Wikipedia:Potturinn/Safn 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 1 | Safn 2


Grein mánaðarins

Nú líður að því að huga þurfi að nýrri grein mánaðarins fyrir desembermánuð. Ég naut þess heiðurs að eiga grein októbermánaðar. Svo stakk ég upp á þeirri grein, sem nú er grein nóvember. Ég ætla hins vegar ekki að gera tillögu um grein desembermánaðar. Þess í stað hef ég aðra tillögu, sem mig langar að fá menn til að ræða. Hugdettan mín er að þessu sinni sú, að höfundur þeirrar greinar sem hverju sinni er grein mánaðarins, geri tillögu að grein næsta mánaðar. Að jafnaði sé miðað við að grein mánaðar hafi áður verið útnefnd úrvalsgrein. Ef mönnum líst á þetta, myndi Cessator, sem er höfundur greinar nóvembermánaðar, gera tillögu að grein fyrir desembermánuð úr hópi þeirra greina, sem finna má á listanum yfir úrvalsgreinar. Höfundur hennar myndi svo gera tillögu að grein janúarmánaðar og svo framvegis. Hvað finnst mönnum um þetta? --Mói 28. nóv. 2005 kl. 22:36 (UTC)

Mér finnst þetta ekkert sérstaklega góð hugmynd. Það væri svosem sniðugt að hafa eitthvað kerfi á þessu, en ég sé ekki fyrir mér að þetta myndi virka. Segjum sem svo að körfuknattleikur hefði verið grein síðasta mánaðar. Þá myndi vera erfitt að velja grein næsta mánaðar, þar eð höfundur greinarinnar er lítið hér þessa dagana. Svo getur líka verið líka erfitt að segja til um hver er höfundur einhverrar greinar. Reyndar er það svo núna að flestar úrvalsgreinar eru aðallega eftir einhvern einn, en við getum ekki reitt okkur á að svo verði almennt og ættum ekki að hugsa þannig, að mínu mati. En ég er sammála, það er hálfkjánalegt að hafa ekkert kerfi á þessu. Það mætti reyndar hafa þær í aldursröð eftir því hvenær þær urðu úrvalsgreinar (láta þá bara eins og þær tvær sem þegar hafa birst séu elstar). Kannski hálfkjánalegt, en þá er röðin bara ákveðin. Þá væri náttúrulega ekki hægt að nota greinar sem ekki eru úrvalsgreinar, en ég held að úrvalsgreinarnar ættu nú að endast okkur nógu lengi til að hafa fleiri úrvalsgreinar. Við verðum bara að fara að vera duglegri við að skrifa þær ;P
En svo má annars fyrir mér vel vera ekkert kerfi (þó það væri þægilegt), bara að einhver skipti, því í raun skiptir það ekki svo miklu máli hvaða grein birtist hvenær. --Sterio 28. nóv. 2005 kl. 22:49 (UTC)
Ég sé tvo galla á hugmyndinni, annars vegar getur það gerst að enginn einn geti talist höfundur greinar (þ.e. þegar margir hafa bætt við greinina og/eða endurskrifað hluta hennar) og þá er óljóst á hverjum hvílir sú skylda að stinga upp á næstu grein á eftir; hins vegar er ekki víst að allir heimsæki Wikipedia jafnreglulega þannig að höfundur (eða þýðandi) næstu greinar gæti allt eins komið næst á Wikipedia eftir nokkra mánuði og þar með ekki vitað að röðin væri kominn að honum. En ég skal með glöðu geði gera tillögu um næstu grein ef óskað er eftir því :) --Cessator 28. nóv. 2005 kl. 22:50 (UTC)
Já það eru greinilega gallar á þessu, enda var ég ekkert búinn að hugsa þetta þegar ég henti því hérna inn. Nú er það vissulega svo, að á þessu þarf að vera eitthvert „kerfi“ og það er líka kerfi að einhver hugsi um þetta og tilnefni bara sjálfur grein næsta mánaðar. En mér finnst að við ættum að ræða þetta á svolítið breiðum grundvelli og finna einhverja færa og álitlega leið. --Mói 28. nóv. 2005 kl. 23:24 (UTC)
Erum við ekki að reyna leysa vandamál sem er ekki til staðar? :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. nóv. 2005 kl. 00:00 (UTC)
Jú, það held ég :P Wikipedia á íslensku á það til að vera svoldið svoleiðis, finnst mér :D --Sterio 29. nóv. 2005 kl. 01:39 (UTC)
En hver á þá að vera grein desembermánaðar? Leyfi mér að stinga upp á Menntaskólinn á Akureyri. --Akigka 30. nóv. 2005 kl. 23:21 (UTC)
Ég styð það, enda er hún ekki verri en hver önnur. --Cessator 30. nóv. 2005 kl. 23:27 (UTC)

Höfundarréttur eða ekki höfundarréttur

Ég ákvað að taka þátt í að bæta efni við íslensku Wikipedia og setti inn nokkra pistla þar í gær, ég var einnig að læra hvernig ætti að setja inn greinar. Er skemmst frá því að segja að þeir voru strax nokkrum mínútum seinna þurrkaðir út og í staðinn kom eftirfarandi orðsending á skjáinn:

"Athugið!Innihald greinar þessarar hefur verið fjarlægt vegna gruns um höfundarréttarbrot og hún hefur verið flokkuð sem mögulegt höfundarréttarbrot á Wikipedia."

Ég var nú ekki svo ósátt í fyrsta skiptið, ég var ánægð að sjá að það væri svona nákvæmt eftirlit með Wikipedia, ég hafði vissulega afritað og límt nokkrar setningar af vef nat.is , ég hafði ákveðið að skrifa pistil um Grábrókarhraun og prófa að setja inn ljósmyndir sem ég hafði sjálf tekið af hrauninu og hlaðið inn á Wikipedia Commons, ég var með allan hugann við að finna út úr hvernig ég afsalaði mér höfundarrétti af myndunum á Wikipedia Commons og að prófa að setja upp Wikipedia vefsíður með myndum. Ég umorðaði og endursamdi textann um Grábrókarhraun og fletti upp öllum tiltækum heimildum og skrifaði inn nýjan pistill með myndunum mínum tveimur. Nýi pistillinn var samstundis þurrkaður út líka og aftur kom á skjáinn orðsending um höfundarréttarbrot.

Svona eru pistlarnir: Ég setti líka víða tengitexta inn í pistlana og tvær ljósmyndir frá mér.

Pistillinn sem ég setti inn um Grábrók:

"Grábrók er um 170 metra hár gjallgígur norðaustan við Hreðavatn. Grábrók er stærst þriggja gígja á stuttri gossprungu. Úr þessum gígjum Stóru-Grábrók, Grábrókarfelli (Rauðabrók) og Litlu-Grábrók (Smábrók) rann Grábrókarhraun fyrir um 3000 árum. Vinsælt er að ganga upp á Grábrók, það er auðveld gönguleið og þangað liggur vandaður göngustígur."

Pistillinn sem er á nat.is

"Grábrók (173 m) er fagurmyndaður gíghóll rétt norðaustan við Hreðavatn. Úr Grábrók, Grábrókarfelli (Rauðbrók) og Litlubrók (Smábrók) rann Grábrókarhraun fyrir um 3000 árum. Hraunið stíflaði Norðurárdal og þá myndaðist stöðuvatn þar fyrir ofan. Vatnið eyddist síðar og skildi eftir sig rennisléttan botn þar sem dalbotninn er nú. Göngustígar eru upp á Grábrók og bílastæði undir fellinu enda er útsýni þaðan frábært um Norðurárdal. Hreðavatnsskáli stendir undir fellinu sunnanverðu og Bifröst er mitt á milli þess og Hreðavatns."

Pistillinn sem ég setti inn um Grábrókarhraun

"Grábrókarhraun er úfið apalhraun í Norðurárdal. Það er um nokkur þúsund ára gamalt og er vaxið mosa, lyngi og birkikjarri. Grábrók er stærst þriggja gígja á gossprungu. Þessir gígir eru Stóra-Grábók, Litla-Grábrók og Grábrókarfell sem stundum er nefnt Rauðabrók. Litla-Grábrók er að mestu horfin vegna jarðrasks. Gígirnir eru friðlýstir sem náttúruvætti. Grábrókarhraun er á náttúruminjaskrá."

Pistill um Grábrókarhraun á nat.is:

"Grábrókarhraun er meðal úfnustu apalhrauna hérlendis. Það rann frá Grábrókargígum í Norðurárdal fyrir 3600-4000 árum og er vaxið mosa, lyngi og trjágróðri. Grábrók er stærst gíganna þriggja á gossprungu með stefnu norðvestur til suðausturs. Gígarnir voru friðlýstir sem náttúruvætti 1962 eftir að búið var að nema úr þeim talsvert gjall til ofaníburðar. Hraunið sjálft er á náttúruminjaskrá. Ganga upp á Grábrók er auðveld, þar sem búið er að koma fyrir tröppum upp erfiðustu hjallana, og fólk er beðið um að halda sig einungis á þeim stíg. Útsýni er fagurt af Grábrók í góðu veðri og stutt þaðan í aðrar náttúruperlur, s.s. Hreðavatn, Paradísarlaut og fossinn Glanna í Norðurá. Aðrar skemmtilegar gönguleiðir, bæði stuttar og langar liggja um svæðið meðfram Norðurá og alla leið að Múlakoti og Jafnaskarði."

Ætlun mín var bara að skrifa einn lítinn pistil um Grábrókarhraun, aðallega til að koma þessum tveimur ljósmyndum mínum af hrauninu inn á íslensku wikipedia. Ég sá svo að það var eðlilegra að vísa í sérstaka síðu um Grábrók, það líka passaði við þá uppsetningu sem mér sýnist vera á vefnum og svo hnaut ég um orðið náttúruvætti, hugsaði mér að það myndu nú krakkar í grunnskóla ekki skilja svo það þarnaðist útskýringar. Þannig að ég setti inn pistill um Náttúruvætti og varði heilmiklum tíma í að finna bestu útskýringuna og nákvæmustu á því, ég fann góðar upplýsingar á vef umhverfisstofnunar. Ég setti inn nánast óbreytta skilgreiningu á náttúruvætti, skilgreiningu sem ég fann á vef opinberrar stofnunar sem sinnir umhverfismálum. Eina sem ég gerði er að ég breytti smávægilegu til að textinn yrði læsilegri, t.d. felldi burt að auglýsingar um náttúruvætti væru birtar í Stjórnartíðindum. Ég setti síðan inn listann yfir þau 34 náttúruvætti sem nú eru. Svo hafði ég tengill í þá undirvefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem meiri upplýsingar m.a. kort og lýsingar um náttúruvætti var að finna. Þessi wikipedia síða um Náttúruvætti var líka umsvifalaust fjarlægð og sama orðsending kom:

"Athugið!Innihald greinar þessarar hefur verið fjarlægt vegna gruns um höfundarréttarbrot og hún hefur verið flokkuð sem mögulegt höfundarréttarbrot á Wikipedia."

Einnig sá ég að meðal stjórnenda á íslensku wikipedia hafði farið fram umræða um hvort birting á listanum yfir náttúruvætti væri höfundarréttarbrot.

Það verður að segjast eins og er, ég er dáldið fúl (það er mikið understatement:-) yfir þessu. Ég hafði varið drjúgum tíma í að finna og setja fram opinberar upplýsingar á eins nákvæman hátt og mér var unnt, ég vísaði í heimild og setti inn lista sem beinlínis er tekinn saman til að upplýsa almenning. Ég sé að síðar hefur komið aftur upp síða um náttúruvætti og þar er þar hefur listinn yfir náttúruvætti verið settur inn aftur og svo á náttúruvætti umorðuð á að mér virðist ónákvæmari hátt.

Pistillinn sem ég setti inn um náttúruvætti:

"Náttúruvætti eru sérstæðar náttúrumyndanir, s.s. fossar, eldstöðvar, hverir, drangar, hellar og haun, ásamt fundarstöðum steingervinga og merkilegra steinda. Náttúruvætti eru mörg þess eðlis að á þeim hvílir almenn helgi og markmið friðlýsingar er að koma í veg fyrir jarðrask. Á landinu hafa 34 svæði verið friðlýst sem náttúruvætti. Umhverfisstofnun heldur skrá yfir náttúruvætti."

Pistillinn sem hefur verið settur inn í staðinn er svona:

"Náttúruvætti er staður eða svæði sem Náttúrustofnun hefur skilgreint sem sérstakt og ber að vernda fyrir jarðraski. Þetta geta verið hellar, fossar, hraun, drangar, eldstöðvar, eða hverir, en einnig fundarstaðir steingervinga og merkilegra steinda. Náttúruvættum má ekki spilla né skemma og eru því friðlýst."

Í nýju útgáfunni er talað um Náttúrustofnun. Ég finn ekkert um Náttúrustofnun undir umhverfisráðuneyti. Hvaða stofnun er það? Ég finn ekki annað en náttúruvætti heyri undir Umhverfisstofnun.

Það er vissulega mikilvægt að gæta að höfundarrétti og hlíta landslögum, það er mikilvægt að fara að lögum þó að manni finnist lögin óréttlæt og fáránleg. En það sem mér finnst sorglegast er að hugsunin um höfundarrétt er svo ströng hjá okkur að sá hópur sem núna stýrir íslensku Wikipedia - sá hópur sem er sennilega í framlínu þeirra fylkinga sem vilja hafa þekkingu og upplýsingar almenningseign- skuli svo mikið á vaktinni yfir broti á höfundarrétti og í varðgæslu fyrir hagsmuni þeirra sem vilja að þekkingin flæði til okkar eftir leiðum þar sem höfundarrétthafar geta ráðið rennslinu - skuli telja að þessi dæmi sem ég tiltek hérna séu talið brot á höfundarrétti. Ég skrifaði reyndar líka lengra blogg um þetta í dag: http://www.ismennt.is/not/salvor/meinhorn/2005_11_01_eldri1.htm#113326034317266707 --Salvör Gissurardóttir 29. nóv. 2005 kl. 15:58 (UTC)

