Tinna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tinna er hörð bergtegund úr kvarsi sem var fyrr á öldum notuð til að búa til spjótsodda og fleiri vopn og verkfæri, og til þess að kveikja eld. Þegar tinna er slegin í stál myndast neistar.

Tinna er gráleit eða svört á litin. Þessi bergtegund finnst ekki á Íslandi.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.