Wikipedia:Potturinn/Safn 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 1 | Safn 2 | Safn 3


Afslöppun og Wikivaka

Núna hefur aðeins róast yfir okkur og það er eflaust út af því að skólarnir eru að senda nemendur sína í frí og bottarnir á IRC-rásinni eru farnir. Þetta er svosem skiljanlegt ástand en við gætum vel sett smá fútt í þetta með því að halda Wikivöku í sumar. Wikivaka barst víst eitthvað í tal á IRC í dag þó ég hafi örugglega misst af meirihluta umræðanna, þá langar mig til að vekja athygli á henni.

Fyrir þá sem ekki vita, þá hafa verið uppi þreifingar um að redda sér húsnæði einhversstaðar og skrifa greinar á fullu yfir heila helgi. Mestu deilurnar hafa aðallega verið um staðsetningu, tíma og álíka hluti.

Staðsetning

Mynd sem ég tók af Borgarnesi í febrúar, Gamla mjólkursamlagið sést á bak við bátaskiltið.

Sem borgnesingur held ég að það sé ekki slæm málamiðlun að halda þetta í Borgarnesi eða nágrenni frekar en annað hvort í Reykjavík eða á Akureyri. Þar sem það er ekki langt frá Reykjavík og Akureyringarnir og Vestfirðingarnir þurfa etv að keyra einhverjar vegalengdir en þurfa ekki að borga í göngin. Ég get mögulega reddað ýmiskonar húsnæði á svæðinu og þá aðallega félagsheimilum og álíka en skólar gætu jafnvel komið til greina. Ég get reddað afslætti í íþróttahúsið ef menn vilja slappa af í heita pottinum, synda eða stunda aðra líkamsrækt.

  • Félagsheimili og álíka
    • Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi
      • Stórt hús, hátt til lofts og vítt til veggja. Tveir pöbbar og Safnahús Borgarfjarðar (bókasafn, byggðasafn o.fl.) eru í göngufæri og íþróttahúsið (þreksalur og sundlaug) eru ekki langt undan. Líka síðasti séns að nýta sér þetta gullfallega hús eftir Guðjón Samúelsson áður en það verður rifið. Húsið er ekki í símasambandi lengur en vírinn er enn til staðar þannig að það er vel hægt að redda því.
    • Ungmennahúsið Mímir [1]
      • Hér er á ferðinni um 70 fermetra salur. Allar bensínsjoppurnar og flestar búðir eru nánast hinum megin við götuna og Búnaðarbankinn er í næsta húsi. Íþróttahúsið og pöbbarnir eru í svolítilli fjarlægð en það kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að labba þangað og svo eru líka Pool-borð, skjávarpi og PlaySation 2 á staðnum (úje!). Aðgangur er að ADSL-tengingu hjá Símanum Internet sem var um 2Mb/s síðast þegar ég vissi og þráðlaus beinir er á staðnum. Ég hef haldið um 20 manna tölvuleikjamót þarna og húsnæðið hentar prýðilega í slíkt.
  • Grunnskólar
    • Kleppjárnsreykjaskóli [2]
      • Skólinn er staðsettur rétt hjá Deildartungu og Reykholti í gróðurhúsaþorpinu Kleppjárnsreykjum. Sundlaug er á staðnum og umhverfið er mjög fallegt. Tölvuverið ku vera sæmilegt ef við fáum að nýta okkur það.
    • Grunnskólinn í Borgarnesi [3]
      • Skólinn er staðsettur í hömrum, rétt hjá íþróttasvæðinu en í íbúðabyggð. Ég veit að það er þráðlaust net á svæðinu en það er örugglega læst og tölvuverið er ekkert skelfilegt ef við komumst í það. Ég veit samt að skólinn er í kerfisleigu (ætli þeir séu það ekki flestir) þannig að þá þarf að fá menn úr Reykjavík til að setja upp notendur og álíka.

Mitt álit

Ef við ætlum að plana þetta eins og tölvuleikjamót þar sem hver mætir með sína eigin tölvu, þá mæli ég með því að við leggjum undir okkur Mími en ég get reddað langborðum sem við getum svo notað undir tölvurnar okkar. Kleppjárnsreykir eru líka góður kostur ef út í það er farið þar sem það er örugglega minna ónæði frá okkur en ella og gaman að vera þarna í skemmtilegu umhverfi.

Gisting

Það eru nokkrir möguleikar varðandi gistingu á svæðinu og hér eru nokkrir.

  • Hótel Borgarnes [4]
    • Frekar stórt hótel en það er e.t.v. dulítið dýrt. Veitingar á staðnum.
  • Mótel Venus [5]
    • Svona ekta mótel, staðsett sunnan megin við brúnna, þannig að það er best að fara þangað á bíl. Fínn veitingastaður (Hrói höttur) er þarna líka.
  • Bændagisting[6]
    • Bjarg, Borgarnesi
      • Bjarg er staðsett í svo til í miðju Borgarnesi en samt í nokkurs konar sveit. Fínt útsýni og það er ágætis fólk sem rekur staðinn.
  • Tjaldstæði
    • Tjaldstæðið í Borgarnesi
      • Ekki eitt besta tjaldstæði á landinu. Stendur á gömlum fótboltavelli og er frekar slétt en er nálægt sjó og aðal umferðargötu bæjarins.
  • Farfuglaheimilið Hamri
    • Staðsett á Golvelli Golfklúbbs Borgarness. Það eru reyndar alltaf e-h erlendir verkamenn þarna en það má alltaf athuga málið.

Á Ferðanetinu eru dágóðar upplýsingar um frekari gistimöguleika á Vesturlandi. Athugið póstnúmer 310, 311 og 320.

Dagsetning

Við þurfum að ákveða sameiginlega þá helgi sem flestir geta nýtt sér. Það eru eflaust e-h tónleikar sem menn ætla á, svo er verslunarmannahelgin sem ég býst við að flestir ætli að nýta sér í annað og ég verð væntanlega í fjarnámi við FÁ í sumar og mig langar ekki til að þetta stangist á við lokaprófin þar. Svo verða Friðrik og Smári á Wikimania í Þýskalandi og ég hef ekki hugmynd um hvenær þeir snúa aftur.

Að lokum

Myndi fólk mæta og er þetta framkvæmanlegt? -Endilega tjáið ykkur um þetta.

--Stefán Vignir Skarphéðinsson 00:54, 28. maí 2005 (UTC)

Það verður ekki fyrr en 10. ágúst sem við komum aftur, ég kemst nú varla fyrr en í september (nema þetta verði helgi og frídagar, vil ekki missa meira úr vinnu). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 01:11, 28. maí 2005 (UTC)
17. júní ber uppá föstudag og þar með erum við komnir með eina 3ja daga helgi í sumar. Ef við geymum þetta fram á haust, þá fáum við örugglega ekki skólana og mjólkursamlagið verður ekki til lengur... --Stefán Vignir Skarphéðinsson 01:28, 28. maí 2005 (UTC)
Mér finnst þetta góð hugmynd út af fyrir sig. Veit samt ekki alveg með mætingu míns sjálfs, þar sem ég er almennt mjög lélegur í mætingum á viðburði. Hvernig myndi það samt vera, ef á að skrifa greinar á fullu og svona og ef þær eiga að vera af einhverjum góðum standard, þyrftu að vera góðar heimildir til staðar. Maður getur náttúrulega byggt þær bara á öðrum Wikipedium og netheimildum, en a.m.k. ég reyni að finna fleiri heimildir venjulega. Bara smá punktur. Annars finnst mér Borgarnesið góð hugmynd um stað. Hversu margir myndu vera líklegir til að mæta er líklega stærsta atriðið í þessu, býst ég við. Ansi virkir notendur íslensku Wikipediu eru ekki neitt rosalega margir. Og þetta yrði að vera á helgi, en persónulega fyndist mér ekki sniðugt að hafa það 17. júní helgina... --Sterio 20:15, 30. maí 2005 (UTC)

Myndskreytt saga Íslands

Nú nýlega er komin út bók hjá Þjóðminjasafni Íslands um íslenska myndlist á 16., 17. og 18. öld sem samkvæmt fréttatilkynningu, gerir þennan merka menningararf "að almenningseign" (sic). Frá þessum tíma er heilmikið af mjög athyglisverðum myndum, meðal annars mannamyndum, sem væri mikill fengur að að fá að nota til að myndskreyta greinar hér um sögu Íslands. Það er hálf hörmulegt hvað þetta er allt andlitslaust og textamiðað. Hins vegar er þetta ekki hægt núna vegna þess að safnið á höfundarrétt á öllum nýlegum eftirmyndum af safnkostinum (ljósmyndari safnsins sér um alla myndatöku) og hefur einhverjar tekjur af því að selja birtingarleyfi fyrir þær. Þótt safnið eigi vissulega ekki höfundarrétt á verkunum sjálfum, þá á það höfundarrétt af vel flestum ljósmyndum af þeim, ásamt viðkomandi ljósmyndara, geri ég ráð fyrir. Þessar ljósmyndir eru svo sem nýttar út um allt, oftast án þess að sérstaklega sé getið um uppruna eða neinar aðrar upplýsingar séu um viðkomandi mynd, en vegna þess hvað wikimedia verkefnið gerir strangar kröfur um höfundarrétt og merkingar, þá getum við víst ekki leyft okkur slík vinnubrögð hér. Hliðstæðar reglur gilda raunar á hinum Norðurlöndunum, en þar eiga þeir miklu stærri sjóði af eftirmyndum og prentmyndum sem komar eru úr höfundarétti sökum aldurs. Spurningin er því hvort hægt væri að skrifa safninu varðandi það að fá leyfi til afnota á myndum sem það sjálft velur, í þeirri upplausn sem það sjálft kýs (sem ekki er t.d. nýtileg fyrir útgáfu á prenti), með höfundarréttarmerkingu sem það getur blessað yfir og fullum upplýsingum um uppruna. Það væri jafnvel hægt að réttlæta svona notkun sem kynningu á safnkostinum og þjónustu safnsins við ljósmyndun muna og mynda fyrir birtingu. Væri ástæða til að skrifa þeim um þetta efni? --Akigka 15:49, 13. júní 2005 (UTC)

Alls ekki, við megum nota þetta þó þeir gefi okkur ekki leyfi til þess, þar sem þetta er ekki þeirra leyfi að gefa. Wikimedia netþjónarnir eru hýstir í Bandaríkjunum og það er hefur verið dæmt í nákvæmlega þessu í Bandarísku réttarkerfi og það komið fram að bara þótt þú takir ljósmynd af mynd gefur það þér ekki rétt til að stjórna útgáfu hennar, svona svipað og ef ég tæki ljósrit af einhverju sem þú hefðir skrifað gæti ég ekki eignað mér útgáfurétt á öllu byggt á því ljósriti (sem væri mjög miður ef ég þú værir dauður og ég væri með verk þitt í fórum mínum). —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:21, 13. júní 2005 (UTC)
Áhugavert. Ég veit raunar ekki hvort ég er sammála því að ljósmynd af málverki sé ekki frumlegt verk, en... hafa skal það sem betur hljómar, fyrir mig :) --Akigka 21:32, 13. júní 2005 (UTC)
Athugaðu samt að þetta er ekki eitthvað sem ég er alveg tilbúinn að hengja mig upp á, og þetta fer líka eftir því hvernig myndir þetta eru, ef þetta eru alveg nákvæmar eftirmyndir af tvívíddarverki eins og t.d. Móna Lísa hérna til hægri er þetta potþétt ekki höfundaréttarvarið í Bandaríkjunum, en ef þetta er orðið meira frumlegt verk ljósmyndara eins og myndin af þessari afrísku styttu hér til hægri er þetta höfundaréttarvarið þar sem ljósmyndarinn valdi sitt sjónarhorn, lýsingu o.fl.
Svo flækir það náttúrulega málið að þetta er verk gert á Íslandi og ég er ekki alveg 100% viss um að það sama gildi í Bandaríkjunum fyrir verk sem gerð eru í öðrum löndum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:13, 14. júní 2005 (UTC)
Jú, það gildir fyrir þau líka enda var Bridgeman úrskurðurinn m.a. um slík verk. - Haukurth 17. júlí 2005 kl. 23:22 (UTC)[svara]

Ljósmyndir fara úr höfundarrétti á Íslandi á 25 árum svo að stundum er hægt að leita í ekkert svo gamlar bækur til að finna myndir af listaverkum sem farin eru úr höfundarrétti. Athugið einnig að íslensk höfundalög heimila notkun á einni mynd eftir höfund án leyfis eða þóknunar: "14. gr. Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið. Með sömu skilyrðum er heimilt að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum, sem getið er í 3. mgr. 1. gr. Nú eru birtar myndir eða teikningar af tveimur verkum eða fleiri hins sama höfundar í sambandi við meginmál, sem lýtur að almennri kynningu, og á hann þá rétt til þóknunar." Reyndar verður þessi grein eyðilögð í haust með nýjum og strangari höfundalögum.

Varðandi listasögubókina hef ég þegar skannað inn eina mynd úr henni og notað í bloggfærslu hjá mér. Sjá hér: http://www.livejournal.com/~haukr/ Þetta er fullkomlega löglegt.

En það er góð hugmynd að hafa samband við Þjóðminjasafnið. Ég hafði samband við Árnastofnun og fékk leyfi til að birta myndir frá þeim, skoðið: http://en.wikipedia.org/wiki/Category:Images_from_the_%C3%81rni_Magn%C3%BAsson_Institute_in_Iceland

Haukurth 17. júlí 2005 kl. 23:22 (UTC)[svara]

Þetta þykir mér afar athyglisvert. Gildir þá 25 ára höfundaréttur á íslenskum ljósmyndum? Mun það breytast með nýju lögunum? Verða þau afturvirk eða gilda bara um verk búin til eftir gildistöku laganna? (varpa þessu nú bara fram svona til umhugsunar) --Akigka 17. júlí 2005 kl. 23:35 (UTC)[svara]

Þetta með ljósmyndirnar er flókið mál. Þær sem eru "listaverk" eru verndaðar af höfundarrétti í 70 ár eftir dauða höfundar. Þær sem eru ekki sjálfstæð listaverk eru aðeins verndaðar í 25 ár eftir að þær eru teknar. Ég skil þetta svo að ljósmynd af tvívíðu listaverki væri aðeins vernduð í 25 ár. Mér sýnist þetta ekki breytast með nýju lögunum.

Núgildandi lög: http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/1972073.html Breytingartillögur nú fyrir Alþingi: http://www.althingi.is/altext/131/s/0644.html

Ég held það sé um að gera að skanna inn ljósmyndir úr bókum sem gefnar eru út fyrir 1980. Sérstaklega væri gaman að finna bækur með ljósmyndum af verkum eftir íslenska málara sem komnir eru úr höfundarrétti. Þeir helstu eru sennilega Muggur og Þórarinn B. Þorláksson.

Athugið að ég er ekki lögfræðingur. - Haukurth 17. júlí 2005 kl. 23:48 (UTC)[svara]

Ah. Það gildir þá það sama um ljósmyndir almennt og önnur listaverk, en 25 ára reglan gildir á Íslandi um eftirmyndir af tvívíðum verkum þar sem listrænt framlag ljósmyndarans nægir ekki til að réttlæta höfundarétt, ef ég skil þetta rétt. Í BNA er hins vegar engin höfundaréttarvernd eftirmynda í þessu síðara tilviki sbr. en:Bridgeman Art Library v. Corel Corp.. Leiðréttið mig ef ég er að misskilja. --Akigka 17. júlí 2005 kl. 23:57 (UTC)[svara]
Eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga þessara sem listaverk, sbr. 2. mgr. 1. gr., er óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðilja, sem rétt hans hefur hlotið. Nú er slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, og á ljósmyndari eða síðari rétthafi þá kröfu til þóknunar. Vernd ljósmyndar samkvæmt þessari grein skal haldast, uns liðin eru 25 ár frá næstu áramótum eftir gerð hennar. [7]
Og í 2. mgr. 1. gr. stendur:
Til bókmennta og lista teljast samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar, á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist. [8]
Þetta fer semsagt eftir því hvað telst ljósmyndalist þannig þessi skilgreining virðist vera jafn loðin og hvað telst list yfirleitt, en ég myndi nú telja að flestar myndir sem teknar væru (þ.e. fréttamyndir, myndir af byggingum og hlutum o.s.f.) teldust ekki sem list frekar en eitthvað annað, en ágætt væri þó ef hægt væri að vísa í einhver dómsmál varðandi þetta. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. júlí 2005 kl. 00:13 (UTC)[svara]

Þetta sem þú segir er nákvæmlega minn ólöglærði skilningur. Hins vegar getur vel verið að þeim sem ljósmyndi listaverk þyki það ákaflega merkileg og skapandi iðja og verðskuldi fyllilega höfundarrétt í 70 ár eftir dauða sinn. Þessu yrðu dómstólar að skera úr um ef ágreiningur kæmi upp. Hins vegar á ég bágt með að ímynda mér hvaða ljósmyndir falla þá eiginlega undir þetta 25 ára ákvæði ef slíkar eftirmyndir gera það ekki. Ég veit ekki hvort nein prufumál hafa fallið um þetta. Ég efast reyndar um það en menn geta leitað í dómasöfnum. Mín skoðun er að túlka þetta með ljósmyndirnar fremur vítt þannig að t.d. dæmigerð mannamynd teljist ekki listaverk og sé aðeins varin í 25 ár. Einnig dæmigerð mynd af forngrip sem ekki er tvívíður.

Athugið til gamans að skv. lögunum eru þær bækur sem ekki eru bókmenntaverk ekki varðar af höfundarrétti í 70 ár eftir dauða höfundarins heldur aðeins í 10 ár eftir útgáfu. Ég held hins vegar að ákaflega fá verk falli undir þetta ákvæði. Kannski símaskrár og lógariþmatöflur.

Annars finnast mér þessi 70 ár eftir dauða höfundar furðulega langur tími. Vefarinn mikli frá Kasmír kom til dæmis út 1927 en verður varinn af höfundarrétti til ársins 2068. Þangað til munu erfingjar HKL geta vélað um þessa bók eins og þá lystir. Til dæmis er ólíklegt að þeir veiti heimild til að hún sé sett á Netið. Persónulega finnst mér að verk Halldórs Kiljans ættu að verða raunveruleg almenningseign miklu fyrr. Hvers vegna ættu barnabarnabörn rithöfundar að ráða e-u um verk hans sjö áratugum eftir að hann er sjálfur dáinn og 140 árum eftir að verkið er gefið út? Er ekki nytsamlegra fyrir samfélagið í heild að verk verði almenningseign fyrr? - Haukurth 18. júlí 2005 kl. 00:27 (UTC)[svara]

Heimildasnið

Mér finnst full ástæða til að fá heimildarsniðin inn á íslenska hlutann, og þá samkvæmt íslenskri venju. Það eru tvö (alla vega) kerfi í gangi, bæði fyrir heimildaskrár og tilvísanir, og hlýtur að vera til nóg af síðum sem tiltaka hverjar reglurnar eru fyrir hvort. --Akigka 21:50, 13. júní 2005 (UTC)

Handbók um ritun og frágang er svo líka alltaf góð til að hjálpa við svonalagað. Mér fyndist mjög sniðugt ef farið væri eftir henni þar sem ég veit að flestir mennta- og háskólakennarar segja nemendum sínum að gera það. --Sterio 18:16, 16. júní 2005 (UTC)
Hagnýt skrif eftir Gísla Skúlason er líka mjög hentug og handhæg. Hef notað hana jafnvel meira en Handbók um ritun og frágang. Tvær síður um APA-kerfið og MLA-kerfið geta verið hentugar en það seinna er meira fyrir neðanmálsgreinar (e. footnote) --Jóna Þórunn 22:40, 20. júní 2005 (UTC)
Aðalatriðið er auðvitað bara það að auðvelt sé að finna heimildina út frá gefnum upplýsingum og að heimildaskráning sé fylgin sér innan sömu greinarinnar. Það mætti alveg semja einhverjar (lágmarks)viðmiðunarreglur, eins og að heimildir skuli flokkaðar eftir höfundum (eða ritstjórum þar sem við á) í stafrófsröð, að skáletra skuli bókatitla og tímarit og að tímaritsgreinar skuli hafðar innan gæsalappa. En það skiptir engu máli hvort einhver fylgir venju um að hafa punkt eða kommu á einhverjum stað. Handbók um ritun og frágang er engan veginn dugandi leiðarvísir að mínu mati og að sumu leyti illa sérviskuleg bók. --Cessator 1. okt. 2005 kl. 15:51 (UTC)

Íslensk nöfn á ensku Wikipedia

Ég ákvað að vekja athygli á þeim hér, því það er að mínu mati alveg ótrúlega asnalegt þegar íslendingar eru kallaðir eftir sínu síðara nafni. Datt í hug að það gæti verið sniðugt að benda fleiri íslendingum á þetta, þar sem ég býst ekki við að fólk skoði oft umræðurnar um nafnavenjur á ensku útgáfunni. --Sterio 19:08, 18. júní 2005 (UTC)

Breyta um notandanafn

Ég skrifaði tól til að endurskýra notendur sem er ný komið á Wikimedia þjónana og höfum við möppudýrin aðgang að því þannig að einhverjir vilja skipta um notandanafn þá er þetta jafn góður tími og hver annar að biðja um það. —7. júlí 2005 21:33 (UTC)

Það er kostur að geta breytt notandanafinu, sem mig langar mikið til að fá í gengn, vil ekki vera skráður hér sem Logihelgu heldur Logi Helgu, en verð að viðurkenna að ég er ekki að finna mikið út úr því hvernig ég fer framá þá beiðni?

