Hvanneyrarkirkja
Útlit
Hvanneyrarkirkja | ||
Hvanneyri (febrúar 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Hvanneyrarprestakall | |
---|---|---|
Núverandi prestur: | Flóki Kristinsson | |
Byggingarár: | 1905 | |
Kirkjugarður: | Suðvestan við kirkjuna | |
Arkitektúr | ||
Arkitekt: | Rögnvaldur Ólafsson | |
Efni: | Timbur með bárujárni | |
Turn: | Klukkuturn | |
Kirkjurýmið | ||
Altari: | Altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson frá 1923 | |
Hvanneyrarkirkja er friðuð kirkja að Hvanneyri í Borgarfirði, byggð árið 1905. Kirkjan er í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands, en hún var byggð af Vesturamtinu eftir að sú gamla, sem byggð var 1893, fauk árið 1902 og lenti á þeim stað þar sem núverandi kirkja stendur norðan kirkjugarðs. Þá eignaðist Bændaskólinn kirkjuna fyrst söfnuðurinn hafði ekki viljað reisa nýja kirkju á sínum tíma.
Kirkjan er gerð úr bárujárnsklæddu timbri og er hún skreytt að innan af Grétu Björnsson. Brynjólfur Þórðarson listmálari málaði altaristöflu kirkjunnar árið 1923. Útkirkjur Hvanneyrarkirkju eru Lundarkirkja í Lundarreykjadal, Bæjarkirkja í Bæjarsveit og Fitjakirkja í Skorradal.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hvenneyrarkirkja á kirkjukort.net Geymt 16 október 2011 í Wayback Machine