Fara í innihald

Hildesheim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hildesheim
Skjaldarmerki Hildesheim
Staðsetning Hildesheim
SambandslandNeðra-Saxland
Flatarmál
 • Samtals92,2 km2
Hæð yfir sjávarmáli
78 m
Mannfjöldi
 (31. desember 2017)
 • Samtals101.744
 • Þéttleiki1.078/km2
Vefsíðawww.hildesheim.de

Hildesheim er borg í þýska sambandslandinu Neðra-Saxlandi og er með 102 þúsund íbúa (31. desember 2017). Hún er minnsta stórborg Neðra-Saxlands (með meira en 100 þúsund íbúa). Í borginni eru tvær kirkjur á heimsminjaskrá UNESCO.

Markaðstorgið og Knochenhauer-Amtshaus

Hildesheim liggur við ána Innerste mjög sunnarlega í Neðra-Saxlandi. Næstu borgir eru Hannover til norðurs (30 km), Brúnsvík til norðausturs (40 km) og Hameln til vesturs (40 km).

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Hildesheim sýnir svartan örn á hvítum skildi. Fyrir neðan eru gulir og rauðir taflreitir. Efst er mær (kölluð Hildesia) sem heldur á rósakransi. Guli og rauði liturinn eru litir borgarinnar. Örninn er tákn um gamla þýska keisararíkið. Merki þetta var veitt 1528 af Karli V keisara og hefur verið í gildi síðan.

Borgin hét upphaflega Hildinisheim, sem merkir bær Hildins, en Hildin er gamalt mannanafn (skylt Hildur á íslensku). [1]

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
Heilagur Bernward

Bærinn myndaðist á 9. öld eftir að Karlamagnús náði að vinna landsvæðið af söxum. Dómkirkja var reist þar skömmu seinna. Árið 1249 fékk Hildesheim kaupstaðarréttindi. Á 12. og 13. öld mynduðust tveir aðrir bæir, Dammstadt og Neustadt. Dammstadt var þurrkuð út í erjum og Neustadt og Hildesheim voru lengi vel fjendur. Oft áttu bæirnir í stríði, en komust að friðarsamkomulagi 1583 og var múrinn milli bæjanna þá rifinn niður. Á 14. öld var Hildesheim meðlimur í Hansasambandinu. Siðaskiptin voru innleidd 1542 í Hildesheim er Johannes Bugenhagen predikaði þar, en hann var einn ötulasti siðaskiptafrömuður á tímum Marteins Lúthers. Hins vegar fóru siðaskiptin rólega fram, þannig að kaþólska kirkjan náði að haldast við áfram. Dómkirkjan hélst til dæmis kaþólsk.

Nýrri tímar

[breyta | breyta frumkóða]

1803 komst Hildesheim tímabundið í eigu Prússlands. Þá voru Neustadt og Hildesheim loks sameinaðar í eina borg. 1807 var borgin sameinuð konungsríki Vestfalíu og 1813 konungsríki Hannover. Hún varð svo endanlega prússnesk 1866 er prússar hertóku Hannover. 1868 fannst mikið rómverjasilfur frá 1. öld e.Kr. í borginni, sem talinn er einn stórkostlegasti fornleifafundur Þýskalands. 22. mars 1945 varð borgin fyrir gífurlegum loftárásum þar sem nær öll miðborgin gjöreyðilagðist. Aðeins örfáum dögum seinna hertóku breskar herdeildir borgina. Ekki var byrjað að endurreisa borgina fyrr en 1948. Sú endurreist stendur enn yfir. 1970 voru nokkur jaðarsvæði sameinuð borginni, sem þar með náði í fyrsta sinn yfir 100 þúsund íbúa. Í dag er mikill iðnaður í borginni. Helstu fyrirtæki þar eru Bosch og Blaupunkt. 1989 var háskólinn Universität Hildesheim stofnaður. 1993 yfirgáfu síðustu bresku hermenn borgina.

Frægustu börn borgarinnar

[breyta | breyta frumkóða]
Gamla ráðhúsið
Mikjálskirkjan er á heimsminjaskrá UNESCO

Byggingar og kennileiti

[breyta | breyta frumkóða]
Andrésarkirkjan
Turninn Kehrwiederturm
  • Dómkirkjan í Hildesheim er merkasta bygging borgarinnar. Hún var reist á 9. öld og eru í henni mýmörg miðalda listaverk. Kirkjan er á heimsminjaskrá UNESCO.
  • Mikjálskirkjan (St. Michaelis) var reist af Bernward biskupi í upphafi 11. aldar og átti hún að verða grafarkirkja hans. Grafarhvelfingin er 18 metra löng. 1192 var Bernward lýstur helgur af kaþólsku kirkjunni. Kirkjan . Hún var endurreist þannig að útlitið átti að líkjast upprunalegu byggingunni. Síðan þá er hún einkennisbygging borgarinnar. Mikjálskirkjan var sett á heimsminjaskrá UNESCO 1985.
  • Gamla ráðhúsið. Byrjað var að reisa það 1268.
  • Knochenhauer-Amtshaus er þekktasta húsið borgarinnar og stendur við markaðstorgið Marktplatz í miðborginni. Húsið var reist 1529 og eyddist algjörlega í loftárásum 1945. Húsið var endurreist 1987-89.
  • Andrésarkirkjan (St. Andreas) er hæsta kirkjan í Neðra-Saxlandi og er 114 metra há. Hún var reist í kringum 1140 í gotneskum stíl fyrir almenna fólkið í borginni. Það var í þessari kirkju sem Johannes Bugenhagen predikaði og innleiddi siðaskiptin 1542. Orgelið í henni er eitt stærsta og fegursta í Norður-Þýskalandi. Kirkjan skemmdist talsvert í loftárásum, eingöngu múrarnir stóðu eftir. Hún var endurbyggð á sjötta áratugnum í upphaflegu formi.
  • Turninn Kehrwiederturm er hlið úr gamla borgarmúrnum (13. öld). Turninn skemmdist ekki í loftárásum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 134.

Fyrirmynd greinarinnar var „Hildesheim“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt apríl 2010.