Stubbar

Mig hefur svoldið lengi langað til að drepa þessi stubbasnið þar sem mér finnst þau ekki þjóna neinum tilgangi öðrum en að benda á það augljósa, það er að greinin sé stutt, fræðilega séð gæti þetta verið notað til þess að finna greinar sem þarf að bæta og laga þær en mér finnst mun betra að finna þær bara á stuttum- og óflokkuðum síðum. Út af því viðhaldi sem þetta veldur legg ég til að við leggjum þetta alfarið niður. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. ágúst 2005 kl. 13:52 (UTC)[svara]

Ég er ósammála. Eins og ég hef skilið það á stubbur ekki við um stuttar síður heldur „ókláraðar“ síður. Síða getur verið heillöng en þó vantað í hana mikilvægar upplýsingar um efnið. T.d. umfjöllun um rómaveldi sem nær aðeins til ársins 100 eða eitthvað slíkt. Mér hefur einmitt fundist að við ættum að vera duglegri að nota ólík stubbasnið fyrir ólíka efnisflokka eins og gert er annarsstaðar. Mér finnst stubbasniðin vera gagnleg vegna þess að a) þau vara lesandan við að upplýsingarnar í greininni eru ekki ítarlegar, og b) setja slíkar greinar í flokk sem auðveldar viðhald síðar. Þetta síðara er að vísu ekkert sérlega gagnlegt nema einhverjir taki sig svo til og ljúki við greinarnar... en það er önnur saga. --Akigka 9. ágúst 2005 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Ég er sammála Akigka í þessu. Stubbur er merking um að grein geri efni sínu ekki almennilega skil og það er nytsamlegt að merkja þær af fyrrgreindum ástæðum. --Sterio 9. ágúst 2005 kl. 15:02 (UTC)[svara]
Getum við þá búð til snið sem heitir {{Guðleg fullkomnum}} svona svo að fólk viti að greinarnar eru full kláraðar? }:-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. nóv. 2005 kl. 01:19 (UTC)
Ég hef reyndar oft hugsað að úrvalsgreinamerkingin ætti að vera á greininni sjálfri, ekki spjallsíðunni. --Sterio 4. des. 2005 kl. 19:18 (UTC)
Ég er sammála því að það sé rétt að merkja úrvalsgreinar með einhverjum hætti, þó ekki með svona fyrirferðarmiklum sniðum í pastellitum. Ég sá hvernig Hollendingarnir gera þetta og bjó til svipað snið sem að setur litla stjörnu og látlausa merkingu efst í hægra hornið. Sjá: Menntaskólinn á Akureyri. --Bjarki 13. des. 2005 kl. 20:59 (UTC)
Já, annars, það er alveg hægt að halda flokkunum þótt svo að merkingin sé tekinn. Sniðið verður þá bara með [[Flokkur:Stubbar]], þá sést neðst á flokkunum að hún er stubbur og hún fer í flokka, hinsvegar losnum við við furðulega merkingu inn í greinni sjálfri. Þá er hún merkt, en ekki á eins klunnalegan hátt. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. des. 2005 kl. 15:53 (UTC)
Stundum eru bara greinar sem eru það lélegar að þær ættu að vera merktar, finnst mér. Þessi merking er lítil og ekkert fyrir, en maður tekur eftir henni og hugsar „ah, nú get ég hjálpað“ og lengir greinina. Eða eitthvað þannig. Þó er það alveg rétt að flokksmerking myndi alveg duga. Hitt er bara meira áberandi og dugir þannig betur. --Sterio 4. des. 2005 kl. 19:18 (UTC)
Ef hún er áberandi léleg á náttúrulega að vera athyglissnið á henni, svo er breytinga takkinn nokkuð augljós enda það fyrsta sem maður sér held ég. Venjulega er þetta snið frekar yfirdrifið, t.d. ein stutt setning sem lýsir ákveðnu hugtaki í víðustu merkingu, svo er helmingurinn að greinni merking sem segir að greinin sé stubbur, sem er frekar augljóst. Annars hugsaði ég þetta bara sem málamiðlun, þetta snið skiptir engan máli nema þá sem eru í tiltektinni held ég og þess vegna hélt ég að flokkarnir duguðu kannski. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. des. 2005 kl. 19:58 (UTC)

Þýðing

Hvað heita Cape Dezhnev og Cape Prince of Wales á íslensku, þeir afmarka Beringsund. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. ágúst 2005 kl. 05:11 (UTC)[svara]

Tja, þú getur náttúrulega notað Tjúktaskagi og Seward-skagi. Cape Prince of Wales er erfiður (Prince of Wales-höfði?), en Desnjév-höfði er held ég nothæf þýðing. --Akigka 10. ágúst 2005 kl. 22:42 (UTC)[svara]

Forsíðan

Fært á Spjall:Forsíða#Útlit forsíðunnarÆvar Arnfjörð Bjarmason 11. ágúst 2005 kl. 03:09 (UTC)[svara]

Nýir flokkar, aftur?

Ég vil byrja á að taka fram að þetta gæti líka átt heima á Spjall:Forsíða, en þar sem þetta er um efnisyfirlitið, sem er í raun víðtækara en útlit forsíðunnar, þó það birtist á henni, fannst mér þetta betri staður.

Ég hef mikið verið að hugsa um útlitslyftingu á forsíðunni undanfarið, og liður í því væri líklega að stytta efnisyfirlitið eins og ég held að einhverjir fleiri séu fylgjandi (því það ætti jú að vera þar til staðar). var að búa til nýtt efnisyfirlit, miklu miklu styttra, unnið upp úr því franska og því ítalska, en þau eru svipuð (eftir að frakkarnir fengu sér nýtt um daginn). Mér fannst þó ýmislegt vera hálfkjánalegt í þeim, sumir yfirflokkarnir voru með mun ýtarlegri undirflokka en aðrir og ég reyndi að draga úr því, hafa nokkuð jafnt hversu víðtækir flokkarnir væru (til dæmis fannst mér ekki þurfa rúmfræði, tölfræði og stærðfræði því allt tilheyrði jú stærðfræðinni). Þetta kerfi mætti svo setja upp í fallegt yfirlit með myndunum sem fyrrnefndar Wikipediur nota og það gæti verið þáttur í fegrun vorar yndislegu forsíðu. Og hér er semsagt tillaga mín, komið svo endinlega með athugasemdir!

Raunvísindi:

Stjarnfræði – Líffræði – Efnafræði – Eðlisfræði – Stærðfræði - Jarðfræði

Maðurinn:

Mannfræði – Fornleifafræði – Menntun – Hagfræði – Heimspeki – Saga – Sálfræði – Félagsfræði – Stjórnmál – Landfræði – Lögfræði

Tækni og atvinna:

Fjarskipti – Raftæki – Verkfræði – Tækni – Gervigreind – Tölvunarfræði – Landbúnaður – Læknisfræði - Iðnaður

Mannlíf og listir:

Samgöngur – Trúarbrögð – Listir – Kvikmyndir – Dans – Hönnun – Bókmenntir – Tungumál – Tónlist – Málaralist – Ljósmyndun – Höggmyndalist – Arkitektúr – Leikhús – Fjölmiðlar – Viðskipti

Menning og afþreying:

Matargerð – Spil – Kynlíf – Íþróttir – Sjónvarp – Ferðamennska – Gerðu-það-sjálfur (DIY)

Flokkar sem ég sleppti en voru á annaðhvort frönsku Wikipediu eða þeirri ítölsku (eða báðum):

  • Teiknimyndasögur
  • Sýningalistir
  • Vinsæl menning (Pop culture)
  • Goðafræði
  • Bílar
  • Næringarfræði
  • Heilsa
  • Garðyrkja
  • Afþreying
  • Loftfræði ? (aérospatiale)
  • Fjarskipti
  • Stjórnun
  • Tónfræði
  • Bókasafnsfræði
  • Borgafræði
  • Umhverfi
  • Géopolitique (hvað er það)
  • Öryggismál
  • Tölfræði
  • Rúmfræði
  • Tómstundagaman

Mér finnst þetta flest allt geta fallið undir einhvern eða einhverja af flokkunum fyrir ofan án þess að nokkur skaði hljótist af. --Sterio 5. september 2005 kl. 14:59 (UTC)[svara]

Mér lýst ágætlega á þetta, þó að eitthvað gæti farið í rugl varðandi greinar. Tölfræði og rúmfræði hljóta að falla undir stærðfræði og tómstundargaman hlýtur að falla undir hina og þessa "kategóríuna". Pop culture undir mennigu og listir og svona mætti lengi telja. Svo vantar bara flottar myndir fyrir gripina og málinu reddað. Bara bimm bara búmm.--Jóna Þórunn 5. september 2005 kl. 19:12 (UTC)[svara]
Mig hefur reyndar alltaf langað til að skipta mér af þessu en aldrei komið því í verk. Hvernig væri að nota bara Dewey-flokkunarkerfið eins og á flestum bókasöfnum? --Stefán Vignir Skarphéðinsson
Já, af hverju ekki bara Dewey-kerfið? Mér finnst það sniðugt. Held samt reyndar að sálfræði (mín grein) sé flokkuð undir heimspeki, sem er nú ekki alls kostar rétt...--Heiða María 5. sep. 2005 kl. 21:08 (UTC)
Aðalatriðið finnst mér vera að við séum ekki að hengja okkur í einhverju sérstöku kerfi, þetta er nú einu sinni wiki og þannig í sífelldri þróun. Dewey-kerfið er ágætt svo langt sem það nær og við getum horft til þess eins og hvers annars en það er hinsvegar miðað við þarfir bókasafna og Wikipedia er ekki bókasafn. Þannig eru grunnflokkar Dewey miðaðir við það magn bóka sem til er um hvert efni en ekki endilega rökrétta grunn- og undirflokka (trúarbrögð og tungumál eru t.d. grunnflokkar í Dewey en ættu réttilega heima í sama grunnflokkinum). Mér lýst ágætlega á tillögu Sterio og tel hana framför frá núverandi ástandi. Önnur pæling sem kemur upp í kollinn á mér núna er hvort að við ættum kannski bara að kasta þessari grunn- og undirflokkapælingu út í hafsauga og hafa kannski bara haug af stærstu efnisatriðunum saman í lista sem væri þá raðað upp í stafrófsröð t.d. Ég er ekki frá því að það yrði jafnvel aðgengilegra í sumum tilvikum og myndi valda minni pirringi hjá lesendum sem finnst eitthvað ekki vera sett í réttan flokk. Bara mín 2¢. --Bjarki Sigursveinsson 6. september 2005 kl. 00:42 (UTC)[svara]
Ég held persónulega að Dewey-kerfið sé ekki mjög gott fyrir okkur. Það er með mjög mikið af flokkum, og gert, eins og Biekko bendir á, fyrir bókasöfn. Á Wikipediu yrði það líklega íþyngjandi. Mér finnst hugmyndin um að það að hafa enga yfir- og undirflokka sniðug, en ég held reyndar að hitt virki betur, nema grunn-efnisatriðin væru þeim mun færri, jafnvel bara à la enska Wikipedia (og svo margar aðrar). Ef þau væru of mörg yrði kerfið ruglingslegt... --Sterio 6. september 2005 kl. 08:07 (UTC)[svara]

sæl. géopolitique er mikilvægt,og það ætti ekki að sleppa þvi: geo (úr géographie) merkir landafræði og politique stjórnmálafræði. géopolitique er rannsókn og saga politiskrar sambands á milli landa, samskipti þeirra og svo framleiðis.

aérospatiale er allt sem tengist geimflug og rannsóknir.

nogomatch

Ég setti upp nogomatch logg fyrir íslensku wikipedia þar sem skráðar eru síður sem leitað hefur verið eftir með Áfram hnappinum og ekki fundist, hann er að finna hér og eru nýjustu fyrirspurnir neðst. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. sep. 2005 kl. 22:17 (UTC)

Uss, þetta er hjassafídus alveg! Húrra fyrir Ævari. --Bjarki Sigursveinsson 19. sep. 2005 kl. 22:52 (UTC)

Nýjasta útgáfa?

Hvernig fær maður upp nýjustu útgáfu Óflokkaðra síðna og fleiri? --Jóna Þórunn 25. okt. 2005 kl. 19:39 (UTC)

Þær eru endurgerðar annað veifið, vantar að endurgera þessa? Það virðist vera enn mikið um óflokkaðar greinar á henni. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 26. okt. 2005 kl. 00:39 (UTC)
En svona fyrir forvitnis sakir, hvernig er það gert? :p --Sterio 27. okt. 2005 kl. 09:39 (UTC)
Í fyrsta lagi er ástæðan fyrir því að þetta er ekki uppfært í rauntíma sú að margar af þessum fyrirspurnum taka mjög langann tíma, sú sem tekur lengstan tíma hér tekur um 2 mínútur þannig að það hentar augljóslega ekki að gera þetta on-demand, sú sem tekur lengstan tíma á ensku tekur að mig minnir hátt í þrjá tíma. Til að komast í kringum þetta vandamál erum við með svokallaða querycache töflu í gagnagrunninum sem geymir niðurstöður úr þessum kostnaðarsömu fyrirspurnum sem er svo hægt að ná í on-demand. Þessi tafla er endurgerð þegar einhver (t.d. ég) skráir sig inn á vefþjónana og framkvæmir skipunina php maintenance/updateSpecialPages.php iswiki. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. okt. 2005 kl. 23:39 (UTC)
Þakka svarið... --Sterio 28. okt. 2005 kl. 09:27 (UTC)

Samvinna mánaðarins

Jæja, nú er Október alveg að klárast og Nóvember fer að byrja. Landagreinarnar, hin óopinbera samvinna októbermánaðar, eru alveg að klárast, 5 eftir, og það er frábært, en þá þurfum við að far að taka ákvörðun um samvinnu næsta mánaðar, finnst mér. Við gætum gert eitthvað svipað og löndin, það er að segja að taka flokk af greinum, t.d. af Wikipedia:Greinar sem ættu að vera til, eða við gætum tekið eitthvað þrengra, svo sem eitthvað ákveðið land, eða dýrategund, eða atburð og skrifað ítarlega grein um hann. En, að mínu mati, verðum við að hafa einhverja svona samvinnu. Það þarf ekki að vera svo mikið vinnuálag á hvern og einn, en getur skilað mjög góðum, og markvissum, árángri. Ég hef lagt til að við skrifum greinar um alþjóðastofnanir, bara sem tillögu, en komið endinlega með aðrar, nú eða styðjið alþjóðastofnanirnar, en gerum allavega eitthvað! Kíkið á Wikipedia:Samvinna mánaðarins til að tjá ykkur. (Nú eða ef þið eruð á móti samvinnu mánaðarins yfir höfuð, þá skuliði bara segja það :p) --Sterio

Ég vissi nú ekki einusinni af þessari síðustu samvinnu, það þarf að auglýsa þetta svoldið betur, á forsíðunni og í nýlegum breytingum t.d. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. okt. 2005 kl. 09:50 (UTC)
Ég er alveg sammála, ég held það þurfi að auglýsa þetta miklu betur, og vildi nú helst koma því inn á nýju forsíðuna, en ég veit ekki hvernig maður ætti að að koma því að í þessu útliti. Kannski bara efst í kynningunni eða eitthvað... --Sterio 28. okt. 2005 kl. 09:36 (UTC)
Nú er tengill kominn á forsíðuna. --Sterio 31. okt. 2005 kl. 19:07 (UTC)

Íslensk mannanöfn

Eins og þið hafið líkast til tekið eftir hef ég verið að búa til greinar fyrir öll íslensk mannanöfn sem viðurkennd eru af mannanafnanefnd. Þetta hefur aukið greinatöluna allmikið enda eru komnar 1712 greinar um íslensk karlmannsnöfn þegar þetta er skrifað og á ég eftir kvenmannsnöfnin og ættarnöfnin sem telja 1712 og 105 og ættu greinarnar að vera samtals 7539 þegar yfir lýkur.

Vegna smávægilegar villu í forritinu sem bjó til greinarnar yfirskrifaði það nokkrar greinar eins og Þór og Ástríkur og hef ég lagað það handvirkt auk þess að laga villuna, fyrir utan það virkaði forritið þannig að ef að grein var þegar til undir „nafn“ notaði það „nafn (mannsnafn)“ og svo „nafn (mannsnafn)/2“ og á það við í eftirfarandi tilfellum:

Aðgreiningar sem þarf að laga

þarna þarf að bæta við aðgreiningarsíðum eða sameina nafnagreinar, en við erum í nokkrum tilfellum eftir þetta með tvær greinar um sama nafnið:

Greinar undir almennum heitum, raðað eftir grunsamleika

SELECT COUNT(*) as count, page_title FROM page LEFT JOIN revision ON rev_page = page_id LEFT JOIN pagelinks ON pl_namespace = page_namespace AND pl_title = page_title WHERE page_namespace = 0 AND rev_comment LIKE "Grein fyrir mannsnafnið%" AND pl_from <> 16267 AND pl_from <> 16268 GROUP BY page_title ORDER BY count DESC;
18 Aþena
14 Indiana
14 Virginía
13 Sól
12 Líf
12 Kristall
11 Stjarna
10 Jökull
10 Berg
10 Galdur
7 Alexandría
7 Hugi
6 Karl
6 Eldur
6 Garðar
6 Vísa
6 Björn
5 Sigur
5 Loki
5 Gyðja
5 Tindur
5 Bylgja
5 Sandur
5 Víkingur
5 Nótt
4 Vaka
4 Baugur
4 Kalmar
4 Úlfljótur
4 Móses
4 Eldey
4 Knörr
4 Seifur
4 Hrafn
3 Eyvindur
3 Vald
3 Bogi
3 Muninn
3 Oddi
3 Mímir
3 Grímur
3 Ás
3 Þór_(mannsnafn)
3 Vilji
3 Úlfur
3 Rafael
3 Friður
3 Ketill
3 Rín
3 Skíði
3 Bjarki
3 Bótólfur
3 Jarl
3 Mari
3 Váli
3 Þjóðólfur
3 Hamar
3 Vémundur
3 Hannibal
3 Jóhann
3 Hans
3 Njörður
3 Björgvin
3 Jón_(mannsnafn)
3 Mikael
3 Sigtryggur
3 Helgi
3 Huginn
2 Víðar_(norræn_goðafræði)
2 Abraham
2 Dufþakur
2 Gerðar
2 Hella
2 Víðir
2 Adam
2 Örn_(mannsnafn)
2 Þormóður
2 Ferdinand
2 Gestur
2 Hulda
2 Oddgeir
2 Valur
2 Örnólfur
2 Bekan
2 Bolli
2 Flóki
2 Hermóður
2 Hákon
2 Kalman
2 Máni
2 Skefill
2 Ver
2 Álfgeir
2 Alda
2 Þorvarður
2 Bragi
2 Hildir
2 Hörður
2 Ormur
2 Skorri
2 Sólon
2 Vera
2 Þröstur
2 Brandur
2 Dúfa
2 Höður
2 Mír
2 Skuggi
2 Sölvi
2 Brim
2 Dýri
2 Friðleifur
2 Gunnólfur
2 Hjalti
2 Móberg
2 Pálmi
2 Ásgeir
2 Arnbjörg
2 Þór_(norræn_goðafræði)
2 Brimar
2 Friðmundur
2 Ingvar
2 Kató
2 Ásmundur
2 Birnir
2 Þórbergur
2 Burkni
2 Eik
2 Hallgeir
2 Hjálmur
2 Ingólfur
2 Ásröður
2 Arngeir
2 Þjóstólfur
2 Þóroddur
2 Eilífur
2 Hallkell
2 Hjörtur
2 Iðunn
2 Kjalar
2 Marel
2 Mýrkjartan
2 Rós
2 Smiður
2 Von
2 Ástríkur_(mannsnafn)
2 Þjóðrekur
2 Eiríkur
2 Gabríel
2 Hallsteinn
2 Hljómur
2 Kleópatra
2 Narfi
2 Tumi
2 Ægir
2 Hlíðar
2 Safír
2 Smári_(mannsnafn)
2 Tímon
2 Atli
2 Þoka
2 Bjartur
2 Holti
2 Kolur
2 Marvin
2 Stanley
2 Tómas
2 Vífill_(mannsnafn)
2 Ísleifur
2 Þorbjörn
2 Bjólfur
2 Elís
2 Maríus
2 Sigmundur
2 Steingrímur
2 Ísólfur
2 Auðólfur
2 Þorfinnur
2 Geirröður
2 Haukur_(mannsnafn)
2 Melkorka
2 Níels
2 Signa
2 Steinn
2 Uggi
2 Ómar
2 Þorgautur
2 Geirólfur
2 Kári
2 Nói
2 Steinólfur
2 Víðar_(mannsnafn)
2 Abel_(mannsnafn)
2 Óttar
2 Þorgeir
2 Drengur
2 Geisli
2 Jósúa
2 Mjölnir
1 Óðinn_(mannsnafn)
1 Þorgerður
1 Bogey
1 Hugleikur_(mannsnafn)
1 Mona
1 Nóvember_(mannsnafn)
1 Sigursveinn
1 Svala
1 Begga
1 Dís
1 Herjólfur_(mannsnafn)
1 Júlí_(mannsnafn)
1 Lydía
1 Sigyn
1 Ágúst_(mannsnafn)
1 Alberta_(mannsnafn)
1 Þorri_(mannsnafn)
1 Dóra
1 Grettir_(mannsnafn)
1 Sóldögg
1 Ösp
1 Dögg
1 Flóra
1 Gríma
1 Lín
1 Álfur_(mannsnafn)
1 Úa
1 Beta
1 Freyr_(mannsnafn)
1 Himinbjörg
1 Lína_(mannsnafn)
1 Pollý
1 Vigur_(mannsnafn)
1 Alfa
1 Bettý
1 Karli_(mannsnafn)
1 Lúther_(mannsnafn)
1 Skuld
1 Tanya
1 Birgir_(mannsnafn)
1 Edda
1 Hjálmar_(mannsnafn)
1 Lýdía
1 Skírnir_(mannsnafn)
1 Virgill_(mannsnafn)
1 Arnfjörð
1 Úranus_(mannsnafn)
1 Magnús_(mannsnafn)
1 Mörk
1 Tinna
1 Birta
1 Fura
1 Tinni_(mannsnafn)
1 Askja_(mannsnafn)
1 Rúrí
1 Smyrill_(mannsnafn)
1 Askur_(mannsnafn)
1 Bjarmi
1 Dagur_(mannsnafn)
1 Jens_(mannsnafn)
1 Mars_(mannsnafn)
1 Neptúnus_(mannsnafn)
1 Ævar
1 Dalmann_(mannsnafn)
1 Nicole
1 Austri_(mannsnafn)
1 Dana
1 Geirríður
1 Jóhannes_(mannsnafn)
1 Kort_(mannsnafn)
1 Týr_(mannsnafn)
1 Daði_(mannsnafn)
1 Espólín
1 Hringur_(mannsnafn)
1 Dimmblá
1 Ester
1 Heiður
1 Jónatan_(mannsnafn)
1 Ugla
1 Baldur_(mannsnafn)
1 Blíða
1 Etna
1 Lilja_(mannsnafn)

Annað

Ég notaði við þetta gagnagrunn mannanofn.com sem heimild fyrir beyginarmyndunum en þeim vantar beyginarmyndir fyrir sum íslensk nöfn, þegar þetta átti við setti ég þær í sér flokk svo auðvelt væri að finna þær, smá verkefni fyrir íslenskufræðingana hérna.