Sko. Þegar nafnlaus IP tala setur inn grein, þá gerir maður það stundum að leita á Google að broti textans. Þar sem þú ert kennari býst ég við að þú þekkir það að af og til reynir fólk að skila til þín einhverju sem er ekki eftir sig. Einfaldasta og algengasta leiðin er bara að copy-pastea texta af netinu, sérstaklega fyrir eitthvað eins og Wikipedia, svo þá er Google oft besta leiðin til að komast að því. Og þó svo að UST sé opinber stofnun og þar fram eftir götunum stendur neðst á vefsíðu hennar „ © 2002 Umhverfisstofnun“. Ég get ekki séð hvernig það telst nokkuð annað en höfundarréttarbrot að taka texta sem er merktur með höfundarréttarmerkingu og skella honum beint á annan stað á netinu, þar sem hann er meira að segja ekki höfundarréttarvarinn. En þess utan, jafnvel þó að texti sé ekki merktur með copyright-merkinu, verður hann að teljast höfundarréttarvarinn nema annað sé tekið fram. Þetta er ekki bara íslensk Wikipedia stefna heldur er þetta bara svona á Wikipedia í heild. Sem kennari, og það háskólakennari, hefði ég búst við að þú hlytir að skilja þetta. --Sterio 29. nóv. 2005 kl. 16:43 (UTC)
Þetta sem þú segir er einfaldlega ekki satt, það er lítið mál að skoða breytingaskrárnar [1] og bera saman við Nordic Adventure Travel [2], en þetta er nákvæmlega sami texti og því lítið annað en brot á höfundarétti. Þegar að það var búið að merkja greinina réttilega sem höfundaréttarbrot þá var hún endurskrifuð, það var ekki fyrr en þá sem þú skrifaðir textan sem þú vitnar í, en hann hefur ekki verið merktur höfundaréttabrot enda ert þú sú eina sem stendur fyrir breytingunum þar og stendur hann því óbreyttur á Grábrókarhraun/Endurskrifun og bíður þess að vera færður á réttan stað. Ég held þú hafir eitthvað misskilið það sem var í gangi, því sá texti sem varðaði höfundarlög var merktur réttilega en endurskrifaði textin var ekki snertur (og því tilgangslaust að bera hann saman við heimildina). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. nóv. 2005 kl. 17:20 (UTC)
Ég er ekki að gera athugasemd við að fyrstu útgáfurnar voru þurrkaðar út og viðurkenni fúslega að það var copy-paste af nat.is. Ég er að gera athugasemd við að endurbættu útgáfurnar voru líka þurrkaðar út, það var víst þannig að annað hvort pistillinn um Grábrók eða Grábrókarhraun var þurrkaður út líka í umskrifaðri útgáfu og líka við það að það er mikill hraði í að þurrka umsvifalaust út greinar en lítill hraði í að uppfæra breytingar þegar notendur hafa endurskrifað greinar sem áður hafa verið þurrkaðar út. Ég var ekki innskráð þegar ég setti þessa pistla inn og ég geri ráð fyrir að fyrstu tilraunir flestra sem hafa áhuga á að taka þátt í að setja inn efni á Wikipedia séu þannig. Þetta er mjög óaðlandi viðmót sem mætir nýjum notendum. --Salvör Gissurardóttir 30. nóv. 2005 kl. 01:10 (UTC)
Ég sá bara ekkert um það í eyðingaskránni. Jæja þá, en allur texti sem hefur komið á Wikipedia er til í gagnagrunninum þótt svo að hann sé ekki birtur í töluverðan tíma, það er lítið mál að afturkalla textan og setja á sinn stað, svo vinna þín fór ekki langt ;). Ef þú nennir, þá máttu telja upp hvað það er sem þér þótti óþægilegt við viðmótið, þá er hugsanlega hægt að laga leiðbeiningarnar á forsíðunni eftir því. Það er erfitt að skrifa leiðbeiningar þegar maður er ekki alveg viss um hvað það er sem ruglar nýgræðlinga. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. nóv. 2005 kl. 11:46 (UTC)
Er þetta ekki aðallega misskilningur bara? Ekkert til að æsa sig útaf. Endurskrifaðar útgáfur af Grábrók og Grábrókarhraun eru komnar á sinn stað. Viðbrögðin hjá okkur hérna virðast kannski benda til ofsalegrar paranoju gagnvart höfundarétti en ég kýs fremur að líta á þetta sem ákveðið gæðaeftirlit, ég (og örugglega fleiri) vill ekki sjá textum "dömpað" hingað beint af öðrum vefsíðum, jafnvel þó að það sé hægt að færa rök fyrir því að það sé ekki endilega ólöglegt. --Bjarki 29. nóv. 2005 kl. 20:02 (UTC)
Örugglega, málið er að þegar einhver notandi setur inn texta sem er varin höfundarétti þá er spurning hvort við setjum ekki stöðluð skilaboð á spjallsíðuna hjá þeim til þess að benda þeim á hvað þau gerðu rangt, hvernig það má laga það og hvernig þau geta lagt orð í belg um það sem er að gerast, svona til að skilja það ekki eftir í myrkrinu ef þetta eru nýjir notendur sem skilja kannski ekki alveg hvað var að gerast. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. nóv. 2005 kl. 11:46 (UTC)
Ég vil benda á að nú hefur tvisvar verið settur villandi texti inn undir náttúruvætti. Eftir að útgáfan sem ég setti upprunalega inn þar sem skilgreining á náttúruvætti var afrituð nánast óbreytt af vef Umhverfisstofnunar var þurrkuð út þá var sett í staðinn að mér virðist einföld umorðun á þeim texta og þar stóð fyrst að Náttúrustofnun skilgreindi náttúruvætti. Ég gerði athugasemd á spjalli viðkomandi síðu og benti á að Náttúrustofnun væri sennilega ekki til og sé að nú hefur þessu verið breytt í Umhverfisstofnun. Þetta er ennþá villandi texti. Umhverfisstofnun hefur ekki heimild við að skilgreina svæði sem náttúruvætti, það er langt ferli og það þarf eftir því sem ég best veit að samþykkja lög eða koma til skipun frá umhverfisráðherra. Samkvæmt lögum um náttúruvernd þá annast Umhverfisstofnun undirbúning að friðlýsingu svæða og getur þannig gert tillögur til ráðherra um friðlýsingar, sjá 6.grein laga um náttúruvernd[3]en það er umhverfisráðherra sem einn hefur vald til að friðlýsa svæði (sjá 53. grein). Ég vek athygli á þessu sem dæmi um að umorðun á opinberum upplýsingum og skilgreiningum á lagalegum fyrirbærum getur verið varhugaverð, þegar fjallað er um fyrirbæri sem snerta stjórnsýslu þá er nákvæmni mjög mikilvæg og það getur verið nauðsynlegt að afrita beint skilgreiningar á ákveðnum fyrirbærum. --Salvör Gissurardóttir 30. nóv. 2005 kl. 01:10 (UTC)
Ég biðst bara velvirðingar á þeim heilabrotum sem þessi mannlegu mistöku ollu. Náttúrustofnun og Umhverfisstofnun eru klárlega ekki það sama og ætti því að hengja mig eins og bakara fyrir smið. En ég vil samt benda fólki á það að það getur breytt greinum sjálft, eftir sínu höfði og rökstutt síðan á spjallinu af hverju það telur þessa breytingu sína rétta. --Jóna Þórunn 30. nóv. 2005 kl. 10:55 (UTC)
Ef þú sérð villandi texta, er um að gera að breyta honum eða setja athugasemd á sjálfa spjallsíðuna. Við erum líka með snið sem notað er til að vekja athygli á göllum í greinum, t.d. {{athygli|athugasemd}}, ef þetta er sett efst sést viðvörun á síðunni, þú getur prufað þetta ef þú vilt en mátt líka bara laga þetta beint. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. nóv. 2005 kl. 11:46 (UTC)

Hæhó. Þið eruð öllsömul að verða allt of pólitísk. Einföldum þetta aðeins:

 1. Ekki úthúða fólki.
 2. Ekki stela texta annarsstaðar frá.
 3. Ekki vera vond við hvert annað eða aðra.

Við þurfum ekki að skeggræða öll svona mál. Common sense ætti að vera fullnægjandi í þorra tilfella. Vonandi verður heimurinn öllu mýkri núna. Ég finn volgan ylin gusta um mig nú þegar!

--Smári McCarthy 30. nóv. 2005 kl. 11:36 (UTC)
Ef við ræðum þetta ekki, þá fáum við augljóslega ekki að vita hvað það er nákvæmlega sem Salvör er ósátt við og þá getum við ekki lagað það. Svo held ég að engin hafi verið að úthúða neinn eða verið vondur, þetta er bara misskilningur sem verið er að leysa úr. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. nóv. 2005 kl. 11:46 (UTC)
Það er nauðsynlegt að ræða svona mál og það er ekki verið að úthúða neinum og ég hef fært rök fyrir því að það hafi ekki verið um að ræða að "stela texta", alveg eins og það verður að vera nákvæm lýsing á frumefnum og fyrirbærum í eðlisfræði þá verður að vera nákvæm lýsing á sumu sem viðkemur stjórnsýslu t.d. skilgreining á fyrirbærum. --Salvör Gissurardóttir 1. des. 2005 kl. 19:49 (UTC)

Ég vil benda á blogg Hörpu Hreinsdóttur um : íslensku wikipedia, þar fer fram lífleg umræða um wikipediu.--Salvör Gissurardóttir 1. des. 2005 kl. 19:49 (UTC)

Placeopedia.com

Placeopedia (pleis ó pedía) er útgáfa af Google Maps sem merkir inn staðsetningar Wikipediu-greina (en.wikipedia.org). Væri þetta ekki eitthvað sem gæti verið sniðugt að við gerðum fyrir íslensku? Þetta er að ég held allt open source. Sjá t.d. tengilinn fyrir "Reykjavík" greinina Reykjavik --Stalfur 14. nóv. 2005 kl. 13:30 (UTC)

Já... þetta er svona frekar sniðugt. Samt eru ýmsir á borð við en:User:Egil búnir að vera að vinna í svonalöguðu í lengri tíma, m.a. <geo>...</geo> viðbótin og þessháttar. Þetta er samt flottara. Það sem ég vildi helst sjá er Google maps "embeddað" inní Wikipedia umhverfið og allir punktar skráðir inn í það via geo tög (hálfsjálfvirkt). En að svo stöddu er eiginlega ekki alveg hægt að biðja um að slíkar aukakröfur verði gerðar á serveranna, sem eru nú þegar yfirkeyrðir. --Smári McCarthy 16. nóv. 2005 kl. 22:37 (UTC)

Wikizine

Hi, I am w:nl:gebruiker:Walter of the dutch Wikipedia. I am writing you because your are listed as ambassador of your wiki. I have something to say that I think you will find useful and possibly others of your wiki also.

You know it is not easy for the members of a local wiki to be informed about what is going on in the higher levels of the Wikimedia family. This because of the language problem and the high level of fragmentation of places where you can find information.

I am now making a weekly news letter (Wikizine) that attempts to provide the news of the Wikimedia projects. The concept is to list only a very short description of the news an give the relevant url to the subject. I want it to be short, only give the news that is important for all projects. The target audience include the ambassadors. It is for people who are interested in what it going on outside there own wiki. I emphasize on the news that is practical-technical. The information comes form several "news"-pages on several wikis, the mailinglists and IRC. There will be news I can not discover. If you have news found somewhere or from you own wiki please let my know. wikizine AT wikipedia.be

I can only create one version in something that supposed to be English. I count on the readers to inform there local wiki about the news in there own language.

Wikizine is send by use of the mailinglist Announce-l. It is only used for this. So people can subscribe without being swamped by emails like the lists.

http://mail.wikipedia.org/mailman/listinfo/announce-l

I hope that you and others of your wiki will subscribe to Wikizine and give feedback. So that Wikizine can become really a source where Wikimedians can find out what is going on. Greetings, w:nl:gebruiker:Walter PS: do not repond here. I will not see it.

Stílviðmið - Persónugreinar

Ég er búinn að vera að krukka í hinu og þessu og síðast var það Wikipedia:Handbók#Stílviðmið - Persónugreinar þar sem ég set fram nokkur stílviðmið sem ættu að hjálpa til við samningu greina um einstaklinga. Endilega athugið hvernig ykkur líst á það og hvort þið teljið eitthvað vanta eða einhverju ofaukið. --Stalfur 17. nóv. 2005 kl. 10:04 (UTC)

Ég er búinn að fá eitt feedback varðandi röðun, sumsé að útlendingum sé raðað eftir eftirnafni (sem ég lagði til). Mér finnst mikilvægt að það verði einhver regla á því hvernig röðun verður. Ástæðan fyrir þessari röðun (eftirnafn útlendinga) er sú að svona er þetta á bókasöfnum landsins, heimildaskrám og fleiru. Þarna væri þá sumsé bara verið að vinna á sama máta og Íslendingar eru þegar vanir. Einhverjir aðrir en Ævar sem vilja tjá sig um það? --Stalfur 17. nóv. 2005 kl. 19:12 (UTC)
Ég er sammála þér um að það verði að vera einhver regla um þetta til að auðvelda notkun alfræðiritsins. Notendur þurfa að vita hvort þeir eigi að leita að t.d. Bertrand Russell undir B eða R. Ég er líka sammála þér um að við ættum að raða útlendingum eftir eftirnöfnum. Eins og þú bendir á er sá háttur hafður á í heimildaskrám og í Gegni og raunar líka í öllum alfræðiritum jafnt íslenskum sem erlendum (sbr. t.d. Íslensku alfræðiorðabókina). Ef við röðuðum útlendingum eftir eiginnafni, þá væri íslenska Wikipedia eina afræðiritið í heiminum sem gerði það. Mér þætti það vægast sagt undarlegt. --Cessator 17. nóv. 2005 kl. 19:38 (UTC)
Sammála tillögum Stálfs um þessar reglur, ásamt ummælum Cessators um þær. --Smári McCarthy 18. nóv. 2005 kl. 01:57 (UTC)
Ég er ósammála því að það eigi að raða útlendingum eftir kenninöfnum þar sem það á alls ekkert við að það eigi að raða þeim öllum eftir þeim, t.d. á það ekki við um suma kóreumenn (sem er raðað eftir eiginnafni), hinsvegar er ég sammála því að það eigi að raða fólki eftir kenninafni þar sem það á við. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. nóv. 2005 kl. 02:13 (UTC)
Kóreumenn verða þá undanskildir. Einhverjir fleiri en þeir og Íslendingar? --Stalfur 18. nóv. 2005 kl. 02:23 (UTC)
Fornmenn verða væntanlega undanskildir en stundum er það flókið og þar eru margar undantekningar. Sennilega er best að fylgja bara virtum alfræðiritum eins og t.d. Oxford Classical Dictionary. Af því að Ævar minnist á Kóreumenn, þá eru til Bandaríkjamenn af kóreskum ættum og ég sé ekki betur en að venjan sé að fara með nöfn þeirra eins og Bandaríkjamanna (sbr. Jaegwon Kim sem Ævar breytti, en þó er farið með Kim eins og aðra Bandaríkjamenn í heimildaskrá í bók eftir hann sjálfan). --Cessator 18. nóv. 2005 kl. 02:37 (UTC)
Og svo er þarna blessað kóngafólkið og aðallinn suður í Evrópu, sem lengst framan af hefur látið sér nægja fornöfnin og kannski rómverska tölu og viðurnefni aftan við. En stundum slæðast þó einhverskonar ættarnöfn með og er oft álitamál eftir hverju eigi að flokka. Þetta getur verið misjafnt eftir löndum og tíðaranda hverju sinni. --EinarBP 18. nóv. 2005 kl. 13:59 (UTC)
Er ekki bara best að segja að í flestum tilfellum skuli raða útlendingum eftir eftirnöfnum, en nefna þó dæmi um helstu undantekningar? --Sterio 18. nóv. 2005 kl. 14:49 (UTC)
Mér finnst eins og við ættum að miða bara við fullt nafn. Bertrand Russel væri þá undir bé. Ástæðan er einfaldlega sú að það þarf að búa til klunnalegar þumalputtareglur. Mér er alveg sama hvernig alfræðiorðabækur hafa gert þetta hingað til, þessi verður á endanum margfalt stærri en aðrar og ef það þarf að skrifa margar blaðsíður af þumalputtareglum til þess að lesandi viti hvernig hann á að finna upplýsingar verður það bara til vandræða. Þessi andmæli eiga þó bara við flokkakerfið. Hinsvegar hef ég aðra tillögu (málamiðlun): Flestir myndu líklegast skrifa Descartes í leitarvélina ef þeir ætluðu að hafa upp á René Descartes, en allt slíkt er lítið mál að laga með tilvísunum og hefur verið gert hingað til. Í raun er ekkert sem segir að ekki geti verið til flokkur sem heitir Flokkur:X Y eftir fornöfnum/eftirnöfnum ef svo stendur á. Þá væri Bertrand Russell bara í [[:Flokkur:Breskir heimspekingar eftir fornöfnum]] og [[Flokkur:Breskir heimspekingar eftir eftirnöfnum|Russell, Bertrand]], þessi tveir flokkar væru svo undir Flokkar:Breskir heimspekingar. Því ýtarlegri sem flokkunin er, því betra og auðveldara að finna upplýsingar. Hinsvegar er vert að athuga, að ef einhver óvissa væri hjá þeim sem leitar sér af upplýsingum, þá myndi hann oftast nota leitarvélina, sem að væri ekki vandamál vegna tilvísana. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. nóv. 2005 kl. 17:59 (UTC)
Gallinn væri þá sá að það yrði að búa til tvo flokka alls staðar þar sem til er einn núna og svo framvegis alltaf flokka þegar fólk er flokkað eftir löndum. Það er dálítið meira vesen og svolítið overkill finnst mér. Enn fremur eru Íslendingar og útlendingar saman í ýmsum flokkum og þá yrði að búa til tvo flokka þar líka, t.d. Siðfræðingar (þar sem flestum útlendingum er raðað eftir kenninafni) og Siðfræðingar (þar sem flestum útlendingum er raðað eftir eiginnafni). Ég er hræddur um að þumalputtareglurnar séu ekki svo klunnalegar í reynd andspænis slíku „overkilli“ --Cessator 18. nóv. 2005 kl. 18:32 (UTC)
Mér þykir það líka yfirdrifið að vera búa til einhverjar reglur um hvaða fólk frá hvaða löndum ætti að vera flokkað eftir kenninöfnum. Einfaldlega vegna þess að ef þú ert að leita af einhverjum ákveðnum, þá notarðu leitarvélina. Ef ég skrifa inn Russell í leitarvél á ensku, fæ ég líklegast bara lista yfir menn sem bera það nafn og starfsheiti þeirra eða titil. Ég held að þeir sem eru að nota flokkakerfið, séu ekki að leita að einhverju ákveðnu (enda er leitarvélin best í það), heldur einfaldlega að vafra og skoða tengt efni. Hafi þeir áhuga á kenninafninu eða eiginnafninu sérstaklega, þá smella þeir bara á wikitengilinn og fá uppgefið fullt nafn o.s.frv. Eins og sést á flokkunum, þá þarf að fara yfir þær flestar og færa kenninafnið fremst, ég held það sé bara óþarfi að ofangreindum ástæðum. Ég sé einfaldlega ekki tilgang í þessu (nema til að samræmast bókum og bókasafnskerfi, sem er algjör óþarfi þegar þú getur notað öfluga leitarvél á við Google til að leita í upplýsingum). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. nóv. 2005 kl. 18:51 (UTC)
Öllum hinum wikipediunum finnst þetta ekki yfirdrifið enda nota þær svona flokkun. Það að kóresk og íslensk nöfn séu undanskilin er ekki meiriháttar mál heldur, þetta eru tvær undantekningar frá einni reglu. Ég skil ekki af hverju við ættum að vera öðruvísi né hvers vegna við ættum að valda óöryggi hjá notendum sem eru vanir kenninafn, fornafn röðuninni í öllum öðrum alfræðritum og heimildum sem þeir hafa notað. Sem notendavænleikamál (usability) er þetta einfaldasta og besta lausnin. --Stalfur 18. nóv. 2005 kl. 19:35 (UTC)
Það þarf í raun ekki að búa til neinar reglur, heldur bara fylgja þeirri rótgrónu venju sem hvarvetna tíðkast: útlendingar flokkast eftir kenninafni. Það er innifalið í orðalaginu að Íslendingar eru ekki skráðir eftir kenninafni, heldur eins og í símaskránni. Svo eru bara tvær undantekningar að því er virðist: Kóreumenn og kóngafólk (ég benti að vísu á fornmenn líka, sem margir hverjir almennt eru þekktir undir einu nafni, t.d. Sókrates og þá er það sjálfgefið, en ef spurningar vakna, þá er best að fylgja virtari alfræðiritum). Mér finnst þetta ekki yfirdrifið. Varðandi flokkana og leitarvélina: Við erum með þessa flokka alla saman, þannig að það er auðvitað ekki spurning um hvort við viljum flokka fólk í stafrófsröð eftir alls kyns breytum (þjóðerni, tímabilum, sérsviðum o.s.frv.); það er og verður gert. Spurningin er bara hvernig eðlilegast er að gera það og ég held að þótt leitavélin sé öflug og hentugri leið til að finna einhvern, þá sé sú staðreynd ekki sannfærandi rök fyrir því að eðlilegra sé að flokka útlendinga eftir eiginnöfnum. --Cessator 18. nóv. 2005 kl. 20:11 (UTC)
Mér finnst vani líka ósannfærandi rök fyrir því hvað sé eðlilegt og hvað ekki á vefnum (m.o.ö. mér sýnist rökin vera; af því að þetta er gert í bókum og bókasöfnum, þá á líka að gera þetta á Wikipedia). Mér sýnist þetta einfaldlega vera tilgangslaust, ef þið gætuð nefnt dæmi þar sem þetta gæti verið nothæft væri ég strax ánægðari. ;-) Þegar ég nota flokkakerfið á wikipedia (ensku eða íslensku) þá er ég bara að leita af efni sem tengist því sem ég var að lesa um, þá skiptir ekki máli hvort kenninöfn eru fremri eða ekki, því ég er ekki að leita að neinu ákveðnu (þá nota ég leitarvél). Svo ég er einfaldlega á móti þessu því það er óþarfi og flæking á einföldum málum. Það hefur ekki ruglað mig, eða aðra svo ég viti af, í rímunu þótt svo að allar greinar á ensku beri fullt nafn í réttri röð (þótt svo að það sé ekki þannig í t.d. íslenskri alfræðiorðabók Ö&Ö). Það er einfaldlega vegna þess að bækur eru ekki eins og vefir. Þegar öllu er á botnin hvolft, þá skiptir þetta mig ekki miklu máli þar sem þetta hefur ekki áhrif á hvernig ég nota flokkana, en ef þið viljið flækja málin eilítið með einhverju sem ég get ekki séð að sé annað en óþarfi, þá er það svo sem allt í lagi mín vegna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. nóv. 2005 kl. 12:10 (UTC)
Íslenskum grunnskólanemendum er kennt að leita að nöfnum í indexum og öðrum listum undir kenninafni ef um útlending er að ræða. Þetta er kennt í grunnskólum og framhaldsskólum og ítrekað í háskólum. --Stalfur 20. nóv. 2005 kl. 02:42 (UTC)
Einmitt. Og ekki bara í þessum skólum heldur eru þetta einfaldlega almennt viðurkennd vinnubrögð hélt ég... --Sterio 20. nóv. 2005 kl. 17:58 (UTC)

