Ólafur digri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Ólafi helga í Överselo-kirkju í Svíþjóð

Ólafur Haraldsson (einnig Ólafur digri og síðar Ólafur helgi; 99529. júlí 1030) var konungur Noregs 1015-1028.

Ólafur kynntist kristnum sið í víkingaferðum og lét skírast í Rúðuborg í Frakklandi. Hann sneri aftur til Noregs og sameinaði landið með hernaði og samningum og lét krýna sig til konungs yfir öllum Noregi. Norskir ættarhöfðingjar gerðu uppreisn gegn honum í nafni Knúts ríka, Danakonungs. Ólafur flúði til Garðaríkis og leitaði hælis hjá Jarisleifi konungi sem kvæntur var systur hans. Hann reyndi að ná völdum aftur en féll 29. júlí 1030 í Stiklastaðarbardaga. Ólafur helgi var jarðsettur í Þrándheimi.

Ólafur er á myndum sýndur í herklæðum með ríkisepli, veldissprota og bikar - bryntröll og stríðsöxi sem voru þau vopn sem urðu honum að bana. Undir fótum hans liggur oft dreki með mannshöfuð og kórónu sem tákn um hina sigruðu heiðni.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Sveinn tjúguskegg
(Eiríkur jarl)
(Sveinn jarl)
Konungur Noregs
(1015 – 1028)
Eftirmaður:
Knútur ríki
(Hákon jarl)


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.