Að lokum er forritið þegar búið að búa til (og á eftir að búa til) greinar sem eru undir allt of almennum heitum, dæmi um þetta eru Úlfur, Lilja o.fl. og þarf þar að búa til aðgreiningarsíður. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. nóv. 2005 kl. 17:51 (UTC)

Sá að Landnámsmenn_í_Sunnlendingafjórðungi fór að tengja í mannanöfn. Hvað skal gera við því? --Jóna Þórunn 21. nóv. 2005 kl. 09:28 (UTC)
Búinn að kippa því nokkurn veginn í liðinn, held ég. Sumir landnámsmanna hétu algengum fornöfnum, voru ófeðraðir og fengu ekki einu sinni viðurnefni. Ég setti (landnámsmaður) eða annað viðeigandi í sviga til aðgreiningar. Í einhverjum tilfellum þurfti meira að segja að tilgreina sveitina líka til aðgreiningar milli manna. --Notandi:EinarBP 28. nóv. 2005 kl. 14:07 (UTC)


Wikibóka matreiðslubók

Mér datt bara í hug að vekja athygli á því að ég byrjaði á því matreiðslubók á íslensku Wikibooks. Síðan er hálfdauð, en matreiðslubók er eitthvað sem ætti að vera auðvelt að koma í nothæft stig, einfaldlega með því að fólk skrifi uppskriftir að einhverju sem það eldar eða bakar. Uppskriftir eru líka góðar að því leytinu til að jafnvel ef þær koma úr uppskriftabók þá þarf ekki mikið að breyta þeim til þess að þær teljist ekki höfundarréttarbrot, enda uppskriftirnar úr bókunum flestar unnar einmitt þannig. Svo, endinlega, bætið við b:is:Matreiðslubókina! --Sterio 27. nóv. 2005 kl. 23:38 (UTC)

Já, og ef einhver vil klára "Saga veraldar í hnotskurn" sem ég byrjaði á fyrir ári, þá endilega takið þátt. Haha ;). Kannski ég hendi inn uppáhalds matnum þarna seinna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 28. nóv. 2005 kl. 00:16 (UTC)
Hehe, já, þessi setning er mjög góð... lýsir sögu heimsins mjög vel. Kannski saga veraldar í hnotskurn sé helst til metnaðarfullt viðfangsefni, en ég held að matreiðslubók ætti að vera auðveldari að gera almennilega... --Sterio 28. nóv. 2005 kl. 00:41 (UTC)

Bæir, sveitarfélög og landakort

Hinn frábæri vefur Örnefnaskrá Íslands gerði mér kleift í dag að setja inn 46 kort af staðsetningum helstu bæja og þorpa landsins á commons.

Þar er þetta undir tveimur flokkum, Commons:Category:Towns in Iceland (bæir) og Commons:Category:Municipalities in Iceland (sveitarfélög).

Í síðarnefnda flokknum er að finna bæji sem sveitarfélögin sem þeir tilheyra nú um stundir eru nefnd eftir (t.d. Kópavogur - Kópavogsbær, Reykjavík - Reykjavíkurborg, Stykkishólmur - Stykkishólmsbær, Raufarhöfn - Raufarhafnarhreppur), í fyrrnefnda flokknum eru svo þeir bæir og þorp sem tilheyra sveitarfélagi sem er ekki nefnt í höfuðið á þeim (Höfn - Sveitarfélagið Hornafjörður, Flateyri - Ísafjarðarbær).

Spurningin er sú hvort að sveitarfélagakortin yrðu ekki að vera með þöktum landsvæðum, t.d. er Reykjanesbær núna stórt flæmi, Kópavogsbær nær yfir umtalsvert land sem Kópavogur sjálfur nær ekki yfir, Árborg nær yfir stóran hluta Suðurlands og svo framvegis. Þá yrðu núverandi sveitarfélagakort færð yfir í bæjarhlutann og sérstök sveitarfélagakort útbúin í þeirra stað (sem vefurinn getur ekki gert).

Gögnin á Örnefnaskrá eru reyndar sum úreld. Mosfellsbær er ekki þarna en hins vegar er Mosfellshreppur. Keflavík og Njarðvík eru þarna en ekki Reykjanesbær. Seltjarnarnes(bær) er þarna sem Seltjarnarneshreppur, Árborg vantar sem og Fjarðarbyggð og allar þessar sameiningar. Sameiningarhrinan þýðir nefnilega að mörk bæja og sveitarfélaga eru ekki lengur jafn sjálfsögð og þau voru. Fáir efast um að Selfoss og Eyrarbakki eru sitthvor þéttbýlisstaðurinn þó svo að þau tilheyri nú sama sveitarfélagi. Erum við með greinar um sveitarfélögin annars vegar og þéttbýlisstaðina hins vegar?

Hvað hafa íslensku landfræðiáhugamennirnir um málið að segja? --Stalfur 30. nóv. 2005 kl. 19:22 (UTC)

Stefnan hefur verið hingað til að hafa greinar um þéttbýlisstaði og sveitarfélög aðskildar þar sem það á við eins og í þessum sameinuðu sveitarfélögum þar sem margir bæjir eru í sama sveitarfélagi en að hafa þetta í einni grein þegar sveitarfélag er bara einn bær. Ég er ekki alveg viss um hvað þú ert að segja varðandi kortin, sveitarfélagakortin sem við erum með núna á Commons:Category:Municipalities of Iceland sýna allt landsvæði sem að sveitarfélögin þekja. Auðvitað má svo bæta við kortum sem að sýna staðsetningu bæja sem ekki eru sjálfstæð sveitarfélög. --Bjarki 30. nóv. 2005 kl. 19:43 (UTC)
Smá minnisglöp hjá mér! Er að færa úr Municipalities yfir í Towns fyrir þau kort sem ég setti inn. Eina sem mun vanta þá í raun eru sveitarfélög undir nýju nafni, setjum við inn "Mosfellshreppur" þar sem "Mosfellsbær" ætti að vera þar sem þessi gögn eru gömul? --Stalfur 30. nóv. 2005 kl. 19:50 (UTC)
Við erum búin að nota Commons:Category:Municipalities of Iceland-kortin í sveitarfélögin, sem er flott mál. Þau sýna vel hvar stóru sveitarfélögin eru. Hins vegar væri rosalega gott ef það væri hægt að koma bæjunum inn á þessi kort (sem er trúlega ógjörlegt) til að hafa samræmi í kortunum og sjá staðsetninguna innan sveitarfélaganna. Ekki er hægt að keyra þennan vef upp á nýtt, þ.e. með kortunum okkar? Nei, varla. --Jóna Þórunn 30. nóv. 2005 kl. 20:06 (UTC)
Það er náttúrulega hægt að slumpa einhver punktum inn á þau til að tákna bæi og hlaða þeim inn aftur yfir þau sem eru þarna núna, ekki svo mikið mál. --Bjarki 30. nóv. 2005 kl. 20:17 (UTC)
Ég er líka byrjuð á Commons:Category:Farms in Iceland, sjá Geldó. --Jóna Þórunn 30. nóv. 2005 kl. 22:18 (UTC)

Ég bjó til snið á commons sem heitir Örnefnaskrá, þegar þið hlaðið inn myndum af þessum vef notið þá {{Örnefnaskrá|summary = Description of the image in English}}. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. des. 2005 kl. 21:53 (UTC)

Scarborough

My apologies for not speaking your pretty amazing (pretty and amazing) language although I sometimes steal an Icelandic word or two to put on the Afrikaans wiktionary.

Yesterday wikipedia was on US television on Scarborough Country in relation to the Seigentaler case. Mr Siegentaler was an collaborator of the late Rober Kennedy and apparently some anonymous person put untrue and libellous information about him on the en:wiki. He was interviewed by Joe Scarborough the host of this MSNBC program. Wiki was not give a chance to explain its unique process (and associated problems), instead any use of wiki was simply discouraged.

I suppose it shows how important it is to scrutinize was is being written particularly about people still alive. Unfortunately one bit of libel threatens to undo much of the good work many of us do with so much dedication. af:Gebruiker:Jcwf

Staða mála

Sæl veriði. Tölfræðin sem ég hef beðið eftir er komin, að einhverju leyti.

Við erum í 72. sæti yfir stærstu WikiWiki vefi heims og í 38. sæti yfir stærstu Wikipediur. Við erum með topp 10 bestu Wikipedium hvað varðar aukningu í þremur flokkum - heildarsæti (jukum okkur um +9 sæti), stækkun í mánuðinum (107%) og mismunur á árinu (+0.133).

Það er gaman að skoða þetta. Sjá:

Við erum farin fram úr Simple English, sem er gott, en eigum eftir að fara fram úr Litháísku, Arabísku, og Malæsísku áður en að við förum að skipa okkur í hóp 10000+ greina Wikianna.

Ég held að þetta sé markmið desembermánaðar. Ég held samt að við ættum að reyna að setja inn fjölbreyttari greinar - ég varð t.d. var við það áðan hvað við höfum lítið af upplýsingum um jarðfræði og eldfjallafræði. Ennfremur eru upplýsingar okkar um íþróttir alveg óheyrilega takmarkaðar, og við virðumst ekkert vita um iðnað, stjórnun eða flokkur:umhverfið, eins og sést á forsíðunni okkar.

Annars var þetta yfir heildina litið mjög góður mánuður. Desember verður vonandi enn betri, enda fólk komið í frí og í heilmiklu stuði eftir að jólasteikin er komin í vömbina. Ég verð samt sjálfur fastur í netleysi á einhverju skeri, so count me out. Sorry. :)

Í byrjun Janúar, þegar að háskólanemar snúa aftur úr prófum hyggjumst við Notandi:Gdh fara í gönguferð um Háskóla Íslands með plaköt og hengja. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig það gengur. Það er ekki víst að Gummi viti af þessari fyrirætlun okkar ennþá. Ég hengdi upp í VR-II, Tæknigarði og í Þjóðarbókhlöðunni fyrr í mánuðinum, og það hangir enn í VR-II og tæknigarði. Margir hafa spurt mig út í þetta og lýst yfir áhuga.

En já. Gott mál! Til hamingju með árangurinn (þó svo að hann sé að mestu fólginn í flokkur:mannanöfn :) --Smári McCarthy 5. des. 2005 kl. 02:04 (UTC)

Glæsilegar tölur, einnig má benda á það að í dag er tveggja ára afmæli íslensku wikipedia! Til hamingju með það. --Bjarki 5. des. 2005 kl. 08:53 (UTC)
Ég sá okkur á þessum lista yfir stærstu wikis um daginn og ætlaði að skrifa færslu um þetta en ó mig auman hvað ég var latur þann daginn;) En já, flott mál þótt þetta sé reyndar flest í þessum mannanöfnum sem ég dældi hérna inn í massavís um daginn. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. des. 2005 kl. 09:20 (UTC)
Smá tillaga: Þegar 10.000 greina markið næst (og næsti svona sálræni þröskuldur verður í órafjarlægð) er þá ekki alveg kjörið að taka smá skorpu í svona mánuð kannski í því að lengja þær greinar sem fyrir eru? Bæta aðeins við í úrvalsgreinahópinn og reyna að gera allra mikilvægustu greinunum þokkaleg skil. --Bjarki 5. des. 2005 kl. 20:33 (UTC)
Jú, það er góð tillaga finnst mér. --Sterio 5. des. 2005 kl. 20:44 (UTC)
Sammála. Ennfremur held ég að við ættum að halda smá partý í því tilefni, hittast, drekka öl, skeggræða og hafa gaman - aktífustu notendurnir amk, þeir sem komast, eða eitthvað.
Sammála því. --Gdh 6. des. 2005 kl. 22:16 (UTC)
Lýst vel á. Vona að ég geti verið örlítið frjáls eftir áramót, enginn skóli og svona. Hver veit nema að maður skrifi svolítið í hádegis/kaffihléum. Einnig er fjör að vaka í sauðburðinum og eitthvað þarf maður að hafa á milli handanna ;) Segi svona. --Jóna Þórunn 6. des. 2005 kl. 22:23 (UTC)
Ég var líka að hugsa um að panta Wikipedia varning einhvern, bol líklegast, af Cafepress. Ef einhver vill vera með í slíkri pöntun, sendið mér meil á spm2 hjá hi punktur is. --Smári McCarthy 6. des. 2005 kl. 22:00 (UTC)
Meinarðu þá eitthvað sér-Íslensku Wikipediu dót, er það ekki? --Sterio 6. des. 2005 kl. 22:34 (UTC)
Það eru 2 dagar eftir af "Super Saver Shipping" hjá Cafepress, kannski hægt að nýta sér það? --Jóna Þórunn 6. des. 2005 kl. 22:43 (UTC)
Ég veit af þessu núna :-D --Gdh 6. des. 2005 kl. 22:14 (UTC)

Stærðfræðigreinar

Sælir. Ég var að velta því fyrir mér áðan hvort að við værum ekki búnir að mála okkur út í horn hvað varðar stærðfræðigreinar, og hvort að það þurfi ekki að skilgreina betur markmiðið hvað stærðfræðiumfjöllun okkar varðar - kannski á þetta við um fleiri efnisgreinar.

Þannig er mál með vexti að eins og allir vita er Wikipedia alfræðiorðabók. Það þýðir að Wikipedia er ekki kennsluhefti í Stærðfræði né neinu öðru. Hinsvegar er það þannig með mjög margar greinar, bæði Wikipedia-greinar og svo fræðigreinar, að það er engin leið fyrir aðkomumann að koma að grein, setjast niður, lesa, og skilja. Ef að ég hefði lesið greinina Línuleg jöfnuhneppi fyrir ári síðan hefði ég örugglega hvorki skilið upp né niður í henni. Því eru spurningar mínar nokkrar:

  1. Hvar liggja mörkin? Er hægt að byggja greinar upp á einhvern hátt þannig að þær séu aðgengilegar öllum án þess að glata nákvæmni?
  2. Wikipedia hefur dýpt sem engin önnur Alfræðiorðabók hefur nokkru sinni haft. Þýðir þessi aukna dýpt að við getum leyft okkur að skilgreina hluti jafn nákvæmlega og kennslubækur gera?

Tillögur mínar að svörum eru:

  1. Mörkin liggja hvergi. Greinar má byggja þannig að staðaldri (hvað stærðfræði varðar í það minnsta):
    1. Inngangur - almenn skilgreining, aðgengileg öllum.
    2. Formleg skilgreining - fræðileg skilgreining, torskilin en nákvæm. Má innihalda setningar og þá
      1. Sönnun - ef við á.
    3. Dæmi - ef við á.
    4. Saga fyrirbæris
    5. Ýtarefni, heimildir og hlekkir.
    • Þá má einnig búa til snið {{StæSetning| .. }} fyrir setningar sem nota má til þess að setja þær fram á staðlaðan máta. (Setning er, í stærðfræði, formleg rökyrðing sem er lögð fram sem tilgáta. Hún telst sönn ef að hún hefur verið sönnuð. Sönnun má fela í sér einföldun vandamálsins að öðrum þekktum setningum eða frumsemdum, eða rökfræðilega útleiðslu.)
  2. Já. Við ættum, að mínu mati, að leitast við að finna nokkurskonar milliveg milli þess að vera kennslubók í öllum hugsanlegum fræðigreinum og það að vera alfræðirit. Þetta þýðir að við myndum hafa einfaldaðar sem og formlegar skilgreiningar, sannanir og sýnidæmi, en þó alls ekki „heimadæmi“ - slíkt á betur heima á WikiBooks.

Hvað finnst ykkur?

--Smári McCarthy 7. des. 2005 kl. 18:31 (UTC)

Ég vil allavega troða því inn að ég skil venjulega ekki neitt í stærðfræðigreinunum hérna! Og oft voðalítið í eðlis- og efnafræðigreinum líka. --Sterio 7. des. 2005 kl. 19:06 (UTC)
Einmitt þess vegna sem ég spyr. Þekkingarþröskuldurinn er svolítið hár oft á tíðum. --Smári McCarthy 7. des. 2005 kl. 19:14 (UTC)
Já, ég held að þetta sé sniðug leið, ef að þið náið að skrifa aðgengilegan inngang, en ég er reyndar hálfóviss um það, það þarf svolítið mikla þekkingu held ég til að ekki bara skilja stærðfræðina út frá henni sjálfri, heldur líka út frá almennu sjónarmiði. Ef þú skilur hvað ég meina.
Og sniðið er sniðugt, en liturinn mætti vera einhver annar, ekki jafn æpandi, t.d. gráleitur eða allavega ekki svona næstum því neonlit. --Sterio 7. des. 2005 kl. 19:41 (UTC)

Wikipeda og sannleikurinn

Upp á síðkastið hefur verið töluverð umræða á erlendum vefsvæðum um Wikipediu og sannleiksgildi/trúverðugleika greina þar, sérstaklega vegna máls sem kom upp um falsað æviágrip John Seigenhaler og líka yfir hvernig Adam Curry lagaði grein um podcasting á Wikipedia til auka frægðarljóma sinn. Ég set hér inn tengla í eitthvað af þessari umræðu. Mér finnst trúlegt að mál af þessu tagi komi upp einhvern tíma á íslensku Wikipediu og það er best að vera viðbúin hvað ber að gera. Þó að þetta sé gagnrýni á Wikipediu þá má líka líta á þessa umræðu sem merki um enska Wikipedia er orðin öflugt og áhrifamikið verkfæri.

--Salvör Gissurardóttir 10. des. 2005 kl. 18:37 (UTC)

Þessi umræða var vel tímasett fyrir okkur í ljósi þess að við áttum okkar fyrsta „vandamál“ hér á svipuðum tíma, en auðvitað er leiðinlegt að svonalagað skuli koma fyrir. John Seigenhaler málið var svolítið undarlegt að mínu mati. Ég horfði á viðtalið við hann og Jimbo og varð satt að segja voðalega hrifinn. Þarna var maður sem hafði lesið grein um sig, og sagði: "Það er ekki satt að ég hafi verið ásakaður um morðið á JFK.", meira eða minna. Það að hann hafi sagt að hann hafi aldrei verið ásakaður um eitthvað sem að er ljóst að hann var ásakaður um, ef ekki þegar að morðið var framið, þá þarna á Wikipedia greininni. Ég er alveg á því að það er engin ástæða til þess að úthúða fólki, en hérna.. hvar voru sannanir hans? (Það er svosem ekki auðvelt að sýna fram á að eitthvað hafi aldrei gerst, en samt)... án þess að ég viti neitt meira um þetta má, þá sé ég að þarna er komin hola í öryggið okkar, þannig að ég vil vekja nýja umræðu: Hvað gerist þegar að Wikipedia fær á sig ósannanlegar ásakannir um rangmæti upplýsinga, sem verða að fjölmiðlafári þegar að nógu þrjóskar og mikilsmetnar raddir bera slíkar ásakannir fram? Ég held að það sé jafn mikið vandamál og það að upplýsingar sem við birtum séu rangar, en af allt öðrum ástæðum. Auðvitað eru heimildir snögg lausn... en er ekki þá alveg eins hægt að segja að heimildirnar séu rangar? Hve margar heimildir þarf til þess að heimild teljist rétt? Að sama skapi: Ef að sama grein birtist í DV, Séð og Heyrt og Hér og Nú, sem eru allt álitin frekar vafasöm slúðurtímarit, en eru þó þrjár heimildir - er það þá talin sönnuð staðreynd?
Þessi umræða er byrjuð að vera aðeins of heimspekileg... ég vitna bara í Sigurð Nordal: Í heimsspeki er ég utanveltubésefi. --Smári McCarthy 10. des. 2005 kl. 19:07 (UTC)
Sjá einnig greinina Information contention: The case of Wikipedia --Stalfur 12. des. 2005 kl. 08:53 (UTC)
Það hefur komið á daginn að það var starfsfélagi sem greinina inn og þetta var einhvers konar hrekkur, starfsfélaginn sagðist ekki hafa áttað sig á því að litið væri á Wikipediu sem áreiðanlegt alfræðirit. Hér er grein á : CNN um málið
--Salvör Gissurardóttir 13. des. 2005 kl. 00:02 (UTC)
Og frétt BBC: Wikipedia joker eats humble pie --Stalfur 13. des. 2005 kl. 10:02 (UTC)

Velkomin-snið

Ég hef verið að skrá mig á nokkrum erlendum Wikipedium og séð að flestar þeirra hafa eins konar velkomin snið sem þeir smella á sem er með tengla á ýmislegt gagnlegt.

