Vestur-Evrópa
Útlit
Vestur-Evrópa er hluti Evrópu sem hefur verið skilgreindur á ólíkan hátt á ólíkum tímum:
- Fram að Fyrri heimsstyrjöldinni var Vestur-Evrópa Bretland, Frakkland og Benelúxlöndin, sem bjuggu við langa lýðræðishefð og aðgreindu sig á ýmsan annan hátt.
- Á tímum Kalda stríðsins voru þau lönd talin til Vestur-Evrópu sem stóðu utan áhrifasvæðis Sovétríkjanna og bjuggu við markaðshagkerfi.
- Fram að útvíkkun Evrópubandalagsins 2004 var Vestur-Evrópa oft miðuð við austurmörk bandalagsins.
Almennt eru eftirfarandi lönd talin til Vestur-Evrópu í dag:
- Norðurlöndin (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð).
- Bretlandseyjar (Bretland og Írland)
- Benelúxlöndin (Belgía, Holland og Lúxemborg).
- Þýskaland, Frakkland, Mónakó og Malta.
- Alpalöndin (Sviss, Liechtenstein og Austurríki).
- Appennínaskaginn (Ítalía, San Marínó og Vatíkanið).
- Íberíuskaginn (Spánn, Portúgal og Andorra).
Að auki eru oft Ungverjaland, Slóvakía, Tékkland og Slóvenía og stundum líka Grikkland og Kýpur talin með af sögulegum ástæðum.