Kópasker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kópasker

Kópasker er kauptún á vestanverðri Melrakkasléttu við Öxarfjörð. Þann 1. janúar 2019 voru íbúar Kópaskers 121 talsins.

Á Kópaskeri var löggildur verslunarstaður um 1880 en kauptúnið fór að byggjast eftir 1910. Aðalatvinnuvegurinn er þjónusta við íbúa sveitanna í kring og stærsti vinnuveitandinn er sláturhúsið og kjötvinnslan Fjallalamb hf. Um nokkurt árabil var mikil rækjuvinnsla á Kópaskeri en hún lagðist af 2003 eftir hrun rækjustofnsins í Öxarfirði. Nokkur útgerð var frá Kópaskeri fyrr á árum en nú eru aðeins gerðar út þaðan nokkrar trillur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Vanir því að bíta á jaxlinn. Gagnasafn Morgunblaðsins, sótt 12.apríl 2011“.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.