Ég held að álíka hafi verið gert hérna en horfið síðar. Þetta er bara það þægilegt fyrir notandann og aðra að hafa á einum stað nokkrar mikilvægar upplýsingar að ég smíðaði mitt eigið snið, setti helstu tengla og svo reit fyrir undirritun.

Dæmi um notkun: {{velkomin|--~~~~}} --Stalfur 11. des. 2005 kl. 04:37 (UTC)

Forsíðan

Nú þegar við erum með efni á forsíðunni sem breytist daglega (þessi dagur í sögunni) þá þarf stundum að endurhlaða forsíðuna vegna breytinga sem eru gerðar á greininni. Ég nýtti mér smá trikk til þess upphaflega og sé að aðrir hafa tekið það upp. Hins vegar er til fljótlegri leið til þess að endurhlaða forsíðuna þannig að hún lesi aftur inn atburði dagsins etc. Það er einfaldlega að bæta ?action=purge við fyrir aftan URL-ið í staðarstikunni (location box...?). --Stalfur 12. des. 2005 kl. 15:33 (UTC)

OK, man það næst. Óneitanlega þægilegra. --Akigka 12. des. 2005 kl. 15:57 (UTC)
Þetta virkar annars á öllum síðum, svona ef að breyting virðist ekki vera að skila sér. --Stalfur 12. des. 2005 kl. 16:02 (UTC)
Spurning til Ævars: Er hægt að skella purge fyrir forsíðuna inn í daglegt cronjob á servernum? Ef ekki, er hægt að setja __NOCACHE__ eða eitthvað álíka (sem yrði reyndar *mjög* slæm hugmynd) á síðuna? --Smári McCarthy 12. des. 2005 kl. 21:04 (UTC)
Láta bara python bottan purga einu sinni á dag. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. des. 2005 kl. 13:46 (UTC)

Wikipedia jafngóð og Britannica

Gæsalappir

According to a study by journal Nature, Wikipedia stuff-ups — such as this week's one on President Kennedy's assassination — are "the exception rather than the rule", and the resource is almost as accurate as the online Encyclopaedia Britannica, at least when it comes to science. Nature took stories from Wikipedia and Britannica on 42 science-related topics and submitted them to experts for review. The experts were not told which encyclopedia the stories were from. "The exercise revealed numerous errors in both encyclopedias, but among 42 entries tested, the difference in accuracy was not great: the average science entry in Wikipedia contained around four inaccuracies; Britannica, around three," according to Nature.“

— .

Skv. skoðanakönnun sama blaðs (The Age í Ástralíu):

Do you trust Wikipedia?
Yes - 83%
No - 17%

--Stalfur 15. des. 2005 kl. 09:02 (UTC)

  • Þetta þykir mér bara nokkuð góður árangur :-) og greinarnar eiga vonandi eftir að batna eftir því sem tíminn líður
--Heiða María 15. des. 2005 kl. 09:08 (UTC)


Gæsalappir

Wikipedia álíka nákvæm og Britannica Wikipedia, frjálsa alfræðiritið á netinu, er álíka nákvæmt hvað snertir raunvísindi og netútgáfa Encyclopedia Britannica. Þetta kom fram við rannsókn sem breska vísindatímaritið Nature lét gera. Tímaritið valdi 50 uppsláttarorð úr hinum ýmsu vísindagreinum og lét ritrýna greinarnar á hefðbundinn hátt. Nothæf svör bárust um 42 þeirra. Leitað var til sérfræðinga á ýmsum sviðum og hver ritrýnandi fékk sama uppsláttarorðið úr báðum alfræðiritunum en fékk ekki að vita hvaðan greinarnar voru ættaðar. Ritrýnendurnir voru beðnir um að kanna hvort einhverjar villur eða ónámkvæmni leyndist í þeim. Munurinn reyndist ekki mikill. Meðal Wikipedia grein innhélt um 4 dæmi um villur eða ónákvæmni, meðal Britannica grein um 3. 8 alvarlegar villur fundust í öllum greinunum, 4 í hvoru riti. Ýmis konar smærri villur, yfirsjónir og rangfærslur voru samtals 162í Wikipedia og 123 í Brittanicu. Ritrýnendurnir sögðu hins vegar að greinarnar í Wikipedia væru margar illa uppbyggðar og ruglingslegar. Jimmy Wales stofnandi Wikipedia fagnaði rannsókninni en hjá Britannicu vilja menn ekkert segja um niðurstöðurnar. Wikipedia er óvenjulegt alfræðirit að því leyti að það eru notendurnir sjálfir sem semja það. Nú eru í því hátt í 2 miljónir greina á um 200 tungumálum en enskan er langalgengust.“

— .

--Stalfur 17. des. 2005 kl. 03:18 (UTC)


Penny Arcade eru ekki eins hrifnir af Wikipediu. --Stalfur 17. des. 2005 kl. 12:55 (UTC)

Ég var að spá í hvort þessi rannsókn hafi tekið með í reikninginn að Wikipediagreinar eru oft lengri en á Britannicu. Meiri lengd býður náttúrulega upp á fleiri villur, líkindalega séð. --Heiða María 18. des. 2005 kl. 14:40 (UTC)

Á Wikipedia er nokkuð af fólki sem hefur greinilega mjög gaman af því að velta sér upp úr svona tölfræði, hérna er nokkuð ítarlega farið yfir þetta útfrá orðafjölda í greinum. --Bjarki 18. des. 2005 kl. 17:03 (UTC)
Ég hef nú aldrei alveg skilið tilganginn með þessum samanburði, en ég hef nú aldrei verið sérlegur aðdáandi Britannicu. Yfirleitt þegar ég hef verið í námunda við hana (í Þjóðarbókhlöðunni þ.e.a.s.) hefur staðið til boða nokkuð safn betri og ítarlegri bóka til að fletta upp í því sem ég hef þurft á að halda. Ég man enda ekki til þess að hafa nokkurn tíma dirfst að nota hana sem heimild þegar ég var í HÍ (rétt fyrir daga Internetsins) - efast raunar um að nokkur kennari hefði tekið slíkt gilt. Það sama myndi ég ætla að gilti um Wikipediu. Málið er með yfirlitsrit af þessu tagi, að þeim ber að taka með fyrirvara vegna þess að þau einfalda flókna hluti eins og gefur að skilja og sú einföldun er ekki endilega það sem maður myndi kjósa sjálfur að gera, ef maður byggi yfir sérfræðiþekkingu eða hefði aðgang að frumupplýsingum. Ég man til þess að hafa verið spenntur yfir Encarta á sínum tíma, vegna þess að með henni var margmiðlunarefni, en þá hafði ég ekki af mér að eyða í kaup á þeim grip. Wikipedia finnst mér sér á parti vegna þess að hún er aðgengilegri (opin á Netinu án fyrirhafnar), notadrýgri (ég get nýtt mér hana eins og mér sýnist - nokkurn veginn) og skemmtilegri (ég get tekið þátt í að búa hana til). Á öllum þessum sviðum slær hún keppinautana rækilega út. Það að hún sé jafnónákvæm og Britannica ætti ekki að koma neinum á óvart, eða vera sérstakt fagnaðarefni IMHO. --Akigka 20. des. 2005 kl. 15:42 (UTC)
Sammála þessu með heimildagildi alfræðiorðabóka, mér dytti ekki í hug að nota þær sem heimildir í mínu háskólanámi. --Heiða María 21. des. 2005 kl. 13:07 (UTC)
Þetta er úr grein í Wall Street Journal:
Gæsalappir

It'll be interesting to see if another decade or two makes us more skeptical of online information, or less. In the meantime, we should bear in mind Mr. Wales' warning that students and researchers shouldn't cite Wikipedia. But we should also note that he said that as part of a larger warning: "People shouldn't be citing encyclopedias in the first place." Which is a warning I remember from teachers before any of us had heard of the Internet. It was true then and it's true now -- but that doesn't mean encyclopedias aren't valuable tools. Particularly an encyclopedia that's self-correcting, keeps up with current events, provides links to more-basic sources and is already bigger than any encyclopedia has ever been. “

— .

--Akigka 27. des. 2005 kl. 14:17 (UTC)

Smá aðstoð með þýðingar.

Ef þið nennið væri gaman ef þið mynduð renna lauslega yfir þýðinguna á fjársöfnunarbréfinu [9] svona rétt áður en ég set það á sinn stað (sjá nánar hér). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. des. 2005 kl. 13:23 (UTC)

  • Búinn að laga smá. --Stalfur 16. des. 2005 kl. 13:34 (UTC)
  • Breytti orðalagi sumstaðar. --Cessator 16. des. 2005 kl. 13:42 (UTC)
Var þetta ekki orðið tilbúið til birtingar? --Stalfur 30. des. 2005 kl. 10:41 (UTC)
Það held ég. --Cessator 1. jan. 2006 kl. 19:05 (UTC)

Áramótaheit

Stefna ekki allir á að vera kominn með tíuþúsund greinar fyrir árið 2007. mér datt svona í hug að kannski ætum við að strengja heit um eitt og annað jafnvel á sex mánaðarfresti hvað seigiði um það ? --Aron Ingi 16. des. 2005 kl. 13:29 (UTC)

  • Að strengja heit getur verið ágæt aðferð til að virkja sjálfan sig til dáða og aðra, vandamálið er að velja raunhæf markmið því ef að markmiðinu er ekki náð getur það haft þveröfug áhrif. Að ná 10.000 greinum fyrir 2007 er meira en raunhæft, ég er fullviss um að við náum því :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. des. 2005 kl. 13:37 (UTC)
  • Eins og einhver talaði um þá væri líka ráð að fara að fita aðeins greinarnar sem eru til nú þegar. Til dæmis erum við með næstum 3.000 mannanafnagreinar en bara örfáar þeirra hafa upplýsingar um sögu nafnsins, þó eru til upplýsingar um tilurð flestra þeirra. --Stalfur 16. des. 2005 kl. 13:38 (UTC)
    • Þessar mannanafnagreinar eru líka margar „hlutdrægar“ eins og það kallast víst hérna, þ.e. miðast bara við Ísland þrátt fyrir að sama nafn sé e.t.v. einnig til í hinum norðurlandamálunum. Ég á t.d. við hluti eins og „Anna er íslenskt kvenmannsnafn“ en samt er Anna kvenmannsnafn sem er til í ýmsum málum og íslenska er bara eitt þeirra. Ég held að þetta séu ófáar greinar sem þarf að fara í gegnum og laga. --Cessator 16. des. 2005 kl. 13:49 (UTC)
      • já sömuleiðis með nöfn eins og Hannibal og kleópatriu sem eru í raunninni uprruninn annarstaðar en endilega komið með tilögur að heitum, það þarf ekkert endilega að vera fyrir alla þá strengja þau bara þeir sem vilja og gamman væri að sjálfsögðu að litla Ísland væri með á listanum fyrir 10.000 greinar fyrir áramótin 2007 hverjir eru til og ætla að reyna það ? Þó markmiðið sé meira enn raunhæft. --Aron Ingi 16. des. 2005 kl. 14:05 (UTC)
        • Hvernig finnst fólki greinin um Jóhannes sem er líklega ítarlegasta mannanafnsgreinin? (Enda frábært nafn!) --Stalfur 16. des. 2005 kl. 14:13 (UTC)
        • Tíu þúsund greinar ættu að vera komnar fyrir áramót 2005-2006. Ég held að við þurfum töluvert háleitara markmið fyrir áramótin 2007, enda höfum við 12.5 mánuði, til stefnu. Ef áætla má að stækkunin verði jafn mikil á næsta ári (hlutfallslega) og hún var í ár, þá getum við hæglega gert ráð fyrir 30000 greinum fyrir áramótin 2007, en mér finnst það líkan ekki mjög sannfærandi. Hinsvegar er ég sammála fyrri ræðumönnum um að það þurfi að fita greinar. Ég var einmitt að renna yfir þær stóru greinar sem ég hef átt hlutdeild í og hef ákveðið að markmiðið sé að breyta nokkrum þeirra í efni í úrvalsgreinar. Svo er ég með tvö "persónuleg wikiproject" í bígerð - annarsvegar að klára Línulega algebru, og hinsvegar langar mig til þess að skrifa greinaflokk um seglskip. Það verður helskemmtilegt - en ég mun ekki ná því fyrir áramót, því miður. Hvað varðar mannanöfn var þetta snilldarleg viðbót. Þær þarf að lagfæra þó nokkuð, en þetta er ágætis byrjun. --Smári McCarthy 16. des. 2005 kl. 19:23 (UTC)

Landafræðifólk óskast

Enska wikipedian var að leggja fram beiðni um greinar um landssvæði og sýslur á Íslandi, sjá en:Wikipedia:Requested_articles/Geographical_regions#Iceland. --Stalfur 18. des. 2005 kl. 01:02 (UTC)

  • Það er von að þeir spyrji, stöðugt er talað um einhverja landshluta á Íslandi, en enginn virðist vita hvaða tilgangi þeir þjóna fyrir utan að vera fyrrverandi kjördæmi. Svo eru sýslur sem hafa ekkert endilega með umdæmi sýslumanna að gera og þeir hreppar sem ekki eru uppteknir við að ganga í eina sæng með öðrum reyna að minnsta kosti að skipta um nafn til að villa sem best á sér heimildir. :O Sjálfur treysti ég mér varla í að útskýra þessa hluti fyrir útlendingum á meðan fæstir Íslendingar virðast átta sig á málinu. Er þessi listi ekki annars bara úreltur hjá þeim á enskunni, eitthvað upp úr gamalli túristabók (þær eru stundum fljótar að úreldast)? --EinarBP 18. des. 2005 kl. 01:58 (UTC)
    • Ég legg til að Biekko verði settur í málið, hann virðist vera með þetta á hreinu (enda laganemi!) --Stalfur 18. des. 2005 kl. 23:26 (UTC)
      • Ég ber nú ábyrgð á kaflanum um stjórnsýslulega skiptingu landsins á ensku greininni um Ísland, það var heiðarleg tilraun til þess að útskýra þetta í fáum orðum en það er ekkert auðvelt. Sérstaklega eru þessar sýslur erfiðar, ég kenni CIA og þeirra World Factbook um það hversu mikil áhersla er lögð á þær víða þó að þær skipti ekki neinu máli lengur svona stjórnsýslulega séð. Þær eiga þó í það minnsta skilið að það séu gerðir stubbar um þær. --Bjarki 18. des. 2005 kl. 23:58 (UTC)

Ensk Wikipediugátt

Svíarnir eru með áhugavert dæmi á ensku þar sem þeir taka saman þær sænsku greinar sem eru stofnaðar þar og flokka eftir gæðum, ekki vitlaust hjá okkur að gera svipað? --Stalfur 18. des. 2005 kl. 01:13 (UTC)

Já, óvitlaust að hafa svona. --Cessator 19. des. 2005 kl. 00:49 (UTC)
Sniðugt. Kannski maður reyni að hjálpa. --Sterio 21. des. 2005 kl. 19:26 (UTC)

Sérfræðipedia

Larry Sanger, einn stofnenda Wikipediu, er búinn að safna $10 milljónum og ætlar að opna alfræðibók sem er skrifuð og vöktuð af sérfræðingum. Enska Wikipedian er greinilega verulega umdeild meðal blaðamanna og The Register eru alls ekki hrifnir af henni... sjá fréttina $10m for a Wikipedia for grown-ups (sic) --Stalfur 19. des. 2005 kl. 20:15 (UTC)

Það þýða bara áreiðanlegri heimildir og betra efni hlakka til að skoða það --Aron Ingi (nenni ekki að skrá mig og skrifa þetta allt upp á nýtt.)

http://is.wikisource.org/

Sælir. Sjá wikisource:Language domain requests#is.wikisource.org (Íslenska). Takk!
bugzilla:04322: wikisource:Wikisource:Language domain requests#is.wikisource.org (Íslenska) does not' link to http://wikisource.org/ ... but to http://en.wikisource.org/ ...

this works: oldwikisource:Wikisource:Language domain requests -- ThomasV
sory! deleted the line but did not get any "edit conflict" message – Gangleri | Th | T 20. des. 2005 kl. 23:34 (UTC)

bugzilla:02738: oldwikisource:Wikisource:Language domain requests#is.wikisource.org (Íslenska) links to wikisource:Language domain requests http://wikisource.org/ ... Gangleri | Th | T 20. des. 2005 kl. 20:35 (UTC)

Botflag fyrir Yurikbot

Það er óskað eftir samþykki höfunda á hverri wikipediu áður en bottar fá botflag, all in favor say aye!

  • Aye aye --Bjarki 20. des. 2005 kl. 20:15 (UTC)
  • Samþykkt --Jóna Þórunn 20. des. 2005 kl. 20:43 (UTC)
  • Hefði nú verið skynsamlegra að fá botflaggið fyrst svo að breytingarskráin sé ekki yfirfull af þessu, en að sjáfsögðu: Aye. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. des. 2005 kl. 00:35 (UTC)
  • AyeKrun 21. des. 2005 kl. 00:38 (UTC)
  • Jebb --Heiða María 21. des. 2005 kl. 01:03 (UTC)
  • Aye --Akigka 21. des. 2005 kl. 01:19 (UTC)
  • Aye, mér finnst YurikBot æði --Stalfur 21. des. 2005 kl. 01:28 (UTC)
  • Aye, --Gdh 21. des. 2005 kl. 18:17 (UTC)
  • Ja! --Sterio 21. des. 2005 kl. 19:22 (UTC)
  • Jáhá! fara ekki að vera komin nægilega mörg já til að framkvæma þetta, hvernig svo sem það er gert... --Bessi 23. des. 2005 kl. 21:57 (UTC)
  • auðvitað. (Loksins er ég kominn í samband aftur!)--Mói 23. des. 2005 kl. 22:04 (UTC)
Bot status granted to YurikBot. Yann

Flokkar og undirflokkar

Ég hef verið að spá undanfarið varðandi flokkun á mönnum hvort við séum ekki dálítið á villugötum með hana.

Mér sýnist að það sé ósamræmi milli greina og ein grein sé flokkuð "Rússneskir Sálfræðingar" á meðan önnur grein um sálfræðing er svo þannig flokkuð þannig að sálfræðingurinn lendir bæði í flokknum "Sálfræðingar" og "Franskir Sálfræðingar". Svo má vel vera að það séu til afbrigði af þessu.

Mér finnst að við ættum að flokka menn bæði í "Sálfræðingar" og "Franskir sálfræðingar" vegna þess að ef maður veit hvaðan sálfræðingurinn er, er hægt að finna hann í þeim flokki, en ef ekki þá má prófa að leita í "sálfræðingar". Auðvitað eru menn þá bæði í yfirflokknum og undirflokknum, en ég sé ekki hvaða máli það skiptir.

Ég nefni hér að ofan sálfræðinga, en einungis sem dæmi, þetta á trúlega við fleira en bara þá, og á ég þá ekki bara við um menn.

Dæmi: Björg Karítas Þorláksdóttir vs. Alfred Binet.

Hvað finnst ykkur?

