CARICOM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni CARICOM.

CARICOM (skammstöfun fyrir Caribbean Community eða „Karabíska samfélagið“) eru samtök um efnahagssamstarf og fríverslun milli 15 ríkja í Mið- og Suður-Ameríku. Samtökin voru stofnuð árið 1973 af fjórum fyrrum breskum nýlendum: Jamaíku, Barbados, Trínidad og Tóbagó og Gvæjana. Flest aðildarríkin eru enskumælandi lönd og enska er vinnumál samtakanna. Árið 1995 bættist Súrínam í hópinn (hollenskumælandi) og Haítí (frönskumælandi) árið 2002. Karíbahafseyjar sem enn eru undir breskri stjórn eiga aukaaðild að samtökunum og nokkur önnur Mið- og Suður-Ameríkuríki eiga þar áheyrnarfulltrúa. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Georgetown í Gvæjana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.