Schwerin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Schwerin Lega Schwerin í Þýskalandi
Upplýsingar
Sambandsland: Mecklenborg-Vorpommern
Flatarmál: 130 km²
Mannfjöldi: 91.264 (31. des 2012)
Þéttleiki byggðar: 700/km²
Hæð yfir sjávarmáli: 0-38 m
Vefsíða: www.schwerin.de

Schwerin er næststærsta borgin í þýska sambandslandinu Mecklenborg-Vorpommern með 91 þúsund íbúa og er jafnframt höfuðborg þess. Hún er þar með minnsta og fámennasta höfuðborg sambandslands í Þýskalandi.

Lega[breyta | breyta frumkóða]

Schwerin liggur nær í norðurhluta hins gamla Austur-Þýskalands, við samnefnt stöðuvatn. Næstu stærri borgir eru Wismar til suðurs (20 km), Rostock til norðausturs (60 km) og Lübeck til norðvesturs (50 km).

Skjaldarmerki[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki borgarinnar er gullinn riddari á bláum fleti. Merki þetta kemur fram þegar 1255 á innsigli og var notað allar götur til 1858. Árið 1991 var samþykkt að taka upp þetta merki á ný sem skjaldarmerki borgarinnar með léttum breytingum.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Elstu þekktu nöfn bæjarins eru Zuarina og Zuerin (Zwerin). Þetta kemur úr slavnesku og merkir dýragarður eða dýraönnun, sennilega í sambandi við stóðgarð. Það gæti hins vegar einnig verið dregið af slavneska goðinu Svarog og merkir þá staður Svarogs.[1]

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Kastalinn í Schwerin er stórglæsileg bygging

Snemma á 11. öld er slavneskur bær á staðnum. En 1160 stofnar Hinrik ljón (Heinrich der Löwe) þýska borg hjá bænum og hefst þar með landnám germana á svæðinu. Aðeins 7 árum síðar verður bærinn að biskupssetri og er í kjölfarið miðstöð kristniboðs meðal slava á svæðinu. Með byggingu dómkirkju varð bærinn að pílagrímsbæ, enda var blóðdropi Jesú geymdur þar og tilbeðinn. 1358 dó greifaættin út og varð Schwerin þá hluti af hertogadæminu Mecklenborg. En sökum legu stóð Schwerin borgum eins og Rostock og Wismar langt að baki. Því slapp Schwerin einnig við þátttöku í 30 ára stríðinu að mestu. Borgin kom lítið við sögu í gegnum aldirnar.

Schwerin 1651. Mynd eftir Matthäus Merian.

Nýrri saga[breyta | breyta frumkóða]

Um miðja 19. öld var kastalinn endurgerður og reis þá núverandi glæsikastali. Hann var aðsetur greifanna af Mecklenborg. Eftir heimstyrjöldina fyrri 1918 var fríríkið Mecklenborg-Schwerin myndað innan Weimar-lýðveldisins. Schwerin var höfuðborg þess ríkis. Ríkið var lagt niður 1952 og varð Schwerin þá að venjulegri borg. Borgin varð fyrir óverulegum loftárásum í heimstyrjöldinni síðari. 2. maí 1945 hertóku Bandaríkjamenn borgina átakalaust en skiluðu henni til Breta um sumarið. Samkvæmt samkomulagi bandamanna var borginni skilað til Sovétmanna, enda á þeirra hernámssvæði. Við sameiningu Þýskalands 1990 sóttu Schwerin og Rostock um að verða höfuðborg nýstofnaðs sambandslands Mecklenborg-Vorpommern. Valið féll Schwerin í vil, þar sem borgin var áður aðsetur hertoganna af Mecklenborg og þar sem fyrir voru nógu rúmmiklar byggingar fyrir þing og ráðuneyti. 1993 yfirgáfu síðustu rússnesku hermennirnir borgina.

Vinabæir[breyta | breyta frumkóða]

Schwerin viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Byggingar og kennileiti[breyta | breyta frumkóða]

Dómkirkjan í Schwerin
  • Kastalinn í Schwerin er stórglæsilegt mannvirki, en meginhluti þess var reistur um miðja 19. öld. Kastalinn var aðsetur greifanna af Mecklenborg.
  • Dómkirkjan í Schwerin er elsta nústandandi kirkja borgarinnar, enda reist 1172-1248. Hún hefur að geyma blóðdropa úr Jesú og var því mikil pílagrímskirkja á miðöldum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 243.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Schwerin“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2010.