--Gdh 21. des. 2005 kl. 18:41 (UTC)

Dæmi um afbrigði: Burrhus Frederic Skinner.
--Gdh 21. des. 2005 kl. 18:47 (UTC)
Hugmyndin er að hafa yfirflokka eins og „sálfræðingar eftir löndum“ eða „sálfræðingar eftir tímabilum“. Þá get ég skoðað sérstaklega sálfræðinga 20. aldarinnar eða þá sálfræðinga frá Þýskalandi. Allir sálfræðingar eiga að vera í flokknum Flokkur:Sálfræðingar og undirflokkarnir þar eiga að gefa möguleika á ýtarlegri flokkun. Þannig ef ég alltaf hugsað mér þetta (og orð mín eru að sjálfsögðu lög :). En það þarf líka að koma þessu niður á blað svo að við höfum eitthvað samræmi og fólk hafi hugmynd um hvað er að gerast, ég byrjaði á Wikipedia:Flokkastaðall einhverntíman, en það var eitthvað takmarkað sem fór þangað inn. Það er ýmislegt annað sem þarf að hugleiða, t.d. þá þarf að ákveða hvort bandstrikin á milli ártala eru „–“ eða „-“ (já, það er munur). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. des. 2005 kl. 19:17 (UTC)
Vel orðað hjá Friðriki. Ég er alveg sammála. Varðandi bandstrikin, þá á - að vera staðallinn alveg tvímælalaust, að mínu mati, einfaldlega vegna þess að það er takki fyrir það á lyklaborðinu! --Sterio 21. des. 2005 kl. 19:25 (UTC)

Ef þið refreshið sjáið þið líklegast jólalógóið frá því í fyrra. Ef þið hafið hugmyndir eða langar að gera nýtt lógó þá endilega spreytið ykkur og prufið það. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. des. 2005 kl. 15:21 (UTC)

Mannanafnaverkefni

Ég bjó til Wikipedia:Mannanöfn og setti tengil á það frá Samfélagsgáttinni. Það væri fínt ef að fólk setti þar inn þau nöfn þar sem súlurit eru í ólagi og fleira, þannig að hægt sé að lagfæra mörg í einu þegar tækifæri til þess kemur. --Stalfur 23. des. 2005 kl. 15:22 (UTC)

  • Ekki má gleyma Íslensk mannanöfn eftir notkun sem ég var að útbúa með "complete" lista yfir öll fyrstu nöfn Íslendinga (og annara sem skráðir eru í þjóðskrá). --Stalfur 23. des. 2005 kl. 19:20 (UTC)
  • Beygingar Mannanafnanefnd var sent erindi fyrir nokkrum vikum en svar ekki fengist enn. Sendi í dag erindi á Orðabók Háskólans varðandi þau nöfn sem beygingar vantar fyrir og er ekki að finna á netinu. --Stalfur 27. des. 2005 kl. 22:59 (UTC)
    • Orðabókin sendi til baka einhver orðabókarskjöl sem virðast þó ekki innihalda það sem okkur vantaði. Snögg viðbrögð þó, verð áfram í sambandi. --Stalfur 28. des. 2005 kl. 19:30 (UTC)

Grein janúarmánaðar

Treystir sér einhver til þess að tilnefna grein janúarmánaðar? Ég er á því að mánaðargreinarnar þurfi ekki endilega að vera úrvalsgreinar. Þær eru það ekki alltaf á öðrum wikipedium sýnist mér. --Akigka 27. des. 2005 kl. 14:20 (UTC)

  • Jóhannes er ítarlegasta mannanafnsgreinin okkar hingað til. --Stalfur 27. des. 2005 kl. 23:00 (UTC)
    • Greinin er góð en það vantar lengri inngangskafla og lista yfir helsut merkismenn sem hafa borið þetta nafn... --Akigka 29. des. 2005 kl. 10:27 (UTC)
      • Ég hef reyndar efasemdir um merkmismenn sem bera nafnið... Johannes Gutenberg, Jan hitt, Jose þetta etc? Ættu það þá ekki aðeins að vera Íslendingar, Jóhannes Kjarval etc? Þyrftum að staðla þetta áður en við dælum inn Charles de Gaulle í Karl (mannsnafn) etc. --Stalfur 29. des. 2005 kl. 13:54 (UTC)
  • Er ekki kominn tími á að eitthvert land verði grein mánaðarins? --Jóna Þórunn 27. des. 2005 kl. 23:03 (UTC)
  • Fleiri uppástungur. Nýja árið nálgast eins og óð fluga... --Akigka 29. des. 2005 kl. 10:27 (UTC)
  • Ef ég held mig við úrvalsgreinarnar þá dettur mér helst í hug rafhlaða, tækni er svið hefur ekki verið gerð nein skil á forsíðu hingað til. --Bjarki 29. des. 2005 kl. 16:52 (UTC)
    • Sammála Bjarka; rafhlaða er ágætis grein. Einnig gæti inkar verið úrvalsgrein mánaðarins ef að einhver vildi taka það að sér að hreinsa upp þær fáu stafsetningar- og málfarsvillur sem eftir sitja, ef þær eru þá nokkrar. --Smári McCarthy 29. des. 2005 kl. 19:12 (UTC)
    • Styð rafhlöðuna, málfarið er orðið þokkalegt og greinin er efnislega góð.--Mói 29. des. 2005 kl. 19:49 (UTC)
    • Styð rafhlöðuna. Verðum að koma botni í þetta. --Jóna Þórunn 29. des. 2005 kl. 23:55 (UTC)
    • Styð þetta. Vil einnig benda á að gott er að reyna að halda sig við úrvalsgreinar, eða aðrar ítarlegar greinar til að birtast á forsíðunni einfaldlega því að þannig kemur Wikipedia á íslensku best út :p --Sterio 30. des. 2005 kl. 14:38 (UTC)
    • Rafhlaðan hljómar vel. --Gdh 30. des. 2005 kl. 17:54 (UTC)

Netfyrirlestur um Wikipedia og önnur wiki samvinnuverkefni

Wikipedia alfræðiritið og önnur wiki samvinnuverkefni

Vek athygli ykkar á eftirfarandi netfyrirlestri sem ég verð með. Einnig langar mig til að vita hvort einhver lumar á efni á íslensku um Wikipedia þ.e. um tilurð íslensku Wikipedia eða veit um einhverja vefi íslenska sem nota Mediawiki sem ég hef ekki talið upp. Hvenær var íslenska útgáfan af Wikipedia sett upp fyrst og hverjir stóðu að því?

En hér er auglýsingin fyrir fyrirlesturinn:

Netfyrirlestur verður föstudaginn 30. desember 2005 kl. 10:00 á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands

Fyrirlesari: Salvör Gissurardóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands Í þessum fyrirlestri verður skoðað hvernig ný tegund af samvinnu og ritun ryður sér til rúms með wiki. Sérstaklega verður fjallað um alfræðiritið Wikipedia www.wikipedia.org Skoðað verður hvernig wiki getur nýst í námi og kennslu, sjá nánar á http://www.esjan.net/wiki

Þessi fyrirlestur verður á Netinu og þú getur hlustað á hann í nettengdri tölvu og tekið þátt í umræðum ef tölvan er rétt uppsett. Til að hlusta á hann þarf að fara í fyrirlestrasal KHÍ á Netinu en hann er í fjarkennslu/fjarfundakerfinu Horizon Wimba.

1) Fara á slóðina http://wimba.skyrr.is 2) Smella á "Participant login" 3) Slá þar inn nafnið þitt og smella á Enter 4) Ef þú hefur ekki áður farið inn í Horizon Wimba þarf að athuga uppsetningu á tölvunni þinni (Setup Wizard), quicktime og java þarf að vera á tölvunni og leyfa þarf pop-up glugga. Setup Wizard athugar þessa uppsetningu og setur inn þau kerfi sem vantar en ef þú hefur einu sinni sett þetta upp þá má smella beint á "Click here" to enter Live Classroom 5) Þá kemur listi yfir hvaða fyrirlestraherbergi eru opin. 6) Smelltu á "KHI" til að fara inn í netfyrirlestrasal KHÍ. 7) Þegar fyrirlestur byrjar sérðu glærur og heyrir rödd fyrirlesara. Þú getur tekið þátt í umræðum með annað hvort að skrifa inn í textaglugga neðst á skjánum eða smella á TALK hnappinn og halda honum niðri á meðan þú talar. Mælt er með því að þú athugir uppsetningu töluvert áður en fyrirlestur hefst því það getur tekið tíma ef hlaða þarf inn hugbúnaði.

--Salvör Gissurardóttir 28. des. 2005 kl. 19:08 (UTC)

is.wikisource.org

Það er tillaga á [10] að koma á fót íslenskum kima á wikisource. Mér þætti gaman ef fólk myndi skoða málið og lýsa yfir stuðningi eða andstöðu (þá væri best að búa fyrst til notanda á wikisource.org). Mér sýnist að við getum haldið því fram að það sé nú þegar kominn nægur stuðningur en það eru líka uppi tillögur um nafn (Wikiheimild), forsíðu og möppudýr (mig) sem væri gott ef fólk myndi ræða um. Kveðja, Stefán Ingi 29. des. 2005 kl. 12:01 (UTC)

Ég er ekki viss um að það sé eðlilegt að skipta Wikisource niður eftir tungumálum eins og á Wikipedia. Mér sýnist vel duga að búa til forsíður eða gáttir (e. portals) fyrir hvert tungumál eins og ensku eða esperanto enda er engin þörf fyrir því að hafa sérstaka íslenska Wikisource, hvorki núna né nokkurn tíman, það er hægt að skipta yfir í íslenskt viðmót í stillingunum og með íslenskri forsíðu er engin munur á sér íslensku Wikisource og venjulega Wikisource. Kosturinn er hinsvegar að allir textarnir eru á sama stað og fleiri hendur koma að verkefninu á einum stað en ef því er skipt niður eftir tungumálum. Það væri mögulegt að láta URI–ið http://is.wikisource.org beina manni á íslensku gáttina með íslensku viðmóti forstilltu, það sér engin munin :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 31. des. 2005 kl. 16:44 (UTC)
Það er nátturlega alveg rétt hjá Friðriki að það er umdeilanlegt hvort það eigi að skipta wikisource niður eftir tungumálum. Það eru þó ákveðnir kostir við það, til að mynda getur verið heppilegt að hafa íslenskumælandi fólk sem fylgist með nýjum textum sem koma inn og rennir yfir nýjar breytingar bara svona rétt til að fylgjast með hvort ekki sé allt með felldu. Auðvitað má ná miklu af þessu fram með stillingum og með því að beina einni síðu yfir á aðra og svo framvegis. En aðalástæðan fyrir því að ég er að mæla með þessu og bjóða mig fram sem möppudýr er samt sú að það virðist hafa verið mörkuð ákveðin stefna á wikisource um að textar skuli vera fluttir á kima fyrir hvert tungumál. Ég bendi til dæmis á síðuna [11], bæði fyrstu málsgreinina og boxið Language subdomains sem er þar fyrir neðan. Einnig er enskum textum nú komið fyrir á en.wikisource.org og það sama gildir um mörg önnur tungumál en ekki öll, til að mynda er esperanto ennþá einfaldlega á wikisource.org en mig grunar að ef einhver byði sig fram til að halda úti eo.wikisource.org þá yrði það stofnað. Að mínu viti er alveg greinilegt að wikiheimild verður góður staður til að koma fyrir textum og það er nóg af efni sem á erindi þar. Þess vegna er ég nú að standa í þessu. Kveðja, Stefán Ingi 1. jan. 2006 kl. 17:45 (UTC)
Jæja þetta er þá komið í gagnið, s:Forsíða. Endilega takið þátt. Kveðja, Stefán Ingi 6. jan. 2006 kl. 01:17 (UTC)

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár öllsömul, og megi hið nýja ár vera ykkur jafn gott og þetta ár var mér - eða betra. Wikipedia dafnaði vel á þessu ári sem er að líða eftir c.a. 2 tíma hér í Danmörku, 3 tíma hjá ykkur hinum, en næsta ár mun verða stórkostlegt! --Smári McCarthy 31. des. 2005 kl. 21:07 (UTC)

Gleðilegt nýtt ár! Og það er held ég alveg rétt sem Smári segir, að næsta ár á eftir að vera glæsilegt fyrir íslensku Wikipediu! --Sterio 1. jan. 2006 kl. 18:48 (UTC)
Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra og Wikipedia líka. Gangi öllum sem best í haginn, hvað sem þeir taka upp á á nýja árinu! :) --Jóna Þórunn 1. jan. 2006 kl. 19:02 (UTC)
Takk sömuleiðis og Gleðilegan Þrettánda öllsömul --Aron Ingi 6. jan. 2006 kl. 16:21 (UTC)
Gleðilegt ár, ég vona að þetta ár verði gott fyrir íslensku Wikipediu, ég ætla alla vega að leggja mitt til að vekja áhuga meðal kennara og kennaranema á þessu merkilega fyrirbæri --Salvör Gissurardóttir 9. jan. 2006 kl. 01:56 (UTC)

Auglýsingar og hittingur

Halló. Við Gummi fórum rétt í þessu og og hengdum upp auglýsingar fyrir Wikipedia í eftirtöldum byggingum háskólans : Oddi, Lögberg, Árnagarður, Nýigarður, Askja, Aðalbyggingin, Þjóðarbókhlaðan, Tæknigarður og VR-II.

Í framhaldi af þessu verður vonandi einhver aukin umferð um vefinn, og vonandi einhverja gáfulegar greinar. Verum á varðbergi fyrir skemmdarverkum, og leiðbeinum nýjum notendum eins og við höfum áður gert.

Við Gummi ætlum líka, í tilefni ársins, að efna til hittings hjá Wikipedia-fólki höfuðborgarsvæðisins og allra sem nenna að keyra þetta, í Kaffibrenslunni við Austurvöll næstkomandi sunnudag, 15. janúar 2006, klukkan 15:00. Vonandi mæta sem flestir - dragið endilega nýliða með ykkur. Ekkert formlegt samt - bara að hittast, sjá andlit, spjalla smávegis...

Sjáumst á sunnudaginn! --Smári McCarthy 12. janúar 2006 kl. 17:44 (UTC)[svara]

Hey. Bara rétt að láta áminningu um hittinginn á morgun birtast ykkur ásýndum í breytingaskránni. Engin viðbrögð hafa komið, en ég vona að þeir mæti sem það geta. 15:00, Kaffibrennslan. Gúd sjitt. --Smári McCarthy 15. janúar 2006 kl. 01:03 (UTC)[svara]
Koma svo strákar (og stelpur en það er ekki eins kúl að segja það), mæta! --Jóna Þórunn 15. janúar 2006 kl. 01:07 (UTC)[svara]
Fínt uppátæki hjá ykkur, ég hefði mætt hefði ég verið staddur í borginni, sem ég er ekki. En til hamingju með 5 ára afmælið! Enska Wikipedia fór í gang á þessum degi árið 2001. --Bjarki 15. janúar 2006 kl. 15:32 (UTC)[svara]
Heyhey. Þetta var fámenn en góðmenn samkoma. Við Gummi mættum og fórum svo að skoða bókabúð. Fúlt að enginn annar mætti, en við reynum kannski að gefa meiri fyrirvara næst þegar að það verður svona hittingur; fjórir dagar voru víst ekki nóg. Gleðilegan Wikipediadag annars. --Smári McCarthy 15. janúar 2006 kl. 18:08 (UTC)[svara]
Haha, ég sá þetta fyrst hálftíma eftir að það byrjaði. --Stalfur 16. janúar 2006 kl. 10:15 (UTC)[svara]

Heyhey fólk. Svo virðist sem að afrakstur auglýsingaherferðarinnar er byrjaður að skila sér, gott mál. Magn greina um frjálshyggju fá mig reyndar til þess að óska þess að við hefðum ekki sett upp plaköt í lögbergi (vinsamlegast greinið kaldhæðni hér), en það er óháð ágæti þeirra og eingöngu tengt mínum skoðunum - þetta er virkilega gott framtak hjá hverjum þeim sem er að þessu. Ef að viðkomandi les þetta þá bendi ég á að það er mjög æskilegt að búa til notandaaðgang.

Mínar heimildir herma að kennsla hefjist í félagsvísindadeild á morgun, ég var að athuga og auglýsingarnar hanga enn uppi í Odda og Árnagarði (þar sem ég er nú). Vonandi skilar þetta sér í enn meiri aukningu. Blúbbs! --Smári McCarthy 16. janúar 2006 kl. 16:10 (UTC)[svara]

Virkilega gott framtak. Ætli við höfum ekki gott af smá frjálshyggjugusti hér með þessa vinstri slagsíðu sem er á fastapennunum ;) Lifi byltingin! ...eða ekki. --Bjarki 16. janúar 2006 kl. 17:06 (UTC).[svara]
það gætti skilað árangri að hengja upp litlar auglýsingar í framhaldskóla (þarf að búa þær til bara prentvænar A4)svo prenta bara núverandi notendur út og hengja upp og merkja við sig og hvar þeir heingdu auglýsinguna upp td Borgó og undirskrift en annars. have a nice day --Aron Ingi 21. febrúar 2006 kl. 01:47 (UTC)[svara]

Allir að lesa: Við ætlum að hittast bráðlega!

Mér leikur forvitni á að vita hvað orðið 'Hittingur' þýðir? Gisli Hermannsson

Hittingur er það þegar tveir eða fleiri einstaklingar hittast, en orðið er slangur.
--Gdh 26. janúar 2006 kl. 01:25 (UTC)[svara]
Hittingur er nafnorð sem mynduð er af sagnorðinu að hittast. Spurn er hvort að slíkt nafnorð ætti frekar að vera einfaldlega hitti eða hittun, en hittingur passar ágætlega við ýmis önnur nýyrði af -ingur ætt, svo sem mysingur, þeytingur og rokklingur. Nú er ég ekki íslenskufræðingur, en ég held að viðskeytið -ingur sé svolítill anglicismi, þ.e., enskuslétta; ef að einhver veit betur má hann endilega láta mig vita.
En að öðru. Nú hittumst við Ævar og Gummi í dag yfir bjór/sprite zero/brauð/frönskum á kaffihúsi og meðal annarra hluta kom okkur til hugar að reyna að endurtaka þennan Wikipedia-hitting, eða þetta Wikipedia-hitti, eða þessa Wikipedia-hittun, eða hvað það nú er, einhverntíman á næstunni. En gerum þetta aðeins öðruvísi núna: Sá fyrsti sem hefur hug á því að mæta, sem er ekki úr mengi þeirra sem mættu síðast, stingur upp á stað og stund. Staður skal samt vera innan 101 Reykjavík takk - ég er orðinn fyrsta flokks miðborgarrotta og kann því illa að þvælast út í heim. Svo fer fram almenn umræða og við reynum að komast að niðurstöðu um hitting, með að minnsta kosti 5 þátttakendur. Hef ég minnst á það að ég elska orð með þreföldum samhljóðum? --Smári McCarthy 26. janúar 2006 kl. 22:56 (UTC)[svara]
Vá, þessi samkoma fór alveg framhjá mér! En ég sting annars upp á eftri hæð Café Victor (lélegur skemmtistaður, gott kaffihús, góður matur) á einhverjum fimmtudeginum, helst þó ekki í næstu viku, frekar þarnæstu.--Heiða María 27. janúar 2006 kl. 00:03 (UTC)[svara]
Loksins tókst einhverjum að koma orðinu út úr sér: „samkoma“. Ég held það sé óþarfi að búa til nýyrði þegar það eru til svo mörg samheiti: fundur, mannamót, samkunda, samkvæmi, samsæti og hugsanlega blót. Þar sem nýyrðið (slanguryrðið) er í sjálfum sér tilgangslaust myndi ég halda að það væri tilgangslaust að velta sér allt of mikið upp úr því — hugsanlega skynsamlegra að eyða hugarorkunni í að smíða nýyrði sem þörf er á :-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. janúar 2006 kl. 11:31 (UTC)[svara]
Hittingur er bastarður undan orðunum "hittast" og "meeting" og alveg einstaklega illa lyktandi orð. --Sindri 27. janúar 2006 kl. 17:59 (UTC)[svara]
Frábært. Café Victor (hvar er það?) á fimmtudeginum í þarnæstu viku; þ.e., fimmtudaginn 9. febrúar. Vá, ég á afmæli bráðum. En tímasetningu vantar og fleiri þátttakendur. --Smári McCarthy 28. janúar 2006 kl. 03:43 (UTC)[svara]
Ég væri alveg til í að koma, en verð þá að fá mér frí seinni part fimmtudagsins, ef ekki frá hádegi (löng leið utan af landinu). Reyni að muna eftir þessu. --Jóna Þórunn 28. janúar 2006 kl. 16:47 (UTC)[svara]
Café Victor er, fyrir þá sem ekki vita, rétt norðan Morgunblaðshallarinnar gömlu, sem nú hýsir Tryggingamiðstöðina, við Ingólfstorg. Flestir ættu að kannast við eftirfarandi kennileiti: Hlöllabátar. Þess má geta að miðpunktur Reykjavíkur, reiknaður einhverntíman fyrir langalöngu, er í gangstéttinni rétt fyrir utan innganginn að Café Victor (og vel merktur); raunar eilítið lengra til vesturs ef mig misminnir ekki. Þið ættuð að finna þetta, hvort sem að þið eruð að leita að samkomustaðnum eða punktinum. --Smári McCarthy 31. janúar 2006 kl. 09:45 (UTC)[svara]
Miðpunktsmerkingin er reyndar fyrir utan Kaffi Rvk. Held að hún sé út af því að það hús er nr. 1 í Reykjavík, ekki út af staðsetningunni. Öll húsnúmer í Reykjavík eru (eða voru allavega lengi vel) miðuð út frá þessu húsi. Það var einskonar bæjarhlið hér áðurfyrr (sem sneri út að sjónum, reyndar :p. Fyrir enn meiri staðsetningarlýsingu er Kaffi Victor í Fálkahúsinu, rauðu húsu með bláu þaki sem var upprunalega pakkhús. Held það hafi verið geymdir fálkar þar. Ofan á húsinu eru myndir af skipi og fálkum og eitthvað drasl. --Sterio 1. febrúar 2006 kl. 17:12 (UTC)[svara]

Við ætlum að hittast fimmtudaginn 9. febrúar kl. 19:00 á Café Victor

Þeir sem mæta:
Þeir sem mæta ekki:
Þeir sem mæta kannski:
Sælt verði fólkið. Nú fer þetta að fara að gerast. Ég hef skráð símanúmer þeirra sem gáfu þau upp, og Jóna Þórunn er að koma að sækja mig; þannig að við erum á leiðinni. Gummi og Ævar eru hressir og ég held að það verði lágmark sjö sem mæta; vonandi allt að 12. Það yrði flott! Sjáumst á eftir. --Smári McCarthy 9. febrúar 2006 kl. 18:12 (UTC)[svara]
Gleðilegan hitting! Vildi að ég kæmist, en það er þorrablót á morgun, svo að.... ekki tvo daga í einu! Þetta lítur vel út hjá ykkur, drekkið endilega einn bjór fyrir mig og ef þið tímið að vera flott, þá er koníak í uppáhaldi, en engan rudda, bara XO..., kveðja og skál, --Mói 9. febrúar 2006 kl. 18:45 (UTC)[svara]

Mér þótti þessi hittingur okkar vera algjör snilld, og myndi vilja endurtaka leikinn seinna. Mjög gaman að sjá fólkið í persónu og geta spjallað og forvitnast um hitt og þetta. Ég legg til að við hittumst aftur eftir einhvern tíma. :)

--Gdh 9. febrúar 2006 kl. 23:57 (UTC)[svara]

Takk fyrir skemmtilegan fund í gærkvöldi, hér eru nokkrar myndir sem ég tók. Ég setti líka nokkrar af þeim inn á wikipedia commons og hérna vísa ég í þær:

--Salvör Gissurardóttir 10. febrúar 2006 kl. 10:47 (UTC)[svara]

Takk fyrir þetta Salvör, mjög gaman að skoða myndirnar :) --Heiða María 10. febrúar 2006 kl. 14:25 (UTC)[svara]

Grein mánaðarins

Einhverjar uppástungur um grein febrúarmánaðar?