Lífveruflokkun

Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér, þegar þið búið til greinar um dýrategundir og setjið viðeigandi töflu við hlið greinarinnar, hvernig vitið þið íslensku nöfnin á öllum þessum flokkum, ættbálkum og öllu saman? Er einhverstaðar aðgengilegur listi yfir svonalagað, eða eruð þið sem hafið verið að gera þessar greinar svona miklir sérfræðingar í lífveruflokkun? --Sterio 20. nóv. 2005 kl. 22:34 (UTC)

Nei, við erum bara svona góð skáld :-) Nei, það eru fullt af nöfnum í orðabankanum [4]. Á [5] eru ýmis heiti líka (ásamt misgáfulegum háfrónskum útgáfum) og svo er Google auðvitað besti vinur barnanna... Ég hef sjálfur haft fyrir reglu að ef ég finn ekki íslenska heitið, þá læt ég það latneska standa eitt, skáletrað utan sviga. Flokkunarkerfið byggir á latneskum heitum, og þau íslensku eru bara eins konar bónus, auk þess að vera betri greinarheiti, ef þau eru þá til. T.d. vantar mikið upp á að nokkur hafi nennt að búa til íslensk heiti á ættkvíslir og alla þessa undir- og yfirflokka. Skortur á íslensku heiti ætti því ekki að stöðva neinn í því að skrifa grein um viðkomandi fyrirbæri - bara nota latneska heitið. Svo kann þá að vera að einhver búi til íslenskt heiti á það síðar. --Akigka 20. nóv. 2005 kl. 22:52 (UTC)
Ég geri þetta svona:
 • Nota orðabækur á netinu
 • Leitaðu að fræðiheitinu á íslenskum síðum
 • Beinþýði fræðiheitið ef það er hægt, viðskeyti þeirra þýða öll eitthvað ákveðið t.d. (þarf að skrifa grein um þetta einhvertíman)
 • Nota bara latínuna
Ævar Arnfjörð Bjarmason 21. nóv. 2005 kl. 00:26 (UTC)

Great!

Sorry, I don't know Icelandic, but your Wikipedia seems the best on the portal!--213.135.64.212 20. nóv. 2005 kl. 23:37 (UTC)

Um... Thanks! That's great to hear! :p :D --Sterio 21. nóv. 2005 kl. 00:03 (UTC)
What portal? Anyway, I (and probably everyone here) appreciate comments like that, thank you. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21. nóv. 2005 kl. 00:19 (UTC)
Absolutely! The Icelandic Wikipedia is just about the model for mid-range (few thousand–sized) Wikipedias in my view. I seem to find myself coming here to have a look around very frequently considering I know only a tiny number of Icelandic words. Keep it up everyone! 86.136.90.241 20. des. 2005 kl. 07:27 (UTC)

Trúarlíf í Kína.

Ég er að leita upplýsinga um hver staða kristinnar trúar er í Kína. Misvísandi greinar hef ég lesið um afstöðu Ráðamanna gagnvart trúmálum þar um slóðir. Þakklátur þeim sem gætu upplýst mig og fleiri um þessi mál. Björn Axelsson 2008443439 Kveðja

Ef þú getur lesið ensku þá er góð grein um það hér. --Bjarki 24. nóv. 2005 kl. 11:28 (UTC)


Siðareglur

Hér eru nánast engin takmörk fyrir því um hvað hægt er að semja greinar. Það er reynt að fylgjast með því að það sem skrifað er sé satt og rétt og að heimildir séu fyrir því. En er það nóg?

Ég er að velta fyrir mér hvort þörf er á einhvers konar siðareglum fyrir Wikipedia, jafnvel bara klausu eins og 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem hægt er að höfða til ef skrif geta valdið fólki, einkum saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Ættum við að geta skrifað grein um manninn sem fékk hermannaveiki frekar en DV, jafnvel þótt heimildir séu fyrir því að aumingja maðurinn hafi fengið þennan sjúkdóm og ekkert í greininni sé ósatt? Sum mál eru viðkvæm. Hvernig ætlum við að fara með þau? --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 19:00 (UTC)

Með

 1. Eins og kom fram annars staðar styð ég að gerðar verði einhvers konar leiðbeiningar um hvað teljist siðlegt að birta og hvað ekki, og setja það jafnvel í handbók Wikipedia.--Heiða María 24. nóv. 2005 kl. 19:15 (UTC)

Móti

 1. Velsæmismörk eru persónubundin og það er aldrei hægt að sættast á hvenær stigið er yfir línuna og það verður líka deilumál hvort hún er til staðar. Réttar staðhæfingar ættu ekki að særa neinn, svo einfalt er það. Ef samfélagið lítur einhvernvegin niður á fólk fyrir atburði í lífi þess, eins og að líta almennt á nauðgunarfórnarlömb sem einhverskonar úrhrök, þá er það vandamál samfélagsins sem þarf að leysa úr, ekki vandamál Wikipedia. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. nóv. 2005 kl. 19:20 (UTC)
  Ég dreg í efa að samfélagið líti almennt á fórnarlömb nauðgana sem úrhrök, en það kemur málinu svo sem ekki við. Réttar staðhæfingar geta samt verið brot á einkalífi fólks. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 19:37 (UTC)
  Kannski ég bæti við: Það eru til mörk og það er hægt að fara yfir þau. Prófaðu að fara með stafræna myndavél inn á spítala og taka myndir af sjúklingum og skrifa svo greinar um þá á Wikipedia og nafngreina þá. Ég held að þá yrði slökkt á íslensku Wikipedia. Spurningin er ekki hvort það séu til einhver mörk og hvort það sé hægt að fara yfir þau, heldur hvort við ættum að reyna að koma orðum að einhverjum skynsamlegum viðmiðum um það hvenær of langt er gengið. Slík viðmið eru venjulega höfð óljós af ásettu ráði til þess að svigrúm sé fyrir túlkanir á einstökum tilvikum og það er allt í lagi. En það er fráleitt að halda því fram að það séu engin mörk eða að þau séu einungis smekksatriði. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 19:46 (UTC)
  Mér finnst þessi samlíking algerlega út úr kú hjá þér. Það er allt annað mál að fjalla um persónuupplýsingar sem eru þegar víðþekktar og að fara grafa þær upp sjálfur, við myndum aldrei gera það seinna hvort sem um persónuupplýsingar eða aðrar upplýsingar er að ræða einfaldlega því við erum ekki frumheimild og stöndum þar með ekki í frumrannsóknum. Ef við myndum skrifa greinar um sjúklingana í dæmi þínu væri það því það væri þegar þekkt og staðfestanlegt að þeir höfðu verið á spítala, við myndum ekki skrifa afhverju nema það sama ætti við, og við myndum auk þess ekki skrifa hverjir þeir væru nema það sama ætti við. Mér finnst það svo langt frá því að vera í verkahring alfræðirits að ákvæða hvað er siðsamlegt eða ekki að það hálfa væri nóg, er siðsamlegt að hafa mynd af konu í bikini á handklæði? Er siðsamlegt að sýna teikningu af spámanni múslima (sem í þessu dæmi væri vel þekkt og alfræðilegt efni) vegna þess að skv. trú þeirra má ekki teikna spámannin? Er siðsamlegt að sýna mynd af getnaðarlim á grein okkar um smegmu? Ég vona að þú sjáir hvert ég er að fara með þetta, við eigum að skrifa út frá hlutlausu sjónarmiði í hvívetna og ef við förum að taka upp siðfræðireglur ákveðins félags eða ákveðins menningarheims göngum við þvert á hlutleysisreglu þessa alfræðirits. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. nóv. 2005 kl. 19:59 (UTC)
  Samlíkingin er ekki út úr kú; hún þjónar tilgangi sínum, að sýna að það eru klárlega til mörk sem hægt er að fara yfir. Því var haldið fram að velsæmismörk væru bara smekksatriði og það má alveg taka ofurskýrt dæmi til að sýna fram á hið gagnstæða. Þetta alfræðirit er skrifað af lesendum þess og þess vegna ert þú ekki í aðstöðu til að segja að „við“ stundum ekki frumrannsóknir. Það má vel vera að einhver penni hérna finni sjálfur upplýsingar sem notaðar eru í greinar. Myndir þú samþykkja grein um manninn með hermannaveikina hér á Wikipedia, bara af því að DV er nú þegar búið að gera þjóðinni kunnugt um hver viðkomandi er? Höfum í huga hverjar afleiðingar þeirrar birtingar voru fyrir DV. Ef ekki, hvers vegna ekki? Þú kemst ekkert undan því að tilheyra siðferði ákveðins menningarheims, t.d. gilda um Wikipedia lög, hvort sem okkur líkar betur eða verr, líkt og um allt annað sem birt er á netinu. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 20:14 (UTC)
  Reyndar er orðið við í þessu samhengi ekki rangt. Sjá en:Wikipedia:No_original_research. --Smári McCarthy 24. nóv. 2005 kl. 20:26 (UTC)
  Point taken. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 20:36 (UTC)
  Ég fylgdist ekkert með þessu hermannaveikismáli og veit ekki nóg um aðstæður þess til að geta svarað þessu. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. nóv. 2005 kl. 20:49 (UTC)
  Hvað ef mér þykir ekkert athugavert við þetta? Á þá að fara rífast um hvort þetta er í lagi eða ekki? Meirihlutin sem ræður? Jafnvel þótt svo að þú sýnir fram á að velsæmismörk séu alltaf til staðar, þá þýðir það ekki að þau séu ekki persónubundin. Hvaða siðferðisreglur á að setja verður líka alltaf deiluefni því fólk hefur svo misjafnar skoðanir á þessum málum, hinsvegar er hlutleysisreglan þannig úr garði gerð, að hún gerir öllum málstöðum jafnt undir fótum, það geta þessar siðareglur bara ekki gert. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. nóv. 2005 kl. 21:07 (UTC)
 2. Siðareglur Blaðamannafélagsins er sjálfs-ritskoðun. Siðareglur Blaðamannafélagsins eru gagnslausar án dómskerfis sem skorið getur úr um hvort brotið sé gegn þeim eða ekki. Ætlum við að setja slíkan dóm á fót? --Winston Smith 24. nóv. 2005 kl. 19:30 (UTC)
 3. Ég held að ekki sé sérstök þörf á siðareglum af þessu tagi þó að ég skilji áhyggjur þeirra sem að það vilja, ég tel að við höfum þegar úrræði til að sinna þessu hlutverki. Margfalt stærri Wikipediur en okkar eins og sú enska hafa ekki séð þörf fyrir að koma sér upp svona siðareglum og við höfum enga sérstöðu til að réttlæta það frekar. Ef að tilgangurinn er sá að koma í veg fyrir ósanngjarna umfjöllun um einkalíf fólks þá höfum við þegar reglur á borð við hlutleysisreglu, bann við frumrannsóknum og kröfu um sannanleika sem að eiga að tryggja að greinar byggi á þekktum og sönnum fullyrðingum og engu öðru. Við höfum LÍKA kröfu um lágmarksfrægð, það er voðalega falleg auglýsingalína að segja að Wikipedia sé „summa mannlegrar þekkingar“ en það er einfaldlega rangt, Wikipedia er ekkert slíkt, hefur aldrei verið það og það var aldrei áætlunin með stofnun hennar. Það er vissulega engin regla mótuð í stein um það hvað teljist nógu frægt og hvað ekki nógu frægt til þess að vera umfjöllunarefni í alfræðiriti en eftir tæplega 5 ár af umræðum um þetta á „case-by-case“ grunni er það alveg ljóst að þröskuldurinn er til staðar þó að hann liggi mishátt hjá fólki. Þessi grein sem að allt fjaðrafokið er um núna nær ekki yfir þennan þröskuld að mínu mati... ekki nálægt því einu sinni. Það sem að ég hinsvegar óttast að gerist ef við tökum upp svona siðareglur er það að þeim verði á endanum fremur beitt til þess að koma í veg fyrir að óþægilegar (en sannar) upplýsingar séu birtar um fólk sem að sannarlega er nógu frægt til að vera hér inni til að byrja með og þá erum við komin út í sjálfsritskoðun sem á ekki rétt á sér. <útúrdúr>Um siðareglur blaðamanna er líka það að segja að ákveðinnar tvöfeldni gætir við beitingu þeirra, þegar íslenska poppstjarnan kveinkar sér undan óvæginni umfjöllun fjölmiðla þá keppast allir við að fordæma athæfið og segja „svona gerir maður ekki“ en í mörg ár hefur verið gefið út vikublað á Íslandi sem að sérhæfir sig í slúðri um einkalíf fólks og birtir í hverju blaði dágóðan slatta af svokölluðum papparazzi myndum af fólki, siðanefnd íslenskra blaðamanna hefur ekki séð ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir við það enda er um útlendinga að ræða, Hollywood-stjörnur og útlenska poppara. Meira að segja Morgunblaðið sem að annars er óþreytandi við að predika siðferðislega yfirburði sína yfir íslenskum fjölmiðlum heldur úti sérstöku slúðursvæði á vefútgáfu sinni þar sem að farið er yfir atburði úr einkalífi fólks... en bara útlendinga. Ég hef ekki áhuga á að yfirfæra þetta á íslensku Wikipedia, þ.e. að sýna einhverja sérstaka tillitssemi varðandi Íslendinga umfram aðra.</útúrdúr> --Bjarki 25. nóv. 2005 kl. 22:06 (UTC)

