Stóra sviðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Stóra sviðið er íslenskur grínsjónvarpsþáttur sem var sýndur haustið 2021 á Stöð 2. Þættirnir voru sex talsins og hófust sýningar 22. október 2021 og enduðu 26. nóvember 2021. Þáttastjórnendur voru Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Í hverjum þætti fengu Auðunn og Steinþór þrjú verkefni eða þrautir og máttu fá gest til þess að leysa þrautirnar með þeim, áhorfendur þáttarins kusu síðan hver átti að vinna hverja þraut fyrir sig.

Framleiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Tökur hófust í mars 2021 og enduðu 28. september 2021. 14. september 2021 kom út tilkynning um að þættirnir voru væntanlegir og 28. september kom í ljós að frumsýning væri 22. október. 14. október kom út kitla og 18. október kom út sýnishorn.

Þann 26. nóvember 2021 var tilkynnt um að önnur þáttaröð væri væntanleg árið 2022.

Þættirnir[breyta | breyta frumkóða]

Þáttaröð 1 (2021)
Þáttur Útsendingardagur Gestur Auðuns Gestur Steinþórs Stig Auðuns Stig Steinþórs
1 22. október 2021 Anna Svava Knútsdóttir Saga Garðarsdóttir 142 158
2 29. október 2021 Jón Jónsson Friðrik Dór Jónsson 154 146
3 5. nóvember 2021 Björn Hlynur Haraldsson Jón Gnarr 152 148
4 12. nóvember 2021 Birna María Másdóttir Júlíana Sara Gunnarsdóttir 149 151
5 19. nóvember 2021 Sverrir Þór Sverrisson Ari Eldjárn 144 156
6 26. nóvember 2021 Bríet Ísis Elfar Aron Can Gultekin 152 148