Guðmundur Benediktsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Guðmundur Benediktsson
Gummiben.png
Upplýsingar
Fullt nafn Guðmundur Benediktsson
Fæðingardagur 3. september 1974 (1974-09-03) (46 ára)
Fæðingarstaður    Akureyri, Ísland
Leikstaða Sóknarmaður
Yngriflokkaferill
Þór
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1990-1991
1991-1994
1994
1995-1999
1999-2000
2000-2004
2005-2008
2009
Þór
Germinal Ekeren
Þór
KR
Verbroedering Geel
KR
Valur
KR
2 (0)
4 (0)
17 (4)
75 (32)
15 (4)
53 (7)
70 (10)
20 (4)   
Landsliðsferill
1989-1991
1990
1992-1995
1994-2001
Ísland U17
Ísland U19
Ísland U21
Ísland
18 (13)
4 (4)
11 (3)
10 (2)
Þjálfaraferill
2010
2011–2014
2014
2014-2016
UMF Selfoss
Breiðablik (aðstoðarþjálfari)
Breiðablik
KR (aðstoðarþjálfari)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Guðmundur.

Guðmundur Benediktsson (einnig þekktur sem Gummi Ben) (f. 3. september 1974) er íslenskur sjónvarpsmaður, fyrrum knattspyrnumaður og knattspyrnuþjálfari.

Guðmundur hóf knattspyrnuferil sinn með Þór, Akureyri. Hann hélt til atvinnumennsku í Belgíu aðeins 16 ára gamall. Guðmundur spilaði lengst af með KR og var valinn leikmaður ársins 1999 þegar KR varð íslandsmeistari. Hnémeiðsl settu strik á knattspyrnuferil hans.

Guðmundur hefur verið knattspyrnulýsandi og þáttagerðarmaður fyrir Stöð 2 og Rúv. Hann vakti heimsathygli á Evrópumótinu árið 2016 þegar hann lýsti leikjum Íslenska landsliðsins af mikilli innlifun.

Sonur hans, Albert Guðmundsson, spilar með AZ Alkmaar í Hollandi og var valinn í íslenska landsliðið fyrir HM 2018. Þess utan á Guðmundur þrjú yngri börn.

2019-2020 voru sýndir spjallþættir með Guðmundi sem hétu Föstudagskvöld með Gumma Ben.