Black Sabbath

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Black Sabbath árið 1970.
Sabbath í Brasilíu árið 2013 (án Bill Ward).

Black Sabbath er hljómsveit sem stofnuð var 1969 af Tony Iommi, Ozzy Osbourne, Geezer Butler og Bill Ward.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin kom fyrst saman í Birmingham á Englandi árið 1968 og hét þá raun Polka Tulk Blues Band (seinna stytt í Polka Tulk) en breytti loks nafninu í Earth. Hljómsveitin spilaði blús þangað til Geezer Butler, sem spilaði á bassa, samdi drungalegt lag sem hann nefndi Black Sabbath eftir samnefndri kvikmynd Boris Karloff. Síðan þegar hljómsveitin fór að ruglast saman við aðra sem kallaði sig líka Earth breyttu meðlimirnir nafninu endanlega í Black Sabbath árið 1969.

Upphafleg liðskipan með Tony Iommi, Geezer Butler, Ozzy Osbourne og Bill Ward er oft talin raunverulega útgáfan af bandinu. Árið 1970 gáfu þeir út tímamótaverkið Paranoid og öfluðu sér vinsælda beggja vegna Atlantsála.

Árið 1979 var Osbourne rekinn. Neysla vímugjafa og áhugaleysi ollu aðallega því. Við hljóðnemanum tók Ronnie James Dio fyrrum söngvari Rainbow. Dio hóf að semja lög og texta með sveitinni og fyrsti ávöxtur þess samstarfs var platan Heaven and hell sem náði töluverðum vinsældum.[1] Dio kom með öðruvísi söngstíl og notaði óspart fantasíukennda texta og látbragð á tónleikum (djöflahorn).[2]

Þó að vel hafi farið með Dio og Sabbath í upphafi myndaðist núningur milli Geezer Butler og Tony Iommi annars vegar og Dio og Vinnie Appice (trommara) hins vegar. Niðurstaðan úr því varð að Dio og Appice hættu í Sabbath. Dio átti endurkomu í Sabbath árin 1991-1993 með plötunni Dehumanizer og síðar.

Eftir að Dio hætti skipti sveitin títt um meðlimi og Iommi hélt beinlínis nafninu gangandi frá miðjum níunda áratugarins til miðs tíunda áratugarins. Nefna má Ian Gillan, söngvara Deep Purple sem söng á plötunni Born again og söngvarann Tony Martin og plötuna Headless Cross á því tímabili.

Árið 1997 komu upphaflegu meðlimirnir saman aftur og fóru í tónleikaferðalög ásamt því að gefa út plötuna Reunion sem var tónleikaplata og innihélt einnig tvö ný stúdíólög.

Eftir að safnskífa með Dio efninu í Sabbath kom út árið 2006 ákváðu þeir sem komu að því tímabili í bandinu að túra undir nafninu Heaven and hell auk þess að gefa út eina breiðskífu. Dio lést árið 2010 og árið 2011 ákváðu upprunalegu meðlimirnir sveitarinnar að koma saman aftur og taka upp nýja breiðskífu. Hún fékk heitið 13. Þó hætti Bill Ward við og Brad Wilk (Rage Against The Machine) var fenginn til að spila á trommur á plötunni. Tony Clufetosu (Rob Zombie, Ozzy Osbourne) lék trommur á tónleikum.

Árið 2015 ákvað Sabbath að fara í sitt síðasta tónleikaferðalag um heiminn, The End. Það hefst í byrjun árs 2016. Tony Iommi lýsti því yfir að hann hafði fengið nóg af því að fara í tónleikaferðalög. [3]

Fyrirhugað var að gefa út nýja breiðskífu en að lokum var tekið fyrir það. Þó ákvað Sabbath að gefa út plötu með m.a. 4 óútgefnum lögum sem tekin voru upp á tímabili plötunnar 13. Platan heitir the End og verður seld á tónleikum. [4] Sabbath spilar sennilega síðustu tónleika sína í febrúar árið 2017 í heimaborg sinni Birmingham. Iommi hefur ekki útilokað einstaka tónleika og nýtt efni þó. [5]

Viðfangsefni sveitarinnar hafa verið úr ýmsum áttum: Stríð, trúarbrögð, vímuefni, samfélagsmál.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Safn og tónleikaskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.allmusic.com/album/heaven-hell-mw0000649895
  2. http://news.bbc.co.uk/2/hi/8687002.stm
  3. http://www.blabbermouth.net/news/black-sabbaths-tony-iommi-on-the-end-tour-i-cant-actually-do-this-anymore/
  4. BLACK SABBATH: Four Previously Unreleased Songs From '13' Sessions To Be Made Available On 'The End' CD Blabbermouth. Skoðað 15. janúar 2016.
  5. Do the members og Black Sabbath have any regrets? Blabbermouth. Skoðað 20. jan, 2017