Salzgitter

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Salzgitter er borg í Neðra-Saxlandi. Íbúar eru um 104.000 (2020). Nálægar borgir eru Braunschweig, 23 kílómetrum fyrir norðaustan og Hannover, um 51 km til norðvestur. Borgin er ein fárra þýskra borga sem var stofnuð á 20. öld en nasistar ákváðu að byggja þéttbýli í kringum járniðnað.