Margrét Lára Viðarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir 2015.jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Margrét Lára Viðarsdóttir
Fæðingardagur 25. júlí 1986 (1986-07-25) (35 ára)
Fæðingarstaður    Vestmannaeyjar, Ísland
Leikstaða framherji
Yngriflokkaferill
ÍBV
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2000-2004
2004-2006
2006-2007
2007-2008
2009
2009-2015
2016-2019
ÍBV
Valur
MSV Duisburg
Valur
Linköpings FC
Kristianstads DFF
Valur
49 (53)
35 (65)

40 (80)
12 (2)
50 (21)
41 (32)   
Landsliðsferill
2001-2003
2001-2004
2003-2006
2003-2019
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
15 (6)
15 (13)
13 (11)
124 (79)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Margrét Lára Viðarsdóttir (f. 25. júlí 1986) er íslensk fyrrum knattspyrnukona. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hóf ferilinn aðeins 15 ára gömul með ÍBV í úrvalsdeild kvenna. Síðar hélt hún til Vals þar sem hún vann 4 Íslandsmeistaratitla. Hún skoraði meira en 200 mörk í úrvalsdeild kvenna á Íslandi og er önnur til að gera það og varð fimm sinnum markahæst í deildinni.

Margrét spilaði í Svíþjóð og Þýskalandi á ferlinum, lengst af með Kristianstad. Hún og keppti í meistaradeild Evrópu og varð markahæst þrisvar.

Hún hlaut útnefningu Samtaka íþróttafréttamanna sem Íþróttamaður ársins 2007. Margrét er markahæsta landsliðskona Íslands með 79 mörk. Hún lagði skóna á hilluna árið 2019. [1] Hún er sálfræðingur að mennt og starfar sem slíkur.

Afrek[breyta | breyta frumkóða]

 • Markahæsti leikmaður efstu deildar árin 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008.
 • Markahæsti leikmaður Evrópukeppni félagsliða kvenna 2007 og 2008.
 • Markahæsti leikmaður undankeppni EM 2009.
 • Hefur mest skorað 7 mörk í einum leik í efstu deild.
 • Flest mörk skoruð á einu keppnistímabili í efstu deild á Íslandi, 38 mörk í 16 leikjum.
 • Íslandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni.
 • Markadrottning í Damallsvenskan 2011.
 • Þrisvar markahæst í Meistaradeild Evrópu.

Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]

 • Efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og 2004.
 • Íþróttamaður Vestmannaeyja 2004.
 • Knattspyrnukona ársins 2004, 2006, 2007 og 2008.
 • Íþróttamaður ársins árið 2007.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Margrét Lára á vef KSÍ

  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 1. Margrét Lára hættir í fótbolta Rúv, skoðað,26. nóvember, 2019.