Gríma
Útlit
Gríma er hlutur sem hylur andlitið, allt eða hluta þess, og er settur upp til að verja það, sem hluti af dulargervi eða búningi. Grímur geta hulið allt höfuðið, eins og glímugrímur frá Mexíkó, eða aðeins lítinn hluta andlitsins, eins og trúðanef. Grímur eru víða notaðar sem andlitsvörn (hjálmgríma, gasgríma, hlífðargríma), í helgiathöfnum og í sviðslistum. Helgríma er ýmist afsteypa gerð af andliti látins manns eða gríma sem lögð er yfir andlit látins manns fyrir greftrun.