1886
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCLXXXVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1886 (MDCCCLXXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 10. apríl - Magnús Stephensen skipaður landshöfðingi í stað Bergs heitins Thorbergs.
- 13. apríl - Eggert Theódór Jónassen skipaður amtmaður í Suður- og Vesturamti.
- 19. júní - Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað.
- 25. júní - Stórstúka Íslands (hluti Alþjóðlegu góðtemplarareglunnar) stofnuð.
- 1. júlí - Landsbanki Íslands tekur til starfa.
- 3. september - Steypiregn og skriðuföll á Kjalarnesi, mikið tjón á túnum og húsum
- 30. nóvember - Tvö skip úr Reykjavík farast í ofsaveðri. Samtals 13 menn drukkna.
- 20. desember - 3 fórust ísnjóflóði við Önundarfjörð.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
- Staðarkirkja og Kirkjubólskirkja voru byggðar.
- Reykjanesviti eyðilagðist í jarðskjálfta.
Fædd
- 18. febrúar - Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis og þýðandi.
- 28. mars - Sigfús M. Johnsen, lögfræðingur, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum.
- 26. maí - Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi og hreppstjóri á Tjörn í Svarfaðardal.
- 6. júní - Eyjólfur J. Eyfells, myndlistarmaður.
- 9. júní - Martinus Simson, danskur fjölleikalistamaður sem settist að á Ísafirði og starfaði þar sem ljósmyndari, útvarpsvirki, myndhöggvari, heimspekingur og trjáræktandi.
- 13. júlí - Júlíus Havsteen, lögreglustjóri á Siglufirði, sýslumaður í Þingeyjarsýslu.
- 10. ágúst - Jóhannes Birkiland, rithöfundur og skáld.
- 16. ágúst - Ólafur Friðriksson, rithöfundur, ritstjóri og verkalýðsforingi.
- 19. ágúst - Sigurður Jónasson, íslenskur stjórnmála- og athafnamaður (d. 1965).
- 14. september - Sigurður Nordal, rithöfundur og fræðimaður (d. 1974).
- 4. október - Maggi Júlíusson Magnús, læknir í Reykjavík frá árinu 1913, yfirlæknir við holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
- 20. október - Svafa Þórleifsdóttir, skólastjóri og ritstjóri.
Dáin
- 15. janúar - Hilmar Finsen, dansk-íslenskur stjórnmálamaður; stiftamtmaður á Íslandi og fulltrúi konungs á Alþingi, fyrsti landshöfðingi Íslands, borgarstjóri Kaupmannahafnar, og innanríkisráðherra Danmerkur.
- 21. janúar - Bergur Thorberg, landshöfðingi
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 3. mars - Serbía og Búlgaría skrifuðu undir friðarsamning í stríði sínu.
- 6. apríl - Vancouverborg var stofnuð í Kanada.
- 4. maí - Blóðbaðið á Haymarket: Á mótmælum verkalýðs í Chicago var sprengja sprengd ætluð lögreglu, 11 létust þar af 7 lögreglumenn.
- 8. maí - Gosdrykkurinn Coca-Cola var framleiddur og The Coca-Cola Company var stofnað.
- 10. júní - Tarawera-eldfjallið gaus á Nýja-Sjálandi. Yfir 150 létust.
- 7. október - Spánn afnam þrælahald á Kúbu.
- 28. október - Frelsisstyttan í New York var opinberuð.
- Bernarsáttmáli til verndar bókmenntum og listaverkum var samþykktur í Sviss.
- Knattspyrnuliðin Arsenal F.C. í Englandi og Motherwell F.C. í Skotlandi voru stofnuð.
- Fyrirtækið Alcoa stofnað.
- Addis Ababa var stofnuð, síðar höfuðborg Eþíópíu.
- Bókin Handan góðs og ills kom út eftir þýska heimspekinginn Friedrich Nietzsche.
Fædd
- 20. febrúar - Peter Freuchen, danskur landkönnuður.
- 11. mars - Edward Rydz-Śmigły, pólskur herforingi.
- 22. mars - August Rei, eistneskur stjórnmálamaður.
- 27. mars - Ludwig Mies van der Rohe, þýskur arkitekt.
- 17. maí - Alfons 13. Spánarkonungur
- 6. júlí - Marc Bloch, franskur sagnfræðingur
- 16. október - David Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísrael (d. 1973)
- 20. október - Frederick Bartlett, breskur sálfræðingur.
Dáin
- 8. febrúar - Samuel Kleinschmidt, trúboði á Grænlandi og málvísindamaður af þýskum og dönskum ættum.
- 15. maí - Emily Dickinson, bandarískt ljóðskáld.
- 13. júní - Lúðvík 2. af Bæjaralandi, konungur Bæjaralands.
- 31. júlí - Franz Liszt, ungverskt tónskáld, píanóleikari og píanókennari.
- 18. nóvember - Chester A. Arthur, bandarískur stjórnmálamaður og 21. forseti Bandaríkjanna.
- 12. desember - Johan Nicolai Madvig, danskur fornfræðingur og textafræðingur og menningarmálaráðherra Danmerkur.