Stórfurstadæmið Litáen
Útlit
(Endurbeint frá Stórfurstadæmið Litháen)
Stórfurstadæmið Litáen (litáíska: Lietuvos Didžioji Kunigaikštystė, hvítrússneska: Вялі́кае Кня́ства Літо́ўскае (ВКЛ), úkraínska: Велике Князівство Литовське (ВКЛ), pólska: Wielkie Księstwo Litewskie) var ríki við Eystrasaltið frá 12. öld fram á 18. öld. Litáar stofnuðu furstadæmið á fyrri hluta 12. aldar til að bregðast við ágangi Sverðbræðra og náði það brátt yfir það land sem í dag heitir Litáen auk stórs hluta þess sem nú er Hvíta-Rússland. Árið 1386 gekk stórfurstadæmið í konungssamband við Pólland (Pólsk-litáíska bandalagið), einkum vegna uppgangs Stórfurstadæmisins Moskvu. Tæpum tveimur öldum síðar, árið 1569, varð stórfurstadæmið sjálfstæður hluti af Pólsk-litáíska samveldinu þar til hið síðarnefnda liðaðist sundur árið 1795.