Fara í innihald

Malarrif

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Malarrif Vitinn

Malarrif er bær í Breiðuvíkurhreppi undir Jökli, skammt vestan við Lóndranga. Þangað eru um tveir km frá þjóðbraut og eru Malarrif sem syðsti hluti Snæfellsness nánast í hásuður frá tindum Snæfellsjökuls. Frá Malarrifi var útgerð og útræði öldum saman og allmikil sjósókn allt til aldamótanna 1900. Viti var þar fyrst byggður árið 1917 og hann síðan endurbyggður árið 1946. Bærinn stendur á Purkhólahrauni. Austan við Malarrif eru Lóndrangar og Þúfubjarg og þar á milli er merkt gönguleið. Vestan við Malarrif eru Djúpalónssandur og Dritvík.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.