Fara í innihald

Eysteinn Magnússon (konungur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Eysteini 1.

Eysteinn Magnússon eða Eysteinn 1. (108829. ágúst 1123) var konungur Noregs frá 1103 ásamt hálfbræðrum sínum, Ólafi og Sigurði Jórsalafara, þar til Ólafur dó 1115 en eftir það ríktu Eysteinn og Sigurður saman þar til Eysteinn lést.

Þeir bræður voru allir frillusynir Magnúsar berfætts en móðir Eysteins var af lágum stigum og er nafn hennar óþekkt. Þeir voru kornungir þegar þeir tóku við ríkjum eftir fall föður síns 1103, Eysteinn var þá 15 ára, Sigurður 13 ára og Ólafur aðeins 3-4 ára. Eldri bræðurnir stýrðu því ríkinu með aðstoð ráðgjafa, enda var Ólafur heilsuveill og dó ungur, og á meðan Sigurður var í krossferð sinni til Jórsala á árunum 1108-1111 stýrði Eysteinn ríkinu einn. Eftir heimkomu Sigurðar deildu þeir bræðurnir með sér völdum og skiptust á að dvelja í suður- og norðurhluta ríkis síns.

Eysteinn virðist hafa verið röggsamur konungur, lét reisa kirkjur og klaustur, gera hafnir og stóð í öðrum framkvæmdum. Snorri lýsir honum svo í Heimskringlu að hann hafi verið greindur og vel að sér, glaðlyndur og vinsæll.

Kona hans var Ingibjörg Guttormsdóttir frá Steig í Guðbrandsdal. Þau áttu eina dóttur, Maríu, og var hún móðir uppreisnarforingjans Ólafs ógæfu Guðbrandssonar, sem tók sér konungsnafn árið 1167 en varð svo að flýja til Danmerkur og dó þar 1169.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Magnús berfættur
Noregskonungur
með Sigurði Jórsalafara og Ólafi Magnússyni
(1103 – 1123)
Eftirmaður:
Sigurður Jórsalafari