Athugasemdir

 1. Er nú nauðsynlegt að fara í fyrsta lagi strax í atkvæðagreiðslu á þessu máli áður en búið er að ræða það í þaula (eins og það hefur nú gengið „frábærlega“ áður) og í öðru lagi að hafa þesa umræðu á tveimur stöðum í einu?Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. nóv. 2005 kl. 19:22 (UTC)
  Þetta er ekki umræða sem á að einskorðast við tiltekna grein. Þetta er almenn tillaga og á að vera rædd á almennum nótum, en ekki í samhengi tiltekinnar greinar. Ég er sammála þér um að atkvæðagreiðsla megi bíða. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 19:37 (UTC)
  Þess má kannski geta, fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því, að það er til siðaregla um Wikipedia: hlutleysisreglan. Hlutleysisreglan er sjálf eins konar siðaregla, hún þjónar m.a. (en ekki eingöngu) hlutverki sem siðareglur þjóna, t.d. að koma í veg fyrir ósanngjarna umfjöllun, rasisma o.fl. Þannig að spurningin er ekki einu sinni hvort Wikipedia eigi að hafa einhverja siðareglu, heldur hvort það mætti ekki einnig hafa einhvers konar viðmið um meðferð (en ekki bann við meðferð) vandmeðfarinna upplýsinga, eins og t.d. hvers konar áhersla eigi að vera á umfjöllun um refsidóma, hvar eigi helst að geta þeirra o.s.frv. og um hvers konar greinar (kannski unnar upp úr óæðri dagblöðum) eigi ekki rétt á sér vegna árekstra við rétt manna til einkalífs. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 20:34 (UTC)
  Við erum þegar með hlutleysisreglu sem gætir þess að við fjöllum ekki á ósanngjarnan hátt um hluti, og við stundum ekki frumrannsóknir þannig að við erum ekki að segja frá persónuupplýsingum sem ekki eru þegar vel þekktar þannig ég sé ekki þörfina fyrir einhverja sérstaka reglu um meðferð persónuupplýsinga frekar en annara upplýsinga. Slík regla yrði afar ófullkomin þar sem þetta er alltaf spurning um aðstæður og aðstæður eru mismunandi hverju sinni. Þegar eitthvað svona kemur upp ættum við bara að ræða málið á viðkomandi spjallsíðu eins og hefur verið gert í tilfelli Stefán H. Ófeigssonar í stað þess að vera setja einhverjar óþarfa reglur. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. nóv. 2005 kl. 21:00 (UTC)
  Hlutleysisreglan er góð. En ef þú ætlar að setja siðareglur um hvað megi koma fram í grein og hvað ekki, byggt á því að einhverjum þykir það rangt, þá bitnar það augljóslega á henni. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. nóv. 2005 kl. 21:07 (UTC)
  Þetta er misskilningur, Friðrik, það er enginn að tala um hvað megi og megi ekki koma fram, heldur hvernig er æskilegt / óæskilegt að það sé sett fram. Til dæmis eru margir hérna sammála um að það sé óæskilegt að skrifa þannig grein um mann, að hann sé sagður frægastur fyrir það að vera dæmdur nauðgari eins og það réttlæti sérstaka grein um manninn; en enginn vill banna að minnst sé á refsidóma sem menn hafa sætt. Í raun er bara um að ræða nánari útfærslu á þeim þætti hlutleysisreglunnar sem fjallar um óeðlilegt vægi upplýsinga, hér vegna þess að þær eru viðkvæmar. Og þess vegna mætti alveg semja stílviðmið (ef þú vilt kalla það því nafni) um framsetningu á slíkum upplýsingum. Svo er annað mál - sem reyndar er varað við á ensku Wikipedia líka - að skrifa greinar um hluti sem verðskulda ekki greinar (sjálfan sig, gæludýrin sín o.s.frv.). Þegar ég benti á að greinin um Stefán Ófeigsson liti út eins og hún væri um mann sem hefur „unnið sér það eitt til frægðar“ að vera dæmdur nauðgari og það orkaði tvímælis að mínu mati, þá var bent á að hann væri nú einnig einn af fáum ef ekki eini Íslendingurinn sem hefði próf í geimverkfræði. En ef það er satt og réttlætir grein um hann, þá hafði nauðgunarumfjöllunin vissulega óeðlilegt vægi. --Cessator 24. nóv. 2005 kl. 21:45 (UTC)
  Hugmyndin um einhverskonar siðareglur þykir mér rosalega fráhrindandi, sérstaklega eitthvað í þessum stíl sem notað var sem dæmi, þess vegna notaði ég ýkt dæmi frá upphafi. Ég er alveg sammála því að greinin var illa orðuð, enda lagaði ég hana og færði rök fyrir því á IRC-inu í gær, að tala um „þekktastur“ er bara lélegt orðalag og það var tekið til greina. Ég held, þótt svo að sumum sé illa við þessa grein enn þá, þá hafi tekist vel að laga hana til og að ræða þetta, sjálfur vildi ég sjá meira af efni sem ég hef áhuga á stærðfræði, heimspeki, saga o.s.frv. (ég er eigingjarn :), en svona efni á eftir að koma á vefinn fyrr eða síðar svo það er gott að umræðan fór í gang. Það tók tíma og töluverða umræðu en ég hef trú á því að við getum haldið vefnum gangandi án siðareglna með núverandi viðmiðum um hlutleysi og góðri umræðu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. nóv. 2005 kl. 22:38 (UTC)
 2. Ég er sammála Ævari í þessu. Ég er reyndar fylgjandi því að við höfum einhverskonar reglur um hvað skuli fara hingað. Mér finnst ekkert að því að segja frá hlutum eins og að einhver hafi nauðgað (nú eða verið nauðgað) ef þeir hlutir eru almenn vitneskja hvort eð er (fyrir Wikipediugreinar á aldrei að stunda frumrannsóknir, en það hljóta að vera frumrannsóknir að komast að einhverju svoleiðis um manneskju ef það er ekki almenn vitneskja um það). Svo er það alltaf túlkunaratriði hvað er almenn vitneskja. Ég myndi ekki kalla neitt um kallinn sem hér er um rætt almannavitneskju, enda eina umfjöllunin um hann sem ég hef séð forsíður og auglýsingar um DV. DV hata ég út af lífinu og hef þá stefnu að láta eins og sé ekki til, umfjöllun þess er að mínu mati þvílíkur sori. En það sem mér finnst aðalgalli greinarinnar um Stefán þennan er að hann er varla það merkur að eiga grein skilið. En aftur, þá er það matsatriði. En í stuttu máli:
  Ég held að siðareglur blaðamannafélagsins séu ekki svarið. Ég er samt alveg til í einhversskonar siðareglur. Þær ættu einfaldlega að vera að halda umfjöllun um fólk innan þess sem getur talist almenn þekking (ekki stunda frumrannsóknir). Svo ætti fólk sem greinar eru um að vera merkilegt. En þetta eru allt matsatriði svo það þarf að tala um hverja grein fyrir sig. Dót. --Sterio 24. nóv. 2005 kl. 20:43 (UTC)
 3. Hlutleysisreglan ætti að dekka þetta. Mér fannst "þekktastur fyrir að vera nauðgari" frekar hæpin inngangur þó svo að þessa dagana sé hann réttur. Við bara vörum okkur á því að fara út fyrir hlutleysisregluna og þá ættum við að vera í þokkalegum málum. Varðandi mjög viðkvæm mál þá held ég að það sé "case-by-case" dæmi sem ætti að skoða á hverjum tíma. --Stalfur 24. nóv. 2005 kl. 21:29 (UTC)


Sálfræðihreingerning

Mér þykir það nokkuð ljóst að það þarf að gera eitthvað í þessum sálfræðigreinum sem flæða hingað inn, ég hef verið að setja þeir sem þarf að vinna í í sér flokk og eru flestar í hörmulegu ástandi, t.d. eru þarna greinar eins og Hrekjanleiki sem ég sé ekki að nokkru sé hægt að bjarga úr, en einnig aðrar eins og Deja vu minni sem kannski er hægt að bjarga einhverju úr en eru í algeru hassi, og þarna eru einnig greinar eins og Getur H.M. munað eitthvað nýtt? sem þarf að sameina einhverju öðru (í þessu tilfelli H.M.).

Hvað finnst ykkur að við eigum að gera í þessu? Fara eyða þessu í stórum stíl? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóv. 2005 kl. 22:37 (UTC)

Mér finnst nú að það megi gefa þessu tíma (t.d. mánuð) og vinna svo úr þessu, þ.e. það sem ekki hefur þá þegar verið lagað. --Akigka
Það getur vel verið að ég geti eitthvað moðað út þessu, enda ber ég að hluta til ábyrgð á þessu flæði. Aftur á móti hef ég ekki tíma fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót til að gera einhvern almennilegan skurk í þessu. Ég vil persónulega ekki að þessu verði eytt út, allavega ekki fyrr en þá. --Heiða María 1. nóv. 2005 kl. 22:59 (UTC)
Ég skil grundvallarpælinguna á bakvið að láta nemendur vinna þetta hérna. Hins vegar er auðséð af greinunum að þeir leggja ekki mikla vinnu eða metnað í þetta. Í framtíðinni myndi ég leggja til frekar að sér-wiki væri settur upp, nothæfar greinar gætu þá verið færðar hingað þegar að verkefnum er lokið. --Stalfur 2. nóv. 2005 kl. 15:28 (UTC)
Nei, sér-wiki er ekki svarið. Það er allt í lagi að hafa fullt af lélegum greinum um efni, svo lengi sem greinarnar eru til. Margar þeirra eru mjög fínar að innihaldi, þó þær séu kannski ekki útlitslega rétt uppsettar, eða með tenglum. Lítið mál er að laga svoleiðis. Mér finnst frekar að við ættum að nýta okkur það að þessar greinar séu hérna og vinna úr þeim í sameiningu. Enginn skaði er að því að hafa þær hérna, því þær eru merktar svo að fólk geri sér grein fyrir vanköntum þeirra.--Sterio 2. nóv. 2005 kl. 18:10 (UTC)
Sammála Sterio, þær eru ekki fyrir neinum hérna en það þarf að sameina þær, t.d. allar greinar um minni saman, bara hafa undirkafla í aðalgreininni. Svo þurfum við bara að vera dugleg að setja inn linka og Heiða mætti benda nemendum sínum á að gera linka sjálfir ;). --Jóna Þórunn 2. nóv. 2005 kl. 18:32 (UTC)
 • Það skaðar engan að láta þetta eiga sig með athugasemd þangað til síðar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. nóv. 2005 kl. 19:14 (UTC)
Er í lagi að fara að breyta greinunum eitthvað mikið núna, svo sem að sameina og þess háttar? Tók eftir því að Aldís er farin að breyta þeim svo ég býst við að búið sé að fara yfir þetta og svona... --Sterio 12. nóv. 2005 kl. 13:02 (UTC)

Session data

Ég er að verða geðveikur á þessu Session data dæmi sem að neitar mér um að senda inn leiðréttingar/viðbætur.

Ég var að vinna í greininni fermetri og var að reyna að flytja hana á núverandi stað (frá fermeter og ) en fékk alltaf session data rugl og svo hoppaði Cessator inn og flutti á meðan að ég slóst við kerfið. --Stalfur 3. nóv. 2005 kl. 14:01 (UTC)

Ég held ég hafi leyst þetta með því að henda út öllum cookies og session cookies, 64 og 6 talsins! Að auki hleðst allt mun hraðar upp, eitthvað skrítið í gangi með kökunotkun --Stalfur 4. nóv. 2005 kl. 12:35 (UTC)

Fætt og Dáið

Flokkarnir Fætt xxxx og Dáið xxxx virðast nú vera að ryðja sér til rúms.

Væri ekki gáfulegra að hafa þá Flokkur:Fæðingarár 1888 og Flokkur:Dánarár 1950 í stað orðskrípanna Fætt og Dáið sem eiga aðeins við í hvorugkyni. Það vill nefnilega svo til að það er afskaplega lítið um fæðingar og dauða hvorugkyns! --Stalfur 4. nóv. 2005 kl. 14:41 (UTC)

Það var umræða um þetta fyrir nokkru. Heitin ættu að vera "fædd" og "dáin", það er svo einfalt. --Akigka 4. nóv. 2005 kl. 14:43 (UTC)
Algjörlega sammála! Eða sjá að neðan hjá Friðriki. --Heiða María 4. nóv. 2005 kl. 15:10 (UTC)
Það er allt í lagi að hafa þetta líka Fólk fætt árið x og Fólk látið árið x, svona til að flokkurinn sé meira lýsandi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. nóv. 2005 kl. 14:45 (UTC)
... og já, þetta er bara snið, svo leyfið þeim að standa þótt þau hljómi ekki rétt í augnablikinu, það er hægt að breyta þessu með einu smelli. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. nóv. 2005 kl. 14:47 (UTC)

Þetta vandamál stafið náttúrulega allt af því að við erum ekki með nein kynhlutlaus fornöfn í íslensku, ég styð það að nota það sem Friðrik lagði til til að komast í kringum það, nema ég kýs fremur að nota dáið fremur en látið þar sem mér finnst það síðara afskaplegt skrautyrði. Hinsvegar finnst mér enn asnalegt að nota Fædd og Dáin á ára og dagagreinunum, Fólk fætt þetta ár kannski? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. nóv. 2005 kl. 15:17 (UTC)

Því er ég alveg sammála, það þarf ekkert endinlega að vera bara eitt ár. Fætt og dáið er bara... kjánalegt. Ég skil það sem fólk hefur á móti fædd og dáin (mér fyndist það vera best), en lausnir Friðriks og Ævars eru líklega besta málamiðlunin... --Sterio

Fædd og dáin á þetta að vera að mínu mati, algjörlega. --Bjarki 4. nóv. 2005 kl. 16:38 (UTC)


Auglýsingar

Er einhver sérstök regla varðandi það að auglýsa Wikipediu með til dæmis plakötum? Ég var að pæla í að búa til smá auglýsingu til að hengja upp t.d. í MH sem bendir fólki á að hún sé líka til á íslensku og að fólk geti skrifað á hana. Mér virðist nefninlega sem ansi margir geri sér ekki grein fyrir því... --Sterio 26. sep. 2005 kl. 20:15 (UTC)

Engin regla varðandi það, þú getur meira að segja notað plakatið sem er á Wikipedia:Auglýsingar (eða breytt því) —Ævar Arnfjörð Bjarmason 26. sep. 2005 kl. 20:18 (UTC)

No Go match bilað?

Er eitthvað að kerfinu góða? --Jóna Þórunn 3. nóv. 2005 kl. 22:55 (UTC)

Nei, þetta er bara ekki texta skrá lengur heldur perl forrit sem skilar nýjustu niðurstöðunum efst. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 3. nóv. 2005 kl. 23:41 (UTC)
Það er nú hér. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. nóv. 2005 kl. 07:49 (UTC)
Flott er ;) --Jóna Þórunn 4. nóv. 2005 kl. 12:20 (UTC)

Notendur

Er einhvers staðar hægt að sjá skrá yfir alla notendur íslensku Wiki...? --Jóna Þórunn 4. okt. 2005 kl. 20:19 (UTC)

Special:ListusersÆvar Arnfjörð Bjarmason 4. okt. 2005 kl. 20:22 (UTC)

Þ og Ð í vanda á ensku Wikipediu

Halló krakkar!

Ég veit að sum ykkar hafa áhuga á því sem gerist á ensku Wikipediunni. Hin bið ég afsökunar á trufluninni.

Sumir notendur vilja banna Þ og Ð í greinanöfnum. Það er ekki nýtt en nú eru menn að reyna að koma þessu inn í reglurnar. Sjá hér: [6]

Þetta mundi þýða að t.d. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir yrði breytt í Thorgerthur Katrín Gunnarsdóttir. Þau ykkar sem hafa skoðun á þessu máli mega endilega tjá sig hér: [7]

Sömu menn eru þegar að reyna að færa til síður með forníslenskum nöfnum. Til dæmis stendur til að breyta Höðr í Hodur og Lóðurr í Lodur. Ef einhver ykkar vilja greiða atkvæði um þetta er það hægt hér [8] og hér [9].

Að sjálfsögðu segja allir það sem þeim finnst. Það er auðvitað alls ekki víst að menn hér séu almennt sammála mér um að rétt sé að halda í Þ og Ð. En tjáið endilega ykkar skoðun, hver sem hún er.

Bestu kveður,

Haukur

Pirr, svo eru þeir búnir að færa Þ á Thorn, Ð á Eth. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. okt. 2005 kl. 09:00 (UTC)
Gurr! Takk kærlega fyrir að benda á þetta --Sterio
Takk fyrir ábendinguna Haukur, þetta er hið versta mál. --Bjarki Sigursveinsson 7. okt. 2005 kl. 11:43 (UTC)
Þakka ykkur sömuleiðis skjót viðbrögð. Þessari breytingu er vonandi afstýrt í bili. En ef við viljum halda í íslenska stafsetningu á íslenskum (og forníslenskum) nöfnum þurfum við að vera vakandi fyrir umræðum um þessi mál. Til dæmis er í gangi atkvæðagreiðsla um hvort rétt sé að nota staðanöfn eins og Zürich og Reykjavík eða Zurich og Reykjavik.
[10] undir "Proposal and straw poll regarding place names with diacritical marks"
Eins og sakir standa er naumur meirihluti fyrir að nota broddstafina. Hins vegar hafa andstæðingar þeirra sótt í sig veðrið síðustu vikur og gætu náð að marka nýja stefnu. Kynnið ykkur endilega málið og greiðið atkvæði ef þið hafið tíma.
Gaman að sjá annars hversu vel gengur að auka við íslensku útgáfuna. Hvenær haldið þið að 5000 greina múrinn verði rofinn? :) - Haukur
Ég sjálfur hef ekki verið nógu virkur upp á síðkastið en vonast til að bætist úr því bráðlega, nýjir notendur hafa þó verið að bætast og mitt upplýsta gisk er að þetta náist fyrri part næsta árs. Mars hljómar sennilega :) --Bjarki Sigursveinsson 7. okt. 2005 kl. 18:05 (UTC)

Rétt í þessu var Þórbergur Þórðarson færður yfir í Thórbergur Thórdarson. http://en.wikipedia.org/wiki/Talk:Th%C3%B3rbergur_Th%C3%B3rdarson - Haukurth 12. okt. 2005 kl. 08:23 (UTC)

Innhlaða engöngu á commons

Það er möguleiki að stilla hugbúnaðinn þannig að „Innhlaða“ tengilinn í verkfæraflipanum tengi á commons:Special:Upload frekar en Special:Upload, einnig er hægt að stilla það þannig að ekki verði hægt að hlaða inn hér yfirleitt (en auðvitað verði enn hægt að hlaða inn á commons, og við getum notað myndir þaðan).

