Giuliano Amato

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Giuliano Amato

Giuliano Amato (f. 13. maí 1938) er ítalskur stjórnmálamaður sem hefur tvisvar gegnt embætti forsætisráðherra Ítalíu. Hann hóf stjórnmálaferil sinn í sósíalistaflokknum. Árið 1992 varð hann forsætisráðherra í fyrsta skiptið og var við stjórn til 1993 meðan Mani pulite stóð sem hæst en blandaðist aldrei sjálfur í spillingarrannsóknina. Ríkisstjórn hans reyndi að koma í gegn frumvarpi um að rannsókn spillingarmála flyttist frá dómsvaldinu til lögreglunnar. Frumvarpið olli almennum uppþotum og á endanum synjaði forsetinn, Oscar Luigi Scalfaro, að staðfesta lögin á þeirri forsendu að þau brytu í bága við stjórnarskrána. Giuliano Amato varð aftur ráðherra í fyrstu ríkisstjórn D'Alema 1998 og tók við forsætisráðherraembættinu síðustu mánuði vinstri-miðjustjórnarinnar og sat að völdum fram að þingkosningunum 2001 þegar kosningabandalag hægriflokkanna undir forystu Berlusconis fór með sigur af hólmi.


Fyrirrennari:
Giulio Andreotti
Forsætisráðherra Ítalíu
(1992 – 1993)
Eftirmaður:
Carlo Azeglio Ciampi
Fyrirrennari:
Massimo D'Alema
Forsætisráðherra Ítalíu
(2000 – 2001)
Eftirmaður:
Silvio Berlusconi