--Gdh 28. janúar 2006 kl. 01:16 (UTC)[svara]

Ég sting upp á Inkaveldinu. Það er orðin vel þokkaleg grein og mjög „informerandi“ (fyrirgefið slettuna; ekki sléttuna!)--Mói 28. janúar 2006 kl. 16:31 (UTC)[svara]
Mér lýst mjög vel á það. Líka áhugavert efni, ábyggilega þannig grein að fólk vilji lesa meira eftir að hafa lesið smá inngang. --Sterio 30. janúar 2006 kl. 18:08 (UTC)[svara]

Jæja... Hvað um mars? --Bjarki 28. febrúar 2006 kl. 21:14 (UTC)[svara]

Beiðni um að grein um 'Black Ingvars' verði skrifuð

Er hægt að skrifa grein um sænsku hljómsveitina Black Ingvars?

Gjörðu svo vel: Black Ingvars, ekki mikið, en betra en ekkert. --Sterio 2. febrúar 2006 kl. 20:10 (UTC)[svara]

Beyging á nafni vefsins

Ég var að spá, mér er tamt að tala um Wikipediu, en ekki Wikipedia. Þetta hefur -a endingu í íslensku sem bendir til þess að Wikipedia sé kvenkynsorð og beygist sem slíkt. Á forsíðunni stendur aftur á móti t.d. "Handbók Wikipedia". Væri ekki í lagi að venja sig á hitt? --Heiða María 8. febrúar 2006 kl. 18:03 (UTC)[svara]

Jú, ég er sammála Heiðu. Wikipedia, þrátt fyrir að vera náttúrulega ekki íslenska, er kvenkyns ef við notum orðið á íslensku. --Sterio 8. febrúar 2006 kl. 18:17 (UTC)[svara]
Sammála síðustu ræðumönnum báðum, ég vil beygja heitið eftir veikri beygingu kvenkynsorða, þegar það er notað í íslensku. --Mói 9. febrúar 2006 kl. 18:36 (UTC)[svara]
Á Wikiheimildinni vildum við líka beygja Wikipedíu eins og veikt kvenkyns orð. Ég stakk líka upp á að orðið wiki væri veikt beygt karlkynsorð. Við gætum því sagt sem svo: Við sem vinnum á systurwika Wikipedíu viljum að hún sé kvenkyns. Okkur þætti líka ákaflega gaman ef notendur á þessum wika kæmu yfir á okkar wika og settu inn áhugaverða texta eða gerðu eitthvað annað. Stefán Ingi 9. febrúar 2006 kl. 19:24 (UTC)[svara]
Ef þið viljið beygja orðið getið þið talað um „hina íslensku hraðfræðibók“. ;-) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. febrúar 2006 kl. 20:47 (UTC)[svara]
Já, við gætum það, en Wikipedia er náttúrulega orðið þekkt vörumerki og svona, og það er meira lýsandi en hraðfræðibók (þó það sé ansi flott orð) --Sterio 9. febrúar 2006 kl. 20:54 (UTC)[svara]
Frekar myndi ég segja hið íslenska snarfræðirit. En það er bara ég. --Smári McCarthy 10. febrúar 2006 kl. 05:45 (UTC)[svara]
Já, það er skömminni skárra, þetta ætti allavega að vera rit frekar en bók. Kvikfræðirit, hraðfræðirit, snarfræðirit, óðfræðirit, röskfræðirit, ötulfræðirit, tápfræðirit, fjörfræðirit... uhm, já, ýmislegt sem gengur hálfpartinn upp. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. febrúar 2006 kl. 12:49 (UTC)[svara]

Staðfesta netfang

Nú er þess víst krafist að notendur staðfesti netföng sín til þess að "senda þessum notanda tölvupóst" möguleikinn virki. Mér skilst að nýskráðir notendur geri þetta um leið og þeir skrá skrá sig en eldri notendur sem að hafa skráð sig með netfangi verða að staðfesta það til þess að geta sent póst eða fengið póst í gegnum wikipedia. Staðfestið hér. --Bjarki 3. mars 2006 kl. 14:43 (UTC)[svara]

fréttaljósmyndun

mig langar að fá að vita eitthvað fréttaljósmyndun. allt um haNA.

Machu Picchu

Hvar borgin er, hversu hátt yfir sjávarmáli og hvenær hún fannst og hvernig hægt er að heimsækja hana og hvernig þeir fóru frá henni til til hér áður fyrr og þess háttar.

Hér er fróðleikur sem þú skalt skoða: http://www.raingod.com/angus/Gallery/Photos/SouthAmerica/Peru/IncaTrail/index.html --Mói 18. febrúar 2006 kl. 00:15 (UTC)[svara]

Tvær spurningar

  1. Hvað er hægt að kalla „logs“? Núna er þetta kallað skrár (eyðingaskrá, bönnunarskrá o.s.frv.) en það er óheppilegt vegna þess að skrá getur einnig verið „file“. Í listanum yfir kerfissíður eru þannig hlið við hlið skráarlisti sem er listi yfir „fæla“ sem hefur verið hlaðið inn (langmest myndir); og skrár sem að vísar í fyrrnefnda lista yfir nýlegar eyðingar, bönn o.þ.h.
  1. Hitt sem að ég var að hugsa um er hvort að við eigum að nota há- eða lágstafi í flipunum hér fyrir ofan, á flestum Wikipedíum er það með lágstöfum, ekki þýsku reyndar en þar eru öll nafnorð með stórum stöfum, ekki er það reglan í íslensku. --Bjarki 18. febrúar 2006 kl. 11:24 (UTC)[svara]
Ég ætla bara að svara seinni spurningunni. Mér finnst þetta bara spurning um stíl og útlit. Finnst miklu flottara að hafa hástaf fremst, svona eins og er bara eðilegt að byrja "fyrirsögn" á. --Jóna Þórunn 18. febrúar 2006 kl. 11:29 (UTC)[svara]
Breytingalisti, Skráalisti, Eyðingarlisti, Bannlisti... --Stalfur 18. febrúar 2006 kl. 12:28 (UTC)[svara]
Mér finnst rökréttara að finna frekar annað heiti á „file“ en skrá þar sem það hentar ekki miðað við merkingu sagnarinnar að skrá. „Folder“ er mappa, „file“ er skjal og „log“ er skrá. Að mínu mati er í góðu lagi að kalla loggana skrár enda það sem þeir eru. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2006 kl. 13:57 (UTC)[svara]
Já, við það má bæta að ordabok.is þýðir log sem atburðaskrá. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2006 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Tja, fræðilega séð er ekkert rangt við að kalla "file" í tölvu "skrá", þar sem að "skrá" er notuð í merkingunni "listi", og skrár í tölvum eru ekkert annað en skrár, eða listar, af tölum, sem hver fyrir sig ber með sér ákveðna merkingu. En hinsvegar brýtur þetta orð myndlíkinguna svolítið. Annars er ég hlyntur "atburðaskrá" og að hafa stóra stafi í flipum. Yarr! --Smári McCarthy 18. febrúar 2006 kl. 14:05 (UTC)[svara]
Aðgerðaskrár kannski? Það er jú það sem að þær innihalda, aðgerðir. --Bjarki 18. febrúar 2006 kl. 14:07 (UTC)[svara]
Hljómar ágætlega. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2006 kl. 14:38 (UTC)[svara]

File myndi ég þýða sem skrá eins og var gert í gamla daga, þó að skjal sé að mestu tekið yfir í daglegu tali. Flestar skrár, s.s. myndir, kerfisskrár, fylgihlutir forrita, hljóðskrár, o.s.frv. eru ekki eiginleg skjöl, en sannkölluð skjöl koma úr ritvinnslu- og umbrotsforritum. Líst vel á atburðaskrá sem þýðingu á log. Í samsetningu finnst mér þó alveg nóg að hafa bara skrá (t.d. eyðingaskrá), því að eyðing t.d. er ein gerð atburðar, og slíkir atburðir eru í þeirri skrá. Meira þarf ekki að segja. Skrár (files) sem hlaðið hefur verið inn eru hinsvegar annaðhvort í mynd- eða hljóðformi, og rétt væri að kalla þær einu nafni margmiðlunarskrár.

Ég er eindregið hlynntur notkun sama útliti MediaWiki og haft er á ensku Wikipediunni, þ.e. með lágstöfum í flipum. Við þurfum ekki að skrifa öll Nafnorð með stórum Stöfum :p. Svo finnst mér líka flottara að nota lágstafi þarna. – Krun 21. febrúar 2006 kl. 00:24 (UTC)[svara]

Sorry, I can't communicate in Icelandic, but some strange pushing of a hobbyproject on a dozen of different language wikipedia's is happening on the subject. I believe people who actually are from Iceland and speak the language are best qualified to give an opinion... regards

Please see Spjall:Háfrónska#Is_this_a_relevant_article

--157.193.214.17 24. febrúar 2006 kl. 15:09 (UTC)[svara]

Ný grein mánaðar

Nú hefur klikkað að velja nýja mánaðargrein. Hefur einhver tillögu?--Mói 1. mars 2006 kl. 10:25 (UTC) Hvað segið þið um Vestmannaeyjar? Hún var slípuð vandlega í síðasta mánuði og gerð að úrvalsgrein. Mér finnst hún tilvalin. Ef engin mótmælir fyrir hádegi (eða svo) ætla ég að setja hana inn sem grein marsmánaðar.--Mói 1. mars 2006 kl. 10:37 (UTC)[svara]

Lýst vel á það. --Bjarki 1. mars 2006 kl. 11:00 (UTC)[svara]

Kalifornía.

Hæ, ég vildi gjarna hjálpa til og vinna svoldið á þessum síðum. Það sem ég hef helst í huga er sagn og landafræði fylkisins. Nefni sem dæmi gullæðið, innflytjendur frá Mið og Suður ameríku auk asíulanda. Einnig vildi ég bæta inn linkum á allar sýslur innan ríkisins eða er réttara að tala um fylki þegar kemur að íslenskun orðsins "state"? Er eitthvað þessu til fyrirstöðu? Einnig get ég verið innan handar þegar kemur að sögu Bandaríkjanna, hef þó sérhæft mig í sögu minnihlutahópa, t.d. kvenna, African Americans og Asians en sérstaklega Latinos, til að nefna nokkra. Endilega látið mig vita ef ég get hjálpað.

Sæll, það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að þú setjir inn tengla á sýslur fylkisins/ríksins. Það er alltaf gott að fá hjálpar hönd, annars væri Wikipedia ekki til :) --Jóna Þórunn 21. febrúar 2006 kl. 20:22 (UTC)[svara]
Sæl(l) vertu. Já, þér er velkomið að bæta við og breyta eins og þig lystir, og þarft í raun ekki okkar leyfi því allir mega koma að Wikipediu. En vertu velkomin(n)! --Heiða María 22. febrúar 2006 kl. 00:11 (UTC)[svara]

Wikibooks

Sótti um sysop á Wikibooks þar sem enginn er með réttindi þar, sjá b:is:Wikibooks:Samfélagsgátt --Stalfur 1. mars 2006 kl. 15:22 (UTC)[svara]

Nú, sá ekki að FBD er sysop þar... get busy! --Stalfur 1. mars 2006 kl. 22:02 (UTC)[svara]

Fjölmiðlaumræða um Wikipedia

Bendi hér á góða grein eftir David Weinberger um hvers vegna hefðbundnir fjölmiðlar séu ekki að fatta Wikipediu.

Why the media can't get Wikipedia right --Salvör Gissurardóttir 9. jan. 2006 kl. 02:05 (UTC)

Guardian prufar Wikipediu

Doctoring the past - Wiki style --Stalfur 10. febrúar 2006 kl. 14:23 (UTC)[svara]

Vífilstaðavatn

´ Ég var að pæla hvort þið gætuð sagt mer enhvað um sögu vífilstaðavatn mer finnst það mjög áhugavert það er kanski voða ervitt að fá enhverjar heimildir um það sem eg er að leita eftir það er kanski svona um víkingaöld hvað hafa verið mörg dauðsföll þarna og hvort það er vitað um hvort lítill drengur hafi druknað þarna og að bjó enhver þarna við vífilstaðavatn? þetta eru helstu spurnignar mínar og eg væri mjög ánægð ef eg gæti fengið svör við þeim. virðingarfilgst "Linda ,, blekking@torg.is

Friðarverðlaunin til Wikipedia?

Gæsalappir

Dummeste jeg har hørt, tenkte jeg da jeg for første gang hørte om Wikipedia. Amatørenes juleball, det vil aldri funke. Så feil kan man ta.“

— .

Peter Hidas, hjá norsku útgáfu Tölvuheims (Computerworld), skrifar um það hvers vegna Wikipedia, eða bara Mediawiki-verkefnið allt, ætti að fá friðarverðlaunin fyrir það að fá svona marga til að vinna saman í sátt og samlyndi. Skemmtileg grein, þ.e. fyrir þá sem skilja norskuna. --Jóna Þórunn 19. mars 2006 kl. 13:39 (UTC)[svara]

Borgaraleg óhlýðni

Sértákn

Ég er a velta fyrir mér hvort það sé ekki hægt að bæta við gríska stafrófinu sem sértáknum á íslensku Wikipediu, líkt og er á ensku Wikipediu. Best væri að hafa accentana líka en það er raunar ekki boðið upp á það á ensku. --Cessator 27. mars 2006 kl. 20:09 (UTC)[svara]

Ég átti eftir að þakka Spm fyrir að redda þessu: takk! Nú þarf ég bara að finna út hvernig ég get bætt við ákvæðismerkjunum... --Cessator 28. mars 2006 kl. 21:24 (UTC)[svara]

Grein aprílmánaðar

Hmm, sko, apríl byrjar á morgun, ég meina sko, að eftir 3 klst. verður kominn 1. apríl. Við eigum eftir að finna grein aprílmánaðar. Hugmyndir? --Mói 31. mars 2006 kl. 21:12 (UTC)[svara]

Ég segi Þrjátíu ára stríðið, annars hef ég svo sem litla skoðun á þessu. Mætti velja þetta eftir stafrófsröð þess vegna. :) "I might be wrong, but I feel..." --Jóna Þórunn 31. mars 2006 kl. 21:17 (UTC)[svara]
Sammála því.
--Gdh 1. apríl 2006 kl. 00:47 (UTC)[svara]
Styð þessa tillögu! --Mói 1. apríl 2006 kl. 08:11 (UTC)[svara]

Myndir úr dagblöðum

Ég er að spá, hvort ég megi taka mynd úr dagblaði, og setja inn á Wikipedia, þar eð ég finn enga aðra mynd. Væri það leyfilegt ef ég myndi geta þess, hvaðan myndin kæmi? Vitiði það?

Takk, --Gdh 3. apríl 2006 kl. 23:17 (UTC)[svara]

Myndir í dagblöðum eru í öllum tilvikum undir höfundarrétti ljósmyndarans eða dagblaðsins sjálfs og öll endurútgáfa bönnuð. Svarið er semsagt nei. --Sindri 4. apríl 2006 kl. 18:04 (UTC)[svara]


Ný snið fyrir grein mánaðarins og samvinnu mánaðarins

Jæja... þarna óð ég á skítugum skónum yfir alla og breytti fyrirkomulaginu á þessum dagskrárliðum án þess að spyrja kóng eða prest. Tilgangurinn er auðvitað að reyna að gera það auðveldara að tilnefna og skipta út og er sambærilegt kerfi og er notað á norrænu wikipediunum (nema hvað þar er þessu skipt út vikulega). Auðvitað ætti að vera einfalt mál að reverta þessu ef þið eruð mjög ósátt við þessa frumhleypni og lofa ég að sjá um það sjálfur, ef sú verður niðurstaðan. --Akigka 5. apríl 2006 kl. 19:51 (UTC)[svara]

Mér finnst þetta flott. --Bjarki 6. apríl 2006 kl. 23:55 (UTC)[svara]

Heimildir ?

Ég var að spá í hver afstaða manna sé til þess að nota heimildir í ríkari mæli? Heimildanotkun er mjög misjöfn hér á íslensku Wikipediu, allt frá því að vera engin upp í að heimildir séu notaðar grimmt. Sjálfum finnst mér að ég verði agaðri við að nota ítarlegar heimildir

Hvað finnst ykkur? Ættum við að reyna að leggja meiri áherslu á þetta atriði?

--Gdh 7. apríl 2006 kl. 00:54 (UTC)[svara]

Að mínu mati er það auðvitað bara gott mál að auka heimildanotkun. Ég sé ekki betur en að það hafi bara kosti í för með sér og enga galla (heimildirnar eru svo sem ekki fyrir neinun). Hins vegar getur verið afskaplega tímafrekt að „finna“ heimild fyrir öllu mögulegu og troða þeim inn í formi neðanmálsgreina, jafnvel fyrir einhverju sem maður vissi fyrir og þá ekki á grundvelli heimildarinnar (þótt hún myndi styðja fullyrðinguna).
Ég er hlynntur því, eins og Friðrik Bragi Dýrfjörð lagði til, að það sé lögð ríkari áhersla á heimildir fyrir greinum sem varða samtímann (sbr. nýlega úrvalsgrein um Davíð Oddsson) en kannski aðeins minni áhersla þegar kemur að hefðbundnara umfjöllunarefni alfræðirita, þar sem fullyrðingar eru mun oftar almenn þekking eða a.m.k. almenn þekking meðal ákveðinna hópa (t.d. áhugamanna og þeirra sem eru „innvígðir“ í tiltekin fræði); þá mætti spara „heimild vantar“ merkinguna fyrir fullyrðingar sem eru raunverulega ekki almenn eða a.m.k. útbreidd þekking.
Ég hef verið að fara einhvern milliveg í greinum um heimspeki og fornfræði með því að bæta inn ritaskrá með ábendingum um frekara lesefni en hef látið vera að troða inn vísunum í þær í neðanmálsgreinum (enda nenni ég því ekki). Það er þó meiri heimildavísun en gengur og gerist í mörgum alfræðiritum á prenti og ritin sem bent er á, þótt þau séu ekki notuð til að styðja einstakar fullyrðingar greinanna, verða þó að ákveðnum tilvísunarramma allra lesenda og misræmi milli þess sem í þeim stendur og þess sem kemur fram í greininni er hægt að ræða á spjallsíðu greinarinnar og lagfæra svo greinina með hliðsjón af því. --Cessator 7. apríl 2006 kl. 03:12 (UTC)[svara]
Heimildaskrá er ágætis bónus fyrir hvaða grein sem er og aðeins til þess að bæta hana. Ég er þó alls ekki fylgjandi því að það verði gert að reglu að vísa í heimildir í öllum greinum og finnst það í raun fullkominn óþarfi að gera það ef það varðar upplýsingar sem að hver sem er getur staðreynt upp á eigið einsdæmi án mikillar fyrirhafnar. --Bjarki 7. apríl 2006 kl. 19:57 (UTC)[svara]
Ég er alveg sammála þér í þessu.
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 22:18 (UTC)[svara]
Já, ég er líka sammaála því að við gætum staðið okkur betur í heimildaskráningunni. "Stöndum okkur betur í vetur", þó það sé "komið" vor, eða hér um bil. Sammála því sem áður kom fram. --Jóna Þórunn 7. apríl 2006 kl. 20:00 (UTC)[svara]
(Rétt) heimildanotkun er auðvitað góð regla fyrir hvaða staðreyndaskrif sem er og auðvitað skilyrði í fræðilegum texta, en ég vildi kannski benda á að þó það sé gott og blessað að segja að við ættum að vera duglegri að vísa í heimildir, þá er það alls ekki "non-trivial" verkefni að vísa í heimildir svo vel sé... Röng heimildanotkun er auðvitað bara til þess fallin að afvegaleiða lesandann og fá hann til að halda að textinn byggi á traustum grunni þegar allar heimildirnar sem vísað er til eru a) ekki góðar og vandaðar heimildir um það efni sem er til umfjöllunar, b) ekki er nægilega nákvæmlega vísað til þeirra til að hægt sé að sannreyna þær og c) einfaldlega ekki til (gerist oftar en mann grunar). Þannig að notkun heimilda útheimtir því í raun heilmikla vinnu ef vel á að vera - auk þess sem aðgengi að góðum heimildum á Íslandi um t.d. Indusdalsmenninguna eða sögu Kína er hreinlega ekki gott. Ég held að krafa um slíkt hér fæli í sér annað hvort að hér yrði ekki skrifuð ein einasta grein, eða þá að allir falli í gryfju slæmrar heimildanotkunar sem er verri en engin. Þótt góður heimildalisti og vandaðar tilvísanir geri góða grein margfalt nýtilegri en góða grein sem ekki getur neinna heimilda, þá ætti að skoða það sem bónus fremur en gera um það kröfu. Hins vegar er hægt að gera kröfu um sannsögli og að greinarhöfundar aðgæti vel sínar heimildir (minnst tvær óháðar heimildir o.s.frv.) áður en þeir setja eitthvað fram - þ.e. hliðstæðar kröfur og gerðar eru til blaðamanna... --Akigka 7. apríl 2006 kl. 20:24 (UTC)[svara]
Enda held ég að það sé ekki heppilegt að krefja menn um heimildanotkun, slíkt myndi líklega drepa niður áhuga, að ég tel.
--Gdh 7. apríl 2006 kl. 22:18 (UTC)[svara]
Ég er sammála því að röng heimildanotkun sé ekki af hinu góða. Þess vegna er meðal annars mikilvægt að ef menn geti „heimilda“ sem voru ekki í raun notaðar sem heimildir fyrir greininni, þá séu þær aðgreindar og merktar sem ábendingar um frekara lesefni en ekki kallaðar heimildir. --Cessator 8. apríl 2006 kl. 02:15 (UTC)[svara]

Ég er sammála flestu því sem komið hefur fram. En þó finnst mér ákveðinn vankanur á því sem kallað er "alkunna staðreynd" eða "almenn þekking". Vankanturinn er sá að almenn þekking á það til að vera bjöguð eða hreinlega röng. Ágætt dæmi er sagan sem gengur ennþá á íslandi um Gullfoss og Sigríði (konuna sem hótaði að henda sér í fossinn), en þar er um að ræða þá sögu að Sigríður hafi bjargað fossinum, en það er rangt. Sigríður bjargaði ekki fossinum.