Mér finnst þetta fín hugmynd, bæði því ég er á þeirri skoðun að við ættum ekki að nota ófrjálsar myndir yfirleitt, ekki frekar en við notum ófrjálsan texta og finnst það mikil mótsögn að við séum „frjálsa alfræðiritið“ en leyfum samt ófrjálsar myndir en einnig því að það hefur í för með sér aukna hagnýtni að fólk þurfi að hlaða inn efni á commons, þá getur efnið verð notað af fleiri verkefnum, það verður betur flokkað þar sem fólk vinnur í því þar (en ekki hér). —{Notandi:Ævar Arnfjörð Bjarmason/Sig}} 8. okt. 2005 kl. 16:21 (UTC)

Með því að eingöngu verði hægt að hlaða inn á commons

 1. Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. okt. 2005 kl. 16:21 (UTC)
 2. --Heiða María 8. okt. 2005 kl. 18:25 (UTC)
 3. Já. --Bjarki Sigursveinsson 8. okt. 2005 kl. 20:30 (UTC)
 4. Ég er sammála eftir að Herbert og Ævar sannfærðu mig á IRC-inu, umræðuna má sjá hér fyrir þá sem gætu verið að misskilja líkt og ég: [11] --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. okt. 2005 kl. 00:46 (UTC)
  1. Þeir nefna í samtalinu að "fair use" sé ekki til í íslenskum lögum, 14. grein höfundarlaga segir annað --Stalfur 10. okt. 2005 kl. 13:37 (UTC)
  2. Ég þóttist viss um að það væri ekkert athugavert við þessa notkun almennt, hinsvegar er það rétt hjá þeim að við getum ekki birt þetta á vefnum og haldið haus sem „frjálst alfræðirit“. Ef sú væri rauninn gæti hver sem er, eins og Ævar benti á, afritað eftirfarandi efni og í raun dreyft því frekar að vild. Þá ertu kominn á grátt svæði og ert alveg örugglega ekki með frjálst efni undir höndum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. okt. 2005 kl. 18:37 (UTC)
 5. Eins og hefur verið sagt: "Fair use" er ekki til í íslenskum lögum; vissulega má færa rök fyrir því að klásúlan um almenna kynningu veiti okkur leyfi – en ég myndi vilja fá lögfræðiálit á því áður en það er leyft, og gera ráð fyrir banni þar til annað kemur í ljós. Hvað varðar skjaldarmerkisröksemdina, þá er rétt að benda á, eins og einhver gerði, að enginn nema íslensk stjórnvöld hefur heimild til að nota íslenska skjaldarmerkið. Þetta er ekki spurning um höfundarrétt, heldur lög. Odin 12. okt. 2005 kl. 13:41 (UTC)
  1. Hérna vantar skilgreiningu þína á notkun. Erum við að nota skjaldarmerkið til að selja vefinn? Er skjaldarmerkið notað til þess að svíkja út peninga? Er skjaldarmerkið notað á sviksamlegan hátt til að láta okkur líta út fyrir að vera opinber stofnun? --Stalfur 14. okt. 2005 kl. 00:47 (UTC)
   1. Er ekki verið að selja Wikipedia á geisladiskum? Leyfið sem textin á síðunni fer á gerir þér kleypt að dreyfa því frjálslega, þess vegna gegn gjaldi (sbr. „[...] freedom to copy and redistribute it, with or without modifying it, either commercially or noncommercially“.), ég held ég fari með rétt mál. Þess vegna passa þessar myndir ekki hérna inn. Þessu mætti líkja við að fara búa til open source stýrikerfi eins og GNU/Linux en gefa ekki aðgang að kóðanum á nokkrum GNU tólum. Þetta er hinsvegar kannski aðalega vandamál með tóndiskahulstur og kvikmyndir. Ég held að grænt ljós fáist alveg á skjaldamerkin út af Parísar Sáttmálanum (allavega fánar). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 01:10 (UTC)
   2. Því miður eru nú lögin svo slæm, að þau skilgreina 'notkun' ekki frekar. Vissulega tel ég nokkuð öruggt að litið verði framhjá notkun skjaldarmerkisins í alfræðibók, en það er engu að síður strangt til tekið bannað. Rífist um þetta atriði eins og þið viljið. Skjaldarmerkið er mér sama um; ég vil bara benda á af hverju það er vitleysa að rugla því máli við höfundarrétt. Odin 14. okt. 2005 kl. 18:35 (UTC)

Á móti því að ...

 1. Stalfur 10. okt. 2005 kl. 00:07 (UTC) Hindrar „fair use“ efni (sanngjarna notkun)
 2. --Sterio 10. okt. 2005 kl. 10:21 (UTC). Ef allt á að fara á commons, er ekki hægt að setja hingað t.d. mörg skjaldarmerki. Svo dæmi sé tekið af skjaldarmerki Ástralíu (Mynd:Aust_Coat_of_Arms_(large).jpg), þá túlka ég þessa síðu sem svo að það megi vera á stökum Wikipedium, í tilgangi menntunnar, það er leyfð notkun, en ekki á commons því það er í raun bara gagnabanki. Það sama má líklega segja um mörg önnur skjaldarmerki. Ég skil hinsvegar rökin á móti því að setja upp höfundarréttarvarið efni, held bara að þetta sé of gróft...
  1. Þetta á líka við um íslenska skjaldamerkið, það verður bara að hafa það. (*edit* þetta á reyndar ekki við skjaldamerkið okkar, afsakið) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 10. okt. 2005 kl. 13:23 (UTC)
 3. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 10. okt. 2005 kl. 18:50 (UTC). Sölvi (Sterio) gæti ekki orðað þetta betur. Það má alveg mæla með því að færa myndir yfir á commons en að banna annað er bara rugl og vitleysa.
 4. --Jóna Þórunn 11. okt. 2005 kl. 13:27 (UTC) Sama og Sterio var að nefna, einnig það sem kemur neðar um pólítikusa og fleira.
 5. --Bessi 12. okt. 2005 kl. 18:31 (UTC) Að hafa myndir af t.d. pólítíkusum er gagnlegt og skemmtilegt. Vitaskuld er þetta ekki frjálst en menn mega drukkna í frjálsu hugmyndafræðinni og gleyma því að wikipedia greinarnar hér verða líka að vera gagnlegar og skemmtilegar.
  1. Forsenda þess að Wikipedia verkefnið virkar er að efnið er frjálst og fylgir þeim lögmálum. Ef við ætlum að fara að bregða út af þessum grunnforsendum fyrir skemmtanagildi, þá drukkna menn held ég frekar í hugmyndafræði (*dramatík* :). Mig langar að benda á að u.þ.b. 160 lönd hafa samþykkt ákveðin sáttmála (sjá: en:Paris_Convention) sem leyfir okkur að nota skjaldamerki og fána þeirra í greinum. Myndir af stjórnmálamönnum eru ekki eins vand fengnar og ætla mætti, til að mynda finnurðu að ég held alla forseta BNA á Commons. Slíkt á við um mjög mikið af stjórnmála mönnum (sérstaklega innan BNA og ríkja með svipuð lög um opinberar myndir og public domain). Svo minni ég á, að með því að hafa þessar myndir, erum við tæknilega að hvetja til lögbrota því hver einasti notandi sem opnar síðurnar með þessum myndum er að afrita þær. Ég mælist til þess að þið skoðið þetta mál aðeins betur, með bæði lög og hugmyndafræði við hlið ykkar. Í raun hefðum við átt að taka saman rök fyrir og á gegn þessu áður en við létum reyna á kosningar. :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. okt. 2005 kl. 19:24 (UTC)
   1. Svo minni ég á, að með því að hafa þessar myndir, erum við tæknilega að hvetja til lögbrota því hver einasti notandi sem opnar síðurnar með þessum myndum er að afrita þær. Ég hef aldrei heyrt um mál þar sem notandi hefur lent í vanda fyrir að skoða síðu og fá hana cache-aða inn á sitt drif tímabundið. Þetta finnst mér vera meira mýflugan sem varð úlfaldi réttlæting en raunheimaleg greining. Cache-ið er tæknileg útfærsla vafrans, og notandum alls óviðkomandi --Stalfur 14. okt. 2005 kl. 00:44 (UTC)
    1. Ég talaði bara um tæknilega, ég er ekki að segja að einhver fari að ganga á eftir þessu. Hinsvegar hefur maður rekist á það á veftímaritum að það sé ein undantekning á afritunarregluni og að hún sé sú að þú megir afrita textan í gegnum vafran til að lesa. Ég ætla ekki að fara út í það frekar hvort þetta er lögbrot eða geti hugsanlega orðið til þess. Við höfum einfaldlega bara samband við Orator og fáum almennilegt mat á það. Hinsvegar, burt sé frá því hvort þetta er hægt lagalega séð, þá er þetta samt ekki í anda verkefnisins og það er varla hægt að þræta fyrir. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. okt. 2005 kl. 01:01 (UTC)
  2. Mér finnst svolítið fyndið að þú ásakir okkur sem á móti eru um að hafa ekki kynnt okkur málið nógu vel, en það má svo má túlka á ófagran veg um álit þitt á dómgreind okkar. Eitt get ég þó frætt þig um en það er að læs er ég og lesið hef ég allt það sem hér fram kemur bæði lög, ályktanir og rök með og mót. Út frá því hef ég myndað mér mína skoðun og lögin túlka ég eins og margir og tel okkur ekki vera að fremja lögbrot með t.d. pólítíkusamyndunum. Ég stend líka við að hér þurfi menn að beita svolítið heilbrigðri skynsemi og passa að drukkna ekki í hugmyndaræði. Einnig verður að skoða málin í ljósi þess líkur eru og auðvelt að færa rök fyrir að alþingi og þingmennirnir græða meira á vel heppnuðum þingmannasíðum á wikipedia en að þeir tapa á þeim.
   1. Ég er nú ekki að reyna skjóta mér undan umræðu með því að biðja ykkur að lesa það sem ég er að benda á, ég held að Parísar Sáttmálinn hafi ekki komið til umræðu hér áður. Því fer fjarri að ég vogi mér að gera lítið úr greind ykkar, því ég þykist vita, að mörg ykkar eru betur lærð og greindari en ég er. Ég vona að engin hafi móðgast því ég vil ekki að þetta breytist í illdeilumál. Umræðan á vef sem þessum (hlutlaus í eðli sínu) er líklegast bara góð auglýsing fyrir bæði kvikmyndir, tóndiska og pólítíkusa ef út í það er farið. Það er réttilega athugað. Hinsvegar, ef við bregðum út frá forsendum þessa verkefnis (Wikipedia), og leyfum okkur að brjóta reglur sjálfs verkefnisins, burt sé frá því hvort við brjótum ríkislög, þá held ég við séum að stefna í ranga átt. Ég held við þurfum að taka sama rökin í töflu með tilheyrandi athugasemdum til þess að ná taki á umræðuni, því ég er ekki viss um að öll rök fái að njóta sín hérna. Bæði gagn og mótrök, því þetta er farið að verða agaleg langloka. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. okt. 2005 kl. 20:31 (UTC)
 6. Það er ágæt hugmynd en notkun á ýmsu myndefni á Commons er ekki í samræmi við íslensk höfundarréttarlög hvort eð er. Sjá umræðuna hér að ofan um Myndskreytta sögu Íslands og þessa bloggfærslu mína sem dæmi [12]. - Haukurth 15. okt. 2005 kl. 21:57 (UTC)

Ábending

 1. Er ekki nóg að benda fólki bara að nota commons sem fyrsta kostinn? Ég t.d. sé ekki fyrir mér hvernig auglýsingaplaggöt fyrir kvikmyndir og geisladiskahulstur t.d. geti verið á Commons vegna þess að þau eru „ófrjáls“. Hinsvegar er ekkert athugavert við að nota þau á grundvelli sanngjarnar notkunar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 8. okt. 2005 kl. 17:09 (UTC)
  1. Ég er á þeirri skoðun að slíkt eigi ekki heima hér, af fyrrgreindum ástæðum. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. okt. 2005 kl. 17:13 (UTC)
   1. Ég sé lítið á móti því að leyfa „fair use“ eða sanngjarna notkun fyrir t.d. kynningarmyndir af pólitíkusum (sem þeir ætla til dreifingar), og hulstur kvikmynda og tóndiska (einkum ef skannað af manni sjálfum...). Það stenst fullkomlega lagalega séð --Stalfur 9. okt. 2005 kl. 01:22 (UTC)
    1. Sjá commons:Commons:FAQ#Why doesn't the commons include fair use content?. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. okt. 2005 kl. 06:55 (UTC)
     1. Þetta þýðir að t.d. merki stjórnmálaflokka, íþróttafélaga, myndir af stjórnmálamönnum (t.d. af Alþingisvefnum) og þjóðþekktum einstaklingum verða óaðgengilegar hér (nema að fengnu formlegu leyfi þeirra?). --Stalfur 10. okt. 2005 kl. 00:12 (UTC)
"Fair use" er bandarískt lagahugtak sem að við höfum engar forsendur til að beita hér. Tískan á ensku wikipedia er að skella {{Fair use}} án útskýringa á allt sem er í raun höfundaréttarvarið, það er hæpið þar og ennþá hæpnara að beita þessu á íslenskt myndefni. --Bjarki Sigursveinsson 10. okt. 2005 kl. 00:22 (UTC)
Jú við höfum sömu lagaforsendur, 14. grein höfundarréttarlaga segir
14. gr. Heimil er tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, ef hún er gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efni farið.
Með sömu skilyrðum er heimilt að birta myndir og teikningar af birtum listaverkum og gögnum, sem getið er í 3. mgr. 1. gr.
Sjá Höfundalög Stalfur 10. okt. 2005 kl. 13:31 (UTC)

14. grein höfundalaga veitir engin viðlíka réttindi og er að finna í "fair use" reglu bandaríkjamanna og ég fæ með engu móti séð hvernig hægt væri að láta hana ná yfir myndefni eins og það sem við höfum verið að tala um (skjaldarmerki, plötuumslög, merki stjórnmálaflokka eða íþróttafélaga, kynningarmyndir af stjórmálamönnum o.s.frv.) Hvað varðar skjaldarmerkin þá héf ég einmitt viðrað þá skoðun að þau eigi ekki heima hér, lögin um skjaldarmerki Íslands gætu til dæmis ekki verið skýrari og hið sama gildir sennilega um flest sveitarfélagamerki. Mér finnst að við eigum að stefna á að allt efni á Wikipedia sé sem allra „frjálsast“ og laust við kvaðir, GFDL er lágmarkið. Í þessu felst m.a. frelsið til að gefa út efni af Wikipedia í hagnaðarskyni en skilyrt leyfi til þess að nota ákveðnar myndir eða merki í þágu „menntunar og upplýsingar“ stangast yfirleitt á við þetta. En ég geri mér grein fyrir því að þetta er umdeilt í Wikipedia samfélaginu, núverandi höfundaréttarfyrirvari á enskunni segir um fair use:

All original Wikipedia text is distributed under the GFDL. Occasionally, Wikipedia articles may include images, sounds, or text quotes used under the U.S. Copyright law "fair use" doctrine. It is preferred that these be obtained under the most free (libre) license (such as the GFDL or public domain) practical. In cases where no such images/sounds are currently available, then fair use images are acceptable (until such time as free images become available).

Þetta er semsagt takmarkið sem er stefnt að og það væri eitthvað sem að við hér á íslenskunni gætum montað okkur af ef við yrðum fyrst til þess að koma upp sannarlega frjálsri Wikipedíu. --Bjarki Sigursveinsson 10. okt. 2005 kl. 23:43 (UTC)

Ég er gjörsamlega ósammála þinni túlkun á 14. grein laga. Hins vegar átta ég mig á takmarkinu sem þið stefnið að. Bendi bara á að ef að ein mynd eru þúsund orð þá er þetta gífurlegt magn af upplýsingum sem þið viljið henda út eða hafna. Að vera fyrsta gjörsamlega frjálsa Wikipedian hljómar svo sem vel, en líka óraunhæft því að hvað alfræðibók sem er næstum gjörsneydd myndrænu efni er óspennandi og óaðlaðandi. --Stalfur 11. okt. 2005 kl. 09:45 (UTC)
Þúsund orð sem við getum ekki breytt án þess að við liggi höfundaréttarbrot, þúsund orð sem er ekki hægt að gefa út nema á takmarkaðan máta (ekki í hagnaðarskyni, oft bara í menntunarskyni), þúsund orð sem við myndum eyða tafarlaust ef þau væru í textaformi en ekki myndefni, og þúsund orð sem finnst við geta vel verið án, svo maður haldi nú áfrám með þessa samlíkingu þína.
Þar að auki er ekki verið að tala um að gjörsneyða alfræðiritið af myndefni, þegar þetta er ritað erum við að nota 1660 myndir og þar af eru 203 hér á íslensku Wikipedia en ekki á commons, og þar af eru 41 óhöfundaréttvarðar eða GFDL myndir, þar sitja eftir 162 myndir eða tæplega 10%. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. okt. 2005 kl. 10:04 (UTC)
Já, það er náttúrulega margfalt meira magn af texta en nokkurn tíman myndum sem við gætum notað skv. 14. gr. En engin spyr af hverju við notum hann ekki. Það er bara augljóst að þetta er í algjörri mótsögn við það sem við köllum „frjálst“. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. okt. 2005 kl. 11:58 (UTC)

Þetta er nú meiri þvælan í ykkur. Hvernig á að vera hægt að lýsa t.d. fyrirtæki sem á ákveðið vörumerki, kvikmynd, nútímamyndlist eða annarri sjónlist án þess að getað sýnt fólki mynd af því sem verið er að skrifa um á meðan maður getur heimilda? Ég er nú alveg hlyrntur því að fólki sé bent á að hafa Commons sem fyrsta kost og að nota það svo langt sem það nær en það eru eintómar öfgar að eyða myndunum sem er aðeins hægt að finna hér á hinni íslensku Wikipediu til þess að fullnægja þörfum einhverra frelsishetja sem halda því fram að það sé hægt að hafa almennilegt alfræðirit sem er laust við myndskreytingar aðrar en þær sem er hægt að fá af Commons. Nú yrði myndin af merki Sambandsins fjarlægð til að fullnægja þessu en hún er eina almennilega eintakið af merkinu sem hægt er að fá á netinu með aðgengilegum hætti, nokkur skjáskot; t.d. þetta af Mac OS X o.s.frv.
Nú eru t.d. félgafræðibækurnar eftir Garðar Gíslason uppfullar af myndum sem eru fengnar annarsstaðar frá og aftast eru langir myndalistar. Ekki hafa upprunalegir höfundar myndanna kvartað undan því og ekki get ég ímyndað mér hvað er svona ólöglegt eða andstætt stefnu alfræðisafns að birta myndir annarsstaðar frá.
Fyrir þá sem vilja rökræða þetta eitthvað frekar get ég bent á Höfundarlög á vef Myndstefs. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 15. okt. 2005 kl. 16:49 (UTC)

Þættinum hefur borist bréf

Sveinn Ólafsson, umsjónarmaður landsaðgangs að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum (hvar.is) áframsendi okkur, Friðriki og Smára eftirfarandi tölvupóst í dag og mér datt í hug að einhverjir aðrir vildu sjá póstinn (fyrir utan það að Friðrik fékk hann ekki). Ég er búinn að fjarlægja tölvupóstföng og símanúmer sem voru í þessu bréfi til að koma í veg fyrir leiðndi.

