Fara í innihald

Malarrifsviti

Hnit: 64°43′41″N 23°48′10″V / 64.72806°N 23.80278°V / 64.72806; -23.80278
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 22:28 eftir Steinninn (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. september 2023 kl. 22:28 eftir Steinninn (spjall | framlög) (fjarlægði Flokkur:Snæfellsnes; bætti við Flokkur:Snæfellsbær með HotCat)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

64°43′41″N 23°48′10″V / 64.72806°N 23.80278°V / 64.72806; -23.80278

Malarrifsviti

Malarrifsviti er viti á Malarrifi á Snæfellsnesi. Fyrst var reistur viti á Malarrifi árið 1917 en það var 20 m hár járngrindarviti. Árið 1946 var núverandi viti byggður í stað járngrindavitans. Vitinn frá 1946 er hannaður af af Ágústi Pálssyni arkitekt og er 24,5 m að hæð, steinsteyptur sívalur turn með fjórum stoðveggjum. Ljóshúsið er frá eldri vitanum og er smíðað á Íslandi. Það var gaslýsing í vitanum til ársins 1957 en þá var vitinn rafvæddur. Ljós vitans var magnað með 1000 m linsu sem kom á Malarrif árið 1917. Vitavörður bjó á Malarrifi frá 1917 til 1991 og er íbúðarhús á staðnum fyrir vitavörð. Radíóviti var starfræktur á Malarrifi um skeið. Malarrifsviti er friðaður.