En ég endurtek: almenn þekking á þetta til. --Gdh 7. apríl 2006 kl. 22:25 (UTC)[svara]

Svo eru líka til dæmi þar sem er réttlætanlegt að krefjast tilvísunar: t.d. þar sem verið er að hafa beint eftir fólki... --Akigka 7. apríl 2006 kl. 23:01 (UTC)[svara]

Snið á daga- og áragreinum

Eins og eru eru flest allar daga- og áragreinar með því sniði að Ísland er undanskilið umheiminum, með því að einn kafli fjallar um helstu atburði, fæðingar osv. fr. á Íslandi og annar kafli fjallar um erlendis-atburði. Mér þætti það eðlilegast að allt væri í belg og biðu (eins og ég er að breyta þegar ég bæti við atburðum), Ísland og erlendis. Vildi bara fá samþykki ykkar á þessu, eða alla vega ykkar skoðun á málinu. Við verðum nefninlega að taka tillit til þess að is.wikip. er á íslensku en ekki á Íslandi. --Jóna Þórunn 7. apríl 2006 kl. 21:58 (UTC)[svara]

Ég er sammála þessu, enda hef ég verið að skipta mér af dagagreinum allt frá upphafi ársins og hef einmitt sett þær upp með þessum hætti. Ég hef hugsað mér að halda því áfram eitthvað enn um sinn og býst ekki við mótmælum, þar sem enginn hefur mótmælt þessu síðustu þrjá mánuði.--213.190.107.34 7. apríl 2006 kl. 22:10 (UTC) Æ.... þetta er Moi. --Mói 7. apríl 2006 kl. 22:13 (UTC)[svara]

10.000 greina markið

Hvernig væri að setja markið hátt fyrir apríl (eða maí ef maður er raunhæfur) og hafa þema mánaðarins að ná 10.000 greinum á wiki? - Eirikurr 7. apríl 2006

Ég held það sé hæpið að ná 10.000 greinum í apríl, frekar tæpt í maí. Ekki nema fólk stútfylli sig af skrif-örvandi og tjúllist við tölvuna. Ég segi 15. júní ca. --Jóna Þórunn 8. apríl 2006 kl. 11:14 (UTC)[svara]

Er að smala saman atkvæðum

Sem sagt, Stalfur reyndi að fá sysop status á Wikibooks á þeim grundvelli að þar væri engin fyrir. En hann vissi ekki að ég var sysop þarna (var reyndar búin að gleyma því sjálfur ;), svo þar sem að sá grunvöllur var ekki til staðar var honum hafnað. Ég ákvað því bara að reyna fá möppudýra status þarna til þess að geta gefið Stalf sysop-réttindi og hélt það væri nú bara nóg að ég væri sá eini sem hefði einhver réttindi þarna á annað borð en þeir krefjast þess að ég haldi einhverja kosningu (eins og það skipti máli). Svo ég er að smala saman atkvæðum, síðan get ég bara gert þá sem eru stjórnendur hérna á Wikipedia möppudýr þarna hinu megin, þá getum við fylgst með þessu saman í rólegheitunum (ekki mikið að gerast þarna). Kíkið bara hingað til að kjósa. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. apríl 2006 kl. 22:39 (UTC)[svara]

Wiki gang sign

Sjá seanbonner:Wiki Gang Sign. --Stalfur 12. apríl 2006 kl. 12:47 (UTC)[svara]

Mynd

Spurning! Ég er að þreifa mig áfram við að koma inn efni í Wikipedia og nú er það mynd sem ekkert gengur að koma inn. Hvernig þarf mynd að vera (form og stærð) til að passa Wikipedia og hvernig setur maður mynd inn með grein? Takk Sko

Sæl/l Sko! Í fyrsta lagi þarftu að þekkja höfundarréttarreglurnar sem gilda um Wikipedia. Það þarf að fylgja Frjálsa GNU handbókarleyfinu. Ef þú ert með mynd sem þú sjálf/ur hefur höfundarréttinn á þá geturðu hlaðið henni inn á Commons-vefinn, sem er gagnabanki fyrir öll Wikimedia-verkefnin. Lestu ferkar um reglurnar þar. --Jóna Þórunn 13. apríl 2006 kl. 17:04 (UTC)[svara]

Grein mánaðarins

Sæl öll! Ég er ekki búinn að vera mjög iðinn við að skrifa hér undanfarna mánuði (eins og þið eflaust tókuð eftir), en ég lít við reglulega og hef plön um að vera svolítið afkastamikill í sumar.

En hvers vegna er ekki búið að velja grein mánaðarins? Eru engar góðar hugmyndir að henni? Nú er nóg til af góðum greinum! Mætti ég stinga upp á að Niels Henrik Abel fari á forsíðuna, eða jafnvel Davíð Oddsson? --Smári McCarthy 13. apríl 2006 kl. 18:26 (UTC)[svara]

Ó. Nevermind. Sé að Þrjátíu ára stríðið er komið inn. --Smári McCarthy 13. apríl 2006 kl. 18:27 (UTC)[svara]

Eldfell grein dagsins á ensku Wikipediu

Hæ, vildi bara láta ykkur vita af þessu, svona að gamni. Slóðin á ensku Wikipediu er þessi: http://en.wikipedia.org/wiki/Main_Page

Renaming request

Hi, can a bureaucrat, if there is any on is:, rename me to "Steinbach"? I'm currently engaged in a Great Renaming Operation, that's because I think I have way too many user names on different Wikipedias. I want to have one for all, "Steinbach". That's much clearer, obviously. Thanks in advance, Caesarion 16. apríl 2006 kl. 20:34 (UTC)[svara]

Done. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. apríl 2006 kl. 20:56 (UTC)[svara]
Thanks a lot!! Steinbach 16. apríl 2006 kl. 21:15 (UTC)[svara]

Munur milli vafra

Ég setti inn hjá mér Firefox, nema það er ekki frásögu færandi að ég sá hvað útlit sumra greina er ólíkt. Datt bara ekki í hug að þetta kæmi svona illa út í Eldrefinum. Hér er skjáskot af greininni Buskerud í Eldrefnum. Hér er Opera. Hér er Internet Explorer. Ef einhverjir eru með skjáskot af sömu grein (er að tala um neðstu myndina og upptalningu sveitarfélaganna) í öðrum vöfrum mættu þeir hinir sömu skella þeim á netið og sýna okkur útkomuna. Fróðlegt að sjá. --Jóna Þórunn 17. apríl 2006 kl. 23:03 (UTC)[svara]

Kemur fínt út hjá mér í 1400x1050 upplausn, en fer allt í rugl ef ég minnka gluggann mikið. --Akigka 17. apríl 2006 kl. 23:09 (UTC)[svara]
Fínt hjá mér í Firefox og 1152x864 upplausn, en ruglast ef ég minnka gluggann. --Bjarki 17. apríl 2006 kl. 23:27 (UTC)[svara]
Kemur fínt út hjá mér í 1280x1024 upplausn. Ef að þér finnst þetta hræðilegt er hægt að bæta við style="clear: both;" á töfluna, og þá verður þetta sætara í minni upplausnum (en gerir þetta reyndar svolítið ljótara í Firefox í stærri upplausnum. Ég vista það með þeirri breytingu allaveganna, án þess að ég viti hvaða áhrif það hefur á IE og Opera). Annars er það tilfellið að Firefox er að birta þessa síðu nákvæmlega eins og sagt er til um í staðlinum, en Opera og IE gera ráð fyrir ýmsu sem á ekki að gera ráð fyrir - Firefox gerir slíkt í "Quirks Mode", en ég kann enga góða leið til þess að neyða Firefox til þess að birta síður í Quirks mode til þess að athuga hvernig það kemur út. --Smári McCarthy 17. apríl 2006 kl. 23:31 (UTC)[svara]

Nýliðanauð

Ég skráði mig hér inn í morgun undir nafninu Martes eftir að hafa fengist eitthvað fríhendis í fyrradag við síðu míns gamla skóla, Menntaskólans í Reykjavík, og þá undir tölvutölu minni.

Hef ráfað hér nokkuð. Langar samt að spyrja: Geri ég ekki rétt með því að skrifa hér núna með þeim hætti að ég sé að breyta síðunni? Mér finnst grunsamlega vafasamt að nýjasta innleggið sé neðst, þveröfugt við það sem venjulegt er. Eða er annar vettvangur hér heppilegri til skoðanaskipta og fyrirspurna? Og: Hvernig er sveitarfélagaskipulagið hér rökstutt? Hvers vegna eru þar undirflokkar sem virðast algerlega á skjön við sjálft registrið? Ég einfaldlega skil ekki skipulagið. Annað: Hvers vegna skráist ekki tímasetning síðustu breytingar (neðst á síðu) þegar ég breyti síðu? - Martes, 20. apríl 2006.

Velkominn! Það er venjan á Wikipedia spjallsíðum að nýjustu innleggin komi neðst. Það venst. Og já þessi síða er aðalvettvangur íslensku Wikipedíu fyrir almenn skoðannaskipti. En ég skil ekki alveg spurninguna um sveitarfélögin, geturðu útskýrt hana betur? --Bjarki 20. apríl 2006 kl. 01:03 (UTC)[svara]
Þakka þér, Bjarki. Vonast til að komast í þetta aftur annað kvöld. Geri þá grein fyrir því sem ég skil ekki - og kannski skil ég hlutina sjálfur þegar ég skoða þá betur! - Martes, 20. apríl 2006.
Ef að þú vísar í það sem er að rugla þig, þá gæti verið að við sjáum ruglinginn sjálfir. Það er oft sem að hlutir eru gerðir að vanhugsuðu máli hérna, eins og þú munt sjá, en flest leysist þó á endanum. Linkaðu bara í greinarnar, eða ef að þú villt tengja í flokk, tengdu þá með [[:Flokkur:NafnFlokks]] - tvípunkturinn framan við "Flokkur" segir að þú sért að búa til tengil í flokkinn sjálfan, en ert ekki að reyna að gera þessa grein að hluta af flokknum. Svo er fljótlegara að skrifa undir með --~~~~ heldur en að skrifa alltaf dagsetninguna handvirkt. --Smári McCarthy 20. apríl 2006 kl. 01:19 (UTC)[svara]

Mikill fjöldi góðra greina

Jahérna! Þrjár tillögur hér sem allar eru alveg ótrúlega góðar; og 14 afgreiddar tillögur sem við höfum ekki ennþá sett á forsíðuna. Ef að þessar þrjár þarna verða samþykktar þá höfum við 17 úrvalsgreinar fyrir forsíðuna, og ef að við myndum velja grein vikunnar í stað greinár mánaðarins, þá værum við með efni fyrir næstu fjóra mánuði, mínus eina viku, og þá ættum við auðveldlega að geta verið komin með nokkrar úrvalsgreinar í viðbót. Hvað segiði um það? Þá er að vísu aðeins meiri pressa á okkur að fara að skrifa góðar greinar, en ég held að það sé alveg nóg til af efni, og við erum orðin það mörg, það vön, og það afkastamikil að þetta ætti ekki að vera vandamál. --Smári McCarthy 24. apríl 2006 kl. 16:12 (UTC)[svara]

Einhvern tímann kemur sjálfsagt að því að grein mánaðarins verður grein vikunnar. Spurningin er bara hvenær. Heldurðu að 14-17 greina forði sé nægur? Ef þær duga okkur í 4 mánuði og við náum að framleiða kannski 5-7 úrvalsgreinar á þeim tíma, þá höfum við nógu margar greinar við lok þessara 4 mánaða til að framlengja tímann um 5-7 vikur; en hvað erum við líkleg til að framleiða margar úrvalsgreinar á 5-7 vikum? Segjum að þær séu 2-3 og að á 2-3 vikum getum við framleitt 1-2 í viðbót... við gætum orðið uppiskroppa á endanum. Ég vil ekki vera svartsýnisseggur en þetta er bara praktískt atriði til að hafa í huga :) Svo er annað sem við ættum að hafa í huga: getur verið að aukin tímapressa hafi áhrif á vinnubrögðin? Þegar pressan er orðin meiri og þörfin á úrvalsgreinum segir til sín, ætli það verði þá auðveldara að koma greinum í gegn? Ég er eiginlega á báðum áttum. --Cessator 24. apríl 2006 kl. 18:21 (UTC)[svara]
Þótt það væri mun skemmtilegra að hafa meiri hreyfanleika á forsíðunni þá hefði ég áhyggjur af því að þess væri gætt að hafa grein vikunnar tilbúna í hverri viku. Hef oft séð það klikka á öðrum útgáfum wikipediu og er frámunalega klaufalegt þar sem þetta er jú forsíðan. En það þurfa auðvitað ekki endilega að vera úrvalsgreinar sem koma á forsíðunni heldur bara sæmilega ítarlegar, athyglisverðar og vel skrifaðar greinar. --Akigka 24. apríl 2006 kl. 18:40 (UTC)[svara]
Vissulega góðir punktar, og ég áttaði mig á því að þessi runa væri samleitin, sem er ekki kostur, en þetta var kannski bara tilraun til þess að benda á að þetta þyrfti ekki að vera samleitin runa... úff... próflesturinn er að ná til mín. (Eyði 10 mínútum í Wikipedia sem "cool off" á tveggja tíma fresti :). Annars er ég sammála að þetta gæti haft neikvæð áhrif á gæði greinanna, og af þeim sökum vel hægt að ímynda sér að þetta yrði galli frekar en kostur. Hreyfanleikinn á forsíðunni annarsvegar, og hinsvegar að sýna aðkomufólki hvað íslenska 'pedían er orðin djúp, var það sem vakti fyrir mér. Kannski er þetta þó ekki tímabært. Það væri þó gaman að geta sett grein vikunnar af stað samtímis 10000 greina markinu. Er drifkrafturinn nægur? Það er það sem við þurfum að mæla! Annars er ég ósammála Akigka með það að það þurfi ekki að vera úrvalsgreinar sem koma á forsíðunni - það er eðli málsins að greinar sem koma á forsíðunni eru valdar úr safni greina sem til eru, og eru því orðnar úrvalsgreinar sjálfvirkt með því að birtast á forsíðunni, hvort sem að við köllum þær því nafni eða ekki. --Smári McCarthy 24. apríl 2006 kl. 20:12 (UTC)[svara]
Ég held að það sé ekki tímabært að fara að reyna að halda úti grein vikunnar, ekki strax. Það eru u.þ.b. 20 mánuðir síðan fyrsta úrvalsgreinin var valin og núna eru þær orðnar 21. Við erum bara ekki að framleiða þær nógu hratt til þess að standa undir vikulegum uppfærslum. Hinsvegar eins og Akigka benti á þá þarf grein vikunnar ekkert endilega að vera úrvalsgrein. Það er töluvert til af góðum greinum eru fræðandi og skemmtilegar en kannski í styttra laginu. Spurningin er þannig um hvort að við viljum uppfæra sjaldan og sýna bara það besta sem við eigum eða uppfæra oftar og hleypa stuttum (en góðum) greinum að líka. Ég hallast frekar að því að halda núverandi fyrirkomulagi áfram um sinn. Spyrjið mig aftur eftir svona hálft ár. --Bjarki 24. apríl 2006 kl. 21:44 (UTC)[svara]


Hugmynd Smára er áhugaverð og umhugsunarverð. Það er alveg ljóst að við verðum að spýta í lófana ef við ætlum að skrifa eina úrvalsgrein á mánuði, sbr. athugasemd Cessators, og svo sýnist mér við hafa nokkra tilhneygingu til að búa til úrvalsgreinar á skömmum tíma, fyrir tilstilli eins einstaklings, sbr. t.d. greinina um Inkaveldið - líklega þegar viðkomandi kemst í stuð, en það gerist ekki á hverjum degi. Ég efast um að pressa skili okkur auknum hraða í skrifum úrvalsgreina vegna þess að hlutverk hvers og eins ("ábyrgð") er ekki vel skilgreint, og svo er ég ekki viss um að það myndist nokkur pressa á okkur þó að við setjum okkur þetta mark, við höfum mörg hver margt annað að gera og Wikipedia er ábyggilega ekki mjög hátt á lista hjá flestum.
Því tek ég undir með Bjarka að vissu leyti, og segi: athugum aftur eftir nokkra mánuði.
--Gdh 25. apríl 2006 kl. 23:40 (UTC)[svara]

Maðurinn

Sé að það er eftirsótt grein sem kallast Maðurinn en ætti þetta ekki frekar að vera einfaldlega Maður, án greinis? Svona líkt og grein héti Esja, en ekki Esjan.

Jú, sammála, en það væri hægt að tengja aðra greinina í hina. --Heiða María 30. apríl 2006 kl. 00:38 (UTC)[svara]
Nei, ósammála. Þetta er ekki eins og með Esjuna. Þetta væri eins og greinin um Jörðina héti Jörð. -jb
Mér finnst hiklaust að sleppa skuli greininum. – Krun 1. maí 2006 kl. 19:02 (UTC)[svara]
Skemmtileg deila. Ég held að það sé ljóst að almennur notandi muni leita að Esjan og Maðurinn vildi hann nálgast upplýsingar eins og þær sem finna megi í greininum Maður og Esja. Ef hann væri hér myndi hann enda á greininum Maðurinn og Esjan. Í fyrra tilvikinu kæmist hann strax á leiðarenda (en þó kominn með þá tilfinningu að búið væri að rengja hann einu sinni?) en greinin Esjan er hins vegar ekki til. Myndi hann hins vegar Leita að Maðurinn eða Esjan á einhverri leitarvél er allskostar óvíst að þær greinar sem hann vildi nálgast kæmu eins ofarlega og þær gætu hétu þær hinum nöfnunum. Hvernig eigi að snúa sér í þessu veit ég ekki. Þetta fer kannski svolítið eftir því fyrir hverja er verið að skrifa. --Bessi 1. maí 2006 kl. 20:06 (UTC)[svara]

Um geisladiskagreinar

Ég ætla uppfæra upplýsingar um geisladiska og vantar svona valmynd hægra megin eins og er á ensku síðunni þegar maður skoðar geisladiska þar. Er til eitthvað svona uppsett þar sem ég þarf bara að breyta upplýsingunum/bæta inn í töfluna? Ef svo er ekki, hvernig á ég að búa þannig til? --Maggi Dan 3. maí 2006 kl. 22:07 (UTC)[svara]

{{Breiðskífa}}, sjá t.d. A New Day at Midnight. --Jóna Þórunn 3. maí 2006 kl. 22:08 (UTC)[svara]
Annað: Hvernig/hvert uplóda ég myndinni af geisladisknum?--Maggi Dan 3. maí 2006 kl. 22:12 (UTC)[svara]
Innhlaða til vinstri í Verkfærum. --Jóna Þórunn 3. maí 2006 kl. 22:13 (UTC)[svara]

Stjórnendur á Wikibooks

Já, þetta fór allt í gegn á endanum, ég gerði einhver kunnugleg notendanöfn að stjórnendum þarna hinu megin og gerði Stalfur að möppudýri. Það náttúrulega er afskaplega lítið að gera þarna enda lítið um skrif, ef þið eigið leið hjá þá getið þið allavega lagað skemmdarverk ef þið verðið vör við þau. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. maí 2006 kl. 11:33 (UTC)[svara]

10.000

Nú þegar tíuþúsundasta greinin er innan seilingar þá er spurning hvort við ættum ekki að nota tækifærið til að auglýsa okkur aðeins með því að gefa út fréttatilkynningu og senda á helstu fjölmiðla. --Bjarki 4. maí 2006 kl. 14:41 (UTC)[svara]

Jább, það væri sniðugt. --Jóna Þórunn 4. maí 2006 kl. 14:43 (UTC)[svara]
Sammála. Værir þú til í að taka það að þér, Bjarki, að semja drög að tilkynningu? --Smári McCarthy 5. maí 2006 kl. 18:02 (UTC)[svara]
Heyhó. Ég var að skoða ástandið aðeins. Mér finnst að við verðum að stefna á að fækka munaðarlausum greinum, botnlöngum, greinum með umdeilt hlutleysi og greinum sem þarfnast athygli áður en að við lendum á 10.000 markinu. Þegar að fréttatilkynningin fer út, þá mun mikið af liði koma að skoða, og ef að það er allt jafn sundurlaust og það virðist núna, þá er það ekki mjög kúl. --Smári McCarthy 5. maí 2006 kl. 20:20 (UTC)[svara]
Sammála því. Ég er annars á kafi í B.A. verkefnavinnu þessa stundina þannig að ég ætti kannski ekki að vera að sökkva mér mjög djúpt í pedíuna núna, þó að það sé reyndar ágætt að taka sér stöku pásur og gera nokkrar smábreytingar svo að maður missi ekki vitið. En ég skal tjasla einhverju saman, kannski er hægt að endurvinna eitthvað upp úr þessu. Annars held ég að það sé best að hafa þetta stutt og lagott í þetta skiptið, við viljum vekja áhuga en ekki svæfa fólk með röfli um „frjáls handbókaleyfi“ og það hvernig Wikipedía á eftir að bjarga heiminum. --Bjarki 5. maí 2006 kl. 21:01 (UTC)[svara]
Og nú eru greinarnar orðnar 10.000. Til hamingju með daginn! --Cessator 6. maí 2006 kl. 20:03 (UTC)[svara]

til hamingju reindar er ekki búið að setja okkur í flokk með hinum 10.000+ löndunum samt eru komnar 10.001 greinar .s --Aron Ingi Ólason 6. maí 2006 kl. 22:01 (UTC)[svara]

; ) --JónsI 6. maí 2006 kl. 20:05 (UTC)[svara]

Spurning hvar fjölmiðlamaðurinn okkar Svavar heldur sig! Ætli við verðum ekki að finna einhvern í það embætti fyrst hann hefur ekki látið sjá sig svona lengi ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. maí 2006 kl. 03:24 (UTC)[svara]
Fallegt af þér að bjóða þig fram :) --Cessator 7. maí 2006 kl. 03:34 (UTC)[svara]
Hehe, ég er reyndar ekki heppilegur í þetta. Ég bý út á landi og svo á ég ekki farsíma (og hef aldrei átt), svo það væri erfitt að ná í mig. Annars er ekki nauðsynlegt að það sé einhver fjölmiðlafulltrúi, það er bara skemmtilegra ef að fréttamenn þurfa að fá eitthvað á hreint að þeir geti hringt í einhvern eða sent honum netpóst. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 7. maí 2006 kl. 13:00 (UTC)[svara]
Sjá drög að fréttatilkynningu hér, breytið að vild. --Bjarki 7. maí 2006 kl. 16:08 (UTC)[svara]

Congratulations from the catalan wikipedia and welcome to the over 10.000 club. I'm sure you'll feel odd among russians and chinese and others like catalans or esperantists but you'll get used on it. Gangleri2001

jæja þá er bara að komast framúr spánverjum og inn á topp tíu flokkinn það eru bara rúmlega hundraðogsjöþúsund greinar til stefnu. --Aron Ingi Ólason 15. maí 2006 kl. 00:01 (UTC)[svara]

Töflur

Hvernig geri ég töflur og hvar get ég fundið snið (eins og sýslur írlands) nema fyrir Sviss?

