Grundaskóli
Grundaskóli er annar tveggja grunnskóla á Akranesi. Hinn skólinn er Brekkubæjarskóli.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Grundaskóli var stofnaður árið 1982 og hefur verið einsetinn frá árinu 2001.
Sérstaða
[breyta | breyta frumkóða]Námsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]Í Grundaskóla er mikil áhersla lögð á list- og verkgreinar. Nemendur fá jafnan að velja hvað þeir taka sér fyrir hendur á hverri önn.
Umferðarfræðsla
[breyta | breyta frumkóða]Þann 28. september 2005 undirrituðu Guðbjartur Hannesson þáverandi skólastjóri og Karl Ragnarsson, forstjóri Umferðarstofu samtarfssamning milli Grundaskóla og Umferðarstofu um að Grundaskóli tæki að sér hlutverk móðurskóla í umferðarfræðslu og staðfesti Sturla Böðvarsson þáverandi samgönguráðherra umræddann samning.[1]
Samningurinn var svo endurnýjaður þann 11. ágúst 2006 og gerður var samningur við Brekkuskóla á Akureyri, Flóaskóla í Flóahreppi í Árnessýslu og Grunnskóla Reyðarfjarðar um samstarf þess efnis að vinna að eflingu umferðarfræðslu í grunnskólum landsins.[2]
Í júní 2007 bættist Grunnskóli Seltjarnarness í hóp leiðtogaskólanna.[3]
Í febrúar árið 2006, opnaði vefurinn Umferð.is Geymt 30 desember 2019 í Wayback Machine. Samkvæmt samningi sem Umferðarstofa, Námsgagnastofnun og Grundaskóli gerðu með sér, mun Umferðarstofa hýsa vefinn og sjá um öll tæknitengd mál, en Grundaskóli vinnur að efnisöflun og námsefnisgerð og Námsgagnastofnun annast ritstjórn efnisins.[4][5]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Grundaskóli var fyrstur grunnskóla á Íslandi sem fékk Íslensku menntaverðlaunin.
Félagsstarf
[breyta | breyta frumkóða]1. og 2. bekkur hefur aðgang að félagsmiðstöðinni Brekkusel. 3. og 4. bekkur hefur aðgang að félagsheimilinu Krakkadal. 13-16 ára hafa aðgang að Arnardal, 16-25 ára hafa aðgang að Hvíta húsinu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Grundaskóla
- Vefur Nemendafélags Grundaskóla Geymt 31 ágúst 2019 í Wayback Machine
- Umferð.is Geymt 30 desember 2019 í Wayback Machine
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Vefsíða Umferðarstofu: Grundaskóli móðurskóli í umferðarfræðslu“. Sótt 5. janúar 2008.
- ↑ „Vefsíða Grundaskóla: Umferð“. Sótt 5. janúar 2008.
- ↑ „Vefsíða Umferðarstofu:Grunnskóli Seltjarnarness leiðtogaskóli í umferðarfræðslu“. Sótt 5. janúar 2008.
- ↑ „Vefsíða Umferðarstofu: Tímamót í umferðarfræðslu í skólum“. Sótt 5. janúar 2008.
- ↑ „Vefsíða Umferðarstofu: Samningur um umferðarvef fyrir grunnskóla undirritaður“. Sótt 5. janúar 2008.