	From:    Sveinn Ólafsson
	Subject:   RE: Wikipedia síðu fyrir börn og unglinga
	Date:     12. október 2005 12:53:23 GMT+00:00

Sæl Fríða.

Ég hef engin tengsl við Wikipediu önnur en að krækja á söfn Wikimediu á vefnum
hvar.is eins og önnur söfn í opnum aðgangi. Landsaðgangur ber enga ábyrgð á
þeim söfnum, aðeins þeim sem við höfum samið um áskrift að fyrir landið.

Þetta er aðeins of snubbótt svar þannig að ég sendi þessa fyrirspurn einnig til
nokkurra sem hafa verið duglegir að leggja til efni á íslensku Wikipediuna. Það
eru: Smári McCarthy, Stefán Vignir Skarphéðinsson og Friðrik Bragi Dýrfjörð. Ég
vona að þeir geti svarað þessu.

kveðja, Sveinn Ólafsson, umsjón landsaðgangs að gagnasöfnum og rafrænum
tímaritum, http://hvar.is <http://hvar.is> .

________________________________

From: Fríða S. Haraldsdóttir
Sent: 12. október 2005 11:14
To: hvar@hvar.is
Subject: Wikipedia


Hef mikinn áhuga á að vita hvort til standi að íslenska Wikipedia síðu fyrir
börn og unglinga eins og nágrannar okkar í Færeyjum og Danmörku hafa gert?
Kveðja
Fríða

__________________________
Fríða S. Haraldsdóttir
Laugalækjarskóli
Deildarstjóri skólasafns

Eigum við að koma með opinbert svar við þessu bréfi og ef svo er, hvað á þá konan við með „Wikipedia síðu fyrir börn og unglinga“? Er hún að tala um sérstaka gátt (e. portal) fyrir börn eða er hún bara að spyrjast fyrir um það hvort íslenska Wikipedian sé til staðar og skilgreinir Wikipediu á móðurmáli viðkomandi sem eitthvað sem er sérstaklega ætlað börnum og unglingum?
Bendir þetta ekki líka til þess að við þurfum að fara að auglýsa íslensku Wikipediu með því að hengja upp plaggöt í skólum þar sem það hafa greinilega of fáir tekið eftir því að is.wikipedia sé til? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 12. okt. 2005 kl. 17:49 (UTC)

Hmm. Spurning hvað „opinbert svar“ frá Wikipedia er. Þó að orðalagið sé kannski ekki skýrt, þá myndi ég *halda* að átt væri við gátt (e. portal) "fyrir börn og unglinga". Ef það er málið, gæti verið sniðugt að benda á þetta pláss hér sem umræðuvettvang? Odin 12. okt. 2005 kl. 19:56 (UTC)
Hún á líklega við da:Wikipedia:For børn og unge (finn þetta ekki á færeysku) þar sem haldið er við svona gátt fyrir krakka þar sem þeir geta meðal annars „tekið strætó“ og vafrað í gegnum valda greinaflokka. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. okt. 2005 kl. 20:04 (UTC)
Spurning um að hafa bara samband við hana og bjóða henni að skrifa á Wikipedia? Ég held að hún sé ekki alveg að skilja eðli Wiki-kerfisins þannig að það væri hægt að benda henni óbeint á að gera þetta bara sjálf... --Stefán Vignir Skarphéðinsson 12. okt. 2005 kl. 20:11 (UTC)
Sammála síðasta ræðumanni, um að gera að bjóða henni að undirbúa þetta sjálf ef hún hefur áhuga. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. okt. 2005 kl. 20:37 (UTC)
Já, sammála því, en taka líka fram að auðvitað myndi Wikipedia samfélagið sem fyrir er hjálpa til við slíkt. Hún væri ekkert ein í því... --Sterio 19. okt. 2005 kl. 19:52 (UTC)

Íslenskt "fair use"

Athugið að það er sama grein laganna sem heimilar tilvitnanir í ritverk og birtingu á ljósmyndum af einstökum listaverkum. Mín skoðun er að þetta sé nauðsynlegt ákvæði til að tryggja að frjáls og eðlileg umræða geti átt sér stað. Mér finnst við ættum fremur að standa vörð um slík lög og vekja athygli á þeim en að reyna að forðast að nota okkur þau. - Haukurth 19. okt. 2005 kl. 22:07 (UTC)

Bot flag for Zwobot (Interwiki bot)

Hello, I'm running an interwiki bot on several Wikipedias, including this one. Somebody asked me to request a bot flag such that the bot's edits don't flood the recent changes page. meta:Requests for permissions requires me to ask the community for approvement. So, would you agree to mark the bot account User:Zwobot with the bot flag? --de:Benutzer:Head 22. júlí 2005 kl. 21:46 (UTC)[svara]

I was the one that requested that you get the flag, and I for one approve of it. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 22. júlí 2005 kl. 21:48 (UTC)[svara]
Of course --Sterio 23. júlí 2005 kl. 01:33 (UTC)[svara]
Sure --Bjarki Sigursveinsson 23. júlí 2005 kl. 14:15 (UTC)[svara]

Wikipedia biluð?

OK, ég reyndi að búa til nýja grein með því að skrifa orð í leitinni sem ekki er enn til grein um, og þá fæ ég ekki upp neinn möguleika á að búa greinina til. Svo hefur Wiki líka verið að gefa mér villumeldingar undanfarið. Er hægt að laga þetta, og það fljótt? Ég ætlaði nefnilega að láta nemendur mína skrifa á Wiki næsta föstudag. --Heiða María 6. sep. 2005 kl. 16:14 (UTC)

Ég hef líka tekið eftir þessu með leitina, tók fyrst eftir þessu á færeysku wikipediunni fyrr í dag, en þetta er ekki svona á enskunni. Furðulegt. (og gott hjá þér að láta nemendurna skrifa hérna!) --Sterio 6. september 2005 kl. 18:07 (UTC)[svara]

Við reynum nú að halda þessu gangandi svona almennt, föstudagurinn er jafn líklegur til að takast og hver annar dagur, en ég lofa engu;) —Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. september 2005 kl. 19:28 (UTC)[svara]

Wikipedia umfjöllun

Heyrði einhver Spegilinn í dag? Umfjöllun um Wikipedia og Hvar.is, massið það! :) --Jóna Þórunn 22. sep. 2005 kl. 19:42 (UTC)

Ágætis auglýsing, vonandi að við fáum áhugasama höfunda úr þessu. --Bjarki Sigursveinsson 22. sep. 2005 kl. 20:03 (UTC)
Ég hlustaði á þetta, þarna var fyrst verið að fara yfir hvað Wikipedia er, svo hvernig hún stendur í samanburði við Britannica og að lokum var þessi forstöðumaður hvar.is að tala um þessa síðu sem hann heldur uppi og hvað hann væri að tengja í þar. Þarna voru meðal annars settir fram annmarkar á Wikipedia, t.d. það að yfirleitt væri ekki vísað í heimildir, sem er miður, og að hver sem er gæti sett eitthvað bull inn. Eitt sem mér fannst miður var að þessi forstöðumaður hvar.is var að halda því fram að fólk þyrfti að fara á síðuna hans svo á Britannica.com til að nota fullan aðgang að Britannica, sem er rangt, fólk þarf bara að fara á http://search.eb.com (sem hann tengir í) í stað http://www.britannica.comÆvar Arnfjörð Bjarmason 22. sep. 2005 kl. 20:09 (UTC)
Eitt sem ég tók eftir. Það þarf að lesa Wikipedia með gagnrýnni hugsun. Ætti maður ekki að lesa ALLT með gagnrýnni hugsun? Hver sá sem les texta yfir höfuð ætti ekki að lesa hann eins og algjöran Sannleik. Það er aðal ástæðan fyrir því að við notum fleiri en eina heimild þegar við öflum okkur upplýsinga. Þetta er nákvæmlega það sama og einhver bandarískur bókasafnfræðingur sagði fyrir rúmu ári, að t.d. nemendur geti ekki notað Wikipedia sem heimild því þau geta ekki beitt gagnrýnni hugsun. Þetta er algjör firra, eða ætti að vera það. Það ætti helst að vera tími á borð við lífsleikni sem að kenndi bara þetta: gagnrýna hugsun. Þetta er algjört grunnatriði í öllu námi. Hvernig ættu krakkar svo að læra gagnrýna hugsun? Það gefur augaleið að reynsla með vinnslu upplýsinga geri það best. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 1. okt. 2005 kl. 15:41 (UTC)
Já...og Britannica hefur alltaf rétt fyrir sér? Auk þess skrifaði hann lesendabréf til Morgunblaðsins um sama efni. Það eru heimildir um að jafnvel vísindamenn séu ekkert að athuga þær heimildir sem þeir vísa á í skýrslum sínum. Man ekki alveg hvar ég las þetta ;) - Svavar L 16. okt. 2005 kl. 21:51 (UTC)

Localized date formats need to be verified

Dear Wikipedians,

I need your help to look at date formats for your language. I created a large list of formats here. Please take a look and fix any mistakes or add any new formats. This will help interwiki bot to match en:April 1, fr:1 avril, ru:1 апреля, zh:4月1日, and all other sites together.

What's needed: Look here at every format for your language, fix any mistakes, note any exceptions (some languages have 1st, 2nd, 3rd, etc naming schemas, or year 1 is written as '1 (year)' unlike all other years).

Also, I would like to receive a bot status on your site for my bot User:YurikBot. It will be mostly involved in interwikies.

Thank you!!!

You can contact me at en:Yurik (--70.192.56.68 24. sep. 2005 kl. 22:02 (UTC))

If you're trying to gather a list of date formats for different languages I sugges you look at date.py in the pywikipediabot distribution, there you'll find information on the date formats of numerous languages, including Iceland. Pywikipediabot makes use of this information in its bots to match day/year articles across languages, for instance you can do:
python interwiki.py -years
python interwiki.py -days
to match all day/year articles. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. sep. 2005 kl. 22:14 (UTC)
Thanks! I wrote that file, and its nice that my work there is noticed :) The tables are direct export of that file, and it is still a work in progress. You can add new categories or page types to match up. en:user:Yurik --70.195.64.5 25. sep. 2005 kl. 22:17 (UTC)

Samvinna mánaðarins

Það er búið að stinga upp á þessu áður en hvernig lýst ykkur á að hafa samvinnu vikunnar eða mánaðarins þar sem markmiðið væri að fylla heilu greinaflokkana, t.d. Flokkur:Hlutar dags eða Flokkur:Íslenskir hátíðisdagar o.s.f., væri þá hægt að auglýsa þetta á nýlegum breytingum og jafnvel á forsíðu. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. sep. 2005 kl. 22:30 (UTC)

Mér lýst ágætlega á þetta, þá hefur maður eitthvað "markmið". Það þyrfti þá fyrirfram að búa til lista yfir greinar sem þyrfti að skrifa, og skrifa svo líka fleiri en eru á listanum. Ég segi já við þessu. --Jóna Þórunn 28. sep. 2005 kl. 17:06 (UTC)
Ég er algjörlega sammála. Setti þetta einmitt inn á aðra forsíðu tillöguna mína... --Sterio 1. okt. 2005 kl. 12:48 (UTC)

Peyji

Þegar ég var að leita af stafsetningarvillum í gagnagrunninum rakst ég á þetta orð á Vestmannaeyjargreininni, er þetta ekki eina orðið í íslensku þar sem j er á milli y og i? En venjulega er það vís stafsetningarvilla þegar maður sér þannig. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. júlí 2005 kl. 18:20 (UTC)[svara]

Þetta er líka vitlaust stafsett samkvæmt gömlu góðu íslensku orðabókinni minni; á að vera „peyi“ (drengsnáði). Gæti verið rithátturinn á Vestmannaeyjum... - Svavar L 26. júlí 2005 kl. 18:37 (UTC)[svara]

Já, en......... Þetta er bara ekki klippt og skorið, rétt eða vitlaust. Báðar stafsetningarnar eru viðurkenndar, eins og sést af því, að gamla góða orðabókin frá Menningarsjóði notar peyi (sem er samkvæmt stafsetningarreglum um j), en Ásgeir Blöndal Magnússon notar peyji í sinni orðsifjabók. Og hann var betri íslenskumaður en summa okkar allra í öðru (eða bara í tíunda). Svo við fullyrðum rólega....--Mói 26. júlí 2005 kl. 21:59 (UTC)[svara]

Ekkert er fullkomið...líka Ásgeir Blöndal (og höfundar gömlu orðabókarinnar minnar) - Svavar L 28. júlí 2005 kl. 14:17 (UTC)[svara]

Athugið að joð er í raun í á undan sérhljóða. Þannig er t.d. Jón í raun Íón og jól er íól. Þar af leiðandi er ekki vit í að hafa joð á undan i (eða í). Síðan er ei, eða ey, í raun e-í, þannig að óþarfi er að hafa joð á eftir ey, eða ei. Peyi, er þar af leiðandi: peíi og ef menn setja joð: Peyji, þá verður það: peííi.


Please Express Your Objection

There’s someone proposing a policy to close some minor, slow-growing, “hopeless” wikipedias on the wikimedia meta-wiki. (see Toytoy's proposed policy for wiki closure) This proposal is the enemy to the openness of the whole wikipedia community. I come here to inform you to express your opinion there. I think it's OK to use your own language on the talk page. Thank you. --Theodoranian28. júlí 2005 kl. 06:08 (UTC)[svara]

Myndirnar komnar í rugl

Mér til mikillar armæðu eru margar myndir hérna á íslenskuni orðnar eitthvað lasnar. Ég tók eftir því þegar ég kíkti á notandasíðuna mína og sá að allir fánarnir voru orðnir gríðarstórir. Eftir smá pælingar komst ég að því að með því að hafa myndtexta löguðust myndirnar og urðu aftur eins litlar og þær voru. Þetta hefur áhrif á margar greinar og þá sérstaklega þær sem fjalla um lönd. Greinin um Bandaríkin er ágætis dæmi, þar sem fáninn tekur svakalegt pláss og svo Japans-stubbarnir. Er einhver leið til að laga þetta sjálfvirkt í snarhasti? Geta Snigillinn og Sauðkindin reddað þessu?

Trikkið

 • Svona á ekki að minnka myndir niður: [[Mynd:ShuriCastle1.jpg|100px]]
 • Svona á að minnka myndir niður: [[Mynd:ShuriCastle1.jpg|100px|Shuri-kastali í borginni Naha á Okinawa-eyju]]

--Stefán Vignir Skarphéðinsson 31. júlí 2005 kl. 01:41 (UTC)[svara]

Virkaði að gera [[Mynd:Foo.png|125px]] áður ef maður ætlaði breyta stærð myndar í 125px, nýlega? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. ágúst 2005 kl. 18:15 (UTC)[svara]
Það hefur virkað hingað til m.v. að notandasíðan mín leit ekkert illa út áður en ég þurfti að breyta henni. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 2. ágúst 2005 kl. 18:44 (UTC)[svara]

Wiktionary

Góðan daginn! Ég heiti Birdy.
I am trying to learn Icelandic and I am working on the icelandic Wiktionary, and I wanted to ask if somebody here knows, whom I have to ask for administrator - rights for the is.Wiktionary.
Many thanks in advance, Kær kveðja, --Spacebirdy 4. ágúst 2005 kl. 20:39 (UTC)[svara]

The Icelandic Wiktionary doesn't have a bureaucrat so you'll have to ask at meta:Requests for permissions. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 4. ágúst 2005 kl. 20:44 (UTC)[svara]
Takk fyrir :) --Spacebirdy 4. ágúst 2005 kl. 21:47 (UTC)[svara]

Translation

I'm working on an article in English wikipedia, and it would be of great if someone help could help in translating the following:

"Þeir Brynjólfur og Ársæll tóku strax til starfa á þeim vettvangi sem um var að ræða, Félagi ungra kommúnista og Jafnaðarmannafélaginu og Alþýðuflokknum gegnum það. Snemma árs 1924 var stofnað Samband ungra kommúnista, en þá höfðu verið stofnuð félög ungra kommúnista á örfáum stöðum utan Reykjavíkur."

"Á Alþýðusambandsþingi haustið 1924 var Félagi ungra kommúnista í Reykjavík meinuð innganga í sambandið og útgáfa Rauða fánans fordæmd.".

? --213.114.31.18 26. sep. 2005 kl. 14:02 (UTC)

A rough translation would be something like this: " Brynjólfur and Ársæll got to work im the possible venues, the Young Communist society, the Social-Democrat society and trough that the Alþýðuflokkur (Peoples Party). In early 1924 the National Association of Young Communists was founded, but at that point Young Communist societies had been founded in a few places outside Reykjavík."

