Fara í innihald

Jón Arnar Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Arnar Magnússon (fæddur 28. júlí 1969 í Gnúpverjahreppi, Árnessýslu[1]) er íslenskur fyrrverandi frjálsíþróttamaður. Hann er íslandsmethafi í 110 metra grindarhlaupi, langstökki, tugþraut og 300 metra hlaupi.[2]

Hans fyrsta keppni var unglingakeppni Frjálsíþróttasambandsins 1985 þar sem vann til verðlauna í öllum greinum nema einni.[1]

1988 hlaut hann 6975 stig á norðurlandameistaramótinu í Norrtälje í Svíþjóð og varð norðurlandameistari í tugþraut.[3] Ári síðar fékk hann fimm gullverðlaun í flokki 15-22 ára á íslandsmeistaramótinu í Reykjavík og á Laugarvatni.[4]

Hann keppti á meistaramótinu í frjálsum innanhúss í Reiðhöllinni 23. janúar 1989 en sat fastur deginum fyrir keppni á Hellisheiði vegna óveðurs. Hann sigraði í 50 metra hlaupi karla á mótinu.[5]

Á Norðurlandamótinu í tugþraut unglinga í Tårnby, Danmörku neyddist hann til að hætta keppni eftir að hann meiddist á ökkla í stangastökki.[6]

Hann fékk skólastyrk fyrir námi við háskólann í Monroe, Lusiana.[7] Í janúar 1993 skrifaði hann undir samning við Tindastól um að hann myndi æfa með félaginu næsta vor þegar hann myndi ljúka námi.[8]

Ólympíuleikarnir í Atlanta 1996 voru fyrstu ólympíuleikarnir sem hann tók þátt í. Þar fékk hann 8.274 stig og setti þarmeð íslandsmet í stigagjöf. Hann lenti í 12. sæti í tugþraut á mótinu.[9] Í kjölfarið fékk hann 80 þúsund krónur á mánuði í styrk frá frjálsíþróttasambandinu[10] og var kosinn íþróttamaður ársins í annað sinn í röð.[11]

2007 hætti hann keppni í frjálsíþróttum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Nær Jón Arnar 8000 stigum í sumar?“ Alþýðublaðið, 93. tölublað (26.06.1990), blaðsíða 6
  2. „Íslandsmet í Frjálsum íþróttum“ Geymt 25 mars 2013 í Wayback Machine, Frjálsíþróttasamband Íslands
  3. „Jón Arnar varð Norðurlandameistari” Morgunblaðið, Morgunblaðið B - Íþróttir (05.07.1988), Blaðsíða B 1
  4. „Jón Arnar Magnússon fékk fimm gullverðlaun” Morgunblaðið, 69. tölublað (23.03.1989), Blaðsíða 56
  5. „Pétur náði þriðja besta árangrinum” Dagblaðið Vísir - DV, 19. tölublað og DV íþróttir (23.01.1989), Blaðsíða 22
  6. „Jón Arnar varð að hætta keppni” Dagblaðið Vísir - DV, DV íþróttir (03.07.1989), Blaðsíða 19
  7. „Hefur aldrei æft skipulega” Tíminn, 176. Tölublað (07.09.1989), Blaðsíða 18
  8. „Jón Arnar til Tindastóls” Morgunblaðið, Morgunblaðið C - Íþróttir (05.01.1993), Blaðsíða C 1)
  9. „Frábær árangur hjá Jóni” Dagblaðið Vísir - DV, DV íþróttir (02.08.1996), Blaðsíða 46
  10. „Veitir 5,3 milljónir til íslenskra afreksmanna” Tíminn, 20. Tölublað (30.01.1996), Blaðsíða 9
  11. „Íþróttamaður ársins” Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Samtök íþróttafréttamanna
  Þetta æviágrip sem tengist íþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.