Jarðefnaeldsneyti

Jarðefnaeldsneyti er eldsneyti úr kolvetnum[1] sem finnast í efsta hluta jarðskorpunnar. Jarðefnaeldsneyti myndast úr leifum lífvera (dýra, jurta og örvera) í jarðmyndunum. Dæmi um jarðefnaeldsneyti eru kol, hráolía, jarðgas. Þar sem þessar efnablöndur safnast saman er hægt að vinna þær úr jörðu til orkuvinnslu með því að brenna þær (við matreiðslu, húshitun eða lýsingu), knýja varmavélar (eins og gufuvélar eða sprengihreyfla), eða framleiða rafmagn.[2] Sumt jarðefnaeldsneyti er hægt að greina í afleiður eins og steinolíu, bensín og dísel, eða breyta í olíuefni eins og fjölólefíneinangrunarolíu (plast) eða gervikvoður.
Jarðefnaeldsneyti myndast náttúrulega við loftfirrða moltun dauðra lífvera sem grafist hafa í jörð. Umbreytingin úr lífrænu efni í kolefnisríkt jarðefnaeldsneyti tekur milljónir ára.[3] Vegna þess hve ferlið tekur langan tíma er jarðefnaeldsneyti flokkað sem óendurnýjanleg auðlind.
Árið 2022 komu yfir 80% af frumorkunotkun heimsins og yfir 60% af raforkuframleiðslu frá jarðefnaeldsneyti.[4][5] Brennsla jarðefnaeldsneytis í miklu magni veldur alvarlegum umhverfisáhrifum. Yfir 70% af útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins árið 2022 voru koltvísýringur (CO2) frá bruna jarðefnaeldsneytis.[6] Náttúruleg kolefnishringrás jarðar (aðallega kolefnisupptaka sjávar) nær einungis að vinna úr litlum hluta af þessu magni, og missir gróðurþekju vegna skógeyðingar, landrasks og eyðimerkurmyndunar eykur enn á kolefnisskuldina. Afleiðingin er aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu sem nemur milljörðum tonna af CO2 árlega.[7] Þótt metanútblástur skipti líka máli í þessu samhengi,[8]: 52 er brennsla á jarðefnaeldsneyti helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Að auki stafa flest dauðsföll vegna loftmengunar af svifryki og eiturgasi frá jarðefnaeldsneyti. Áætlað er að kostnaður vegna þessarar mengunar jafngildi 3% af vergri landsframleiðslu heimsins[9] og að samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis geti bjargað milljónum mannslífa árlega.[10][11]
Aukin meðvitund um loftslagskreppuna, mengun og önnur neikvæð áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti, hefur leitt til stefnumótunar um orkuskipti og mótmælaaðgerða sem berjast fyrir aukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa á kostnað jarðefnaeldsneytis.[12] Áætlað er að þessi umskipti muni hafa í för með sér mikil efnahagsleg áhrif[13] vegna þess hve olíuiðnaðurinn er samþættaður við hið hnattræna hagkerfi og vegna þeirra opinberu styrkja sem hann nýtur.[14] Ýmsir hagsmunaaðilar telja að orkuskiptin verði að vera sanngjörn[15] og taka á byrði samfélaga af verðlausum fjárfestingum olíuiðnaðarins.[16][17] Sameinuðu þjóðirnar tala um orkuskipti í sjálfbærnimarkmiðum 7 (aðgengi að sjálfbærri og hreinni orku) og 13 (aðgerðir gegn loftslagsbreytingum). Parísarsamkomulagið á að stuðla að orkuskiptum um allan heim. Árið 2021 gaf Alþjóðaorkumálastofnunin út ályktun um að ekki mætti hefja nein ný olíuvinnsluverkefni ef takast ætti að ná alþjóðlegum markmiðum um mótvægi gegn loftslagsbreytingum.[18]
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fossil fuel“. ScienceDaily. Sótt 29 október 2021.
- ↑ „Fossil fuels“. Geological Survey Ireland. Sótt 29 október 2021.
- ↑ Paul Mann, Lisa Gahagan, and Mark B. Gordon. „Tectonic setting of the world's giant oil and gas fields“. Í Michel T. Halbouty (ritstjóri). Giant Oil and Gas Fields of the Decade, 1990–1999. Tulsa, Oklahoma: American Association of Petroleum Geologists. bls. 50.
- ↑ Ívar Daði Þorvaldsson (10.10.2017). „Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Ritchie, Hannah; Roser, Max (28 nóvember 2020). „Energy“. Our World in Data.
- ↑ „EDGAR - The Emissions Database for Global Atmospheric Research“. edgar.jrc.ec.europa.eu (enska). Sótt 5 janúar 2024.
- ↑ „What Are Greenhouse Gases?“. US Department of Energy. Sótt 9. september 2007.
- ↑ „Chapter 2: Emissions trends and drivers“ (PDF). Ipcc_Ar6_Wgiii. 2022. Afrit (PDF) af uppruna á 4 apríl 2022.
- ↑ „Quantifying the Economic Costs of Air Pollution from Fossil Fuels“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6 apríl 2020.
- ↑ Zhang, Sharon. „Air Pollution Is Killing More People Than Smoking—and Fossil Fuels Are Largely to Blame“. Pacific Standard (enska). Sótt 5 febrúar 2020.
- ↑ Lelieveld, J.; Klingmüller, K.; Pozzer, A.; Burnett, R. T.; Haines, A.; Ramanathan, V. (9 apríl 2019). „Effects of fossil fuel and total anthropogenic emission removal on public health and climate“. Proceedings of the National Academy of Sciences (enska). 116 (15): 7192–7197. Bibcode:2019PNAS..116.7192L. doi:10.1073/pnas.1819989116. ISSN 0027-8424. PMC 6462052. PMID 30910976.
- ↑ Dickie, Gloria (4 apríl 2022). „Factbox: Key takeaways from the IPCC report on climate change mitigation“. Reuters (enska). Sótt 5 apríl 2022.
- ↑ „Why are fossil fuels so hard to quit?“. Brookings (bandarísk enska). 8 júní 2020. Sótt 5 apríl 2022.
- ↑ „Price Spike Fortifies Fossil Fuel Subsidies“. Energy Intelligence (enska). 14 apríl 2022. Sótt 23 apríl 2022.
- ↑ „IPCC: We can tackle climate change if big oil gets out of the way“. the Guardian (enska). 5 apríl 2022. Sótt 5 apríl 2022.
- ↑ Monga, Jean Eaglesham and Vipal (20 nóvember 2021). „Trillions in Assets May Be Left Stranded as Companies Address Climate Change“. The Wall Street Journal (bandarísk enska). ISSN 0099-9660. Sótt 5 apríl 2022.
- ↑ Bos, Kyra; Gupta, Joyeeta (1 október 2019). „Stranded assets and stranded resources: Implications for climate change mitigation and global sustainable development“. Energy Research & Social Science (enska). 56: 101215. Bibcode:2019ERSS...5601215B. doi:10.1016/j.erss.2019.05.025. hdl:11245.1/2da1dc94-53d0-46d2-a6fc-8f0e44c37356. ISSN 2214-6296. S2CID 198658515.
- ↑ „No new oil, gas or coal development if world is to reach net zero by 2050, says world energy body“. the Guardian (enska). 18 maí 2021. Sótt 15 október 2021.