Ef ég þarf eitthvað sem ég kann ekki að gera, reyni ég að finna það í annarri grein, C/P en breyti nöfnum og staðreyndum. Getur prófað að reyna það. --Maggi Dan 5. maí 2006 kl. 14:35 (UTC)[svara]
Ertu að spá í töflur fyrir svissneskar borgir þá? eða fylki? Það er ekkert mál að búa svoleiðis til í einum grænum. --Bjarki 5. maí 2006 kl. 14:42 (UTC)[svara]

fyrir borgir, fyrst um sinn allavegana --Katrin Þóra

Bjó til Snið:Svissnesk borg með svona grundvallardóti. --Bjarki 5. maí 2006 kl. 16:37 (UTC)[svara]
Já, og ég bjó til svona sýsludót fyrir Sviss, veit samt ekki hvort nöfninn séu alveg rétt. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. maí 2006 kl. 16:43 (UTC)[svara]

okay, æði --Katrin Þóra

Er ekki allt í lagi að ég breyti þessu í fylki í sviss. vegna þess að það er svona land-fylki-sýsla-bær --Katrin Þóra

Fann orðabók, það er land-fylki-hérað-bær. það væri líka fínt að fá svona snið yfir hérað, hvernig gerir maður snið? --Katrin Þóra

Þú býrð til nýtt snið alveg eins og þú gerir nýja grein. Til dæmis geturðu skrifað http://is.wikipedia.org/wiki/Snið:Nýtt snið í vafran hjá þér og byrjað að skrifa inn í breytingaboxið. Þú getur afritað töfluna sem er á Snið:Fylki í Sviss og breytt þeim eftir þörfum. Hér eru útskýringar um hvernig töflur virka í Wikimedia kerfinu: [12]. Byrjaðu bara og fikta og sjáðu hvort þetta lærist ekki. Ef þig vantar hjálp þá bara læturðu vita aftur ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 6. maí 2006 kl. 14:47 (UTC)[svara]

beiðni um grein um undirheima

ég er mikið búinn að vera að pæla í því hvort einhver vilji taka sig til og skrifa um undirheima, jafnvel einhverja sérstakra staði eins og í reykjavík eða einhverrar stórborgar?? -með von um svar, Bjarni Rúnar Ingvarsson

Ég er hræddur um að það væri erfitt án þess að daðra mjög við nýjar rannsóknir. --Cessator 7. maí 2006 kl. 20:52 (UTC)[svara]
Þetta getur vafalaust orðið mjög erfitt. Ástæðan er meðal annars sú, auk þess sem Cessator nefnir hér að ofan, að þeir sem eru að skrifa hér þekkja undirheimana að líkindum illa. Þeir sem þekkja þá eru vafalaust ekki til í að skrifa neitt um þá. --Mói 7. maí 2006 kl. 22:20 (UTC)[svara]

Dagagreinar

Ég átta mig á því að ég er kannski hundleiðinlegur að koma með þessa uppástungu fyrst núna, þegar svona margar dagagreinar hafa verið búnar til, en virðið það við mig að ég meina ekkert illt; þetta er bara til umhugsunar :) Væri ekki betra að hafa „fæddust“ og „létust“ eða „dóu“ í staðinn fyrir „fædd“ og „dáin“? „Fædd“ og „dáin“ getur verið kvk. et. eða hvk. ft., en „fæddust“ og „létust“/„dóu“ getur verið ft. allra kynja. Mér finnst það meira viðeigandi, því það er í raun hlutlausara um kyn. --Cessator 8. maí 2006 kl. 22:37 (UTC)[svara]

Það er svo sem ekkert brjálað vesen að breyta þessum með vélmennum. Ef fleiri eru sammála þér í þessu er kannski hægt að setja eitthvað vélmenni í þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. maí 2006 kl. 11:53 (UTC)[svara]
Ég er svosem sammála. Mér finnst reyndar fínt að hafa „fædd“ og „dáin“, finnst það raunar meira viðeigandi sem fyrirsögn, réttari mynd af orðunum, en þetta er góður punktur með kynin og það er kannski enn betra að hafa það svoleiðis (en mér finnst líka í lagi að hafa það eins og það er, semsagt). --Sterio 9. maí 2006 kl. 13:41 (UTC)[svara]
Sammála því að fæddust/létust hljómar best. --Bjarki 9. maí 2006 kl. 13:46 (UTC)[svara]
Mér finnst fædd/dáin hljóma mikið betur. Framsöguháttur finnst mér ekki passa í þessum fyrirsögnum. Fyrir mitt leyti vil ég hafa þetta eins og það er. Kynið og talan sést að sjálfsögðu af samhenginu. Listi af fólki stýrir að sjálfsögðu fleirtölu (af hverju ætti nokkur maður að álykta að þarna sé kvk. et. á ferð? – Krun 9. maí 2006 kl. 14:11 (UTC)[svara]
Sammála Krun. En fæddust og létust getur svo sem alveg gengið. Það er hins vegar bara í öðru sæti þegar ég kýs. --Mói 13. maí 2006 kl. 00:06 (UTC)[svara]
Krun hefur lög að mæla, segi ég! --EinarBP 26. maí 2006 kl. 10:42 (UTC)[svara]

Hvar getur maður flutt tilögu um samvinnu mánaðarins ?

ég var að velta fyrir mér hvar maður gæti flutt fram tilögu um samvinnu mánaðarins og hvort það ætti ekki að vera tengill um samvinunu mánaðarins samanborið við grein mánaðarins og tilögur að úrvalsgrein. Tilagan mér langaði að koma með var stubburinn Miklihvellur þar sem lítið sem ekkert samanborið við greinina á ensku wikipedia er að finna um þetta efni á íslensku nema smáveigis á vísindavefnum og þar sem miklihvellur er það stórt og víðamikið efni fanst mér réttara að tilnefna eina grein í staðinn fyrir stóran flokk varðandi um sama efni --Aron Ingi Ólason 14. maí 2006 kl. 23:52 (UTC)[svara]

Farðu inn á Wikipedia:Samvinna_mánaðarins/2006 og veldu "spjall" tengilinn fyrir neðan viðkomandi mánuð. Það hefur aldrei verið ein stök grein sem samvinnuverkefni, en full ástæða til að skoða það. --Akigka 15. maí 2006 kl. 09:39 (UTC)[svara]
okey takk, geri það --Aron Ingi Ólason 15. maí 2006 kl. 15:38 (UTC)[svara]

Krossviður

Ég vil að grein verði gerð um krossvið,

ok, hvernig er það á ensku? --Aron Ingi Ólason 16. maí 2006 kl. 08:39 (UTC)[svara]
Plywood. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. maí 2006 kl. 11:51 (UTC)[svara]

Jimmy Wales will be in Bergen, Norway, and have a Wikimeetup and a lecture 29. may. Sorry for my english! :D

John Erling Blad (en) 16. maí 2006 kl. 10:38 (UTC)[svara]

I'll be in Norway on vaccation this summer but not untill june, so I'll miss the "foredrag", :) --Jóna Þórunn 16. maí 2006 kl. 15:57 (UTC)[svara]

Myndir sem breytast - Wikipedia Commons

Ég er mjög hrifin af því að sjá hvernig myndefni t.d. útbreiðslukort á Wikipedia Commons breytist í sífellu eins og textagreinar. Ég setti á sínum tíma inn greinina Fuglaflensa og tengdi í útbreiðslukort á Wikipedia Commons. Síðan þá hefur fuglaflensa greinst í Skotlandi og Danmörku og nær samstundis var búið að breyta myndinni af útbreiðslukortinu.

Ég átta mig samt ekki alveg á samspili íslensku wikipediu og Wikipedia Commons, mér sýnist myndir sem sóttar eru á Wikipedia Commons vera afritaðar yfir á íslensku Wikipedíu. En það virðist sjálfkrafa gerast þegar myndinni er breytt á Wikipedia commons þá afritist ný útgáfa á íslensku wikipediu. Er ég að skilja þetta rétt? --Salvör Gissurardóttir 18. maí 2006 kl. 17:54 (UTC)[svara]

Myndir á commons sem tengt er í hér eru aðeins geymdar á commons en ekki afritaðar hingað, þetta er beintengt þannig að myndin uppfærist á öllum wikimedia verkefnum þar sem hún er notuð um leið og henni er breytt á commons. --Bjarki 18. maí 2006 kl. 19:47 (UTC)[svara]
Þetta er eitthvað sem að menn myndu líklegast kalla miðlægan gagnagrunn að ég held. Það er náttúrulega algjör vitleysa að vera með þetta á tveim stöðum þegar tölvurnar sem að geyma myndirnar annarsvegar og greinarnar hinsvegar eru í sama herbergi eða því sem næst. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. maí 2006 kl. 21:02 (UTC)[svara]

Bann á IP-tölum

Sæl! Ég var að velta fyrir mér aðeins bönnum á IP-tölum. Málið er að flestir netnotendur eru með svokallaða dýnamíska IP tölu, þ.e.a.s. netnotandinn fær nýja IP-tölu í hvert skipti sem að hann endurtengist (þ.e.a.s. hann getur fengið nýja IP tölu með því að rjúfa tenginguna og tengjast aftur). Auk þess tilheyra sumar IP tölur stofnunum þar sem margir gætu verið að notast við sömu IP-töluna. Þess vegna er spurning hvort við reynum ekki að láta eins dags bann duga í flest skipti (skemmdarverkin eru oftast bara tímabundinn, einhver vitleysisgangur í 10 mínútur í mesta lagi), á einum mánuði eða viku getur einhver annar notandi hafa fengið IP töluna þannig það er hugsanlega að við meinum fólki aðgang sem ekkert hefur gert. Svo að sjálfsögðu getum við dúndrað lengri bönnum á þá sem að eru með fastar IP tölur (IP tölur sem breytast ekki), þ.e.a.s. ef þið getið gengið úr skugga um það. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. maí 2006 kl. 12:56 (UTC)[svara]

Stundum er hægt að sjá það á sögu IP-tölunnar hér hvort alltaf hefur verið um sama aðila að ræða sem fremur skemmdarverk þegar IP-talan hefur komið inn áður. Þá finnst mér nú að lengra bann eigi við. Ekki allir eru með dýnamískar IP-tölur og sérstaklega á stofnunum er endurnýtingartíðnin mjög lág, sama IP-tala getur verið tengd við sömu tölvu vikum og mánuðum saman, þrátt fyrir að um dýnamíska IP-tölu sé að ræða. En kannski vika sé nóg til að kæla niður skemmdarverkamenn með einbeittan brotavilja. --Akigka 24. maí 2006 kl. 13:18 (UTC)[svara]

Stærðfræðigreinin

Sæl veriði. Einhver ykkar kunna að hafa tekið eftir því að ég bætti inn vænum kafla um sögu stærðfræðinnar um daginn, og mögulega er til eitthvert ykkar sem tók eftir að ég bjó til afrit á mínu nafnrúmi til þess að fikta með mismunandi útlitsþætti og uppsetningar. Mig langaði til þess að leitast eftir áliti ykkar þeim breytingum sem ég hef gert í tilraunaútgáfunni minni, og tillögur að endurbótum. Í augnablikinu er þetta alveg rosalegt kraðak tengla, og textinn er engan vegin aðgengilegur fyrir leikmenn. Hvernig getum við gert betur? --Smári McCarthy 19. apríl 2006 kl. 17:32 (UTC)[svara]

Þýðingar af erlendum tungumálum

Hvernig er það? Tíðkast að þýða t.d. greinar á ensku yfir á íslensku? Hvernig væri heimilda svo getið? Með von um svar. --Theportlander 18. maí 2006 kl. 18:59 (UTC)[svara]

Þú mátt að sjálfsögðu þýða greinar af ensku Wikipediu og setja þær hingað vegna þess að greinar á ensku Wikipediu eru auðvitað ekki varðar af höfundarétti og eina skilmálanum fyrir notkun á efni þaðan, að efnið verði ekki háð strangari höfundaréttarlögum en það var á Wikipediu, er fullnægt vegna þess að þegar það er komið hingað er það háð nákvæmlega sömu skilmálum og á ensku Wikipediu. Ég nota mjög oft greinar af ensku Wikipediu sem grunn í greinar hér, staðfæri eftir þörfum og stytti eða lengi eins og mér þykir þurfa (hvers vegna að búa til sósu frá grunni þegar maður getur fengið ágætis pakkasósu frá Knorr? ;)). Þú getur lesið þér til um hvernig á að geta greina á öðrum málum sem heimilda hér --Cessator 18. maí 2006 kl. 19:12 (UTC)[svara]
Það er ekki rétt að greinar á ensku Wikipediu séu ekki varðar af höfundarrétti. Þær eru það. Hinsvegar segir leyfissamningurinn sem við erum að nota (GFDL) að höfundar efnisins haldi höfundarrétti sínum, en veiti öðrum jafnframt leyfi til þess að breyta og bæta, svo framarlega sem einmitt að að skilmálarnir verði ekki strangari, og að nöfn fyrri höfunda haldist á sínum stað (sem kerfið tryggir). Við sem skrifum hér eigum höfundarrétt af skrifum okkar; við erum bara svo góðfúsleg að leyfa öðrum að vera með líka. --Smári McCarthy 19. maí 2006 kl. 00:05 (UTC)[svara]
Við framseljum einkaréttinn yfir skrifum okkar sem felst í höfundarétti með því að samþykkja GFDL-ið. Þá er aðeins eftir sæmdarrétturinn sem er óframseljanlegur. Við eigum því áfram höfundarétt (enda er hann sjálfvirkur og óframseljanlegur í heild sinni) en höfum framselt einkaréttinn til að breyta, gefa út o.s.frv. til "hvers sem er", eða eitthvað slíkt. --Akigka 19. maí 2006 kl. 00:21 (UTC)[svara]
Já, höfundaréttur er tvennt, útgáfuréttur og sæmdarréttur. Útgáfurétturinn gildir ekki á efni sem við setjum hingað, við höfum framselt hann, eins og þú segir og notkun efnis hér er gefin frjáls að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Segja má (með smá einföldun) að sæmdarrétturinn sé sá réttur að nafns manns sé getið þegar verk manns er birt - en það gildir ekki um Wikigreinar; það vísar enginn í Wikigrein með notandanafni höfundar - og auk þess eru oftast ótal höfundar að hverri grein. Þannig að það má segja að maður hafi fallist á að lágmarka sæmdarrétt sinn með því að leggja til efni hér. Það er rétt sem Smári bendir á að þessu er öllu haldið til haga í kerfinu en það er samt ekki farið fram á að höfunda(r) greina sé sérstaklega getið þegar notað er efni héðan eða vísað í það, það nægir að geta að efnið sé af Wikipediu og því má segja að sæmdarréttur notenda, þ.e. einstakra greinarnarhöfunda, sé hafður í lágmarki. Og þá er nú lítið eftir af höfundaréttinum. Sjálfsagt þarf að nota hugtakið til þess að orða reglurnar sem gilda um efni hérna en í praxis má segja (þótt það sé kannski svolítil einföldun) að höfundarétturinn gildi ekki. --Cessator 19. maí 2006 kl. 00:49 (UTC)[svara]

Þörf og góð umræða um höfundarrétt, en aðalatriðið er , endilega að þýða greinar af ensku, það er fljótleg og praktísk leið til að bæta við íslensku Wikipediu. Og ekki hika við að nota þær stórgóðu myndir sem fylgja mörgum enskum greinum og eru í stöðugt meira mæli vistaðar á Wikimedia Commons, sem þýðir að hægt er að bæta þeim beint inn í íslenskar greinar eins og þær væru til fyrir íslensku Wikipediu Torfason 1. júlí 2006 kl. 13:17 (UTC)[svara]

A translation request for Commons

Gott kvöld.

I am sorry not to speak much Icelandic, therefore I talk to you in English. I have a request for Commons. A new Commons:Commons:Welcome has been created a few months ago, and we are still lacking an Icelandic translation.

Could someone fluent in English translate that page into Icelandic ?

When the new Commons:Commons:Velkomin page will be ready, we will be able to update Commons:Forsíða to make it similar to Commons:Main page, including the media files, the table of contents, etc.

Takk fyrir hjàlpina

Teofilo 1. júní 2006 kl. 17:21 (UTC) talk[svara]

Well, I've started. There's a lot left though. --Sterio 1. júní 2006 kl. 20:39 (UTC)[svara]
Yes it is quite a long page. I did the French translation myself, and it took me several hours. Teofilo 3. júní 2006 kl. 12:10 (UTC)[svara]

Varðandi snið

Sæl. Var að lesa bréf frá Brion Wibber á Wikitech-póstlistanum um að snið sem eru samsett t.d. að tafla byrji í einu sniði og endi í öðru komi ekki til með að virka frá og með næstu viku. Veit ekki hvort þetta eigi við hér, en það er allavega hægt að lesa sig til og komast til botns í málinu. Við þurfum líka að taka til í sniðunum, sjá hver eru ónotuð og jafnvel eyða þeim; hin þurfum við að flokka við tækifæri. --Jóna Þórunn 8. júní 2006 kl. 18:48 (UTC)[svara]

Quick translation request

Sorry for the English, but for those of you that understand me, those of us at the Commons would be grateful for an Icelandic Translation of the "Copyright violation (etc) image removed" text at Commons:, in order that we may leave an appropriate message when we remove image usage from el.wikipedia.org that is hosted at Commons. Our translation page is located at Commons:User:Pfctdayelise/Translations. Thank you! Bastique 8. júní 2006 kl. 18:59 (UTC)[svara]

Done! --Mói 8. júní 2006 kl. 22:18 (UTC)[svara]

Beiðni um að grein um Austgota verði skrifuð

Gott væri að geta fræðst um hverjir Austgotar voru, hvaðan þeir komu og hvað varð um þá.

Beiðni um grein um Húna

Gott væri að geta fræðst um Húna, hverjir þeir voru, hvaðan þeir komu og hvað varð af þeim.

Ég hnoðaði einhverju saman um Húna rétt í þessu. Vona að þetta gagnist eitthvað. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. júní 2006 kl. 16:10 (UTC)[svara]

Hverjir fara á Wikimania 2006 í Boston?

Hæ, ég var að skrá mig á Wikimania 2006. Gaman væri að vita hvort einhverjir aðrir ætla að fara þangað. Ég verð með erindið Wikibooks, Wikipedia and Webquests- Tools for teachers and learners. Mér sýnist hægt að fá flugfar beint frá Keflavík til Boston frá 54.600 (2 ágúst til 7 ágúst) og það kostar rúmar 17 þús. að skrá sig á ráðstefnuna og í gistingu í fjórar nætur frá fimmtudegi til mánudags. Það ætti því að vera hægt að komast af með 75 til 80 þús fyrir utan mat og skemmtanir. Það er nú frekar ódýrt miðað við ráðstefnur almennt. Hvernig gengur með að fá styrk? Hafa einhverjir sótt um það? --Salvör Gissurardóttir 23. júní 2006 kl. 11:07 (UTC)[svara]

Líklegast ég og Ævar (eins og Ævar sagði: „nema loftsteinn drepi mig“). Við erum að skoða málin. Gistum vonandi í heimahúsum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 23. júní 2006 kl. 20:29 (UTC)[svara]

Mánaðamót nálgast

Enn á ný þarf að huga að grein mánaðarins. Ég ætla að gera tillögu og vona að menn ræði hana og/eða geri tillögu um aðra(r) grein(ar). Mín tillaga er greinin Heimspeki. --Mói 28. júní 2006 kl. 14:36 (UTC)[svara]

Ég held að umræðan hafi þegar hafist hérna. --Cessator 28. júní 2006 kl. 15:08 (UTC)[svara]