Fara í innihald

Vestur-Sahara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Vestur-Sahara

Vestur-Sahara (spænska: Sahara Occidental) er svæði í Norður-Afríku með landamæri að Marokkó, Alsír og Máritaníu, og strönd að Atlantshafi í vestri. Landið laut stjórn Spánar frá seinni hluta nítjándu aldar til ársins 1975 og nefndist þá Spænska-Sahara. Um leið og Spánverjar drógu sig til braust út stríð þar sem sjálfstæðishreyfing heimamanna, Máritanía og Marokkó bitust um völdin. Árið 1979 tóks Marokkómönnum að leggja undir sig mestallt landið. Sahrawi-lýðveldið, sem nýtur töluverðrar alþjóðlegrar viðurkenningar, gerir tilkall til alls þess lands sem áður var Spænska Sahara en ræður í reynd aðeins yfir litlu svæði í austasta hluta þess. Frelsishreyfing Vestur-Sahara hefur til þessa dags haldið áfram baráttu fyrir sjálfstæði, en stór hluti þjóðarinnar býr í flóttamannabúðum í Alsír.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.