Sidney Sonnino

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sidney Sonnino

Sidney Costantino Sonnino, barón (11. mars 184724. nóvember 1922) var ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Ítalíu tvö skipti. Hann var kosinn á þing 1880 sem upplýstur íhaldsmaður. 1893 varð hann fjármálaráðherra í annarri ríkisstjórn Crispis. Hann varð forsætisráðherra um stutt skeið 1906 og aftur 1909. Hann var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Salandras sem samdi um þátttöku Ítala í fyrri heimsstyrjöldinni við hlið bandamanna í skiptum fyrir stór landsvæði. Hann var aftur utanríkisráðherra við gerð Versalasamninganna 1919 þar sem þau loforð voru svikin.


Fyrirrennari:
Alessandro Fortis
Forsætisráðherra Ítalíu
(1906 – 1906)
Eftirmaður:
Giovanni Giolitti
Fyrirrennari:
Giovanni Giolitti
Forsætisráðherra Ítalíu
(1909 – 1910)
Eftirmaður:
Luigi Luzzatti