Hamm

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Hamm Lega Hamm í Þýskalandi
Upplýsingar
Sambandsland: Norðurrín-Vestfalía
Flatarmál: 226,43 km²
Mannfjöldi: 180.000 (2019)
Þéttleiki byggðar: 777/km²
Hæð yfir sjávarmáli: 63 m
Vefsíða: www.hamm.de

Hamm er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu og er með 180 þúsund íbúa (2019).

Lega[breyta | breyta frumkóða]

Miðborg Hamm

Hamm liggur fyrir norðaustan Ruhr-héraðið, norðarlega í sambandslandinu. Næstu borgir eru Dortmund til suðvesturs (25 km), Münster til norðurs (40 km) og Bielefeld til norðausturs (60 km).

Skjaldarmerki[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Hamm er nær alveg gult en fyrir miðju þrjár litlar rendur með hvítum og rauður skákreitum. Merki þetta var þegar til á 13. öld, en var tekið upp í núverandi formi 1934.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Hamm hefur ætíð heitið svona. Orðið merkir beygju í árfarvegi, en borgin stendur við samflæði Lippe og Ahse. Á latnesku heitir borgin Hammona.[1]

Söguágrip[breyta | breyta frumkóða]

Stofnskjal borgarinnar
  • Borgin Hamm var stofnuð árið 1226 af greifanum Adolf I von der Mark. Hún kemur að öðru leyti ekki við sögu í gegnum miðaldirnar.
  • Um miðja 16. öld urðu siðaskiptin í borginni.
  • 1609 varð Hamm eign Brandenborgar (þ.e. prúsnesk) með erfðum.
  • 1734 varð stórbruni í borginni sem eyðilagði 200 hús. Annar stórbruni varð 1741.
  • 1792 settist Loðvík 18. Frakkakonungur að í borginni eftir byltinguna í Frakklandi, ásamt bróður sínum sem seinna varð Karl X.
  • 1815, við endurskipulagningu eftir Napoleonsstríðin, varð Hamm hluti af Westfalen,.
  • 1911-13 var áin Ahse færð úr miðborginni til að skapa meira byggingarpláss.
  • Í heimstyrjöldinni síðari varð Hamm fyrir töluverðum loftárásum sem eyðilögðu 60% borgarinnar.
  • 1945 hertóku Bandaríkjamenn borgina, sem var á hernámssvæði Breta.
  • 1975 voru nokkrir nágrannabæir innlimaðir Hamm og fór íbúafjöldinn þá langt yfir 100 þúsund.

Frægustu börn borgarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Byggingar og kennileiti[breyta | breyta frumkóða]

Pálskirkjan
Glerfíllinn
  • Pálskirkjan er aðalkennileitið í miðborginni. Hún var reist á 14. öld.
  • Glerfíllinn er einkennismerki borgarinnar Hamm. Hann var reistur 1984 sem hluti af mikilli garðasýningu og stendur í Maximilianpark. Hann er nokkra tugi metra hár og er innangengur.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 125.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]