"At the annual counsil of the Labour Federation (Alþýðusambandið) in the fall of 1924 the Reykjavík Young Communist society was deied admission to the federation and the publication of the Red Flag condemned. --Baldvin Örn 4. okt. 2005 kl. 19:33 (UTC)

Brynjólfur and Ársæll immediately started working in the field discussed [...] The rest looks okey to me. More context would be nice. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. okt. 2005 kl. 19:47 (UTC)
On second thought, the other translation might work, I am not familiar with the use of the word venues. Once again, more context would be nice :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. okt. 2005 kl. 19:54 (UTC)

Alfræðiorðabók

Þetta er kannski hálf smásmugulegt og kjánalegt, en þetta slagorð frjálsa alfræðiorðabókin hefur verið að pirra mig mjög lengi. Það er þýðing á the free encyclopedia, ég veit, en málið er að hún er ekki alveg rétt: Alfræðiorðabók og encyclopedia bera ekki í sér sömu merkinguna. Það útlenska (gríska) þýðir í raun, svo maður noti skýringunna á en:Encyclopedia, almenn menntun. Það er gamalt orð sem hefur slitið öllum tengslum við upprunalega merkingu þess, en í rauninni er það semsagt bara eitthvað rit sem hefur að geyma allskonar þekkingu. Alfræðiorðabók er mun gegnsærra orð og ber í sér ekki bara að um sé að ræða rit, heldur bók. Og þetta er sko engin bók, þó þetta sé rit. Þetta er vefur. Til dæmis talar Hvar.is ekki um alfræðiorðabækur, heldur alfræðirit: [13] og LHÍ notar líka það heiti á síðu sem einmitt tengir í meðal annars Wikipediu: [14]. Hvað finnst fólki? Er einhver annar búin(n) að hugsa um þetta? --Sterio 10:29, 21. maí 2005 (UTC)

Þegar forsíðunni var breytt síðast lagði ég til þann texta sem nú er inngangurinn að síðunni, þar er talað um alfræðirit og alfræðisafn, einmitt vegna þess að alfræðiorðabók fór eitthvað í taugarnar á mér. Slagorðið og lógóið er ennþá óbreytt en ég held að við ættum að samræma þetta allt. --Bjarki Sigursveinsson 12:30, 21. maí 2005 (UTC)
Hvað með slagorðið, á það þá að vera „Frjálsa alfræðiritið“ ? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:26, 21. maí 2005 (UTC)
Það finnst mér já... --Sterio 17:43, 21. maí 2005 (UTC)
Hljómar ekki „Frjálsa fróðleikssafnið“ betur? --Stefán Vignir Skarphéðinsson 19:28, 22. maí 2005 (UTC)
Ég kýs að nota alfræðirit frekar en fróðleikssafn þessa stundina, hinsvegar er eitthvað heillandi við að nota orðið fróð-„leikur“, það er minna formlegt og skemmtilegra. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22:07, 22. maí 2005 (UTC)
Ég veit ekki, mér finnst fróðleikur frekar vera eins og eitthvað sem að maður les aftan á kókópöffs pakka en það er kannski bara ég. Alfræðirit er ágætt. --Bjarki Sigursveinsson 22:40, 22. maí 2005 (UTC)
*Hlátur*. Mjér lízt mér vel á „alfræðirit“ og að „Frjálsa alfræðiritið“ verði slagorð vort, það er svo íslenzkt eitthvað. Og ég er sammála þér í súkkulaðikúlumorgunmatsályktun þinni. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:07, 24. maí 2005 (UTC)
Alfræðirit hljómar talsvert virðulegra en fróðleikssafn, sem er frekar "sjoppulegt" orð að mínu mati. --Sindri 23:33, 22. maí 2005 (UTC)

Ég breytti mörgu af þessu í bæði greinum og viðmótinu í "Frjálsa alfræðiritið" og bað um nýtt logo á meta, sjá meta:Wikipedia_logo_in_each_language#Needing_attention. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:37, 13. júní 2005 (UTC)

Leitarorð

Er einhvers staðar skráð hvaða leitarorð fólk slær oftast inn? Og er þá ekki hægt að nota þær upplýsingar til að búa til nýjar síður?--Heiða María 23:04, 20 feb 2005 (UTC)

Því miður er ekki fylgst með því (í núverandi útgáfu MediaWiki - það gæti verið á teikniborðinu); en það næstbesta í stöðunni er Kerfissíða:Wantedpages. Ekki alveg það sem múgurinn vill, en augljóslega það sem að greinahöfundarnir vilja (mér finnst þessi listi "nákvæmari" ef að maður hoppar yfir 100 eftirsóttustu síðurnar). --Smári McCarthy 23:22, 20 feb 2005 (UTC)
Ef þú hefur samband við þá sem hafa aðgang að vefþjónaskránnum á wikitech-l@wikimedia.org gætu þeir mögulega búið til svona lista fyrir þig (geta það náttúrulega, bara spurning hvort þeir nenna því). —Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:11, 27 feb 2005 (UTC)
Þetta er komið núna á http://www2.knams.wikimedia.org/stats/is.wikipedia.org/usage_200507.html#topsearchÆvar Arnfjörð Bjarmason 12. júlí 2005 kl. 15:44 (UTC)[svara]

WikiVaka 2005

Halló krakkar. Ég er að ígrunda möguleikanna á því að halda Wiki-Vöku einhverja helgina í vor .. hugmyndin er:

 1. Fá húsnæði til afnota yfir eina helgi þar sem að tölvur eru - skólar koma helst til greina.
 2. Hanga í tölvuverinu, skrifa greinar, éta pizzur og vera kúl.
 3. Prenta flotta boli sem á stendur "WikiVaka 2005" og Wikipedia logoið og svona..
 4. Fá einhvern danskennara til þess að koma á laugardeginum, t.d., og brjóta upp helgina með því að kenna okkur að dansa Vikivaka.
 5. Gætum haft eitthvað létt þáttökugjald til þess að dekka einhverja kostnaðarliði (t.d. boli og danskennslu)
 6. Fjölmiðlafár, að sjálfsögðu! Ekki það að ég sé mikil media-hóra (þó svo að mér sé sagt annað), en Wikipedia þarf á smá athygli að halda.
 7. Reyna að fá sem flesta til þess að mæta; auglýsa vel.

.. gera einhvern hressandi atburð úr þessu. Ævar lagði til að þetta ætti að vera á Akureyri sökum þess hve yfirþyrmandi meirihluti skrifanda eru þar, og ég er svosem til í það að því gefnu að einhver úr Höfuðborginni sem ætlar að keyra norður leyfi mér að fljóta með. En burtséð frá öllum nánari útfærslum, hvernig lýst fólki á þessa hugmynd og hverjir eru til í að mynda "nefnd" um að hrinda henni í framkvæmd?

Kannski nánari umræða um þetta gæti farið fram á Wikipedia:WikiVaka, upp á watchlistann eða eitthvað. Sjáum hvað setur og færum þetta þangað ef að allt flæðir yfir um.

--Smári McCarthy 12:48, 1 mar 2005 (UTC)
Þetta er nú svona nett nördó ;-) en allt í lagi hugmynd. Ég er samt svo ný hér (og er mjög upptekin) að ég held að ég mæti ekki. (--Heiða María)
"Nett nördó". Ég gæti ekki orðað þetta betur sjálfur - en það er eiginlega hluti af hugmyndinni. En það að vera nýr er enginn glæpur.. það að gleyma að skrifa undir er það. --Smári McCarthy 07:26, 2 mar 2005 (UTC)
Já þetta er hrikalega nördó, en allt í lagi með það svosem. Það má vel vera að ég fáist í eitthvað svona rugl ef ég verð á landinu og ekki upptekinn í einhverju öðru, sjáum til. --Bjarki Sigursveinsson 23:55, 2 mar 2005 (UTC)
Þessi mánuður verður örugglega svoldið bissí hjá mér en við sjáum til. Ég veit það samt ekki hvort ég myndi leggja í það að fara alla leið til Akureyrar. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 01:47, 3 mar 2005 (UTC)
Þótt svo að hugmyndin sé enn á frumstigi þá langaði mig að benda á að ég get hugsanlega reddað húsnæði á Akureyri með neti og tölvum. Annars er ég tilbúin að fara til Reykjavíkur ef að einhver getur reddað húsnæði et cetera þar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16:36, 3 mar 2005 (UTC)
Ég er ný þannig að mig langar að spyrja hvort þetta hafi nokkuð orðið að veruleika núþegar. Ef ekki er ég til! IngaAusa 01:35, 1. maí 2005 (UTC)
Held þetta hafi drepist í fæðingu. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 01:38, 1. maí 2005 (UTC)
Þetta var líka alltaf spurning um dagsetningu og tíma. Það væri alveg pæling að hafa þetta yfir helgi einhverntíma í sumar þar sem fæstir eru í skóla á þeim tíma og þar með hefur fólk tíma.
Varðandi staðsetningu, þá væri alveg mögulegt að hafa þetta bæði á Akureyri og í Reykjavík. Svo væri líka mögulegt að koma með þá málamiðlun að hafa þetta bara í Borgarnesi eða nágrenni. Örugglega lítið mál fyrir mig að redda húsnæði þar, hvort sem er í grunnskólum eða í Gamla mjólkursamlaginu.
Og í sambandi við dagsetningu þá væri auðvitað fýsilegast að hafa þetta uppúr miðju sumri þegar við fátæku námsmennirnir eigum einhvern pening. -Hvenær ætluðu Smári og Friðrik að fara til Þýskalands annars? -Það er ekki sniðugt að skilja þá útundan... --Stefán Vignir Skarphéðinsson 02:30, 1. maí 2005 (UTC)

Grafískar tímalínur

Hæhæ, mig langar svo að gera tímalínu sálfræðinnar grafíska, en ég kann það ekki. Getur einhver gert það, eða kennt mér það? --Heiða María 16:14, 10 mar 2005 (UTC)

Skoðaðu það sem er á Flokkur:Grafískar tímalínur og en:Category:Graphical timelines og finndu einhverja í þeim stíl sem þú vilt hafa þetta í, þá ætti ekki að vera málið að sjóða eitthvað saman handa þér. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 16:26, 10 mar 2005 (UTC)
Eitthvað svona væri fínt. Þetta mætti samt alveg vera í aðeins minna áberandi lit, t.d. ljósbláum eða ljósgrænum. --Heiða María 16:38, 10 mar 2005 (UTC)
Ég er svona eitthvað að fikta við þetta (sjá Snið:Tímalína sálfræðinnar) en það koma ekki íslenskir stafir. Hvernig er hægt að laga það? Einnig: Hvernig á að koma sniðinu inn á tímalínu sálfræðinnar? --Heiða María 22:27, 10 mar 2005 (UTC)
EasyTimeline (tímalínufyrirbærið) styður ekki UTF-8 stafasettið ennþá. Þetta er vandamál sem stendur til að laga, en það er lítur ekki út fyrir að það verði á næstu dögum. Málið er bara að reyna að forðast Íslenska stafi. Í bili. --Smári McCarthy 22:33, 10 mar 2005 (UTC)
Þú getur það með smá hakki, ég er í augnablikinu að kóða upp forrit sem gerir þetta auðvelt...—Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:55, 10 mar 2005 (UTC)
Komið, ekki alveg fullkomið (fyrsta JavaScript forritið mitt) en þú getur breytt streng eins og „tæðí“ í „t&aelig;&eth;&iacute;“, verður svo að nota sniðið [[t&aelig;&eth;&iacute;|tæðí]] þegar þú gerir tengla í easytimeline. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 23:36, 10 mar 2005 (UTC)
Hmmm, annað hvort er ég að gera eitthvað vitlaust, eða þá að þetta er ekki að virka. Sjá hér.--Heiða María 23:47, 10 mar 2005 (UTC)

Ný ára/dagasnið

Ég legg til að við tökup upp hér ný ára og dagasnið, tillögu mína má skoða á 2005, ástæðan fyrir að ég vil breyta þessu er aðallega sú að það er asnalegt að skipta þessu eftir eyju sem 0.005% jarðabúa búa á og svo í allt annað (Wikipedia:Það sem Wikipedia er ekki) en jafnvel þetta væri stækkað og skipt eftir löndum værum við samt í vandræðum með hvað telst hvar, t.d. stendur á 5. desember „Fyrsta breytingin á Íslensku gerð á Íslensku Wikipedia“, augljóslega er fáránlegt að setja þetta þarna þar sem Wikimedia þjónarnir eru staðsettir í Tampa í Flórída og eru því ekkert á Íslandi frekar en margt annað, og ef það á að fara flokka þetta eftir Íslands-tengdum atburðum er farið að dansa á hálum ís.

Því legg ég til að við tökum upp sama snið á og er á þessu á enskunni, sjá 2005. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:12, 17 mar 2005 (UTC)

Þessi skipting er reyndar mjög hentug í ljósi þess að 95% þeirra sem eru læsir á íslensku hafa sérstakan áhuga á umræddu skeri og búa þar. Það hefur satt að segja ekkert verið neitt sérstaklega erfitt að ákveða hvoru megin línunar atburðir eiga að vera, við getum áreiðanlega lifað með því að einhverjir atburðir séu á gráu svæði. --Sindri 14:09, 19 mar 2005 (UTC)
það er að mínu mati mun betra að fá yfirlit yfir atburði almennt ef þeir eru allir í tímaröð en ekki í blandaðri landa og tímaröð svo betra yfirlit fáist yfir tengsl þeirra og því sé forðast að lista þá oftar en einu sinni, sem mér nokkuð ljóst að munu gerast sé núverandi stíl haldið t.d. ef atburðurinn sem um ræðir gerðist þar sem tvö lönd hafa yfirráðasvæði, s.s. á hlutlausa svæðinu á Kóreuskaganum, ef eitthvað ríki fer í stríð við annað, auk algengari og hversdagslegri atburða, hvort myndiru t.d. setja „ólafur ragnar fer í opinbera heimsókn til kína“ undir kína eða ísland? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:32, 19 mar 2005 (UTC)
Morgunblaðið skiptir öllum sínum fréttum í innlent og erlent, án vandkvæða, sumar fréttir eru á gráu svæði og þeir setja hluti frekar í innlent sem reglu sýnist mér. "Ólafur Ragnar fer til Kína" væri innlend frétt. Ég ætla nú samt rétt að vona að svoleiðis gúrkufréttir séu ekki á leiðinni inní þetta. --Sindri 11:19, 20 mar 2005 (UTC)
Sniðið er fínt, við ættum að nota það. Annars vil þorri þeirra sem að lesa þetta, þ.e. Íslendingar, örugglega skoða íslenska atburði eina og sér, einhverskonar málamiðlun væri við hæfi. Það á reyndar engin eftir að nenna að fylgjast með þessum áætluðu atburðum held ég, en sniðið er kannski ágætt ef maður hugsar til framtíðar (þegar að íslenskir wikipedians verða kannski fleiri :). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15:07, 19 mar 2005 (UTC)

Sæl veriði. Ég er um það bil að fara að breyta ára- og dagasniðum til þess að hafa eitthvað staðlað form á þessu. Fyrst og fremst vil ég láta allar fyrirsagnir vera fyrirsagnir, en sem stendur ber mikið á því að fæðingar- og dauðar séu bara merktir með feitletrun, sem er ekki alveg rétt að mínu mati. Svo þurfum við að ákveða hvaða flokkar skulu vera á ártölunum.

Ég tel að við ættum að hafa eftirfarandi flokka, og í þessari röð:

 • Á Íslandi
  • Fædd
  • Dáin
  • Íþróttir
  • Listir
  • Vísindi
 • Erlendis
  • Fædd
  • Dáin
  • Íþróttir
  • Listir
  • Vísindi
 • Nóbelsverðlaun
 • Þjóðhöfðingjar (Þetta er gert á en:)

Undir "Á Íslandi" og "Erlendis" kæmu atburðir sem falla ekki í neinn undirflokkanna, en mér finnst óþarfi að búa til sér undirtitil að nafni "Atburðir" þar. Þetta snið er viljandi svolítið Ísland-centric, enda er þorri þeirra sem leita að efni á Íslensku að leita að einhverju sem tengist Íslandi, að öllu jöfnu. Deila kom upp hvort að það ætti að vera fædd og dáin eða fætt og dáið. Ég styð hið fyrrnefnda. --Smári McCarthy 14:05, 10. apríl 2005 (UTC)

En hvernig væri fæðingar og andlát? --Gunnar Freyr Steinsson 14:56, 18. apríl 2005 (UTC)

Úrvalsgreinar

Hæ! Ég fór að velta fyrir mér úrvalsgreinum. Nú erum við ekki lengur í þeim bransa að birta úrvalsgreinar á forsíðunni, en þó finnst mér mikilvægt að við pössum upp á það að merkja við þær greinar þar sem að efninu hefur verið gerð mjög góð skil. Sú hefð virðist ríkjandi að merkja slíkar greinar á spjallsíðunum, ofan við gátlista, en ég held að það sé firra - þó svo að ég ætli að gera það við nokkrar greinar sem að hafa verið í tilnefningarlistanum í þó nokkurn tíma.

Ég vil að við ræðum eftirfarandi:

 • Hvernig kröfur, ef staðlaðar eru, skulum við gera til úrvalsgreina?
 • Hvernig eigum við að koma úrvalsgreinum á framfæri án þess að ónáða fólk á forsíðunni?
 • Hvernig eigum við að hvetja hvort annað hér, sem greinahöfundar, til þess að leggja mikin metnað í einstakar greinar?

