Archibald Primrose, jarl af Rosebery
Archibald Primrose, 5. jarlinn af Rosebery | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 5. mars 1894 – 22. júní 1895 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Forveri | William Ewart Gladstone |
Eftirmaður | Markgreifinn af Salisbury |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 7. maí 1847 Mayfair, Middlesex, Bretlandi |
Látinn | 21. maí 1929 (82 ára) Epsom, Surrey, Bretlandi |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi flokkurinn |
Maki | Hannah de Rothschild (g. 1878; d. 1890) |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Archibald Philip Primrose, 5. jarlinn af Rosebery og 1. jarlinn af Midlothian (7. maí 1847 – 21. maí 1929) var breskur stjórnmálamaður úr röðum Frjálslynda flokksins sem var forsætisráðherra Bretlands frá mars 1894 til júní 1895. Frá dauða föður síns árið 1851 til dauða afa síns árið 1868 var hann kallaður Dalmeny lávarður.
Rosebery vakti fyrst athygli Breta árið 1879 þegar hann tók þátt í kosningaherferð William Ewart Gladstone. Hann var síðan í stuttan tíma settur yfir stjórn Skotlands eftir að Gladstone vann kosningarnar og Frjálslyndir mynduðu nýja ríkisstjórn. Honum gekk best sem formaður héraðsráðs Lundúna árið 1889. Hann gekk í ríkisstjórnina árið 1885 og var tvisvar utanríkisráðherra, þar sem hann gætti sérstaklega að málefnum Frakklands og Þýskalands. Rosebery tók við af Gladstone sem forsætisráðherra og formaður Frjálslynda flokksins árið 1894 en Frjálslyndir töpuðu þingkosningum næsta ár. Rosebery sagði af sér sem flokksformaður árið 1896 og gegndi aldrei framar opinberu embætti. Rosebery þótti frábær ræðumaður og var kunnur sem íþróttamaður, skytta, rithöfundur, sagnfræðingur og safnari. Allt þetta vakti áhuga hans meira en stjórnmálin, sem honum fannst leiðinleg og fráhrindandi. Hann færðist smám saman hægra megin við Frjálslynda flokkinn og varð harður gagnrýnandi stefnumála hans. Winston Churchill benti á að Rosebery hefði aldrei vanist lýðræðislegri samkeppni og komst svo að orði að hann „neitaði að bugta sig og sigraði því ekki.“[1]
Rosebery var frjálslyndur heimsvaldssinni sem studdi sterkar landvarnir, heimsvaldsstefnu erlendis og samfélagsumbætur heima fyrir. Hann var á sama tíma harður andstæðingur sósíalisma. Rosebery þykir almennt hvorki hafa verið góður utanríkisráðherra[2] né forsætisráðherra.[3][4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Lawrence, Jon (2009). Electing Our Masters : The Hustings in British Politics from Hogarth to Blair. Oxford UP. bls. 1.
- ↑ Martel, Gordon (1986). Imperial Diplomacy: Rosebery and the Failure of Foreign Policy. McGill-Queen's UP.
- ↑ Peter Stansky, Ambitions and Strategies: The Struggle for the Leadership of the Liberal Party in the 1890s (1964)
- ↑ Robert Rhodes James, Rosebery: a biography of Archibald Philip, fifth earl of Rosebery (1963)
Fyrirrennari: William Ewart Gladstone |
|
Eftirmaður: Markgreifinn af Salisbury |