Guðlaugur Friðþórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Guðlaugur Friðþórsson (fæddur 24. september 1961) er íslenskur sjómaður sem hlaut mikla þjóðhylli þegar hann náði að synda sex kílómetra úr sökkvandi skipi. Atvikið átti sér stað þann 11. mars 1984 þegar Hellisey VE-503 sökk austur af Heimaey og var Guðlaugur sá eini sem lifði slysið af. Guðlaugur þurfti að synda sex kílómetra í land eftir að báturinn sökk og tók ferðin hann fimm klukkustundir, en þegar hann kom í land þurfti hann að ganga berfættur yfir hraun í frosti og næðingi til byggða í Vestmannaeyjum.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.