Maggi Júlíusson Magnús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Maggi Júlíusson Magnús (4. október 188630. desember 1941) var íslenskur læknir í Reykjavík frá árinu 1913, yfirlæknir við holdsveikraspítalann í Laugarnesi frá 1934 og starfaði á vegum ríkisins við að veita ókeypis lækningar við kynsjúkdómum frá 1923–1934. Hann var einnig bæjarfulltrúi Reykjavíkurborgar frá 1932–1934.

Maggi var mikill áhugamaður um búskap. Hann var formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur og starfaði fyrir Skógræktarfélag Íslands. Árið 1925 reisti hann sér býlið Klömbrur í útjaðri Reykjavíkur, þar sem nú heitir Miklatún eða Klambratún.

Hann var sonarsonur Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara við Lærða skólann og alþingismanns. Maggi ritaði nafn sitt lengst af Maggi Júl. Magnús eða M Júl. Magnús; nafnið Magnús tók hann upp sem ættarnafn, og er það komið frá afa hans, séra Magnúsi Jónssyni á Grenjaðarstað í S.-Þingeyjarsýslu (Grenjaðarstaðarætt). Dánarmein Magga var krabbamein.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.