Kirkjubólskirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjubólskirkja

Kirkjubólskirkja er útkirkja frá Holti og var helguð Maríu guðsmóður og Þorláki biskupi helga fyrir siðaskipti. Núverandi kirkja er timburkirkja sem byggð var 1886 og endurbyggð í upphaflegri mynd 1978. Kirkjan á kaleik og patínu frá 1792 og skírnarsá úr kopar.