Fara í innihald

Björgunarsveitin Ægir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aðstaða björgunarsveitarinnar í Garði.

Björgunarsveitin Ægir er björgunarsveit í Garði sem var stofnuð árið 1935. Framan af var sjóbjörgun aðalstarfsemi sveitarinnar vegna tíðra sjóslysa við Garðskaga og ströndina innan af honum. Síðan sveitin var stofnuð hefur sveitin bjargað fjölmörgum skipverjum af innlendum og erlendum skipum. Aldrei hafa orðið mannskaðar við þær aðgerðir.

Virkir félagar í dag eru um 20 sem skipast í mismunandi flokka svo sem sjóflokk, landflokk, bílaflokk og fleira, jafnframt leggur sveitin til menn í áhöfn stærsta björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem staðsett er í Sandgerði, Hannes Þ. Hafstein.

Helstu viðfangsefni sveitarinnar í dag eru leit og björgun við strendur Íslands, leit og björgun á landi, þátttakendur í skipulagi Almannavarna Ríkisins. Einnig tekur sveitin að sér ýmis verkefni vegna fjáraflana.

Ein helsta fjáröflun Björgunarsveitarinnar Ægis er útleiga á geymslum fyrir tjaldvagna, fellihýsi og húsbíla, en sveitin hefur yfir að ráða góðu rými fyrir þá starfsemi.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]