Ivanoe Bonomi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ivanoe Bonomi

Ivanoe Bonomi (18. október 187320. apríl 1951) var ítalskur stjórnmálamaður og tvisvar sinnum forsætisráðherra Ítalíu. Hann hóf stjórnmálaferil sinn í sósíalíska verkamannaflokknum en var rekinn úr flokknum vegna stuðnings síns við Líbýustríðið sem varð til þess að hann stofnaði með öðrum sósíalíska umbótaflokkinn. Hann varð fyrst forsætisráðherra 1921 og var gagnrýndur fyrir að þægjast fasista og beita hörku gegn þeim sem börðust gegn uppgangi þeirra. Eftir að Benito Mussolini kom á flokksræði dró hann sig í hlé en tók aftur upp þráðinn 1943. 1944 tókst honum að mynda ríkisstjórn með stuðningi ýmissa fylkinga sem mynduðu Frelsunarnefnd efri Ítalíu en sú stjórn féll eftir ár vegna ósættis innan nefndarinnar.


Fyrirrennari:
Giovanni Giolitti
Forsætisráðherra Ítalíu
(1921 – 1922)
Eftirmaður:
Luigi Facta
Fyrirrennari:
Pietro Badoglio
Forsætisráðherra Ítalíu
(1944 – 1945)
Eftirmaður:
Ferruccio Parri