Fara í innihald

Sara Björk Gunnarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sara Björk Gunnarsdóttir
Icelandic footballer Sara Björk Gunnarsdóttir playing an international friendly against Sweden at Myresjöhus Arena in Växjö, 6 April 2013.
Upplýsingar
Fullt nafn Sara Björk Gunnarsdóttir
Fæðingardagur 29. september 1990 (1990-09-29) (34 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 175 cm
Leikstaða miðjumaður
Núverandi lið
Núverandi lið Juventus
Númer 7
Yngriflokkaferill
1996-2004 Haukar
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2004-2008 Haukar 23 (18)
2008-2010 Breiðablik 41 (17)
2011-2016 LdB FC Malmö 110 (34)
2016-2020 FC Wolfsburg 63 (12)
2020- Olympique Lyonnais 4 (2)
{{{ár6}}} Juventus ()
Landsliðsferill
2007
2007-2008
2007-2023
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland
4 (0)
13 (4)
139 (22)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært nóv. 2020.

Sara Björk Gunnarsdóttir (f. 29. september 1990) er íslensk knattspyrnukona. Hún leikur með Juventus á Ítalíu. Á ferli sínum hefur Sara einnig spilað fyrir Hauka, Breiðablik, FC Rosengård, FC Malmö og Lyon. Sara hefur verið í A landsliði kvenna frá 2007 og spilaði með landsliðinu á EM 2007, 2009 og 2013. Sara var valin íþróttamaður ársins árið 2018 og 2020.

Ferill með félagsliðum

[breyta | breyta frumkóða]

Sara hóf knattspyrnuiðkun árið 1996 með Haukum, eftir tólf ár hjá uppeldisfélaginu gekk hún til liðs við Breiðablik árið 2008. Eftir þrjú mögur ár hjá Breiðabliki gekk hún til liðs við FC Malmö fyrir tímabilið 2011. Á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð kom hún að 12 mörkum og hjálpaði Malmö að vinna Damallsvenskuna. Fimm árum og þremur meistaratitlum síðar, árið 2016, tilkynnti Sara að hún hyggðist ekki framlengja samning sinn við Malmö, fljótlega tilkynnti FC Wolfsburg að hún myndi ganga til liðs við liðið fyrir tímabilið 2016-17. Hjá Wolfsburg hefur Sara sankað að sér verðlaunagripum, m.a. fjórum Þýskalandsmeistaratitlum og þremur bikartitlum.

Árið 2020 hélt Sara til Olympique Lyonnais í Frakklandi. Hún skoraði gegn sínu fyrrum félagi, Wolfsburg, í úrslitum Meistaradeildarinnar þegar Lyon vann 3-1.

Landsliðsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Í ágúst 2007 valdi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þáverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Söru í landsliðshóp fyrir leik gegn Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins 2009. Sara hafði þá nýlega jafnað sig á krossbandaslitum, hún kom inn á fyrir Katrínu Ómarsdóttur á 87. mínútu í sínum fyrsta landsleik, þá aðeins 16 ára gömul.

Árið 2019 tjáði Sara Björk sig, í tengslum við útgáfu á bókinni Óstöðvandi, í fyrsta sinn um erfiðleika í byrjun landsliðsferils síns, en hún varð fyrir barðinu á svæsnum sögusögnum liðsfélaga sinna.

Sara hætti með landsliðinu í janúar 2023.

FC Malmö/Rosengård

  • Damallsvenskan: Meistari 2011, 2013, 2014, 2015.
  • Sænska bikarkeppnin: Meistari 2016
  • Sænski ofurbikarinn: Meistari 2011, 2012, 2015, 2016.
    VFL Wolfsburg
  • Bundesliga: Meistari 2016-17, 2017-18, 2018-19, 2019-2020.
  • Þýska bikarkeppnin: Meistari 2016-17, 2017-18, 2018-19.


Olympique Lyonnaise

  • Meistaradeild Evrópu: Meistari 2020


Einstaklingsverðlaun

  • „KSÍ - EM stelpurnar - Sara Björk Gunnarsdóttir“. Sótt 16. ágúst 2009.
  • „svenskfotboll.se“. Sótt 12. júní 2011.
  • Fyrirmynd síðunnar er greinin ,,Sara Björk Gunnarsdóttir" á ensku wikipediu.
  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.