Fara í innihald

Ingi Bárðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingi Bárðarson eða Ingi 2. (118523. apríl 1217) var konungur Noregs frá 1204 til dauðadags. Hann var sonur Sesselju, systur Sverris konungs og höfðingjans Bárðar Guttormssonar á Rein. Hann var kjörinn konungur af birkibeinum og sat í Þrándheimi eftir lát barnakonungsins Guttorms Sigurðssonar.

Konungsefni baglanna voru Erlingur steinveggur til 1207 og síðan Filippus Símonsson og réðu þeir yfir Víkinni. Þeir eru þó ekki taldir með í norsku kóngaröðinni. Ingi og Filippus gerðu með sér sátt á Hvítingsey árið 1208 og þegar þeir létust báðir árið 1217 var Hákon gamli kjörinn konungur af báðum hópum og þar með lauk loks deilum birkibeina og bagla og um leið norsku borgarastyrjöldinni sem staðið hafði með hléum frá dauða Sigurðar Jórsalafara 1130.

Ingi var ókvæntur en átti frilluborinn son. Hálfbróðir hans móðurmegin var Hákon galinn, sem var því einnig dóttursonur Sigurðar Jórsalafara og kom til greina þegar velja þurfti konung eftir lát Guttorms en var hafnað af því að faðir hans var sænskur. Hálfbróðir Inga föðurmegin var Skúli jarl Bárðarson.


Fyrirrennari:
Guttormur Sigurðsson
Konungur Noregs
(1204 – 1217)
Eftirmaður:
Hákon gamli