur gerlafræðingur sem uppgötvaði pensillínið (f. 1881).
- 2006 - Slobodan Milošević, fyrrum forseti Júgóslavíu (f. 1941).
- 2015 - Walter Burkert, þýskur fornfræðingur (f. 1931).