Geir Sveinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geir Sveinsson (fæddur 27. janúar 1964) er íslenskur handknattleiksmaður. Geir tók þátt í Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og var fyrirliði landsliðsins á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, þar sem liðið hafnaði í fjórða sæti. Geir er næstleikreyndasti leikmaður landsliðsins frá upphafi en hann lék alls 340 leiki og skoraði alls 502 mörk. Geir þjálfaði íslenska landsliðið frá 2016-2018 en þjálfar nú Akureyri Handboltafélag í Olís-deild karla.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.