Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gamla mjólkursamlagið í Borgarnesi var hannað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, fyrir Kaupfélag Borgfirðinga. Eftir að Mjólkursamlag Borgfirðinga flutti í stærra húsnæði á Engjaási var byggingavörudeild kaupfélagsins flutt þangað þar til sú starfsemi var flutt annað.

Nú til er húsið notað sem samkomuhús. Leikdeild ungmennafélagsins Skallagríms hefur notað húsið undir leiksýningu, ungmenni í Borgarnesi nota húsið undir hljómsveitaræfingar og ýmsar samkomur auk þess sem það er miðstöð Borgfirðingahátíðar þegar hún er haldin ár hvert.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.