Og.. vonandi eru allir sáttir við það að ég merki nokkrar greinar sem Úrvals. Sjá Flokkur:Úrvalsgreinar. -Smári

Varðandi kröfur þá er örruglega gáfulegast að fara eftir þessu: en:Wikipedia:What is a featured article. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:46, 1. apríl 2005 (UTC)
Já, ég er sammála því að nota sömu standarda og enskan, nema að ég held að við getum varla haft greinarnar jafnlangar og þær eru oftast á ensku (þó að þessi skilgreining á ensku WP segi að hún þurfi ekki að vera löng, eru þær það næstum alltaf). Svo finnst mér reyndar að það ættu að vera í það minnsta úrvalsgreinar á forsíðu. en það er bara ég. --Sterio 15:00, 1. apríl 2005 (UTC)
Það er tengill í Úrvalsgreinalista á forsíðu, varðandi hvatningu ég hef verið að gefa fólki verðlaun til að hvetja það áfram, þau eru ekkert til að halda á, en ég vona að þau gleðji alla veganna. Svo er gamla góða H-vítamínið alltaf best (hrós). Ég á eftir að veita tveim einstaklingum hérna verðlaun, ég er enn að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug. Annars er augljóst að hér eru fróðari menn en ég, margir þeirra sérfróðir og mér finnst eins og að við ættum að gera grein fyrir sérþekkingu þeirra svo að við getum leitað til þeirra og borið saman bækur. Moi er t.d. stærðfræðingur að ég held, og eflaust einhverjir fleiri sem að eru sérlegir grúskarar í öðrum fögum eins og Heiða sem er í sálfræði, Halfdan lítur út fyrir að vita ýmislegt um frumefni (efnafræði þá líklegast), ævar virðist vera niðursokkinn í forritun og frjálsan hugbúnað o.s.frv. Að síðustu finnst mér eins og við ættum að vera dugleg að heilsa nýjum notendur, bara upp á móralinn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15:20, 1. apríl 2005 (UTC)
Mér finnst ekkert að því ferli sem hefur verið viðhaft hingað til. Ágætt að hafa einhverjar viðmiðanir eins og á þessari ensku síðu en við eigum ekkert að hengja okkur í því samt, reglan að mér finnst á bara að vera að hvert einstakt tilvik sé borið undir samfélagið okkar til samþykkis eða synjunar. Þannig að... nei engar staðlaðar kröfur takk.
Varðandi merkingar á slíkum greinum og það hvernig þeim er komið á framfæri þá byrjaði ég einhvern tíman á því að merkja spjallsíður þeirra, það er gert á enskunni (sjá t.d. hér) en tilgangurinn með því er ekki verulega skýr finnst mér og ég er sáttur við að því verði sleppt. Wikipedia:Úrvalsgreinar hefur alltaf verið aðalleiðin til að nálgast úrvalsgreinar og á þá síðu er tengt frá forsíðunni þannig að ég held að það sé ekkert vandamál.
Svo er ég sammála því að við megum vera duglegari að hrósa fyrir það sem vel er gert hér. --Bjarki Sigursveinsson 19:37, 1. apríl 2005 (UTC)
Tilgangurinn með því er skýr, sjá en:Wikipedia:Avoid self-references. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:40, 1. apríl 2005 (UTC)

WikiMania

Fyrir nokkrum árum gerði ég þau hrapalegu mistök að lofa sjálfum mér því að fara til útlanda lágmark einu sinni á ári, og fyrir einhverjum happa hefur það tekist fram til þessa. Hinsvegar blasir við að peningurinn verði af skornari skammti á þessu ári, og verið er að reyna að draga mig á Wacken, What The Hack?, og ýmsar aðrar samkundur hér og þar um Evrópu. En WikiMania er nokkuð sem að ég gæti hugsanlega haft ráð á að komast á... en ég nenni varla einn. Hefur einhver áhuga? Er þetta ekki fullkomið tækifæri til þess að koma Íslandi á kortið? Ætlar einhver að vera með mér í að afhenda Jimmy Wales og kó Friðriks-Ananasinn eða aðra is:Lenska verðlaun fyrir vel unnin störf? Ef að einhver vill fara með, þá vil ég fara. Svo ættum við að geta reddað styrkjum líka - það væri best sko. --Smári McCarthy 17:05, 5. apríl 2005 (UTC)

Fer eftir því hvenær þetta er, eftir sumarið á maður náttúrulega pening, og þar sem að ég er nýorðinn sjálfráða... já, ég myndi nenna með þér ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:34, 5. apríl 2005 (UTC)
Samþykkt. Eigum við að skrá okkur strax? Ef að við gerum það ekki gæti verið dýrara fyrir okkur að útvega gistingu... á WikiTravel er hægt að sjá fleiri möguleika um gistingu - Stay and Learn Hostel hljómar ágætlega, og bara €10 dýrara. En auðvitað væri best að fá gistingu í Haus der Jugend. Ég er ekki viss hvort að ég vilji lofa mér í þessa ferð alveg strax, vegna þess að ég veit að ég mun vera févana, en besta leiðin til þess að tryggja svona ferð er að stökkva út í djúpu laugina. Það er reyndar líklegt á að ég geti fengið fría eða rosalega ódýra gistingu fyrir mig á vegum Round Table, en það myndi örugglega ekki gilda um neina aðra. Annað í dæminu er hvort að einhverjir vilja styrkja þessa ferð okkar. Svona, svo að ég opinberi það nú aðeins, þá hefur nokkuð af vinnutíma mínum hjá Vestmannaeyjabæ undanfarinn mánuð farið í það að setja upp MediaWiki og forrita extensions í það fyrir sérhæft project á vegum bæjarins og menntamálaráðuneytisins, sem að ég get ekki tjáð mig meira um í augnablikinu, en það gæti verið að það sé hægt að mjólka annann hvorn þann spenann upp á smá lífeyrir fyrir þessa ráðstefnu. En hefur enginn annar áhuga á því að fara á þetta? Come on.. Ævar! --Smári McCarthy 13:53, 8. apríl 2005 (UTC)
Svona svo að ég minnist á það, þá er þetta 4-8. ágúst n.k. í Frankfurt, Þýskalandi. --Smári McCarthy 13:59, 8. apríl 2005 (UTC)
Mér líst vel á þetta Hótel svo sem. En við reynum að komast í ungmennahúsið þá. Væri náttúrulega ekkert verra að draga fleiri með. Kannski þú getir fengið styrki frá bæjarfélaginu út á vinnu þína fyrir þá? Ég ætla að skoða þetta betur yfir helgina. Ég hef náttúrulega ekki farið út áður á eigin vegum, venjulega einhver sem að skipuleggur allt fyrir mig svo ég þarf að grúska aðeins meira í þessu. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14:20, 8. apríl 2005 (UTC)
Ég nefndi þetta við yfirmann minn, og hann sagði að besta ráðið, fyrir okkur báða, og aðra sem að vilja koma, væri að hafa samband við Menntamálaráðherra. Við gætum sent henni bréf og sníkt kannski nokkra þúsundkalla á mann í ferðastyrk - ráðherrar eru yfirleitt með c.a. hálfa milljón í skúffunni fyrir einmitt svona tilvik, að mér skilst. Lauslega reiknað ætti þessi ferð að kosta okkur svona 50000 kall á mann, og auðvitað myndum við dekka eitthvað sjálfir. En ert þú á höfuðborgarsvæðinu Friðrik?
Annað.. ég held að það yrði mjög gaman að tengja þessa ferð okkar, verði hún að veruleika, við WikiVöku hugmyndina sem ég nefndi hér áður - halda smá hitting áður en að við færum út. En við sjáum til. --Smári McCarthy 15:37, 8. apríl 2005 (UTC)
Silly question. Ég leit ofar og sá að þú býrð á Akureyri. Flott mál. Tala við þig betur á IRC á eftir. --Smári McCarthy 15:39, 8. apríl 2005 (UTC)

Ártalasíður og sauðkindin

Væri nokkuð hægt að fá einhvern bottinn til að fylla út í ártalasíðurnar þar sem vantar (t.d. 1749 - 1701 og 1599 og niðurúr) ? Líka spurning með ártalaflokkana... en það væri sérstaklega mikið hagræði að því að fá ártölin inn. --Akigka 10:34, 17. maí 2005 (UTC)

Þyrfti þá að gera smá kóða til að búa til áratugina þrjá útfrá gefnu ári *geisp*. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:43, 17. maí 2005 (UTC)
Einmitt! Það er einmitt málið. Sem krítar inn ártalssniðið fyrir hvert ár þar sem ekkert er á viðkomandi síðu... Snjall ertu :) --Akigka 10:47, 17. maí 2005 (UTC)

Hvernig snið viltu hafa á þessu, eitthvað svona? (Ef við gefum okkur að 2005 væri ekki til):

2005:

{{Ár|
[[2002]]|[[2003]]|[[2004]]|[[2005]]|[[2006]]|[[2007]]|[[2008]]|
[[1991–2000]]|[[2001–2010]]|[[2011–2020]]|
[[20. öldin]]|[[21. öldin]]|[[22. öldin]]
}}

[[Ár]]ið '''2005''' er í [[Gregoríanska tímatalið|Gregoríanska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á laugardegi]].

[[Flokkur:2005]]
[[Flokkur:2001-2010]]

[[en:2005]]

Flokkur:2005:

[[Ár]]ið '''2005''' er í [[Gregoríanska tímatalið|Gregoríanska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á laugardegi]].

{{Aðalgrein|2005}}

[[Flokkur:2001-2010]]

[[en:Category:2005]]

Flokkur:2001-2010:

[[Flokkur:21. öldin]]
[[Flokkur:Ár eftir áratugum]]

[[en:Category:2000s]]
Ævar Arnfjörð Bjarmason 11:43, 17. maí 2005 (UTC)
Held að þetta sé málið, en ætti líklega að vera gregoríska tímatalið (með lágstaf). --Akigka 11:52, 17. maí 2005 (UTC)
Það mun vera „Gregoríska“, allavegana skv. Spjall:Gregoríska tímatalið. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:04, 17. maí 2005 (UTC)
Ekki með lágstaf þá? Hélt að flestöll -sk- orð í íslensku væru með lágstaf... :-| --Akigka 12:08, 17. maí 2005 (UTC)
Líklega stórt því það er dregið af þessum Gregor þarna. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:25, 17. maí 2005 (UTC)
Alltaf gaman að blanda sér í eldgamla og löngu dauða umræðu. En það mun vera lítill stafur í gregoríska / gregoríanska tímatalinu. Það breytir engu þótt orðið sé dregið af sérnafni. --Cessator 20. des. 2005 kl. 18:37 (UTC)
Ég er nær búinn að skrifa þennan botta, en helduru að þetta sé það sniðug hugmynd, að búa til hundruðir áragreina með ekkert innihald? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 13:49, 17. maí 2005 (UTC)
Það er kannski allt í lagi að fá second opinion, en málið er að það er eiginlega of mikið föndur að útbúa handvirkt hverja ártalssíðu þegar bæta á við einum atburði eða þul. Svo er líka töluverð hætta á innsláttarvillum með þeirri aðferð. Er ekki rétt að þetta hafi verið gert vélrænt á hinum wikipediunum? --Akigka 13:52, 17. maí 2005 (UTC)
Jújú, hlýtur að vera í lagi, svo væri reyndar hægt að gera þetta fyrir margt annað, t.d. greinar um tölur, bæji á íslandi o.fl. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 17:25, 17. maí 2005 (UTC)
Bah, ég fann ekkert gögn um á hvaða degi öll ár byrja (enskan er ekki með þetta), hvað á að skrifa í þeim 2tilfellum? „1700 er ár“ ? —Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:02, 17. maí 2005 (UTC)
[15]
Drengir mínir. Til hvers að búa til skrilljón milljón greinar um einhver ár sem ekkert virðist fjalla um. Ekkert gaman að fara á handahófsvalda síðu og lenda bara á e-h ártölum sem ekkert gerðist á auk þess sem þetta skekkir fjölda þeirra greina svoldið af mínu mati. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 11:23, 18. maí 2005 (UTC)
Hmmm. Þannig er það á hinum skandinavísku wikipediunum alla vega. Hellingur af árum þar sem engir atburðir eru skráðir. Það eina sem ég er að segja er að það er miklu þægilegra að bæta atburðum inn á ártalssíður sem eru til, en þurfa í hvert skipti að edita árasniðið og allt hitt (miðað við copy-paste af síðum sem eru til), með tilheyrandi hættu á innsláttarvillum. --Akigka 12:43, 18. maí 2005 (UTC)
Svo er enginn að tala um milljón síður... bara svona ca. til ársins núll, til að byrja með ;) --Akigka 12:48, 18. maí 2005 (UTC)
Þá grunar mig að það sé best að sleppa því að telja þær með hinum greinunum. „Íslenska Wikipedia fór í gang 5. desember 2003 og hefur núna x greinar og þarf af y ártöl og dagsetningar.“ --Stefán Vignir Skarphéðinsson 13:38, 18. maí 2005 (UTC)
Ég er sammála Stefáni í þessum efnum: Það að búa til ártalasíður allt aftur í árið 0 er slatti. Það eru 2000 greinar. Náttúrulega margar hverjar þegar til, en það er samt ansi mikið af greinum fyrir þó þetta litla Wikipediu. Það er vissulega þægilegt, ég neita því ekki, að hafa þetta þegar tilbúið í staðin fyrir að gera það handvirkt, en einhver möguleiki að láta það gerast án þess að greinarnar séu taldar með eða jafnvel valdar með í handahófsvaldar síður (eins og að maður fær aldrei notendasíður eða kerfissíður í þeim (að því ég best veit)). Bara mínir tveir hundraðshlutar gjaldmiðils. --Sterio 13:55, 18. maí 2005 (UTC)

Allavegana, þetta er hérna og kóðinn er hér og hér, algerlega sub-par stuff, en hey, þetta þýðist allavegana;) —Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:34, 18. maí 2005 (UTC)

Kóðinn er góður, svo langt sem hann nær (aftur til 1800?). Það eru auðvitað til síður fyrir árin frá 2000-1750 og 1700-1600 AFAIK, svo þetta er spurning um ca 1600 síður til ársins 0. En það er líka hægt að nota perlskriftuna til að finna út wikið fyrir síðuna og gera copy-paste án þess að þurfa að breyta henni handvirkt. Það er strax framför, sérstaklega ef skriftan næði aftar í tíma. Þyrfti bara að koma link á hana á hjálpina eða einhversstaðar. --Akigka 23:10, 18. maí 2005 (UTC)
Svo er annað ... allar mánaðarsíðurnar eru með vitlausu ártali og vikudögum í dagatalssniðinu...:( Spurning hvort sauðkindin mikla ræður við að leiðrétta það? --Akigka 23:12, 18. maí 2005 (UTC)

Wikipedia á Íslenzku

Hægt yrði að velja milli ritkerfa í notendastillingum.

Er áhugi fyrir því að fá Wikipedia með Íslenzku ritkerfi? Ég er búinn að vera að breyta hugbúnaðinum í þá áttina og er þá að byggja á kóðanum sem kínverska Wikipedia er að nota og sjá má í keyrslu hér (hefðbundin) og hér (tævönsk). Það myndu þá bætast við tveir flipar í viðmótið sem hægt væri að velja á milli mismunandi ritkerfa með, auk þess sem notendur gætu breytt stillingum sínum þannig að þetta væri alltaf á zetunni, en núverandi kerfi yrði að sjálfsögðu enn sjálfgefið. Ekki yrði hægt að breyta greinum í „Íslenzkuham“ til að forðast vandamál sem gætu komið upp með að breytingar milli ritkerfa væru ekki alveg taplaus (lossless).

Hjartað í þessu yrði að sjálfsögðu orðalistinn sem skoðaður yrði þegar breytingin færi fram (þ.e. íslenska => íslenzka, helsta => helzta o.s.f.) sem þyrfti að innihalda allar beygingarmyndir orðanna sem í honum væru. Listanum væri hægt að breyta í gegnum Kerfismeldinganafnrýmið þannig að það myndi ekki standa á að fá þetta í sjálfan hugbúnaðinn til að uppfæra hann.

En allavegana, hér eru tvö skjáskot af þessu þar sem sýnd eru þau tvö orð sem þetta styður hingað til.

Íslenska
Íslenzka
Ævar Arnfjörð Bjarmason 10:58, 17. maí 2005 (UTC)
Menntaskólinn í Reykjavík, ert þetta þú? :-) --Hálfdan Ingvarsson 20:55, 17. maí 2005 (UTC)
Menntaskólinn í Reykjavík kennir Íslensku. Það gerir aftur á móti verzló víst ekki ;-) --Martin Swift 11. okt. 2005 kl. 05:17 (UTC)
Hefur einhver sagt það við þig að þú sért alveg snar? ;) Annars held ég að Morgunblaðið verði alveg stórhrifið af þessu. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 21:58, 17. maí 2005 (UTC)
Breytingartaflan sem ég gerði er á Wikipedia:Íslenzka og vantar að sjálfsögðu mikið upp á hana, endilega að bæta við. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:38, 19. maí 2005 (UTC)
Öhm... til hvers er þetta? --Bjarki Sigursveinsson 19:30, 19. maí 2005 (UTC)
Til að hægt sé að lesa greinar íslenzku sem er bezta og helzta mál í heimi! —Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:59, 19. maí 2005 (UTC)

Allavegana, þetta er komið í CVS þannig Íslenzkan verður möguleiki í 1.5, yeij. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 02:15, 24. maí 2005 (UTC) Æji ég tók þetta út aftur. —Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. júlí 2005 kl. 15:44 (UTC)[svara]