Ragnheiður Runólfsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ragnheiður Runólfsdóttir (f. 19. nóvember 1966) er íslensk sundkona og sundþjálfari. Árið 1991 var Ragnheiður valin Íþróttamaður ársins.

Ragnheiður er fædd og uppalin á Akranesi og er dóttir hjónanna Runólfs Óttars Hallfreðssonar og Ragnheiðar Gísladóttur sem bæði eru látin. Ragnheiður byrjaði ung að æfa sund á Akranesi en hélt síðar til náms í Alabama í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem íþróttalífeðlisfræðingur.[1][2]

Ragnheiður var útnefnd Íþróttamaður ársins árið 1991 en þá þegar hafði hún sett um 200 Íslandsmet í sundgreinum. Hún var önnur konan til að hljóta titilinn.[2] Á ferli sínum keppti Ragnheiður tvisvar sinnum á Ólympíuleikum en hún tók þátt í leikunum í Seúl í Suður-Kóreu árið 1988 og í Barcelona á Spáni árið 1992 en lauk keppnisferli sínum að þeim leikum loknum.[3]

Eftir að keppnisferli hennar lauk hefur hún starfað við sundþjálfun, fyrst í Keflavík, Mosfellsbæ og á Akranesi. Frá 2011-2018 var Ragnheiður yfirþjálfari hjá sunddeild Óðins á Akureyri en árið 2019 hóf hún störf sem yfirþjálfari sundfélagsins SO2 í Gautaborg í Svíþjóð.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hlustaði ekki á viðvörunarbjöllurnar“, Akureyri Vikublað, 12. október 2017 bls. 12-13 (skoðað 31. desember 2019)
  2. 2,0 2,1 „Besta keppnisárið mitt“, Morgunblaðið, 3. janúar 1992 (skoðað 31. desember 2019)
  3. Frettabladid.is, „Röð tilviljana leiddi mig í starfið“ (skoðað 31. desember 2019)
  4. Ingólfur Stefánsson, „Ragnheiður Runólfsdóttir tekur við einu stærsta sundfélagi Svíþjóðar“, kaffid.is 10. júlí 2019 (skoðað 31. desember 2019)