Fara í innihald

Karl 14. Jóhann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karl 13. Jóhann eftir François Gérard.

Karl 14. og 3. Jóhann, einnig þekktur sem Karl Jóhann, (26. janúar 1763 – 8. mars 1844) var konungur Svíþjóðar (sem Karl 14. Jóhann) og Noregs (sem Karl 3. Jóhann) frá 1818 til dauðadags. Hann var einnig ríkisstjóri og í reynd þjóðhöfðingi frá 1810 til 1818. Hann var jafnframt fursti af Pontecorvo á Ítalíu frá 1806 til 1810.[1]

Karl Jóhann fæddist undir nafninu Jean-Baptiste Jules Bernadotte[2] í Frakklandi. Hann var herforingi og marskálkur Frakklands í þjónustu Napóleons Frakkakeisara en samband þeirra var nokkuð stormasamt. Napóleon gerði hann að fursta Pontecorvo þann 5. júní 1806 en Bernadotte hætti að nota þann titil árið 1810 þegar hann var kjörinn arftaki hins barnslausa Karls 13. Svíakonungs. Sænski baróninn Carl Otto Mörner hafði mælt með Bernadotte.[3] Eftir að Bernadotte gerðist kjörsonur Karls 13. tók hann upp nafnið Karl. Hann notaði ekki ættarnafnið Bernadotte í Svíþjóð en konungsættin sem hann stofnaði ber þó það nafn enn í dag.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Palmer, Alan (1990). Bernadotte : Napoleon's Marshal, Sweden's King. London: John Murray.
  2. Ulf Ivar Nilsson in Allt vi trodde vi visste men som faktiskt är FEL FEL FEL!, Bokförlaget Semic 2007, bls. 40
  3. Cronholm, Neander N. (1902). "39". A History of Sweden from the Earliest Times to the Present Day. pp. 249–71.


Fyrirrennari:
Karl 13.
Svíakonungur
(17631844)
Eftirmaður:
Óskar 1.