Bottrop

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Altmarkt.

Bottrop er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalía við Rínar–Herne-skurðinn. Hún er hluti af samfelldu þéttbýli í Ruhr og eru m.a. Essen og Oberhausen nálægt. Íbúar voru um 117.000 árið 2021.

Borgin byggðist upp sem námabær um 1860. Fékk borgarréttindi 1921. Sprengjuárásir voru gerðar á olíugeymslur í borginni í seinni heimsstyrjöld.