Hákon Eiríksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hákon Eiríksson Hlaðajarl (9961029) réði yfir Noregi með Sveini föðurbróður sínum 1014-1015. Þeir höfðu öll völd í landinu en töldust þó ekki konungar.

Hákon var sonur Eiríks Hákonarsonar Hlaðajarls og Gyðu konu hans, dóttur Sveins tjúguskeggs. Sveinn taldist yfirkonungur Noregs frá því að Ólafur Tryggvason féll árið 1000 en Hlaðajarlarnir Eiríkur og Sveinn stýrðu landinu í umboði hans. Þegar Eiríkur fór í herför til Englands árið 1014 lét hann Hákoni eftir sinn hluta ríkisins og naut hann stuðnings höfðingjans Einars þambarskelfis. Ekki varð veldi hans þó langætt því haustið 1015 kom Ólafur helgi til Noregs og gerði tilkall til konungsembættisins. Hann vann sigur á Sveini í orrustu og handtók Hákon en gaf honum grið og leyfði honum að fara til föður síns gegn því að hann kæmi ekki aftur.

Eftir að Knútur ríki hafði hrakið Ólaf úr landi 1028 gerði hann Hákon að jarli yfir Noregi en ekki entist það heldur lengi því hann drukknaði í Norðursjó ári síðar.

Kona hans var Gunnhildur af Póllandi og áttu þau dótturina Bóthildi.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Eiríkur Hákonarson
Konungur Noregs
með Sveini Hákonarsyni
(10141015)
Eftirmaður:
Ólafur helgi
Fyrirrennari:
Eiríkur Hákonarson
Hlaðajarlar
(um 11231029)
Eftirmaður:
enginn