Fara í innihald

Hólmfríður Magnúsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hólmfríður Magnúsdóttir
Upplýsingar
Fullt nafn Hólmfríður Magnúsdóttir
Fæðingardagur 20. september 1984 (1984-09-20) (40 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 171 cm
Leikstaða tengiliður
Yngriflokkaferill
KR
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2000–2004 KR 53 (37)
2005 ÍBV 14 (11)
2006 KR 12 (19)
2006–2007 Fortuna Hjørring ??
2007–2008 KR 31 (33)
2009 Kristianstads DFF 21 (5)
2010–2011 Philadelphia Independence 31 (4)
2011 Valur 8 (6)
2012–2016 Avaldsnes/A.I.L 70 (45)
2017 KR 13 (6)
2019–2020 Selfoss 25 (9)
2020 Avaldsnes/A.I.L 4 (1)
2020–2021 Selfoss 11 (3)
Landsliðsferill2
2000
2001-2002
2002-2006
2003-2017
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
4 (1)
8 (1)
14 (3)
113 (37)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 21. mars 2021.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
21. mars 2021.

Hólmfríður Magnúsdóttir (f. 20. september 1984) er íslensk fyrrum knattspyrnukona. Árið 2010 var hún valin knattspyrnukona ársins af KSÍ.[1] Hólmfríður spilaði fyrir hönd Íslands frá 2003 til 2017 og tók þátt í EM 2009 og 2013.

Eftir að hafa tilkynnt að hún væri hætt í mars 2021[2] þá snérist henni hugur mánuði seinna og hóf leik með með Selfossi.[3] Sumarið 2021 lék hún í 11 deildarleikjum og skoraði 3 mörk. Í ágúst 2021 tilkynnti Selfoss að Hólmfríður væri barnhafandi að sínu öðru barni og að skórnir væru endanlega komnir á hilluna.[4]

Landsliðsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hólmfríður lék sinn fyrsta leik fyrir Ísland í 1–0 tapi í vináttuleik á móti Bandaríkjunum þann 16. febrúar 2003. Alls lék hún 113 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 37 mörk.[5]

  1. „Gylfi og Hólmfríður knattspyrnufólk ársins 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2013. Sótt 18. desember 2010. {{cite web}}: Margir |archivedate= og |archive-date= tilgreindir (hjálp); Margir |archiveurl= og |archive-url= tilgreindir (hjálp)
  2. Runólfur Trausti Þórhallsson (16. mars 2021). „Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna“. Vísir.is. Sótt 21. mars 2021.
  3. Ingvi Þór Sæmundsson (28. apríl 2021). „Hólmfríður hætt við að hætta og spilar með Selfossi í sumar“. Vísir.is. Sótt 28. apríl 2021.
  4. Hjörtur Leó Guðjónsson (17. ágúst 2021). „Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna“. Vísir.is. Sótt 18. ágúst 2021.
  5. Brynjar Ingi Erluson (16. mars 2021). „Hólmfríður Magnúsdóttir leggur skóna á hilluna“. Fótbolti.net. Sótt 21. mars 2021.
  Þetta æviágrip sem tengist knattspyrnu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.